Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Buddy on December 06, 2007, 19:49:40

Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Buddy on December 06, 2007, 19:49:40
Byrjið að slefa....

www.motortrend.com/features/auto_news/2007/112_071206_2008_dodge_challenger_srt8_first_photos

Kv.

Buddy
PS. Ekki heildarmyndir af kvikindinu.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Ziggi on December 06, 2007, 20:11:47
Á hverju eru mennirnir sem ákváðu þennann aftur enda? :smt030

(http://images.motortrend.com/features/auto_news/2007/112_0712_06z+dodge_challenger_concept+rear.jpg)

Kv. Siggi
Title: smekklaus ????
Post by: TONI on December 06, 2007, 20:45:28
Er ég smekklaus, ég sé bara ekkert að þesum afturenda, gamaldags samt ekki eins og allir hinur eru/voru með.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Halldór Ragnarsson on December 06, 2007, 20:57:58
Bara fallegur :smt060
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: JHP on December 06, 2007, 20:59:52
Nice  :worship:
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: íbbiM on December 06, 2007, 21:03:32
þetta er conceptbíllin á þessari mynd held ég
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Gilson on December 06, 2007, 21:05:30
þessi er bara flottur !!!
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Buddy on December 06, 2007, 21:06:06
Rassamyndin að ofan er af Concept bílnum, miðað við close-up myndina þá verður afturendinn mun smekklegri.

Kveðja,

Buddy
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: burgundy on December 06, 2007, 22:20:18
Mér finnst Þessi bíll fallegasti endurgerði muscle car bíllinn sem komið hefur fram á sjónarsviðið  8)
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 440sixpack on December 06, 2007, 22:56:39
Ef menn skoða þennan bíl vandlega þá má sjá að allar mjúku ávölu línurnar eru frá cudu, semsagt flott blanda af fallegustu Mopar Musclecar bílum fortíðar, 1970 Challenger og 70-71 Cudu fært til nútímans. Snilld, tær snilld.

Það eru mikil vonbrigði að það skuli ekki vera starfrækt Mopar-umboð hér heima, en með því að kaupa bílinn erlendis og flytja hann svo hingað heim er hann orðinn alltof dýr, fyrir utan það að verksmiðjuábyrgð fellur úr gildi.

Að lokum finnst mér að svona bíl hefði átt að vera hægt að fá með 525 hestafla 392/6.4L hemi, semsagt að taka skrefið alla leið. Þetta er jú 2ja dyra modern musclecar, útlitið stendur alveg undir því, en vantar aðeins í hesthúsið.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Kristján Skjóldal on December 06, 2007, 23:22:57
Quote from: "burgundy"
Mér finnst Þessi bíll fallegasti endurgerði muscle car bíllinn sem komið hefur fram á sjónarsviðið  8)
eeeeeeee Nei það er Camaro :-#
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Einar Birgisson on December 06, 2007, 23:24:42
hann er FEITUR challinn
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Kiddi J on December 06, 2007, 23:48:02
Quote from: "440sixpack"
Ef menn skoða þennan bíl vandlega þá má sjá að allar mjúku ávölu línurnar eru frá cudu, semsagt flott blanda af fallegustu Mopar Musclecar bílum fortíðar, 1970 Challenger og 70-71 Cudu fært til nútímans. Snilld, tær snilld.

Það eru mikil vonbrigði að það skuli ekki vera starfrækt Mopar-umboð hér heima, en með því að kaupa bílinn erlendis og flytja hann svo hingað heim er hann orðinn alltof dýr, fyrir utan það að verksmiðjuábyrgð fellur úr gildi.

Að lokum finnst mér að svona bíl hefði átt að vera hægt að fá með 525 hestafla 392/6.4L hemi, semsagt að taka skrefið alla leið. Þetta er jú 2ja dyra modern musclecar, útlitið stendur alveg undir því, en vantar aðeins í hesthúsið.


Kemur með superHemi (6.4) árið 2009 skv. mínum gögnum.
Bara jákvætt
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: burgundy on December 07, 2007, 13:22:56
Quote from: "Kristján Skjóldal"
Quote from: "burgundy"
Mér finnst Þessi bíll fallegasti endurgerði muscle car bíllinn sem komið hefur fram á sjónarsviðið  8)
eeeeeeee Nei það er Camaro :-#


Misjafn er smekkur manna  :wink:  8)
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: JHR on December 07, 2007, 15:21:23
hvað mynduð þið giska á að svona græja kosti hingað til lands?
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 440sixpack on December 07, 2007, 15:29:15
Alveg um 5.000.000,- án verksmiðjuábyrgðar með Hemi 6,1 og smá aukabúnaði.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 1966 Charger on December 07, 2007, 15:38:33
Reikniði nú:

The company announced pricing for the Dodge Challenger coupe, which will hit American roads this summer with a 425-horsepower, 6.1-liter, V8 engine. The $37,995 price-tag doesn't include an expected gas-guzzler tax that could add as much as $2,100 to the final figure.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Gilson on December 07, 2007, 15:40:53
kominn heim á tæpar 5 kúlur  :)
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: edsel on December 07, 2007, 23:02:19
einhver til í að lána mér?
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: íbbiM on December 07, 2007, 23:29:15
ég er að fýla hann..

en ég hinsvegar bíð eftir camaronum...
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Garmurinn on December 08, 2007, 00:02:41
Quote from: "Gilson"
kominn heim á tæpar 5 kúlur  :)

(http://img.photobucket.com/albums/v628/461poncho/1683bcc6.jpg)♦
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: JHP on December 08, 2007, 00:10:27
Quote from: "íbbiM"
ég er að fýla hann..

en ég hinsvegar bíð eftir camaronum...
Enda þarf enga ábyrgð á hann  :lol:
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 440sixpack on December 08, 2007, 00:27:09
Nonni minn, hvenær verður þú fullorðin. :roll:

Þú ert alltaf á túr. :P
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: JHP on December 08, 2007, 00:46:59
Quote from: "440sixpack"
Nonni minn, hvenær verður þú fullorðin. :roll:

Þú ert alltaf á túr. :P
Hva ert þú orðinn jafn viðkvæmur og Ford eigandi  :lol:
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 1966 Charger on December 08, 2007, 01:42:40
íbbiM skrifaði:
ég er að fýla hann..
en ég hinsvegar bíð eftir camaronum...

Nonni Vett reit: Enda þarf enga ábyrgð á hann
_______________________________________

Framleiðendur góðrar vöru eru óhræddir við að bjóða hana með ábyrgð því að þeir vita að þeir bíða ekki tjón af slíku.  En þegar "recall" listinn er ár eftir ár...... neeeiiii reyndar áratug eftir áratug er talsvert lengri en nefið á Gosa þá verður verksmiðjuábyrgðin jafnvel verri hugmynd en Færeysk kvartmílubraut.  Hérna er "smá" jólalesefni fyrir unnendur Kamarhróanna:


http://www.automotive.com/used-cars/recalls/11/chevrolet/camaro/index.html
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Anton Ólafsson on December 08, 2007, 01:44:43
Quote from: "66 Charger"
Framleiðendur góðrar vöru eru óhræddir við að bjóða hana með ábyrgð því að þeir vita að þeir bíða ekki tjón af slíku.  En þegar "recall" listinn er ár eftir ár...... neeeiiii reyndar áratug eftir áratug lengri en nefið á Gosa þá verður verksmiðjuábyrgðin jafnvel verri hugmynd en Færeysk kvartmílubraut.  Hérna er "smá" jólalesefni fyrir unnendur Kamarhróanna:


http://www.automotive.com/usedcars/recalls/11/chevrolet/camaro/index.html

http://www.automotive.com/used-cars/recalls/11/chevrolet/camaro/index.html


Ragnar, ekki skella á mann svona óbjóði fyrir svefninn!!!!!!!!!!!
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: JHP on December 08, 2007, 02:02:17
Nohh...Það er tvenna í gangi,Viðkvæmir Ford og Mopar kallar  :smt035
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 1966 Charger on December 08, 2007, 02:38:45
Æi.. aumingja kallinn.
Þegar staðreyndirnar blasa við þá reynir hann elsta trikkið í bók hins rökþrota manns:  Að gera öðrum upp einhvern eiginleika eins og vanstillingu.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: JHP on December 08, 2007, 02:54:26
Sála trikkið virkar ekki mig en það má alltaf reyna  :wink:
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: 1966 Charger on December 08, 2007, 03:18:38
Ég var nú reyndar ekki að tala til þín.  Bara að benda lesendum á augljósar staðreyndir um lélega röksemdafærslu.  Það er nú gott að skrifin mín fóru ekki illa í þig ljúfurinn enda er markmið rökræðna ekki að gera fólki upp ástand eða skoðanir, finna því uppnefni eða að koma því úr jafnvægi eins og þú gefur í skin að hafi verið ætlun mín.
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: Buddy on January 24, 2008, 18:20:18
Komnar fleiri myndir af kvikindinu.

http://blogs.motortrend.com/6227133/car-news/2008-dodge-challenger-srt8-photos-leaked/index.html

Kv.

Buddy
Title: Eitthvað fyrir Mopar kalla, fyrstu myndir af Challenger SRT8
Post by: kobbijóns on January 26, 2008, 20:23:16
kaupir bara 3ára ábyrgð hjá tm á 130þús og málið er dautt