Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: SPRSNK on August 07, 2013, 22:45:30

Title: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 07, 2013, 22:45:30
Er spyrna að deyja út?

Hvar eru öll keppnistækin sem til eru á klakanum?
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Moli on August 07, 2013, 23:41:07
...að ekki sé minnst á alla gömlu muscle car bílana sem varla sjást!!
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: joik307 on August 08, 2013, 00:19:51
Það er voðalega mikill lægð yfir þessu núna fynnst mér. Ég sjálur næ ekki að vera með þar sem það er eitthvað ekki í lagi í gírkassanum eftir að snúa í sundur drifskaftið :roll:
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján Skjóldal on August 08, 2013, 09:12:11
já þetta er eitthvað skrítið #-o hvort það hafi eitthvað með það að gera hvernig skránigar form er ?  þar sem margir vilja alltaf skrá sig helst sama dag og það á að keppa og er ekki búið að áhveða sig með viku fyrivara. eða hræðist þessi nýju gjöld ? sem fyrir mann sem ætlar að keppa allt sumar þá er þetta orðið frekar mikið af seðlum sem maður þarf að borga til að bara fá að keppa ? eða bara að nú eru margir góðir bílar að dóminera í flest öllum flokkum og þá vilji aðrir ekki koma ? svo eru kanski fleyri eins og ég sem áhveðu að taka sér frí þetta sumar í að keppa :wink: og kanski erum við ekki nóu góðir að taka á móti nýjum spyrnu glöðu fólki inn ?
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Dodge on August 08, 2013, 10:05:00
Þetta er góð spurning, að einhverju leiti eru menn ekki að tíma peningum í þetta eða eiga þá ekki til.
Svo er það spurning hvort það séu ekki í raun of margar keppnir á ári, því í raun eru þetta meira og minna sömu keppendurnir í öllum greinum þ.e. kvartmílu, götuspyrnu og sandspyrnu.

Það er alveg spurning um að fækka keppnum og sameina mótin eitthvað eins og að ég held einhver KK maður hefur stungið uppá.

Hafa t.d. 1 KOTS keppni, 1 götuspyrnu og svo sameinist KK og BA um 1/8 íslandsmót eða eitthvað þessháttar.
Svo er spurning hvað ætti að gera með sandinn, gæti verið betri þáttaka ef sandmótið væri keyrt eftir malbiks seasonið eins og var í denn svo menn séu ekki alltaf að hræra á milli.

Svo er þetta spurning með keppnisskírteinin, ég persónulega mundi vilja sjá eitt ríkis ársskírteini uppá 7000 - 10000 fyrir alla, skil ekki síðasta útspil með ársskírteini uppá 15000 og götubílaskírteini uppá 5000 (sem 80% keppenda geta keypt) afhverju eiga hin 20% að niðurgreiða fyrir þá?

Svo eru eflaust 100 fleiri atriði sem gætu haft áhrif, ég held að keppnishaldarar þyrftu að funda rækilega í haust um þessi mál og keppnisdagatalið.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SMJ on August 08, 2013, 10:36:03
Góðir punktar sem vonandi verða ræddir nánar fyrir komandi ár.

Þetta er góð spurning, að einhverju leiti eru menn ekki að tíma peningum í þetta eða eiga þá ekki til.
Svo er það spurning hvort það séu ekki í raun of margar keppnir á ári, því í raun eru þetta meira og minna sömu keppendurnir í öllum greinum þ.e. kvartmílu, götuspyrnu og sandspyrnu.

Það er alveg spurning um að fækka keppnum og sameina mótin eitthvað eins og að ég held einhver KK maður hefur stungið uppá.

Hafa t.d. 1 KOTS keppni, 1 götuspyrnu og svo sameinist KK og BA um 1/8 íslandsmót eða eitthvað þessháttar.
Svo er spurning hvað ætti að gera með sandinn, gæti verið betri þáttaka ef sandmótið væri keyrt eftir malbiks seasonið eins og var í denn svo menn séu ekki alltaf að hræra á milli.

Svo er þetta spurning með keppnisskírteinin, ég persónulega mundi vilja sjá eitt ríkis ársskírteini uppá 7000 - 10000 fyrir alla, skil ekki síðasta útspil með ársskírteini uppá 15000 og götubílaskírteini uppá 5000 (sem 80% keppenda geta keypt) afhverju eiga hin 20% að niðurgreiða fyrir þá?

Svo eru eflaust 100 fleiri atriði sem gætu haft áhrif, ég held að keppnishaldarar þyrftu að funda rækilega í haust um þessi mál og keppnisdagatalið.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Lenni Mullet on August 08, 2013, 11:32:00
Eru ekki bara svona highs and lows í þessu eins og öðru ? Ég held að það sé erfitt að greina vandan útfrá einu ári... Sérstaklega þegar það er verið að miða við síðasta ár sem var stærsta ár varðandi fjölda keppenda sem við höfum átt hjá BA...

Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: ÁmK Racing on August 08, 2013, 12:17:54
Sælir félagar það er bara svo margt sem spilar inn í þetta.Stór partur getur verið racegashallærið sem er búið að vera hér þetta ár.Þetta er dýrt og eru menn ekki líka bara að hlada að sér höndum svo veit maður að þetta aukagjald pirrar marga.Svo eins og kom fram hér í fyrri póst er kannski kominn tími til að stokka þetta upp prufa eiithvað nýtt því miður hefur verið frekar dösuð þátttaka í ísl mótinu síðustu ár.Kv Árni Kjartans
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: baldur on August 08, 2013, 13:39:02
Svo hjálpar nú sjálfsagt ekki til að það kom varla neitt sumar hérna í ár.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 08, 2013, 21:53:58
Hér er greinilega kominn breiður umræðugrundvöllur fyrir framtíð spyrnu a Íslandi!
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: DÞS on August 09, 2013, 11:16:46
heyrheyr
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: svanur_v on August 09, 2013, 23:55:08
Fyrir mitt leiti sem nýliða í klúbbnum hefur mér fundist móttakan hafa verðið góð, fullt af mönnum sem eru tilbúnir að leiðbeina og hjápla. Hvað keppnis fyrirkomulag varðar að þá verð ég að segja fyrir mitt leiti að þá er ekkert svakalega spennandi fyrir menn að koma keppa ef að þeir vita að eini sjensinn til að vinna eða geta átt séns á sigri er ef að keppinauturinn klikkar eða bilar. Hvernig er best að skipta upp flokkum þannig að keppnin yrði milli fleiri en tveggja max þriggja bíla í hverjum flokki gæti hinsvegar verið snúin sökum fárra þátttakenda í hverjum flokki fyrir sig. Ég þekki bara ekki nógu vel setupið á hvernig hægt er að útfæra svona keppnir, en velti fyrir mér hvort ekki sé hægt að keppa eftir einhverskonar forgjafarkerfi þar sem 300hp bíll getur keppt við 600hp bíl svoleiðis kerfi hlýtur að vera til og þá væri hægt að hafa skemmtilegar keppnir þótt svo fárir komi sem auðvita getur allaf gerst. Þið verðið að afsaka fáfræði mína á keppnisreglum en það er bara þannig að það vill enginn keppa bara til að vera með where´s the fun it that það langar öllum að vinna. Menn geta bara mætt á æfingar til að keppa við sjáfa sig og spara sér keppnisgjaldið það verður að vera einhver kvati fyrir menn að mæta til keppni. Ég er einnig sammála því að allir ættu að greiða sama gjaldið það myndi að ég held einfalda málið, allir borga sama árgjaldið og svo sér fyrir keppnir bara eins og gengur. Það þarf kannski bara finna nýtt angle á því hvernig keppnirnar eru byggðar upp og reyna gera þetta þannig að sem flestir verði virkir.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: GO on August 10, 2013, 19:59:09
Góð ummræða Til kvers að henda 100...k Og $$$  undanfarin 3 ár og enginn að keppa við í flokknum H/S  DÝrar staðfestingarferðir það. Kv. Garðar Ólafsson. Langar mikið að mæta ,kvað með hina sem eyga svipaða jálka.(þessir með stóru vélarnar)
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: fordfjarkinn on August 10, 2013, 21:18:02
Það er fínt að það séu einhverjir að vakkna til lífsins í þessum málum nú þarf bara einhver að tak af skarið og fara í gang með þetta. Ég væri til í að koma að því með fleiri góðum mönnum. Er með tilbúinn svona flokk sem allir myndu passa inní. Nei það er ekki Bracket enn forskotakerfi samt. Ef einhverjir hafa áhuga þá geta menn sent mér skilaboð hérna á spjallinu. Annars sé ég ekkert að því að það verði tekið upp braket flokkur og hann kyntur almenilega enn ekki talaður niður af enhverjum Kóngum sem þykjast allt vita.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Valiant´69 on August 10, 2013, 23:13:53
Bracket passar öllum, í allri mynd  með föstu indexi eða ekki. Það þarf enga nýja flokka. kv FG.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 10, 2013, 23:52:56
Það eru frábærar aðstæður á Kvartmílubrautinni  =D> en sjaldan verið eins fá tæki að keyra  :-$
Það getur orðið löng bið ef allir eru að bíða eftir að hinir komi að keyra

Það eru gríðarlega margir flokkar sem hægt er að keyra og því ættu allir að finna flokk við hæfi.

Þeir flokkar sem í boði fyrir bíla í íslandsmóti eru eru:
GF  http://kvartmila.is/is/sidur/gf-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/gf-flokkur)
OF  http://kvartmila.is/is/sidur/of-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/of-flokkur)
MS  http://kvartmila.is/is/sidur/ms-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/ms-flokkur)
GT  http://kvartmila.is/is/sidur/gt-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/gt-flokkur)
SE  http://kvartmila.is/is/sidur/se-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/se-flokkur)
RS  http://kvartmila.is/is/sidur/rs-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/rs-flokkur)
MC  http://kvartmila.is/is/sidur/mc-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/mc-flokkur)
OS  http://kvartmila.is/is/sidur/os-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/os-flokkur)
HS  http://kvartmila.is/is/sidur/hs-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/hs-flokkur)
TS  www.kvartmila.is/is/sidur/ts-flokkur (http://www.kvartmila.is/is/sidur/ts-flokkur)
TD  http://kvartmila.is/is/sidur/ts-dot-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/ts-dot-flokkur)
DS  http://kvartmila.is/is/sidur/ds-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/ds-flokkur)
LS  http://kvartmila.is/is/sidur/ls-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/ls-flokkur)
BRACKET  http://kvartmila.is/is/sidur/bracket-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/bracket-flokkur)
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: fordfjarkinn on August 11, 2013, 09:49:22
þetta eru alt of margir flokkar. Þetta er nánast einn flokkur fyrir hverja tvo bíla í sportinu. Eftir fljóta yfirferð á þessum flokkum þá má allavegana fækka þeim um átta og búa til einn sem allir þessir bílar gætu flokkast inní.

Svo er þetta kanski ekkert slæmt miðað við fólksfjölda efnahagsástands osf.

Það er bara einn flokkur fyrir alla eins og er. Það er Bracket. Allir hinir eru fyrir menn sem eru tilbúnir til að láta miljónir í græjurnar sínar og þeir eru bara of fáir svo að það sé hægt að halda úti sér flokk fyrr hvern og einn þeirra. 
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: ÁmK Racing on August 11, 2013, 12:41:58
Hæ ég held að þetta snúist akkurat ekkert um flokka eða bracket =;Það er kannski bara kominn tími á að breytta eitthvað til í formi keppnishalds hafa færri en stærri keppnir gæti verið ein leið =D>En að sjálfsögðu er þetta eitthvað sem þarf allt að skoða en first og fremst snýst þetta um tíma og krónur.Svo annað ef að Bracket væri lausnin á öllum vanda því deyr Bracketið alltaf út?KV Kjartansson
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: bæzi on August 11, 2013, 16:26:48
Sælir
Þetta snýst um nýliðun.... að fá nýja menn inní sportið er það sem þarf, ekki hægt að láta þetta funkera alltaf á sömu mönnunum.
Það þarf að hafa þessar æfingar áfram líka á virkum kvöldum " ÞEGAR VEL VIÐRAR"! það hefur verið skelfileg tíð í sumar hvað veður varðar og spilar það mikið inní.

Skil að þeir sem vilja prófa bílana sína mæta ekki í keppni bæði vegna þess að það kostar mikið af peningum , og einnig þar sem menn eru hræddir að mæta á móti þeim vönu sem eru komnir miklu lengar en meðalmaður keyrir 1/4 og eru orðnir allnokkrir öflugir hér á landi.

en æfingarnar eiga að vera til að fá þá til að mæta og það koma alltaf inn nýjir dellustrumpar út úr því.

það eru ennþá til fullt af FWD 4cyl bílum, RWD V8 12-14sek græjum og turbo subbar/Evoar sem mæta ekki lengur, áður var allt kröggt af þessu uppá braut.

kv bæzi
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Diesel Power on August 11, 2013, 21:21:59
Fyrir mitt leiti (aldrei keppt en stendur til) þá er bracket mest spennandi,en það vantar (að mér finnst) að beina sem flestum götu bílum í bracket til að búa til einn stóran aðal flokk sem er ekki fyrirfram unnin af þeim sem kemur með stæðstu sleggjuna.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: joik307 on August 12, 2013, 00:13:04
Bíddu er ekki verið að keppa í kvartmílu eða götuspyrnu í þessum klúbb, auðvitað á hann sem er með kraftmesta og best upp setta bílinn að vinna.

Persónulega fynnst mér að eigi bara að einfalda þetta. Líkara Kots, nema bara en einfaldara.

Radial flokkur þá 4 -12 cyl bílar allir saman.
Slikkar. 4-12cyl bílar allir saman.
Outlaw, allt sem er ekki á götuskráningu.

Alveg óþarfi að vera búa til einhverja míni flokka eftir hvert ár til að halda einhverjum góðum.
Og að segja það að 4cyl bíll eigi ekki séns í 8 cyl, þá sá ég Hondu civic ná betri tíma en 70% af 8cyl bílum á þessu landi hafa náð uppá braut núna um helgina.

Og Bracket til hvers að vera mæta þá með eitthvað flott tæki uppá braut til að gefa gaurnum á sjálfskipta 30 sec Fiat Multipla möguleika á að vinna þig. (Þetta er eins og að segja Usain Bolt að hann verði að hlaupa í ruby búning vegna þess að hann er svo miklu fljótari en hinir, eða Meisturunum frá seinnasta ári í ensku deildinni að þeir verði að vera 9 inná vellinum vegna þess að þeir eru svo miklu betri til að gefa hinum séns.)

ATH. þessi skrif endurspeygla engan veginn viðhorf klúbbsins til þessa máls, þetta er mitt álit á þessu.

Kveðja Jóhann Kjartansson bracket hatari :)
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: S.Andersen on August 12, 2013, 08:33:25
Sælir félagar.

Þetta er mjög þörf umræða og á vel við núna eftir frekar lélega mætingu í sumar.
En við eigum mjög góða flokka sem eru sek-flokkarnir 9.90 10.90 11.90 12.90 13.90 14.90 flest allt leyfilegt
startað á jöfnu og sá vinnur sem er á undan yfir enndalínu svo framalega að hann fari ekki undir tíma.
Við verðum að skoða hvað er best fyrir klúbbinn og ég held að þessir flokkar séu bestir fyrir okkur.

Kv.S.A.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján F on August 12, 2013, 09:19:48
Sælir félagar

Ágætir punktar hér inn á milli.Sennilegast er enginn ein skýring á því hvers vegna menn og konur koma ekki og keppa.Mín skoðun er sú að kvartmíla er íþróttakeppni og því er grunnurinn að skemmtilegri keppni jafnréttisgrundvöllur bæði fyrir þann sem keppir og fyrir þá sem koma að horfa á.Í flokkum þar sem allt er leyft verður alltaf dominering og afleiðingin er sú að þáttaka lognast útaf,því úthald í að ausa endalausu fjármagni í tækin er ekki á færi allra. Sec flokkar og bracket leysa þessi mál sé rétt að þeim staðið. Bracket þá með föstu indexi eða ekki,sec flokkarnir eiga að virka vel ef bíll er settur í flokk sem er td 0,5 sec hraðari en hans besti tími.

Kv Kristján F
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján Skjóldal on August 12, 2013, 09:45:20
ég er á sama máli braket flokkur er það leiðilegasta sem hægt er að horfa á :-#mun flottara að hafa þetta eins og er hér fyrir ofan frá bara helst 7.90 og svo 8.90 -9,90 upp í 14,90 og allt leift  einfallt og gott :wink:
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: fordfjarkinn on August 12, 2013, 09:50:12
Ég á ekki orð. Þetta er nú meiri þvælan. Þetta er nú það vitlausasta sem ég hef séð í þessara umræðu hingað til. 
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján F on August 12, 2013, 10:02:40
Hvernig væri þá að við vitleysingjarnir fengjum að njóta visku þinnar  :mrgreen:
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 12, 2013, 11:00:16
Við skulum spara stóru orðin og halda þessum þræði á málaefnalegum nótum ..... annars eyðileggjum við umræðuna sem er mjög nauðsynleg að mínu mati!
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: bæzi on August 12, 2013, 11:01:45
Sælir félagar.

Þetta er mjög þörf umræða og á vel við núna eftir frekar lélega mætingu í sumar.
En við eigum mjög góða flokka sem eru sek-flokkarnir 9.90 10.90 11.90 12.90 13.90 14.90 flest allt leyfilegt
startað á jöfnu og sá vinnur sem er á undan yfir enndalínu svo framalega að hann fari ekki undir tíma.
Við verðum að skoða hvað er best fyrir klúbbinn og ég held að þessir flokkar séu bestir fyrir okkur.

Kv.S.A.

Þessir sekúndu flokkar eru bullshit að mínu mati, þá fara bara stóru karlarnir með sleggjurnar sem þora kannski ekki í hina stóru karlana  :mrgreen:  að mæta í þessa flokka og slá bara af  !  svona eins og er farið að tíðkast meira segja í TD sem er með 10.49 limit.

En bracket er fínn flokkur fyrir þá sem vilja mæta og prófa því að þegar öllu er á botnin hvolft er hrikalega gaman og krefjandi að ná stedy ferðum og góðu viðbragði og getur það verið mikil spenna og skemmtun að taka þátt í Bracket flokki , mjög sniðugt fyrir Nýliða að skrá sig í þann flokk til að byrja með.

kv Bæzi sem fílar ekki sekúnduflokka fyrir fimmaura....
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Lanzo on August 12, 2013, 11:15:59
Sælir.

Ég held ég hafi bara aldrei séð jafn lélega þáttöku og í sumar, og held að sumarið spili rosalega mikið inn í það.

Svo kemur að þessu með flokkana mín skoðun er að bracket er alveg óendalega leiðinlegur flokkur þú getur mætt á liggur við hvaða bíl sem er og unnið.

Sec flokkar sé eitthvað sem þarf að skoða að taka upp aftur. 2008-2009 voru þessu flokkar alltaf fullur af bílum.

MBK

Hafsteinn Örn Eyþórsson
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 12, 2013, 12:10:34
Það þarf að fá fleiri bíla sem eru frá 13 sek og upp úr.
Þar eru nýliðarnir sem eiga síðan eflaust eftir að bæta og breyta sínum farartækjum.
Flokkarnir í dag eru orðnir of dómerandi og nánast enginn sem vill mæta í keppni til þess eins að tapa.
Ég mæli alla vegana með að þessir sek flokkar komi aftur næsta sumar. 12:90 - 13:90 og 14:90
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Geiriegils on August 12, 2013, 12:16:09
Mér finnst persónulega að það ætti að vera keyrður 2 4cyl flokkar. Það nennir engin að mæta á lítið breyttum bíl og spyrna við 11sec turbo bíl og vona að hann bili
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján Stefánsson on August 12, 2013, 12:34:48
Í sambandi við þessa götuspyrnu þá er mitt mat að það eigi að leifa DOT Nylon dekk á ný. Þessi regla um að dekkin verði að vera radial er tímaskekkja að mínu mati. Tekið mið af því að báðar keppnirnar fara fram á lokuðu svæði í dag..

Afhverju er ekki gert meira að því að keyra 1/8 uppá braut. Keppnin sem var um helgina var mjög spennandi. Það gefur líka aukna möguleika á sigri hjá þeim sem er ekki með öflugasta bílinn svo lengi sem hann stendur sig á ljósunum.. í staðin fyrir það að hann sé étinn uppi á seinustu 50-100 metrunum.
Auk þess er seinni helmingur brautarinnar hálf ónýtur, og held ég að það sé ekkert leyndarmál. auk þess erum við komnir í 80% af hraðanum við 1/8 og mesta actionið búið hjá flestum..

Kv.
Kristján.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: ÁmK Racing on August 12, 2013, 14:00:44
Flokkarnir eru ekki vandamálið þetta liggur annarstaðar.Færri keppnir og stærri og svo skemmtilega leikdaga inn á milli.Kv Kjartansson
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Lanzo on August 12, 2013, 15:51:02
Það er varla hægt að hafa færri keppnir voru ekki 4 íslandsmeistar keppnir í sumar?

Svo var KOTS

Að horfa á 1/8 milu er ekki rosalega spennandi fyrir minn smekk alvega ef maður tekur t.d. hjólinn þau eru keyra 1/8 á tæpar 6 sec það er ekki mest spennandi að horfa á það þetta er varla byrjað áður en þeir slá af
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kiddicamaro on August 12, 2013, 17:17:41
ég hef alldrei skilið afhverju menn hafa verið svona mikið á móti 1/8. Það er minna álag á tækinn, keppnin verður jafnari og aflminni bílar eiga meiri séns, Reynir meira á ökumanninn í starti.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján Stefánsson on August 12, 2013, 17:38:21
Heyrði það eitthverstaðar að OF flokkur væri keyrður 1/8 vegna þess að tækin þar eru farin að fara 150 mp/h+  í 1/4 og það væri ekki boðlegt með þennan bremsukafla, sem er bæði stuttur og ansi illa farinn !! Þetta er ekki spurning um það hvort það verði slys, heldur hvenær. því miður. Núna sýnist mér götubílar vera að dansa á línuni hvað varðar þennan  ofsahraða. gilda ekki sömu relgur fyrir götubíla og/eða mótorhjól eins og sérsmíðuðutækin ?
Tek undir með Kidda. 1/8 er málið... Minna álag á dótið, = fleiri ferðir og meira stuð...

Kv.
Kristján.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: bæzi on August 12, 2013, 17:55:26
Heyrði það eitthverstaðar að OF flokkur væri keyrður 1/8 vegna þess að tækin þar eru farin að fara 150 mp/h+  í 1/4 og það væri ekki boðlegt með þennan bremsukafla, sem er bæði stuttur og ansi illa farinn !! Þetta er ekki spurning um það hvort það verði slys, heldur hvenær. því miður. Núna sýnist mér götubílar vera að dansa á línuni hvað varðar þennan  ofsahraða. gilda ekki sömu relgur fyrir götubíla og/eða mótorhjól eins og sérsmíðuðutækin ?
Tek undir með Kidda. 1/8 er málið... Minna álag á dótið, = fleiri ferðir og meira stuð...

Kv.
Kristján.

Hef ekki trú á að ef að KK hættir með 1/4 mílu og byrjar að aka eingöngu 1/8 mílu að menn komi frekar þá, persónulega hef ég gaman af hvoru tveggja....

en held samt að það leysi ekki slappleikann í mætingu....

kv 1/8 og 1/4 Bæzi
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Charon on August 12, 2013, 18:16:52
Nú er ég ekki með svarið við neinum af þessum spurningum sem farnar eru að fljúga hérna, en hinsvegar í þessa bracket vs. sec. flokka umræðu, þá verð ég að leggja inn mínar 2 kr.

Það er nú ekkert leindarmál að ég fer hægt yfir á brautinni, og endurspeglast það af mínum tíma og hraða, hafa menn líkt mér við múrstein og veit ég það vel, einnig skil ég það mjög vel að mönnum þyki ekkiert gríðarlega spennandi að horfa á hægfara bíla fara út brautina, menn eru mættir uppá braut til að sjá tæki og græjur taka flotta tima á blússandi hraða.

Svo eru menn hér soldið mikið ósammála, sumir vilja að 300 hp bíll vs 600 hp og báðir eiga séns, aðrir hafa ekkert gaman af því og vilja sjá ræst á jöfnu og sá sem er fljótari yfir línuna hann vinnur. Hvoru tveggja er gott og blessað, en ef menn vilja fá nýliðunina, þá verða menn að vera tilbúnir að horfa á hægfara bílana, allaveganna bíða meðan þeir eru að keyra hvort sem þeir fylgjast með því eða ekki, sökum þess að það eru alls ekki allir sem hafa efni á því að versla sér margra miljón króna græju og koma að keyra flotta tíma á brautinni 1, 2 og bíngo, einhverstaðar verða menn að byrja.

Svo ég komi mér nú að niðustöðunni úr þessu tuði mínu, þá er það mín skoðun að eins og staðan er í dag þá þýðir lítið að endur vekja sec. flokkana að nýju, einns og ég hef skilið söguna (var ekki virkur í sportinu þegar þetta gerðist) þá lognuðust þeir útaf vegna þáttakenda leysis, jújú rosagman að margir eigi séns á að vinna en ekki allir að keppast um sömu dolluna, en til þess að eithvað gaman sé af  því þá þurfa að vera nokkrir þáttakendur í hverjum flokk, 4 eða fleiri.
En með bracketið, þá ertu að sameina þessa einn og einn sem voru eftir í hverjum sec. flokk og koma þeim öllum undir sama þakið, en þá vaknar þessi spurning; hvað er gamanið við það að ég á mínum 15.6 sec. bíl á alveg séns í Bæza á sínum 10 sec. bíl ef báðir keyra bracket, jú þar gleimist það sm bracket snýst af hluta til um, þu ert mun meira að keppa við ökumanninn en bílinn. En svo er jú gallinn við bracket að það er hægt að dominera hann eins og alla aðra flokka og er það átæan fyrir því að hann lagðist af á sínum tíma og sec. flokkarnir teknir upp (segja menn mér sem þekkja til).

Þetta endurspeglar eingöngu mína skoðun sem hægfara keppandi sem langar að keppa í bracket á jafnaðar grundvelli.  8-)

Þegar ég rita menn hér þá á ég bæði við karlmenn og kvennmenn, þar er nú önnur spurning, Afhverju eru ekki fleiri stúlkur að keyra á brautinni? :-k
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Diesel Power on August 12, 2013, 18:17:11
1/8 gerir spyrnuna að meira ökumanns sporti og enn meira spennandi fyrir byrjanda á kraft minni/verr uppsettum bíl (að mínu mati).

Kv. Reynslulaus,en með áhuga.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Valli Djöfull on August 12, 2013, 21:46:31
Það var mynduð ansi góð stemming á sínum tíma og þá gekk nýliðun hrikalega vel.
5000 kall, æfingar öll föstudagskvöld og kostaði ekkert að keyra.  Maður hafði varla undan að taka við félagsgjöldum og merkja bíla.  Svo var alltaf verið að pikka í fólk og hvetja að prófa að mæta á keppnir og það gekk sæmilega, enda fólk þá komið í klúbbinn og eini aukakostnaðurinn við keppni var 2500 kall í keppnisgjöld ef ég man rétt.  Sumir vilja bara leika sér, og ég sé ekkert að því.  Sumum finnst gaman að henda pílum í spjald, og bæta sig í því, en hafa engan á huga á að keppa í því og eiga ekki skilið neitt skítkast fyrir það  :wink:

En alls konar aukagjöld, eins og þessi ÍSÍ gjöld, fæla marga frá hugsa ég.  Það er ekki kynnt nógu vel að það þurfi ekki að punga út 15 þús + keppnisgjöldum.  Það eru til dagsskírteini, nýliðaskírteini, götubílaskírteini og örugglega eitthvað fleira, en hvorki ég, né aðrir sem ekki hafa komið nálægt þeim pakka, hafa hugmynd um hvað þessi skírteini þýða eða gera.   T.d. hvort maður þurfi að kaupa ÍSÍ skírteini ef maður ætli sér hvort eð er ekkert að stefna á titil eða met?

Þetta er ansi mikil hækkun fyrir mann sem vill ganga í klúbb og mæta á keppni.  Flestir hafa verið að kaupa ársskírteinin grunlausir um aðrar leiðir og ég veit um einhver dæmi í ár, þar sem menn hafa keypt ársskírteini frá ÍSÍ fyrir eina keppni..  Svo breytingin er þessi:

Félagsgjald + ein æfing + keppnisgjald + ísí skírteini..
2007 var það 5000+2500 = 7500 kr.
2013 er það 5000 + 1500 + 5000 + 15000 = 26.500 kr.

c.a. 250% hækkun..

Og ef menn vita af dagsskírteini
5000+1500+5000+5000 = 16.500 kr.

er það samt 120% hækkun (plús það að enginn fer að mæta á keppni eftir eina æfingu, og þær telja hratt)

Það er auðvitað búið að gera hrikalega mikið þarna og vinna frábært starf og ég er ekki að reyna að setja út á neitt sem gert hefur verið, svo það sé alveg á hreinu.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: 1965 Chevy II on August 12, 2013, 22:58:57
Ég er sammála Árna, það er bara skortur á seðlum sem er að valda lélegri þáttöku en ekki flokkarnir. Sumarið var í blautari kantinum í ár og það hjálpar ekki heldur.

Gjöld til AKIS eiga ekki að fæla frá þá nýliða þar sem þeir mæta yfirleitt bara til æfinga fyrst.

Hins vegar hefur tryggingarviðaukinn fælt marga frá, það er varla nokkurt samræmi milli tryggingafélaga eða einstaklinga sem biðja um viðauka, sumir fá hann í skilmála, aðrir fyrir staka keppni, sumir fyrir árið og aðrir fá bara NEI.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Harry þór on August 12, 2013, 23:05:39
Fróðleg samantekt Valli. Þetta er mikil hækkun á keppnisgjöldum. Árið 2007 var usa dollar ca 69 kr. Árið 2007 var bensinið ca 112 kr / race gas 375 kr.
Ég hef haldið því fram í mörg ár að við eigum að hafa brautina opna um helgar þegar vel viðrar og leika okkur meira. Þetta fyrirkomulag eins og við höfum haft þetta svo lengi sem elstu menn muna að mæta kl 9 og pittur lokar og keppni hefst ef hann hangir þurr. Ef hann rignir til svona ca 12 og keppni dregst til ca. 18 eins og gerðist í sumar þá verða allir fúlir eftir 12 tíma. Opna brautina kl 13 og æfa/ tjúna og taka svo race við hinn sem er á sama leveli eða ögra einhverjum sem er búinn að eyða fullt af dollurum.

Svo væri gaman að vita hvort þetta keppnishald sé að skila tekjum fyrir KK ?  Kanski kæmi það betur út fyrir KK hafa bara leikdaga/æfingar ?

Mbk Harry þór
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: einarak on August 13, 2013, 00:23:18
Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus

Alveg klárlega, og nú er meira að segja rukkað fyrir áhorfandann á æfingar... ekki er það nú til að trekkja að tilvonandi áhugamenn
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján Skjóldal on August 13, 2013, 09:53:30
Bæsi braket getur verið eins og sek flokkar :roll: þá meina ég ef einhver gefur upp hærri tima og slær svo af yfir enda línu ](*,) en Torfi bíður öruglega spentur eftir því að þið takið upp leiðilegasta flokk sem ég hef á ævi minni séð :D ps það er nó til af flokkum það vantar bara keppendur með áhuga og nýtt blóð :wink:
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: 1965 Chevy II on August 13, 2013, 16:01:35
Þ

Félagsgjald + ein æfing + keppnisgjald + ísí skírteini..
2007 var það 5000+2500 = 7500 kr.
2013 er það 5000 + 1500 + 5000 + 15000 = 26.500 kr.

c.a. 250% hækkun..

Og ef menn vita af dagsskírteini
5000+1500+5000+5000 = 16.500 kr.

er það samt 120% hækkun (plús það að enginn fer að mæta á keppni eftir eina æfingu, og þær telja hratt)

Það er auðvitað búið að gera hrikalega mikið þarna og vinna frábært starf og ég er ekki að reyna að setja út á neitt sem gert hefur verið, svo það sé alveg á hreinu.  Ég er bara að velta því fyrir mér hvort þessi hressilega hækkun á gjöldum fæli ekki ansi marga frá.

kv.
Valbjörn Júlíus

Það kostar ekki svona mikið að taka þátt í æfingu, sem flestir nýliðar gera áður en þeir fara að keppa.

Það kostar félagsskírteini 5000kr og 1500kr fyrir æfingargjald eða dagsskírteini á æfingu sem kostar að mig minnir 3000kr, þetta er nú ekki stóri peningurinn.

Hins vegar er þetta AKIS skírteini alltof dýrt finnst mér.
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 13, 2013, 20:53:59
Varðandi Íslandsmót:

Þeir flokkar sem settir voru fram af reglunefnd og stjórn KK á sínum tíma til noktunar í Íslandsmótum eru: OF GF MS GT SE RS MC OS LS TS TD HS DS og Bracket sekúnduflokkar. Nokkrir þessarra flokka er með mjög ítarlegum texta um hvernig tæki skulu vera eða ekki vera til að vera gjaldgeng í flokkana og svo eru þarna flokkar sem eru með mjög einföldum reglum og settir voru fram nýlega sbr. TS TD HS DS. Eigendur tækja hljóta að smíða keppnistæki sín eftir því sem flokkarnir segja til um en ekki öfugt þ.e. að flokkarnir mótist af keppnistækjum? Nú er það þannig að þessi flokkaskipting hefur ratað inn til AKÍS Akstursíþróttasambands Íslands sem grundvöllur að Íslandsmóti í kvartmílu og innan ÍSÍ gilda strangari reglur um það hvernig svona reglum er breytt!! Það er því ekki lengur í höndum KK að gera breytingar heldur AKÍS. Hins vegar má ætla að þau akstursíþróttafélög innan AKÍS sem stunda spyrnugreinar hafi hins vegar nokkuð með það að segja hvernig breytingum á reglunum yrði háttað ef svo ber undir.

http://www.asisport.is/log-og-reglur/ (http://www.asisport.is/log-og-reglur/)

http://www.asisport.is/log-og-reglur/spyrna/ (http://www.asisport.is/log-og-reglur/spyrna/)
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 13, 2013, 21:18:23
Varðandi kostnað keppenda til AKÍS:

Sjá tengil á heimasíðu AKÍS er sýnir alla gjaldskrá sambandsins. http://www.asisport.is/umsoknir/verdlisti/ (http://www.asisport.is/umsoknir/verdlisti/)

Eftirtalin gjöld eru innheimt af keppendum (þetta virðist nokkuð flókið við fyrstu sýn).

Keppnisskírteini 15.000 kr. - Gildir til 31. desember útgáfuárs
Fyrir keppanda sem er ekki nýliði og gildir í allar keppnir sem hann tekur þátt í á almanaksárinu

Dagsskírteini 5.000 kr.
Fyrir keppanda sem tekur þátt í einni ákveðinni keppni og gildir í hana eingöngu.  Verði keppnin ekki haldin fellur skírteinið úr gildi

Nýliðaskírteini 4.000 kr. - Gildir til 31. desember útgáfuárs
Fyrir keppanda sem hefur aldrei áður keppt (er nýliði) og gildir í allar keppnir sem hann tekur þátt í á almanaksárinu

Götubílaskírteini 5.000 kr. í upphafi + 1.500 kr. í hvert skipti eftir það á almanaksári
Fyrir keppendur á ökutæki sem er:
1) skráð hjá Samgöngustofu til notkunar í almennri umferð
2) er fullskoðað og stenst bifreiðaskoðun á keppnisstað
3) hefur gildan tryggingarviðauka til þátttöku í aksturkeppni
að greiða sem hér segir:

Keppnisskírteini greitt á keppnisstað (“late fee”) 2.000 kr.

Staðfesting keppnisskírteinis pr.skírteini 5.000 kr. ????

Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: SPRSNK on August 13, 2013, 21:45:40
Varðandi verðskrá KK:

Hér er tengill á verðskrá Kvartmíluklúbbsins:
http://kvartmila.is/is/sidur/verdskra-2011 (http://kvartmila.is/is/sidur/verdskra-2011)

Almennt félagsgjald er 5.000 kr. og fylgir því að frítt er inn sem áhorfandi á æfingar og keppnir.

Gull félagsgjald er 15.000 kr. og fylgir því að frítt er inn á æfingar og sem áhorfandi á alla atburði klúbbsins.

Æfingagjald er 1.500 kr. fyrir félagsmenn en frítt fyrir Gull félagsmenn.

Keppnisgjald er 5.000 kr. fyrir alla.

Hér er tengill á afslætti sem að félagsmönnum býðst hjá velunnurum klúbbsins:
http://kvartmila.is/is/sidur/afslaettir-felagsmanna (http://kvartmila.is/is/sidur/afslaettir-felagsmanna)
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: ÁmK Racing on August 14, 2013, 00:02:16
Hæ það er spurning um að prufa að keyra svona quick 8 eða eitthvað slíkt í haust í stað æfingar heads up 1/8 pro tree.1/8 jafnar leikinn og er meira challenge.Ég hef farið á svona Quick 8 sem var 1/8 og notuðu þeir þrjá flokka og kraftmesti bíllinn vann ekki því það,er bara þannig if you snooz you loose:-)Kv Kjartansson
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: Kristján Skjóldal on August 14, 2013, 09:47:41
ég held að við verðum að taka upp svona eins og í kvennahlaupinu  allir fá verðlaun :idea: það er alltaf góð mæting í það :mrgreen:
Title: Re: Kvartmíla / götuspyrna
Post by: maggifinn on August 18, 2013, 18:12:34
þetta er flott og þörf umræða.  =D>

  Ef þetta sport væri auðvelt, þá er gefið mál að það næðu allir nýliðar árángri strax.

 Það var hvorki einfalt, ódýrt né auðvelt að dýfa sér í Opna Flokkinn þegar við hófum þá vegferð á kryppuni, að keyra 6.80 með index uppá 5.60.
 Þetta tekur allt sinn tíma og þeir sem hafa náð árángri í þessu sporti eru þeir sem hafa verið lengst að. Er það ekki eðlilegast?

http://kvartmila.is/is/sidur/of-flokkur (http://kvartmila.is/is/sidur/of-flokkur)

 Reis á föstu indexi eða brakket er ekki auðvelt sport. Heads up er það ekki heldur.
 Fjölgun flokka fækkar keppendum per flokk, fækkun ferða fyrir útslátt minnkar atganginn á brautinni. Það er í mörg horn að líta. Áhorfendur vilja líka fá eitthvað fyrir aurinn.

 .007 finish line (http://www.youtube.com/watch?v=1KqmDOZdnjc#)