Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - challenger70

Pages: [1]
1
Bílarnir og Græjurnar / Pink Panther
« on: March 02, 2007, 22:12:56 »
Hann er flottur liturinn á Cudunni.  Verst að sjá hana ekki á götunni í sumar.  Til hamingju með verkið bræður.

sr

2
Almennt Spjall / Bílahittingur á Bíldshöfða 18.
« on: August 23, 2005, 17:53:12 »
Legg til að allir bílaáhugamenn sameinist um málstaðinn, þ.e.a.s. bíladelluna.  Þetta var hinn skemmtilegast hittingur og vil ég hrósa þeim sem stóðu að fyrir framtakið.  Þarna voru allrahanda bílar samankomnir bæði nýjir og gamlir og misjafnlega aflmiklir (eða afllitlir eftir því hvernig á það er litið).   Við hljótum að geta sameinast um að betra sé að hér sé “frjálst” spjall og hverjum og einum leyfist að koma með sínar tilkynningar, umræður eða ábendingar.  Þeir sem ekki hafa áhuga á viðkomandi spjalli setja bara inn annað spjall um það málefni sem þeim er hugleikið.

Svenni

3
Leit að bílum og eigendum þeirra. / P-1968
« on: May 12, 2005, 20:46:57 »
Þessi bíll P-1968 var á skoðunardeginum hjá Fornbílaklúbbnum.  Ég held að þetta sé Roadrunner B3 að lit með svörtum vinyltopp.  Merkingar á húddi segja 383.  Þekki ekki meira til bílsins.

4
Leit að bílum og eigendum þeirra. / mustang - nr.1
« on: April 18, 2005, 21:03:50 »
Sá sem á (eða átti) Mustanginn heitir Tommi og ef mig minnir rétt Guðmundsson.  Allt mulighedmen og vann hjá Bigga í Bílverk BÁ um tíma amk.  Ég man fyrst eftir þessum bíl ca 1982 á Selfossi og þá var hann rauður með eldtungur á hliðum, fugli á húddinu og kirkjugarðinum milli afturljósa.  Var þá kallaður Red Killer og skemmtilega sprautaður.  Síðan var hann sprautaður svartur en kirkjugarðurinn fékk að halda sér milli afturljósa.  Umræddur Tommi átti bílinn bæði þegar hann var rauður og svartur og vænti þess að hann hafi átt hann öll þau ár sem hann stóð fyrir utan BÁ.  Veit þó ekki hvar bíllinn er í dag.

5
Bílarnir og Græjurnar / Vinyltopp eða ekki ????
« on: February 06, 2005, 18:13:19 »
Ekki spurning að setja á hann vinyl.  Spurning með þennan svarta eða rauða.  Getur þú ekki látið photoshoppa mynd með réttum rauðum lit þannig að hægt væri að bera þetta saman við þann svarta.

6
Almennt Spjall / Vardandi innflutning á bílum...
« on: February 06, 2005, 12:56:29 »
Tek undir með Mola.  Mæli hiklaust með Eggert í slík mál, hann tók inn fyrir mig Challenger í fyrra og fullt af varahlutum og er núna að aðstoða mig með nýjan Durango.  Topp maður.

7
Almennt Spjall / Nova á Akureyri
« on: January 28, 2005, 22:00:58 »
Mér sýnist á öllu að þetta sé skemmtilegt verkefni sem eigi eftir að lukkast vel.  Þú ert komin yfir þessa tímafreku ryðbætingarvinnu og nú byrjar skemmtilegi hlutinn þegar þú sérð allt smella saman.  Hvort að þetta sé orginal SS bíll eða ekki er í mínum huga ekki aðalmálið.  Þú getur vel klónað þennan bíl í SS og gert hann að jafngóðum bíl ef þú vilt, en allt kostar þetta tíma og peninga og gerist ekki á einni nóttu.  

Það verða alltaf einhverjar úrtöluraddir sama hvað maður gerir í bílauppgerð. Gerðu þetta bara vel og eins og þú ert sáttur við.  Settu endilega fleiri myndir inn á vefinn og leyfðu okkur að fylgast með hvernig verkinu miðar.  Vonandi sjáum við þig á götunni í sumar.

8
Almennt Spjall / Spurningar um varahluti.
« on: January 10, 2005, 19:57:36 »
Bingi,
Sendu skeyti á 72 Mach 1 hér á spjallinu.  Hann er góður reddari og veit pottþétt hvar þú getur fengið varahluti í Mustang '73 þ.m.t. boddyhluti.  Ef þig vantar aðstoð við að flytja það heim þá reddar hann því líka fyrir þig.  Hann hefur aðstoð mig mjög mikið við allskynns reddingar á varahlutum og er sanngjarn líka.

9
Bílarnir og Græjurnar / Challenger 1970
« on: November 10, 2004, 21:07:55 »
Varðandi fyrirspurnina frá Dart68 um litinn og samanburðinn við bílinn sem hann vísaði í þá eru nokkrir þættir sem geta skýrt mismuninn á myndunum.  Birtuskilyrðin á myndunum geta haft áhrif á hve dökkur liturinn virkar, aldurinn á lakkinu sömuleiðis og hve mikil áhrif sólarljósið hefur haft á upplitun hans.  Þess fyrir utan getur að sjálfsögðu verið einhver mismunur á lakki milli lakkframleiðenda þó að litirnir séu gefnir upp þeir sömu.  Annars voru bláu Challenger litirnir fyrir 70 módelið 3, þe. B3 (ljósblár), B5 (milliblár) og B7 (dökkblár).

10
Bílarnir og Græjurnar / Hvað getur maður fengið fyrir svona
« on: November 10, 2004, 20:19:05 »
Svona bíl selur maður ekki fyrir minna en 2 millj.kr.  Eðlilegt verðmæti ca 2-2,5 millj.kr.  Vandamálið er hinsvegar að kaupendahópurinn er ekki stór.  Ef þú færð ekki ásættanlegt verð þá skaltu bara eiga hann áfram, enda mun verðmæti svona bíla bara hækka á næstu árum.  Þú gætir einnig setið á honum í einhver ár og þá selt hann úr landi ef enginn kaupandi finnst hér á fróni.

11
Bílarnir og Græjurnar / Challenger 1970
« on: October 19, 2004, 20:14:17 »
Uppgerðin á Arizona Challengernum sem kom til landsins í mars loksins að taka á sig mynd.  Bíllinn kominn á númer og maður loksins farinn að keyra.  Sumarið að vísu búið en það kemur víst sumar eftir þetta sumar.

http://www.cardomain.com/id/challenger70

12
Bílarnir og Græjurnar / 1970 cuda á Djúpavogi
« on: October 18, 2004, 21:52:16 »
Skelfilegt að sjá þessar myndir.  Alltof algengt að bílar séu látnir grotna niður þar til þeir eru nánast ónýtir og allan tíman eru dýrgripurinn aldrei falur.

13
Bílarnir og Græjurnar / 1970 Dodge Challenger.
« on: September 27, 2004, 22:20:56 »
Ekkert hefur verið átt við vél og skiptingu enn sem komið er.  Vélin er # matching 318 lítið ekin og í góðu standi.  Gaman væri að fá skoðanir ykkar á því hvað væri skynsamlegt að gera í þessum málum.  Þetta er svona mál sem allir hafa skoðanir á og sitt sýnist hverjum.  Planið er koma bílnum í gott stand (sem er að takast), keyra hann t.d. eitt sumar og fá þannig betri skoðun á því hvað væri viturlegast að gera í vélarmálum, bæði með tilliti til afls og aksturseiginleika.

14
Bílarnir og Græjurnar / Staðan í dag
« on: September 24, 2004, 20:56:55 »
Þeir sem hafa áhuga á að sjá hvernig staðan er á uppgerðinni á þessum Challenger geta skoðað

http://www.cardomain.com/id/challenger70

Á næstunni verða settar inn fleiri myndir þannig að áhugasamir geta fylgst með.  Eins og sést er margt búið og stefnt er að því að ljúka verkinu innan þriggja vikna.

15
Arizonabíllinn var keyptur á netinu.  Hann er og verður blár (litur B5) með hvítum vinyltopp.  Þetta er # matching G bíll og er með upphaflegu 318 vélina sem er lítið ekinn.  Hvort að einhver önnur vél verður sett í hann er ekki ákveðið, en margir hafa komið með ýmsar hugmynd um hvaða vél ég eigi að setja í hann.

Mæli hiklaust með bílum frá Arizona svæðinu, almennt virðast þeir lítið eða ekkert ryðgaðir þannig að maður sleppur við þessa tímafreku ryðbætingarvinnu.  Það er hinsvegar nokkuð langt að sækja bílana m.t.t. þess að koma bílum í flutning til Íslands, en það er ekki óyfirstíganlegt og er a.m.k. ódýrara en að standa í ryðbætingum.

16
Það má bæta einum nýjum við.  Flutti inn Challenger árg '70 í mars sl. sem er ekki á listanum.  Bíllinn er í mjög góðu standi og hefur verið í Arizona alla sína tíð.  Lakkið er ónýtt vegna sólar og innrétting sömuleiðis sprungin.  Verið er að undirbúa bílinn fyrir sprautun og verður sett ný innrétting í hann.  Stefnan er að setja hann á götuna síðla sumars.

Pages: [1]