Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 1966 Charger on February 19, 2008, 09:17:32

Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: 1966 Charger on February 19, 2008, 09:17:32
Undanfarið hef ég lesið hér bréf þar sem örfáir skrifarar hér ýmist velja einhverjum áskrifendum hin verstu blótsyrði eða að skrif þeirra eru greinilega gegn hagsmunum Kvartmíluklúbbsins, og þá ekki sett fram af umhyggju fyrir KK eða kvartmíluíþróttinni heldur í þeim tilgangi að skemma fyrir.  Þrátt fyrir umvandanir og alveg ótrúlega mikið langlundargeð þeirra sem stjórna þessu spjallborði þá er þroski einstakra skrifara á því stigi að þeir halda áfram að grafa eigið mannorð á bólakaf sem í akkorði væru.
Mér sýnist að línan sem spjallborðsstjórar fylgi sé að leyfa bullið og að banna ekki fyrr en í allra lengstu lög og að fólk verði að taka ábyrgð á skrifum sínum.  Ég er ósammála þessu vegna þess að:
-Þessi spjallvettvangur er rekinn af íþróttafélagi sem hefur ákveðinna hagsmuna að gæta og vill væntanlega hafa jákvæða ímynd í augum almennings.  Þetta skiptir meira máli en hagsmunir þeirra sem vega hér að einstaklingum og KK.
-Þetta spjall er hvergi skilgreint sem opinber mannorðsárásarvettvangur ultra liberalista sem eru illa þjakaðir af þeirri röngu lífssýn að allt skuli leyfa fólki og að ekkert megi banna eða setja mörk, þar með töldu lítt þroskuðu fólki sem vælir bara "þetta var bara jók" þegar gróflega er farið yfir strikið.
-Ég held að vilji langflestra sem hér skrifa og lesa sé að skoðanaskipti hér séu málefnaleg, þótt þau geti verið hörð.
-Þetta spjallborð er opinbert og hér geta allir lesið innleggin.  Hvernig haldið þið að gestir komandi bílasýningar brigðust við ef að lesið yrði úr mestu bullbréfunum úr hátalarakerfi sýningarinnar?  Fáir yrðu kátir og ímynd KK mundi bera skaða vegna þess að KK bæri ábyrgð á slíkum gjörningi alveg eins og KK ber nokkra ábyrgð á því sem birtist á þessu spjalli.


Ég vona og sé ekkert rangt við það að hér sé aðeins tekið til, og þó fyrr hefði verið.

Ragnar
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: 69Camaro on February 19, 2008, 11:37:16
Sammála hverju einast orði hér að ofan.



kv.
Ari
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Kimii on February 19, 2008, 12:00:28
Quote from: "69Camaro"
Sammála hverju einast orði hér að ofan.



kv.
Ari
          thad Sem Hann sagdi!
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Óli Ingi on February 19, 2008, 12:06:21
heyr heyr
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: DariuZ on February 19, 2008, 12:47:53
Ég  er nátturulega ekki saklaus .. en ég er ég alveg sammála þér í þessu..
Personulega finnst mér mjög glatað að geta ekki sagt mína skoðun hinum ýmsum hlutum hér nema að vera skotinn í kaf! Og hvað gerist þá? Þá peppast allir upp og þar að leiðandi ég líka og segi hluti sem kannski eru stundum full "grófir"....

Ég t.d er bara búinn að koma með mína skoðanir á Bílasýningu KK og uppástungur en svo virðist sem að sumir hafit tekið það rosalega inn á sig..
Er ekkert búinn að vera skíta yfir þessa sýningu eins og sumir halda..
(nenni samt ekki að tala um það mál lengur)


En svona er þetta þegar Nýliðinn tjáir sig þá eru reynsluboltarnir ekki alveg að fýla það og þar að leiðandi fer allt í vaskinn...



En ef þetta er alrangt hjá mér þá bara endilega banna mig hér...
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: maggifinn on February 19, 2008, 12:53:36
Sammála þér Daríus. Það ætti að banna þig
 
 Einnig finnst mér fulllangt gengið ef ekki má vitna til skrifa manna hér á spjallinu til að halda umræðum í samhengi, án þess að vera hótað málsóknum.
 
 Svona diskleimer í undirskrift manna hélt ég að næði bara til fjölmiðla utan spjallborðsins, en ekki fyrir innan.

 ég hef aldrei nokkurntíman séð það að menn banni að quota í sig nema hér á þessu kvartmíluspjalli. Hvergi nokkursstaðar hef ég séð svona
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 19, 2008, 12:59:25
Svona undirskrift er ætluð til fjölmiðla.
Ég bannaði DariuZ að vitna í mig bara af þeirri einföldu ástæðu að hann pirrar mig og hefur skotið á mig nokkrum sinnum.
Og ég er sammála þér DariuZ það á að banna þig en það þýðir ekkert því þú kemur strax aftur inn á öðru veffangi.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Valli Djöfull on February 19, 2008, 12:59:29
Maður er orðinn svolítið þreyttur á að vera byrjaður að vinna á leikskóla aftur eins og kalla mætti þetta spjall undanfarið og ég hef eiginlega ekki tíma fyrir 2 vinnur lengur  :?
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: DariuZ on February 19, 2008, 13:00:05
Quote from: "maggifinn"
Sammála þér Daríus. Það ætti að banna þig
 
 Einnig finnst mér fulllangt gengið ef ekki má vitna til skrifa manna hér á spjallinu til að halda umræðum í samhengi, án þess að vera hótað málsóknum.
 
 Svona diskleimer í undirskrift manna hélt ég að næði bara til fjölmiðla utan spjallborðsins, en ekki fyrir innan.

 ég hef aldrei nokkurntíman séð það að menn banni að quota í sig nema hér á þessu kvartmíluspjalli. Hvergi nokkursstaðar hef ég séð svona


 :cry:
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: DariuZ on February 19, 2008, 13:04:09
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Svona undirskrift er ætluð til fjölmiðla.
Ég bannaði DariuZ að vitna í mig bara af þeirri einföldu ástæðu að hann pirrar mig og hefur skotið á mig nokkrum sinnum.
Og ég er sammála þér DariuZ það á að banna þig en það þýðir ekkert því þú kemur strax aftur inn á öðru veffangi.


Lestu þetta aðeins betur... Hverju ertu sammála...???   :roll:


Ég skrifaði EF ÞETTA ER ALRANGT HJÁ MÉR þá má alveg Banna mig...



P.s Kemur mér bara ekkert á óvart að þú viljir banna mig og losna undan mínu skoðunum......
Title: spjall
Post by: GTA on February 19, 2008, 13:10:35
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Svona undirskrift er ætluð til fjölmiðla.
Ég bannaði DariuZ að vitna í mig bara af þeirri einföldu ástæðu að hann pirrar mig og hefur skotið á mig nokkrum sinnum.
Og ég er sammála þér DariuZ það á að banna þig en það þýðir ekkert því þú kemur strax aftur inn á öðru veffangi.


MÉR finnst nú hann Hálfdán ekkert vera mikið skárri hérna inni, jújú Dariuz kemur oft með svör sem fara kannski í suma hérna inni en ef honum yrði ekki svarað myndi þetta deyja út....... en að svara alltaf með einhverju meira rifrildi frá mönnum eins og Hálfdáni, Nonna ofl. sem eiga að halda spjallinu frá svona bull þráðum gerir þetta ekkert betra.
Er ekki að afsaka Dariuz eða verja hann, finnst bara að þetta snúi að fleiri mönnum hérna inni.

Reynum svo að halda þessu á góðu nótunum.........

Kv,
Ágúst.
Title: Spjallið!
Post by: 429Cobra on February 19, 2008, 14:07:20
Sælir félagar. :)

Jæja vondi kallinn mættur aftur.  :twisted:

Svona í fúlustu alvöru!
Þá tek ég aðeins fram að "öll endurbirting" sé ekki leyfð á mínum skrifum.
Það stendur hvergi að ekki megi vitna í þau.

Bara svona fyrir þá sem að ekki vita að þá er hægt að snúa á margann hátt út úr skrifum fólks, og það er búið að gera það við mín skrif oft og mörgum sinnum og tel ég nú mál að linni.

Einnig er það hreint fáránlegt þegar þræðir eru margar síður af endurbirtum póstum og lítið annað.
Til hvers?

Það hljóta allir að vita að það sem þú skrifar hvort sem það er opinbert eða ekki fellur undir höfundarétt, það sama á við um myndir hvort sem það eru ljósamyndir, málverk eða annað.
Það er ekkert athugavert fyrir þá sem að eru mikið í skriftum að hafa sér til halds og trausts lögmann sem getur bent á punkta í þessu sambandi, þar sem höfundaréttalög eru gríðarlegur frumskógur.

Hvað varðar að banna hann félaga okkar DariuZ, þá er ég á móti því eins og með marga aðra sem hafa/hefur staðið til að banna eða hafa jafnvel verið bannaðir á þessu og öðrum spjallborðum.

Ég trúi á skoðanafrelsi og þann rétt til að nýta sér það og það tjáningarfrelsi sem að við búum við, og eins er ég á móti ritskoðun.

Á móti þessu kemur að með tjáningarfrelsi þá tökum við á okkur gríðarlega mikla ábyrgð, og við verðum að standa undir henni.
Lang flestir gera það, en stundum verður mönnum hált á henni og hrasa.
Það er þá sem verður að grípa til einhverra aðgerða.

Það eina sem að er verið að biðja hér um er að menn taki ábyrgð á því sem að þeir eru að skrifa, séu ekki með einhvern persónuníð, eða þaðan af verra, og þá finnst mér að fólk verði að skrifa undir fullu nafni.

Það er ekki öfundsvert hlutverk sem vefstjórinn hefur af því að hugsa um svona spjallborð, vera ritstjóri á því og þurfa síðan að geta með hlutlausum hætti ákveðið hverju á að "henda út".
Ég tek ofan fyrir Valla sem hefur þessa vinnu með höndum.

Ég persónulega hef reynt að hafa kurteisina í fyrirrúmi og ég man ekki eftir því að ég hafi til að mynda verið neitt ókurteis við "DariuZ", þrátt fyrir að mér sjálfum hafi borist all leiðinlegir póstar.

Við skulum einsetja okkur að hafa gaman af þessu sporti og þá í leiðinni spjalli og skilja ókurteisina eftir annarstaðar.

Þetta gildir að sjálfsögðu um mig eins og aðra.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: hreinskilin on February 19, 2008, 14:36:40
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Svona undirskrift er ætluð til fjölmiðla.
Ég bannaði DariuZ að vitna í mig bara af þeirri einföldu ástæðu að hann pirrar mig og hefur skotið á mig nokkrum sinnum.
Og ég er sammála þér DariuZ það á að banna þig en það þýðir ekkert því þú kemur strax aftur inn á öðru veffangi.


Hvaða anskotans rugl er í gangi!!

Þetta minnir á ritskoðunn á vegum KK að stjórnarmeðlimir séu að væla á netinu og banna þetta og hitt(hinir stjórnarmeðlimir sem eru hér á þessu spjalli eru fínir,hingað til allavega)

Hvernig dettur þér í hug að banna e-h að quota í þín skrif,lýsir áhveðinni tegund sem heitir vælukjói og tepruskapur en virðist sem svo að hér séu óþroskaðir menn sem lýkja má við steplur

Ætalru kanski að banna mig fyrir að segja það sem mér fynnst,það er brot á tjáningarfrelsi btw :lol:

kv. Old School sem hræðist ekki lögmenn enda lögmaður
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: ingvarp on February 19, 2008, 14:38:47
Quote from: "hreinskilin"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Svona undirskrift er ætluð til fjölmiðla.
Ég bannaði DariuZ að vitna í mig bara af þeirri einföldu ástæðu að hann pirrar mig og hefur skotið á mig nokkrum sinnum.
Og ég er sammála þér DariuZ það á að banna þig en það þýðir ekkert því þú kemur strax aftur inn á öðru veffangi.


Hvaða anskotans rugl er í gangi!!

Þetta minnir á ritskoðunn á vegum KK að stjórnarmeðlimir séu að væla á netinu og banna þetta og hitt(hinir stjórnarmeðlimir sem eru hér á þessu spjalli eru fínir,hingað til allavega)

Hvernig dettur þér í hug að banna e-h að quota í þín skrif,lýsir áhveðinni tegund sem heitir vælukjói og tepruskapur en virðist sem svo að hér séu óþroskaðir menn sem lýkja má við steplur

Ætalru kanski að banna mig fyrir að segja það sem mér fynnst,það er brot á tjáningarfrelsi btw :lol:

kv. Old School sem hræðist ekki lögmenn enda lögmaður


sá aðili sem skirfar inná spjallið ræður hvort hann banni fólki að "quote-a" eða ekki!!!

hættu að væla  :wink:
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Kiddi J on February 19, 2008, 14:39:56
Ein tegund höfundarréttar er sæmdarréttur. Í honum felst að höfundur eigi rétt til þess að "nafns hans sé getið eftir því sem við á þegar verk hans eru birt almenningi" (Björn, 1989, bls. 213). Ef tekin er tilvitnun, bein eða óbein, úr höfundarverki án þess að geta heimildar er talað um ritstuld. Ritstuldur er litinn alvarlegum augum, bæði af kennurum sem fara yfir ritgerðir og verkefni og eins af fræðimönnum og almenningi.

Björn Þ. Guðmundsson. 1989. Lögbókin þín. Reykjavík, Örn og Örlygur

Og ég er mjög sammála Ragnari 1966 Charger
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: hreinskilin on February 19, 2008, 14:47:07
Quote from: "Kiddi J"
Ein tegund höfundarréttar er svokallaður sæmdarréttur. Í honum felst að höfundur eigi rétt til þess að "nafns hans sé getið eftir því sem við á þegar verk hans eru birt almenningi" (Björn, 1989, bls. 213). Ef tekin er tilvitnun, bein eða óbein, úr höfundarverki án þess að geta heimildar er talað um ritstuld. Ritstuldur er litinn alvarlegum augum, bæði af kennurum sem fara yfir ritgerðir og verkefni og eins af fræðimönnum og almenningi.

Björn Þ. Guðmundsson. 1989. Lögbókin þín. Reykjavík, Örn og Örlygur

Og ég er mjög sammála Ragnari 1966 Charger


Þessvegna er spjallið sett upp þannig að höfundurinn kemur fyrir ofan

en spjallborð eru ekki það sama og vitnanir úr bókum sem enginn nema sá sem í þær gluggar sér

Já fín ábending hjá Ragnari
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Kiddi J on February 19, 2008, 14:50:41
Jú reyndar teljast spjallborð sem opin eru almenningi opinber skrif. Og já það kemur fram að það sé vitnað í höfund. En höfundur getur einnig áskilið sér þann rétt að ekki sé vitnað í hans verk/skrif.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: hreinskilin on February 19, 2008, 15:15:56
Það er á mjög gráu svæði,manstu eftir einhverju máli þar sem það hefur verið reynt á ?

Allavega á svoleiðist fólk ekki heima á spjallborðum eða að vera að tjá sig opinberlega.Er það einhvað sem KK vill að fólk þori ekki að skrifa hingað inn vegna ótta við að verða kærður af e-h með hálf-down syndrome...
Title: Hreinskilinn?
Post by: 429Cobra on February 19, 2008, 15:47:03
Sælir félagar. :)

Það er alltaf gaman að hafa einhvern hreinskilinn á meðal okkar.

Hér er rétt einu sinni verið að snúa út úr mínum skrifum.

Svo ég segi það nú aftur:
Það er allt í lagi að vitna í mín skrif, en ég vil ekki að það sé verið að endurbirta þau orði til orðs. :!:

Yfirleitt er fólk að vitna í aðeins eina málsgrein en birtir samt allan póstinn, og eins og ég sagði hér í mínum pósti áðan að mér finnst ekkert eins leiðinlegt og að sjá heilu þræðina sem eru ekkert nema sömu póstarnir afritaðir aftur og aftur.
Ég vil ekki taka þátt í svoleiðislöguðu og vona að þið virðið það við mig.

En af hverju skrifar svona "hreinskilinn" einstaklingur ekki undir nafni??

Og hvað þá ef hann er lögmaður??? :!:

Já það var eitt enn.
Ef að einhver á póstinn sem Hrannar/DariuZ setti hér á spjallið í morgun og var beint til mín, þá mætti sá hinn sami senda mér hann þar sem mér skilst að mér komi hann við. :!:
Title: Re: Hreinskilinn?
Post by: DariuZ on February 19, 2008, 16:04:23
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)

Það er alltaf gaman að hafa einhvern hreinskilinn á meðal okkar.

Hér er rétt einu sinni verið að snúa út úr mínum skrifum.

Svo ég segi það nú aftur:
Það er allt í lagi að vitna í mín skrif, en ég vil ekki að það sé verið að endurbirta þau orði til orðs. :!:

Yfirleitt er fólk að vitna í aðeins eina málsgrein en birtir samt allan póstinn, og eins og ég sagði hér í mínum pósti áðan að mér finnst ekkert eins leiðinlegt og að sjá heilu þræðina sem eru ekkert nema sömu póstarnir afritaðir aftur og aftur.
Ég vil ekki taka þátt í svoleiðislöguðu og vona að þið virðið það við mig.

En af hverju skrifar svona "hreinskilinn" einstaklingur ekki undir nafni??

Og hvað þá ef hann er lögmaður??? :!:

Já það var eitt enn.
Ef að einhver á póstinn sem Hrannar/DariuZ setti hér á spjallið í morgun og var beint til mín, þá mætti sá hinn sami senda mér hann þar sem mér skilst að mér komi hann við. :!:


Og hvað á sá póstur að bætast í kæruliðinn  :lol:


Reyndu bara að slaka smá á eins og ég er að reyna læra  :wink:  og reyndu að hætta að halda öllu nöldri áfram endalaust...  
Ég tók þetta til baka en ef þú endilega villt þá máttu bara bjalla á mig og ég skal segja þér hvað ég skrifaði.........
Title: Re: Hreinskilinn?
Post by: hreinskilin on February 19, 2008, 16:07:21
429Cobra
 
Það breytir litlu hvort það sé Jón eða Séra Jón sem er að skrifa eða hvort allir viti hver það er heldur að skilaboðin komist til skila,þú átt að vera verðmetinn af orðum/skoðunum en ekki kunningsskap eða stöðu

Er hinnsvegar allveg sammál að það eiga að stoppa allan óþveraskap í skrifum manna þar sem verið er að skaða orðstír viðkomandi,það á ekki að lýðast

Eigum við ekki að hætta þessu og tala um Bíla og Tæki
Title: Og hann póstar og póstar og óstar og........................
Post by: 429Cobra on February 19, 2008, 16:20:58
Sælir félagar. :)

Já sæll sértu Hrannar.

Það getur enginn kært þig um höfunarréttarstuld á þínum eigin orðum.
Og þar sem orð hafa aldrei skaðað mig þá gera þín það örugglega ekki, og já það er búið að senda mér þennan póst og ég vona að þú sért stoltur af honum  :!:  :!:

Og til þín "Hr hreinskilin" þá skiptir það öllu hvað varðar trúverðugleika að menn setji nafn sitt undir sín skrif/skoðanir, sem að sjálfsögðu eru þeirra eigin.

Um annað í þessum síðasta pósti þínum er ég þér sammála.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: gstuning on February 19, 2008, 16:29:55
Það að fara viðhalda pólitísku köldu stríði á þessu spjalli ætti ekki að leyfast.
Með því að hreinsa í burtu óþröskuð orðaskipti fullorðins fólks.

Þeir sem skrifa hér á vefinn óþroskuð svör eða eru að kalla aðra nöfnum sýna sinn þroska, einnig virðist margur hraustari fyrir aftann lyklaborðið heldur enn útá götu fyrir framann aðra.

Menn eiga alltaf að fara varlega með það sem þeir láta útúr sér hvort sem það er face2face eða á internetinu.

Ég sé þetta eingöngu á þessu spjalli, sem er fyndið því að hérna eru skráðir flestir fullorðnir á þeim spjöllum sem ég fer inná.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: maggifinn on February 19, 2008, 16:50:35
já það er magnað að menn skuli skrifa á opinberann vef eitthvað sem ekki má hafa eftir þeim..
 
 það er kannski svipað og að keppa í opinberri kvartmílu á tæki sem þú smíðaðir sjálfur og banna öllum að taka myndir af því..
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: hreinskilin on February 19, 2008, 16:57:41
Quote from: "maggifinn"
já það er magnað að menn skuli skrifa á opinberann vef eitthvað sem ekki má hafa eftir þeim..
 
 það er kannski svipað og að keppa í opinberri kvartmílu á tæki sem þú smíðaðir sjálfur og banna öllum að taka myndir af því..


Og það sé bannað að segja eða sýna tímann :lol:
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: JONNI on February 19, 2008, 19:03:41
Jæja þá eruð þið alveg að tapa ykkur í ruglinu.................svona gerist alltaf þegar menn hafa ekki nóg fyrir stafni.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: 1966 Charger on February 19, 2008, 20:19:43
Gott er að sjá að það virðist enginn ósammála þessu sem ég skrifaði en ég tel málið ekki útrætt fyrr en það er komin yfirlýsing frá þeim sem hér ráða í umboði Kvartmíluklúbbsins um þær meginreglur sem gilda um skrifin hér.  Persónulega finnst mér að henda megi skrifum sem innihalda:

-Orðræðu sem er í andstöðu við markmið Kvartmíluklúbbsins eða skrifuð til að skemma fyrir kvartmíluíþróttinni.
-Aðdróttanir að fólki þar sem talað er niðrandi um það, það uppnefnt eða ætlaðar annarlegar kenndir eða veikindi.
-Skrifum þar sem skrifari neitar umbeðinn að segja til nafns.

Það er allt í lagi að ritstjórar aðvari skrifara sem fer einu sinni yfir strikið en láti hann sér ekki segjast ætti að banna viðkomandi um ákveðinn tíma (1-2 mán?).  Viðkomandi getur svo sótt um aðgang að þeim tíma liðnum ef hann/hún kærir sig um.  Ef einhver bannaður reynir að komast inn á öðru netfangi þá lengist bara bannið x2.

Þessi síða á ekki að vera eins og eitthvert ókeypis fjarnám fyrir fólk sem kann ekki að fara eftir svona reglum einfaldlega vegna þess að það sem farið er fram á heitir mannasiðir og Kvartmíluklúbburinn hefur víst öðrum hnöppum að hneppa en að leiðbeina fólki um eitthvað sem það á að hafa lært heima hjá sér.

Það er mikil umferð um þessa annars ágætu síðu sem er ánægjulegt fyrir KK og eykur líkurnar á að fyrirtæki sjái hag í að auglýsa hér. En ákvöðrum þeirra byggist líka á þeim standardi sem er á skrifum hér.  Áhyggjur um að síðan verði lélegri ef svona reglum er beytt eru alveg ástæðulausar.  

Ragnar
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: maxel on February 19, 2008, 22:04:59
Að meira segja þessi þráður er komin í vitleysy... get a grip!
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: DariuZ on February 19, 2008, 23:51:09
Quote from: "1966 Charger"
Gott er að sjá að það virðist enginn ósammála þessu sem ég skrifaði en ég tel málið ekki útrætt fyrr en það er komin yfirlýsing frá þeim sem hér ráða í umboði Kvartmíluklúbbsins um þær meginreglur sem gilda um skrifin hér.  Persónulega finnst mér að henda megi skrifum sem innihalda:

-Orðræðu sem er í andstöðu við markmið Kvartmíluklúbbsins eða skrifuð til að skemma fyrir kvartmíluíþróttinni.
-Aðdróttanir að fólki þar sem talað er niðrandi um það, það uppnefnt eða ætlaðar annarlegar kenndir eða veikindi.
-Skrifum þar sem skrifari neitar umbeðinn að segja til nafns.

Það er allt í lagi að ritstjórar aðvari skrifara sem fer einu sinni yfir strikið en láti hann sér ekki segjast ætti að banna viðkomandi um ákveðinn tíma (1-2 mán?).  Viðkomandi getur svo sótt um aðgang að þeim tíma liðnum ef hann/hún kærir sig um.  Ef einhver bannaður reynir að komast inn á öðru netfangi þá lengist bara bannið x2.

Þessi síða á ekki að vera eins og eitthvert ókeypis fjarnám fyrir fólk sem kann ekki að fara eftir svona reglum einfaldlega vegna þess að það sem farið er fram á heitir mannasiðir og Kvartmíluklúbburinn hefur víst öðrum hnöppum að hneppa en að leiðbeina fólki um eitthvað sem það á að hafa lært heima hjá sér.

Það er mikil umferð um þessa annars ágætu síðu sem er ánægjulegt fyrir KK og eykur líkurnar á að fyrirtæki sjái hag í að auglýsa hér. En ákvöðrum þeirra byggist líka á þeim standardi sem er á skrifum hér.  Áhyggjur um að síðan verði lélegri ef svona reglum er beytt eru alveg ástæðulausar.  

Ragnar


Mér finnst að það þurfi ekkert að segja til nafns frekar en einstaklingurinn vilji það... Og að banna menn á spjallinu fyrir að segja ekki til nafns er glatað.

Allt annað finnst mér vera flott ;)

P.s Þegar þú skráir þig þá skrifaru þitt nafn og ættu "moddar og stjórnendur" að sjá nöfnin þar og það er alveg nog.

Kv..
Hrannar
Title: Stoppa þráð
Post by: TONI on February 20, 2008, 00:11:09
Eitt sinn lýsti ég yfir einhverjum skoðunum mínum á fólki frá framandi löndum og eftir ekki langan tíma var sá þráður "frystur" og meira var ekki að segja um málið því það var bara ekki hægt. Er þetta ekki bara málið að þið sem ráðið ríkjum "frysti" þræðina alveg eða til skamms tíma og sendið deilendum einkapóst um að hafa sig hæga. Þetta er jú vinna en sú vinna er eflaust rétt til að byrja með, svo sjá menn að ef menn vilja halda þræðinum opnum spara menn stóru orðin eða sem er  einnig gott að sleppa því að svara þeim sem eru að búa til leiðindi eða hafa sterkar skoðanir á því sem er rætt um. Þar má t.d taka L2C þráðinn til fyrirmyndar, menn oft á tíðum einfaldlega svara ekki því sem er þeim ekki að skapi og það verður ekki deilt um hlutina.
SÁ VÆGIR SEM VITIÐ HEFUR MEIRA.
Kv. Anton
Title: Re: Stoppa þráð
Post by: GTA on February 20, 2008, 00:47:45
Quote from: "TONI"
Eitt sinn lýsti ég yfir einhverjum skoðunum mínum á fólki frá framandi löndum og eftir ekki langan tíma var sá þráður "frystur" og meira var ekki að segja um málið því það var bara ekki hægt. Er þetta ekki bara málið að þið sem ráðið ríkjum "frysti" þræðina alveg eða til skamms tíma og sendið deilendum einkapóst um að hafa sig hæga. Þetta er jú vinna en sú vinna er eflaust rétt til að byrja með, svo sjá menn að ef menn vilja halda þræðinum opnum spara menn stóru orðin eða sem er  einnig gott að sleppa því að svara þeim sem eru að búa til leiðindi eða hafa sterkar skoðanir á því sem er rætt um. Þar má t.d taka L2C þráðinn til fyrirmyndar, menn oft á tíðum einfaldlega svara ekki því sem er þeim ekki að skapi og það verður ekki deilt um hlutina.
SÁ VÆGIR SEM VITIÐ HEFUR MEIRA.
Kv. Anton


Nákvæmlega það sem ég sagði hérna nokkrum póstum ofar, og stílaði sérstaklega á nokkra einstaklinga........ en áfram halda þeir.
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Dodge on February 20, 2008, 09:40:12
Það er allt gott og blessað... en við skulum nú samt ekkert vera að taka l2c spjallið til fyrirmyndar :)

Þar getur maður alveg tínst í vitleisunni, quoteum á quote ofan og
innihaldslausum svörum við tilgangslausum spurningum sem enginn spurði..
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: Bjarni Ben on February 20, 2008, 12:44:56
Er það ekki bara þannig að ef þú vilt ekki vera kallaður fæðingarhálfviti fyrir að segja það sem þér finnst, þá einfaldlega kallaru ekki einhvern annan fæðingarhálfvita fyrir það sem honum finnst...
Mér finnst ég hafa lært þetta einhverntímann mjög snemma í barnaskóla og var sagt meira að segja að þetta héti Gullna reglan.... einhverjir fleiri sem muna eftir því*? ég get ekki séð annað en að hún gildi hér líka...

En svo er eitt sem mér dettur í hug, að fá að tengjast þjóðskránni með spjallið og gera það að verkum að menn geta ekki skráð sig nema setja kennitöluna sína við innskráningu, þá eru menn einfaldlega neyddir til þess að skrifa undir nafni, því stjórnendur vefsins vita alltaf hver þú ert.

Ég er allavegana þeirrar skoðunar að það skiptir öllu máli að menn skrifi undir nafni, sama hvað það er, því þá einfaldlega segðu menn síður það sem þeir myndu ekki segja framan í viðmælendur sína.

Það myndi líka gera það að verkum að ef maður er bannaður eftir ítrekaðar meiðyrðasendingar þá getur maður ekkert skráð sig aftur, því maður hefur jú bara eina kennitölu.
Er alfarið sammála Ragnari að það ætti að banna menn sem ekki taka sönsum eftir að hafa fengið áminningar, því það er ekki neinum til góðs að hafa hér inni fólk sem ekki getur hamið sig fyrir aftan lyklaborðið.

Og ég heiti Bjarni Benedikt Gunnarsson og ég hef alltaf rétt fyrir mér, en reyni þó með fremsta megni að láta þá sem ekki sjá að ég hef rétt fyrir mér í friði með það.  :lol:
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: DÞS on February 20, 2008, 15:05:31
djöfull eru menn að missa sig hérna :smt012
Title: Má ekki fara að taka hér aðeins til?
Post by: 1966 Charger on February 26, 2008, 13:52:19
Þessi þurfti að borga 800.000 fyrir meiðyrði sem hann skrifaði í einhverju ofsabloggkasti.  Vonandi dugar þessi refsing sem forvörn gegn skrifum sem niðurlægja og rægja fólk á vefsíðum
---------------------------------------------------------------------

Af Mbl.is:

Dómsmál: Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til greiðslu miskabóta að upphæð 300.000 krónur fyrir ummæli sem hann viðhafði á bloggi sínu. Einnig var honum gert að útmá ummælin af vefsvæðinu og birta þar forsendur og dómsorð dómsins.

Þá voru ummælin dæmd dauð og ómerk og ákærða gert að greiða stefnandanum hálfa milljón króna í málskostnað.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/26/sekur_um_meidyrdi_a_bloggi/