Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: HK RACING2 on October 28, 2012, 18:13:22

Title: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on October 28, 2012, 18:13:22
Langaði að sjá hvort einhver lumaði á upplýsingum og myndum af bílnum mínum,1976 Trans Am rauður gengur undir nafninu ljósheimatransinn,Hef grun um að hann hafi verið svartur og lent einhvern tímann í framtjóni,svo verður hann vínrauður að ég held og loks eldrauður,verksmiðjunúmerið er 2W87W6N547135......
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Moli on October 28, 2012, 19:57:15
Einhverntíman var ég búinn að senda þér nokkrar myndir, en hér er slatti í viðbót.

Eitthvað af þeim hefur birst áður á netinu, eitthvað kom frá Ívari-M og annað scannaði ég.

(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/1.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/2.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/3.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/4.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/5.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/6.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/7.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/8.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/9.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/10.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/11.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/12.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/13.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/14.jpg)
(http://www.musclecars.is/bill_dagsins/1976_transam_fn611/15.jpg)
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on October 28, 2012, 20:46:36
Takk fyrir þetta,er einhver með söguna á honum,veit að hann er fluttur inn 1979,væntanlega svartur,veit einhver hvenar hann varð vínrauður og hvenar hann varð eldrauður?
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Yellow on October 29, 2012, 04:33:38
Moli,,,,,,,,


,,,,,,,,,,,,,þú ert snillingur



 8-)




Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: SceneQueen on October 29, 2012, 13:22:58
Mjög gaman að þessum myndum, takk moli :D
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: 429Cobra on October 29, 2012, 17:20:28
Sælir félagar. :)

Sæll Hilmar.

Mynd 1. Er tekin á sýningu KK sem var haldin 1985 ef ég man rétt í húsi Gúmmívinnustofunnar að réttarhálsi.
Þegar bíllinn kom á þá sýningu var hann ný málaður og kom þess vegna rétt fyrir opnun þar sem lakkið var varla þornað.
Þá átti bílinn Brynjar Guðmundsson of kenndur við Speed Sport sem síðan rann saman við Bílabúð Benna.
Vélin sem er við hliðina á honum átti síðan eftir að fara í bílinn.

Mynd 4. Er síðan tekin á sýningu KK 1987 (og aftur að mig minnir) í Kolaportinu.
Þarna var tjúnaða 455 vélin komin í bílinn, hann búinn að ná 12,9XX á brautinni og Brynjar átti bílinn ennþá.
Ef ég man rétt þá var bíllinn skemmdur þar sem hann stóð fyrir utan heimili Brynjars og þess vegna var hann málaður aftur.

Það getur verið að Sigtryggur muni þetta betur en ég, enn ég tók allavega myndir 1 og 4 á þessum tveimur sýningum.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: kári litli on October 30, 2012, 17:35:16
felguhóra?  :P
Helvíti hefur hann verið flottur á sínum tíma, hvernig er ástandið í dag Himmi?
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on October 30, 2012, 18:54:44
Er búinn að vera að panta í hann smotterí,fer á föstudaginn til Gunna B en hann ætlar að laga "ryðbætinguna" sem var búið að fremja á greyinu....
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Kiddi on October 30, 2012, 19:08:55
Er þetta upprunalega 455ho bíll?
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: 57Chevy on October 30, 2012, 19:39:03
Er þetta upprunalega 455ho bíll?

W í framleiðslunúmerinu stendur fyrir 455 vél.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Kiddi on October 30, 2012, 19:53:22
Já ok... ég gerði upp hedd af svona '76 455ho vél fyrir nokkrum árum síðan... sennilega upprunalega parið frá þessum bíl.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: skidoo on October 30, 2012, 20:42:56
Er þetta upprunalega 455ho bíll?

W í framleiðslunúmerinu stendur fyrir 455 vél.

Var ekki síðasta árg. af 455 TA 74? Samkvæmt bílablaðinu Road Test frá október 74 þá eru 75 árg aðeins með 400 mótorum
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: skidoo on October 30, 2012, 20:55:35
Er þetta upprunalega 455ho bíll?

W í framleiðslunúmerinu stendur fyrir 455 vél.

Var ekki síðasta árg. af 455 TA 74? Samkvæmt bílablaðinu Road Test frá október 74 þá eru 75 árg aðeins með 400 mótorum
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: 1965 Chevy II on October 30, 2012, 21:03:50
Nei, 1976 er síðasta árið sem 455 var fáanleg.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Sigtryggur on October 31, 2012, 10:07:17
Ég mundi halda að myndin í Gúmívinnustofunni sé tekin 1983 um páskana.Ég var ekki kominn með bílpróf þegar sú sýning var haldin.Held að þetta sé bíllinn sem um tíma var í eigu starfsmanns Bifreiða og Landbúnaðarvéla og var þá 455 og 4ra gíra beinbíttaður.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on November 11, 2012, 15:59:43
Þá er bíllinn kominn til Gunna B í lagfæringu á "ryðbætingunni" veit einhver hvaða sérfræðingur það var sem var að "ryðbæta"?
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Moli on November 11, 2012, 18:16:31
Þá er bíllinn kominn til Gunna B í lagfæringu á "ryðbætingunni" veit einhver hvaða sérfræðingur það var sem var að "ryðbæta"?

Veit ekki hvað hann heitir, en ég er nokkuð viss um að það var sá sem átti bílinn á undan Jóni. Ég var að hugsa um að kaupa hann áður en Jón eignaðist hann.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on November 11, 2012, 18:21:36
Skelfilegt að það þurfi að eyða jafn miklum tíma í að laga þetta eftir ryðbætingu og það hefði tekið að gera þetta almennilega strax.........
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on November 11, 2012, 18:55:33
En veit einhver á hvaða tímabili hann var vínrauður?
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: stebbiola on November 13, 2012, 12:54:17
Sælir, ég man eftir þessum á Selfossi 199ogeitthvað og þá var hann með spræka 403 olds.
Kv, Stebbi.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Kiddicamaro on November 20, 2012, 15:35:54
sá sem átti bílin á undan Jóni sá ekki sjálfur um ryðbætingunna heldur var flugvirki sem býr/bjó á hringbraut sem tók þetta að sér.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on November 20, 2012, 15:43:48
sá sem átti bílin á undan Jóni sá ekki sjálfur um ryðbætingunna heldur var flugvirki sem býr/bjó á hringbraut sem tók þetta að sér.
Ef einhver hittir á þann snilling þá má löðrunga hann frá mér takk....
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: 1965 Chevy II on November 20, 2012, 15:46:14
sá sem átti bílin á undan Jóni sá ekki sjálfur um ryðbætingunna heldur var flugvirki sem býr/bjó á hringbraut sem tók þetta að sér.
Þá er ég hættur að fljúga.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Guðmundur Björnsson on November 20, 2012, 18:21:32
sá sem átti bílin á undan Jóni sá ekki sjálfur um ryðbætingunna heldur var flugvirki sem býr/bjó á hringbraut sem tók þetta að sér.
Þá er ég hættur að fljúga.

Og ég hættur að ljúga..........eða ekki 8-)
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on November 20, 2012, 18:25:05
sá sem átti bílin á undan Jóni sá ekki sjálfur um ryðbætingunna heldur var flugvirki sem býr/bjó á hringbraut sem tók þetta að sér.
Þá er ég hættur að fljúga.
Við skulum vona að hann sé ekki að ryðbæta Fokker allavega....
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: Kiddi on December 05, 2012, 17:52:20
Hvaða vél á að fara í gripinn?
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on December 06, 2012, 08:20:27
Þar sem það er vél í honum þá er ekki pláss fyrir aðra :mrgreen:
Það er í honum 350 vél og skipting,látum það duga í bili,ætla að einbeita mér að því að fá hann beinan og koma lit á hann til að byrja með,er kominn með flest allt nema mig vantar farþegahurð sem þessi blessaði "ryðbætari" eyðilagði...
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: gardari on December 09, 2012, 23:53:17
Þú getur prufað að tala við Gulla Hrafnkels upp á hurðina. Ef ekki þá er ég með upplýsingar um 1 gæja i washington sem er til í að senda heim og er sanngjarn á verðum.
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on December 10, 2012, 21:55:38
Þú getur prufað að tala við Gulla Hrafnkels upp á hurðina. Ef ekki þá er ég með upplýsingar um 1 gæja i washington sem er til í að senda heim og er sanngjarn á verðum.
Er búinn að tala oft við Gulla en hann á enga góða hurð,er búinn að kaupa af honum eitthvað af öðru dóti...
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: veber on December 11, 2012, 23:06:11
Þar sem það er vél í honum þá er ekki pláss fyrir aðra :mrgreen:
Það er í honum 350 vél og skipting,látum það duga í bili,ætla að einbeita mér að því að fá hann beinan og koma lit á hann til að byrja með,er kominn með flest allt nema mig vantar farþegahurð sem þessi blessaði "ryðbætari" eyðilagði...
Gæti átt hurð handa þér af ´70 árgerð. Byrðið er ryðgað efst en annars mjög heilleg...
Title: Re: Pontiac Firebird Trans Am FN-611
Post by: HK RACING2 on December 12, 2012, 08:32:09
Hvar væri hægt að fá að skoða hana?

Hilmar
S 822-8171