Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: edsel on December 26, 2008, 19:15:07

Title: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: edsel on December 26, 2008, 19:15:07
hver var fyrstí bíllinn sem þið keyrðuð?
minn var allavega Chevy Surbarban '76 með díselvél úr ferju og benz vörubílakassa
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 26, 2008, 22:05:36
1966 Ford Cortina GT mun hafa verið fyrsti bíllinn sem ég keyrði.

1971 VW Beetle 1300 var bíll númer tvö hjá mér.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: trommarinn on December 26, 2008, 22:11:19
Fyrsti bílinn sem ég keyrði alveg sjálfur var þegar ég var sjö ára og það var opel senator með 6 cyl. vél...var algjör fleki á sínum tíma 8-) Fékk hann einmitt í afmælisgjöf :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: @Hemi on December 26, 2008, 22:19:11
það fyrsta sem ég keyrði var Daihatsu Feroza prumpu dolla, og þeirri Ferozu var ekkert gefið eftir og hún var tekin illa í "skraufaþurt rassgatið" og henni rústað á túnonum heima hehe....
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Ravenwing on December 26, 2008, 23:05:10
Wagoneer 1978 módel með 360 CID AMC V8  mótor og á 36" dekkjum.
Ótrúleg eftirsjá í þeim bíl...en hann grotnaði niður í höndunum á pabba þegar ég var táningur og vildi aldrei láta hann af hendi...fyrr en hann seldi eitthvað smá úr honum og svo var ryðhrúgunni sem eftir var hent  ](*,)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: sveri on December 27, 2008, 00:19:02
það ku hafa verið ford bronco 1974 á sterum  með 460 (http://i47.photobucket.com/albums/f180/bremsa/wwwf4x4is.jpg)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: TONI on December 27, 2008, 00:44:53
Minn ferill byrjaði á vw Bjöllu...með orginal topplúgu (járn á sleða) og geriði betur, pabbi keypti hana í Sölunefndinni fyrir okkur bræðurna til að leika okkur á, ég þá c.a 10 ára með BMX hjálminn minn og hugsaði aðeins um það eitt að spóla og stökkva....hafði nákvæmlega enga sérstaka stjórn á því hvað var í gangi en þetta var svaka fjör. 12 ára eignaðist ég svo fyrstu vélarnar sem voru að sjálfsögðu Bjöllumótorar, eyddi öllum mínum frítíma í að skrúfa um há-vetur í kofa hræksni með olíulampa til að lýsa mér......en það fór engin þeirra í gang, fékk vél á ruslahaugunum og tók hanan með mér í sveitina til að setja í Buggy-smíðina mína, þá líklega 13 ára.....og allt fór af stað. Svo kom að því að minn fékk sér raunvörulegan bíl, fékk mér Dodge Daytona Turbo 1995 í 16 ára afmælisgjöf frá mér til mín. Númerin voru lögð inn en pabbi var svo óheppinn að eiga númer í skúrnum sem mátti skrúfa á hann með aðstoð spítukubbs og langara tréskrúfu. Á þessu var rúntað þar til að bíllinn var orðinn hálf slappur af átökum...þá 6 ára gamall bíllinn og gamli skildi ekki upp né niður í þessu....og nágranarnir sögðu ekki orð. Skipti svo á honum og Willis 1974 ef ef ég man rétt, með 360 amc, með enga eiginleika(afturhásingin var nánast framar en framhásingin) og .............40 mín eftir að ég fékk prófið datt mér til hugar að bota bílinn í glæra hálku í brekku sem endaði að sjálfsögðu á ljósastaur....löglega þó í þetta skiptið. Svona byrjaði ég ....fyrir utan að hafa fengið að prufa hjá gamla einhverja stuttar ferðir.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Hafþór Jörundsson on December 27, 2008, 00:55:58
Erfitt að toppa Svera, en eini fákurinn sem ég vill muna fyrir réttindi...var hnuplað af gamla og var himneskur rúntur á Dodge Power Wagon 4X4 ...1968
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Kristján Skjóldal on December 27, 2008, 11:19:33
já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Heddportun on December 27, 2008, 12:35:35
já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o


:smt043
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Kristján Ingvars on December 27, 2008, 14:04:42
Það er allavega svona óþarflega mikið af aðskotahlutum framan á honum  8-[
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Kristján Ingvars on December 27, 2008, 14:10:56
Annars með mig.. þó það flokkist nú kannski ekki undir akstur en þá var mín frumraun sú að ég sat og var að bíða inní gömlum volvo 240 sam gamli átti og orðinn frekar órólegur svo ég brá á það ráð taka hann úr handbremsu þar sem hann stóð í gangi í halla.. ég rann þarna afturá bak inní bílnum þónokkra metra og útá götu þangað til félagi hans náði að stökkva inní bílinn og stöðva hann  :mrgreen: en svona einn undir stýri þá var það annað hvort gamall súbbi eða mazda útá túni í Krossó, ætli ég hafi ekki verið 8-9ára  8-)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Nonni on December 27, 2008, 14:34:12
Fyrsti bíllinn sem ég keyrði var Mazda 929, líklegast árgerð 1985 (en var ný úr kassanum).  Fyrsti bíllinn sem ég stýrði var hinsvegar Volvo Amazon.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: ljotikall on December 27, 2008, 15:22:50
gamall audi 100 með altof mjúka gorma :lol:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: jeepson on December 27, 2008, 16:33:16
opel ascona c var fyrsti bíllinn sem ég keyrði. í kringum 12ára gamall. þessir bílar heita víst chevrolet monza á íslandi. en er í raun og veru bara opel ascona. menn þekkja þessa bíola í dag sem opel vectra
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Moli on December 27, 2008, 17:33:31
1970 Ford Cortina 1600, ég var 8 ára og fékk að aka henni í söndunum í Ölfusi hjá afa gamla. Bílinn á ég svo í dag.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Brynjar Nova on December 27, 2008, 18:22:24
Svona með fyrstu bílum sem ég keyrði
var ford cortina 1973 sem gamli átti
það kom fyrir að maður stal lyklunum
ég hef sennilega verið 12 ára :mrgreen: :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: bluetrash on December 27, 2008, 21:25:29
fyrsti bíllinn sem ég keyrði sjálfur var Landrover 1964. Þá 10 eða 11 ára gamall.. Afa fannst tími til kominn að ég lærði að keyra almennilega og keyrði bílinn út á túnið heima sem þá var ísilagt og sagði mér að setjast undir stýri og sýndi mér hvað kúpling, bremsa og bensígjöf væru staðsett og svo skyldi hann mig eftir þarna á miðju svellinu með þau orð að ég skyldi ekki koma heim án bílsins, svo horfði ég á eftir honum labba heim.. heheheheeee minnir að þetta hafi nú alla vega tekið mig um 5 tíma að ná tökum á þessu svelli.. Afi gamli, hann var meistari blessuð sé minning hans...
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: dodge74 on December 27, 2008, 21:30:25
fyrsti billin sem ég keirði var suzuki 1000 man ekki hvaða arg en held að hun hafi verðið 80 og eitthvað
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: sveri on December 28, 2008, 00:20:50
já en þessi bronco er senilega sá ljótasti sem ég hef séð  :shock:allt er nú hægt að gera #-o


því betur eru skoðanir manna eins misjafnar og mennirnir eru margir ;) En ljótur or not þá var ekkert dónalegt að sitja undir stýri á þessu 10 ára gamall eða svo
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Kristján Ingvars on December 28, 2008, 02:37:14
Ég skal trúa því, monster í augunum á 10 ára krakka og ábyggilega mikið sport !  8-)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: SaebTheMan on December 28, 2008, 11:59:09
Lada Sport
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: kiddi63 on December 28, 2008, 12:30:52
Fyrsti bíllinn sem ég keyrði var svört Chevy Nova árg 71 eða 72,  með 307 og 3 gíra beinskipt  :spol:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: LeMans on December 28, 2008, 13:25:54
minn fyrsti var Camaro lt '73 var með 350 eignaðist hann ári fyrir bílpróf og biðin eftir prófinu var martröð :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: kallispeed on December 28, 2008, 13:31:25
fyrsti bíllinn sem ég keyrði alveg sjálfur var blá ford cortina 1300 mk 2 1970 4dyra allavega minni typan sem kom undan stærri bílnum sem var svo vinsæll hér hjá landanum ,  og ég hef verið ca 10 vetra gamall þá og ekki hár í lofti og bíllinn í eigu mömmu og pabba ...   :mrgreen:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Serious on December 28, 2008, 13:46:36
Flott Bronco mundi ég halda en fyrsti bíllinn sem ég mun hafa verið GAZ 69 eða gamli góði rússajeppinn sennilega árgerð rétt fyrir 60 með bens dísel vél þetta var 1969-70 ég man ekki alveg hvort var.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Gilson on December 28, 2008, 14:17:01
Land Cruiser 90
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: spIke_19 on December 28, 2008, 19:51:00
ég keyrði fyrst þegar ég var í kringum 7-8 ára og það var Toyotu Touring 1989 1600, ég var heillengi að komast af stað og svo fékk ég einungis að vera í fyrsta gír sem var ekkert skemmtilegt svo sá ég valla neitt  :lol: :lol: :lol:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Sigtryggur on December 28, 2008, 20:04:00
´71 Land Rover í sveitinni,c.a. 12 ára.Slatti af traktorum þar á undan,t.a.m. FORD 8-)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Dodge on December 29, 2008, 17:46:53
79 GMC Rally Wagon, 6cyl trader diesel  :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: jeepcj7 on December 30, 2008, 00:58:57
Land Rover '69 diesel hjá afa í sveitinni og svo næstur '72-4 Impala m.350 og glide hjá pabba.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Contarinn on December 30, 2008, 12:58:49
´74 Range Rover með ´85 body, á túni í sveitinni :wink:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: 954 on December 30, 2008, 21:50:52
hehe... 69 peugeot 404 station á saltvíkurtúnunum þá 8 ára. Eldri bróðir minn 12 ára þorði ekki.......
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Zaper on January 01, 2009, 14:35:40
dodge colt "79 á ís  8-) hjá afa í sveitini eins og svo margir.

(http://jalopnik.com/assets/resources/2007/01/champ.jpg)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Ramcharger on January 06, 2009, 16:44:53
Land Rover "54 með tréhúsi :mrgreen:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: ingvarp on January 07, 2009, 22:42:42
9? árgerð af 38" breyttum hilux með loftpúðum var fyrsti bíllinn sem ég fékk að keyra eitthvað almennilega síðan fékk maður stundum að taka í toyota touring hjá gömlu  8-)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Kristján Skjóldal on January 07, 2009, 22:59:31
þessi spurnig er eitthvað sem ég á ómurlegt með að muna  #-oenda byrjaði ég mjög snema að stela lyklum af bílum hjá pabba og taka rúnt í hverfinu og í hunduðum talið :D og helst með fullan bil að vinum úr hverfinu ](*,)já svona er maður nú vitlaus :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Pababear on January 08, 2009, 16:58:38
Fyrsti bíllinn sem ég fékk að keyra sjálfur þegar ég var 5ára það var MMC Galant 2,0 ´87 eða ´88 var nýr en ég fékk að keyra hann í sveitinni, en flottasti bíllinn sem ég keyrði þegar ég var á sama aldri var ´85 280E M:Bens en frændi minn var of þunnur til að keyra okkur krökkunum í sundlaugina í sveitinni þannig að hann lét mig keyra þar sem ég var stærstur  :D, en áður hafði maður fengið að stýra nánast öllu sem var hægt að keyra í sveitinni bæði bílum og dráttarvélum frá því að maður gat gripið í eitthvað....

Eina skiptið sem ég fékk ekki að keyra bíl í lengri tíma var þegar ég var 13ára og fékk opel östru móður minnar til að rúnta um á túnunumm og frændi minn manaði mig til að stökkva á honum og akkúrat þegar ég náði flottu stökki þá sá móðir mín til mín leiðina niður brekku og hún sá hvernig bíllinn leit út að neðan þar sem stökkið heppnaðist það vel...  ](*,) en engin notkun á einu einasta tæki restina af sumrinu var refsingin... sem var hræðilegur tími...
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Racer on January 08, 2009, 17:45:49
Landrover ´68 stuttur með 350 sbc í húddinu þegar ég var 8-9 ára , keyrði bílinn á túni með vagn aftan í og hey baggar voru hentir uppá meðan ég keyrði

Afi átti hann og gaf mér hann fyrir ansi mörgum árum.. ég á meira segja bílinn ennþá þó kalla þetta rest af varahlutum frekar enda fátt eftir nema grind og einhverjir fáir bodý hlutir og innréttingadót

fyrsti bíl á götunni var víst suzuki swift ´80 og eitthvað sem ég rúntaði niður skólavörustíg 11 ára gamall með múttu að elta mig og biðja mig um að stoppa
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: BeggiHetja on January 15, 2009, 17:03:50
Ford econoline :) 38"dekkjum það var í Þórsmörk
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: JF smiðjan on January 18, 2009, 01:36:54
Hjá mér var það svo undurfögur lada sport  :D á túnunum í sveitinni
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: SceneQueen on January 18, 2009, 19:38:50
Izusu þegar ég var 11 ára  :)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: juddi on January 22, 2009, 17:15:03
Minn ferill byrjaði á vw Bjöllu...með orginal topplúgu (járn á sleða) og geriði betur, pabbi keypti hana í Sölunefndinni fyrir okkur bræðurna til að leika okkur á, ég þá c.a 10 ára með BMX hjálminn minn og hugsaði aðeins um það eitt að spóla og stökkva....hafði nákvæmlega enga sérstaka stjórn á því hvað var í gangi en þetta var svaka fjör. 12 ára eignaðist ég svo fyrstu vélarnar sem voru að sjálfsögðu Bjöllumótorar, eyddi öllum mínum frítíma í að skrúfa um há-vetur í kofa hræksni með olíulampa til að lýsa mér......en það fór engin þeirra í gang, fékk vél á ruslahaugunum og tók hanan með mér í sveitina til að setja í Buggy-smíðina mína, þá líklega 13 ára.....og allt fór af stað. Svo kom að því að minn fékk sér raunvörulegan bíl, fékk mér Dodge Daytona Turbo 1995 í 16 ára afmælisgjöf frá mér til mín. Númerin voru lögð inn en pabbi var svo óheppinn að eiga númer í skúrnum sem mátti skrúfa á hann með aðstoð spítukubbs og langara tréskrúfu. Á þessu var rúntað þar til að bíllinn var orðinn hálf slappur af átökum...þá 6 ára gamall bíllinn og gamli skildi ekki upp né niður í þessu....og nágranarnir sögðu ekki orð. Skipti svo á honum og Willis 1974 ef ef ég man rétt, með 360 amc, með enga eiginleika(afturhásingin var nánast framar en framhásingin) og .............40 mín eftir að ég fékk prófið datt mér til hugar að bota bílinn í glæra hálku í brekku sem endaði að sjálfsögðu á ljósastaur....löglega þó í þetta skiptið. Svona byrjaði ég ....fyrir utan að hafa fengið að prufa hjá gamla einhverja stuttar ferðir.
Daytonan fékk heldur betur að fynna fyrir því þó það hafi verið smá stress á sæbrautinni þegar startarinn fór að stríða á ljósum og löggan á beygjuljósinu á móti
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: juddi on January 22, 2009, 17:20:53
fyrsti bíllin sem ég keyrð af einhverju viti var Nova 1975 módel þegar ég var 12 og svo Willys 1966 maður var svo sem búin að taka smá rúnta td í krúsunum fyrir norðan á bronco á líklegast 38.5" svaka tröll á þeim tíma ca 1983 ég ca 8 ára
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: SPIKE_THE_FREAK on February 02, 2009, 00:44:30
haha toppið þetta 62 árgerð Land Rover eina sem er búið að breyta í honum er að það er búið að færa ljósinn í brettinn eru ekki í grillinu og ég var milli 8 og 10 ára haha ekki allveg að muna hve gamall  :lol:
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Kristján Skjóldal on February 02, 2009, 09:15:41
það þarf nú ekki að gera mikið til að toppa Landrover :Dtd nó að vera á skoda :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: GRG on February 02, 2009, 10:44:59
Fyrsti bíllinn sem ég keyrði var sennilega langur Willys sem gamli átti,algjörlega original,það var nú meiri bíllinn. Ég var 11 ára þá,minnir mig. En fyrsti alvöru bíllinn sem ég keyrði var Dodge Demon(71 módel minnir mig),sem bróðir minn átti. Þá var ég 16 ára. Hann gat virkað ágætlega stundum,og einu sinni man ég eftir að ég prjónaði honum. Það var eitthvað verið að stilla hann og mér var sagt að gefa honum duglega til að gá hvort hann virkaði,sem hann og gerði. :twisted:
Title: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Dingus on December 21, 2009, 18:19:12
suzuki fox á 38" með vagn aftaní sem var mikið stærri en bíllin, lullaði í hringi á meðan faðir minn tíndi bagga upp á vagninn :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: KiddiÓlafs on December 21, 2009, 18:23:31
Ford Transhit ...vinnubílinn hjá pabba...fyrst sem ég eignaðist var Dodge Dakota Sport V8
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: AlexanderH on December 21, 2009, 18:50:08
Sá sem ég man eftir að hafa keyrt fyrst einsamall var Toyota Camry, afskaplega óspennandi bifreið
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Runner on December 21, 2009, 19:38:21
1978 Ford Fairmont  :lol: mér fanst hann vera svaka dreki.
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Andrés G on December 21, 2009, 20:04:35
'87 Chevrolet Van, ágætis bíll að keyra :D
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: E-cdi on January 10, 2010, 04:17:27
fyrsti bíllinn sem ég styrði í kjöltuni á pabba var mmc Galant árg 1006 með digital mælaborði. þá var ég 2 eða 3ára
en fyrsti billinn sem ég keyrði var 1982 subaru 1800 sem amma heitin gaf mér í 11 ára afmælisgjöf :)
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Ford Racing on January 10, 2010, 19:25:51
56' Ford Fairlane Victoria þegar maður var farinn að ná niðrá pedala einhvern tíman og fyrsti bíllinn sem ég stýrði var 87' Bronco II yfir smá vað minnir mig :P
Title: Re: fyrsti bíllinn sem þig keyrðuð
Post by: Gabbi on January 10, 2010, 22:38:40
1. bill sem eg kerði sjalfur var mmc galant 88 arg
2. vw polo
3. Nisan patrol disel vel og upphækkaður a 38''
4.suzuki vitara  breytri vel og upphækaður a 33''
og 1 bill sem eg fekk og a er suzuki vitara með breytri vel og upphækkaður a 33'' við fengum okkur hann held eg 2002

Og ef enhver veit um mmc galant 88 argerð rauðan og var a numerinu jk381 vinsamlegast latiði mig vita

Afsakiði mig að það vanti kommur en lyklaborðið er bilað