Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Dragster 350 on March 27, 2010, 20:58:15

Title: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Dragster 350 on March 27, 2010, 20:58:15
Verður sandur á Hellu um hvítasunnuhelgina?
Langar að fá upplýsingar um hvenær þetta
verður auglýst
kv Eddi k
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Dragster 350 on March 28, 2010, 19:32:27
Ekkert svar ?
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Jón Bjarni on March 28, 2010, 19:40:03
Það er eitthvað búið að ræða það en er ekki allveg komið á hreint.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Dragster 350 on March 28, 2010, 20:07:16
Takk fyrir Jón Bjarni O:)
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Jón Bjarni on March 29, 2010, 18:58:37
þessi sandspyrna verður haldinn.

mér skillst að hún verði á annan í hvítasunnu.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Kristján Stefánsson on March 29, 2010, 19:03:44
 \:D/
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Dragster 350 on March 29, 2010, 19:09:51
Gildir keppnin til Islandsmeistara ?
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on March 29, 2010, 19:54:08
Sæll Eddi,
Það getur varla verið,það koma keppendur að utan líka.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Lindemann on March 29, 2010, 19:58:40
er KK að halda þetta eða Hellumenn sjálfir?
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on March 29, 2010, 20:10:14
Þetta er samvinnuverkefni.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Lindemann on March 29, 2010, 20:24:39
ok flott mál!
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: cv 327 on March 29, 2010, 20:34:49
Munið þið hvernig þetta fór um árið, þegar þarna átti að halda sandspyrnu???? :-( :-(
Gengur vonandi betur núna.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Dragster 350 on March 29, 2010, 21:29:35
Það var um árið nú er nítt ár og sól fer hækkandi ég er fullur bjartsýni þettað
verður flottur sandur  8-)
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: cv 327 on April 05, 2010, 14:48:37
Er eitthvað meira að frétta af þessu sanddæmi?.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on April 05, 2010, 19:43:19
Nei ekkert nýtt,við látum vita um leið og þetta er klárt.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Kristján F on May 10, 2010, 09:22:21
Einhverjar fréttir verður þessi keppni haldinn ?
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on May 10, 2010, 10:50:39
Engar nýjar fréttir,við vitum ekki enn hvort þessi sandur verði haldinn.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Shafiroff on May 10, 2010, 15:23:29
Jæja eitt ruglið enn ,lítur út fyrir það sælla minninga.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on May 10, 2010, 17:00:19
Ingó var að fá símtal frá einum úr torfærunni og þeir eru harðir á því að halda þessa sandspyrnu,
hann lofaði að hringja í Ingólf í kvöld eða á morgun til að ræða þetta nánar því það hefur ekki verið samið um neitt ennþá.
Ég læt vita hér um leið og við heyrum frá þeim aftur.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Shafiroff on May 16, 2010, 20:22:20
Jæja hvernig gekk svo ferðin austur og hvernig lítur málið út. Væri alveg til í fáeinar upplýsingar hvað sandinn varðar.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Shafiroff on May 16, 2010, 22:48:16
Jæja eitt ruglið enn ,lítur út fyrir það sælla mynninga.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Jón Bjarni on May 16, 2010, 22:50:32
ég fór og skoðaði þetta í dag, og hellumenn eru að vinna í þessu.  ég kem með betri upplýsingar á morgun
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Shafiroff on May 17, 2010, 14:07:34
Var að heyra að það sé nýtt rugl í aðsígi , er þetta rétt.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Gilson on May 17, 2010, 18:53:49
slakaðu aðeins á auðunn  :lol:
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Shafiroff on May 17, 2010, 23:02:54
Ég væri alveg til í að fá upplýsingar um þennan sand .Málið er það að gera OF bíl klárann fyrir svona keppni er margra daga vinna , og fyrir utan það þá hefur maður  alveg nóg að gera í vinnunni sem  gengur að sjálfsögðu fyrir eins og flestir vita. nenni ekki að vera í rassgati með þetta. Væri gott að fá smá svona infó eins og talað var um.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Jón Bjarni on May 17, 2010, 23:05:29
Það er orðið ljóst að brautinn verður ekki nema rúmlega 200 metrar beint og síðan smá beygja og eitthverjir 150-200m eftir hana.

Þannig að opni flokkurinn og sérsmíðuð ökutæki eru ekki að fara að keyra á þessari braut.

Stefnan er að keyra alla hina flokkana.

Það kemur nánari auglýsing á eftir eða á morgun.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Shafiroff on May 18, 2010, 07:36:20
Já sæll engir OF og engir DRAGGAR einmitt , ja sjaldan lýgur almannarómur.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Damage on May 18, 2010, 09:41:47
hvernig væri nú að slaka aðeins á og leifa strákunum að vinna úr þessu ?
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Gretar Franksson. on May 18, 2010, 18:21:35
Verð að taka undir með Auðunni, það er algert skilningaleysi fyrir því láta tilvonandi keppendur vita í tíma hvernig þetta verður. Sumir keppendur eru með sama bílinn í sandi og mílu þannig það er óþolandi að vera búinn að gera bílinn tilbúinn fyrir sand en síðan er sandurinn aflýstur fyrir viðkomandi, þannig þá þarf að breyta bílnum aftur fyrir kvartmílu sem verður helgina eftir. Þið verðið upplýsa okkur fyrr og betur. FRÉTTIR TAKK.
Gretar Franksson.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on May 18, 2010, 19:11:50
Þið verðið að athuga það að við höfum takmarkaðar upplýsingar frá þeim sem eru að halda þessa spyrnu,Kvartmíluklúbburinn er eiginlega bara
að sjá um ljósabúnaðinn,þetta er ekki sandspyrna á vegum Kvartmíluklúbbsins og því ekki við okkur að sakast.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on May 18, 2010, 19:14:16
Ég var að frétta að Jón Bjarni er á leið austur aftur að mæla lengd brautarinnar og athuga stöðu mála hjá þeim.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 18, 2010, 21:28:54
Samkvæmt þeim fréttum sem við erum með núna þá er brautin 16m breið og 220m á lengd.

En á eftir í kringum 10 þá á ég að fá að vita betur hvernig þetta er.

Mér er sagt að t.d. 7m langur dragster eigi að geta keyrt ofan í gryfjuna öðru meginn en það myndi þíða að fyrir stærstu bílana þá þyrftu þeir að keyra brautina til baka og upp aftur þar sem þeir komu niður

Aðrir gætu keyrt upp úr gryfjunni við endann á brautinni.
Ég er að græja loftmynd af þessu og pósta henni hingað

Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 18, 2010, 21:41:03
Það er hægt að skoða þetta á kortinu á ja.is
gps  Hnit: 63° 49,903'N, 20° 19,847'W
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 18, 2010, 21:46:13
Hér er svo mynd af svæðinu
það er startað þarna uppi og keyrt niður .. svo kemur bremsukaflinn og sveigjan til hægri eftir það
Fyrir alla aðra en dragstera og stóru bílana þá væri hægt að keyra upp úr gryfjunni eftir brautina en hinir myndu snúa við og keyra upp þeim meginn

Ég er að bíða eftir að heyra hvort það sé búið að minnka hallann á aðkomunni niður í gryfjuna og hvort það hafi eitthvað verið breikkað því sá slóði var bara í kringum 2,5m og mjög brattur þannig að það hefði verið erfitt að keyra þar upp á dragga t.d.

(http://www.kvartmila.is/wiki/images/4/41/ATT00001.png)

kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 18, 2010, 23:04:53
Eftir nýjustu fregnir af brautinni þá hefur verið ákveðið að keyra alla flokkana, en engu að síður þá þurfa allir að vita af þessum aðstæðum sem að við erum búnir að vera að tala um

Það er doldið bratt þarna niður en það verður hægt að aðstoða við að komast upp aftur ef svo ber undir.

Einnig þá lýtur út fyrir að beini kaflinn á brautinni verði 220-230m sem gefur þá 130-140m í beinann bremsukafla eftir það þá sveigir brautin til hægri.

Það er verið að vinna í brautinni enþá þannig að þetta vonandi bætist jafnvel eitthvað meira fyrir keppnina en þið vitið af þessu allavega

kv
Guðmundur Þór
ps það er hægt að ná í mig í 8421903 ef þið viljið spurja mig að einhverju
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 23, 2010, 12:01:46
Skráning í sandspyrnuna hefur verið mjög dræm.
11 tæki skráð eins og er.

En mér skilst að það séu margir fyrir austan sem að héldu að þeir gætu skráð sig þar á staðnum.
Ég er að reyna í þessum töluðu orðum að reyna finna út hversu margir það eru til að fá heildartölu á keppendur.

Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 23, 2010, 12:55:04
Sælir því miður þá náðist ekki lágmarksþáttaka og þar af leiðandi verðum við að hætta við þessa sandspyrnu

Ef einhver var búinn að skrá sig og borga þá vinsamlegast að hafa samband við mig upp á endurgreiðslu

Kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: maggifinn on May 24, 2010, 10:05:57
Hver verður lágmarksþáttaka í kvartmílukeppnum sumarsins?
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 69Camaro on May 24, 2010, 19:19:47
Hver verður lágmarksþáttaka í kvartmílukeppnum sumarsins?

Ef þú ferð inn ja.is og slærð inn " spámiðll " eða spákona, þá færðu upp c.a. 11 spákonur sem geta hugsanlega sagt þér um mögulega þátttöku í sumar  #-o
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: maggifinn on May 24, 2010, 19:36:54
Ég held þú skiljir þetta ekki Ari, svo ég ætla að skrifa þetta hægt...

 skráðir voru í sand ellefu keppendur, sem ekki þótti nóg til að halda sand.

 ég er að velta því fyrir mér hvort það þurfi að ná lágmarksskráningu í komandi keppnir uppá braut í sumar.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: 1965 Chevy II on May 24, 2010, 21:06:31
Ég hugsa ekki Maggi,nema það verði eitthvað alveg hlægilega lítið,það er minni útlagður kostnaður að halda keppni upp á braut ég held að þetta snúist um það.
Vonandi verður þáttakan ekki svo dræm í sumar þrátt fyrir kreppu að það þurfi að aflýsa vegna skorts á skráningu.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 25, 2010, 08:04:08
Við vorum að miða við 20 manns í sandinn til þess að það væri í fyrsta lagi einhverjir í flokkunum þannig að það væri einhver keppni en ekki t.d. 3 run og svo búið.

Í fyrra þá keyrðum við keppni upp á braut hjá okkur þar sem að 13 mættu og það var alveg skelfilega lítið, og flestir flokkar kláruðust á 10mín eða minna.
Án þess að það hafi verið beint rætt varðandi aðrar keppnir þá gæti ég trúað að það sé eitthvað svipað sem að við verðum að skoða fyrir kvartmílu keppnir
En eins og ég segi þetta hefur ekki verið beint rætt í stjórn, en ég tek þetta upp á fimmtudaginn á stjórnarfundinum.

kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Harry þór on May 25, 2010, 09:47:52
Þetta segir okkur að við eigum ekki að koma nálægt Ólafi. Hver var ávinningur KK af þessu brasi , Jón Bjarni og fleiri væntanlega unnið mikið?? Ólafur og co voru aldrei að vinna í þessu af alvöru. KK og LÍA = VESEN

mbk Harry Þór.
Title: Re: Sandspyrna á Hellu ?
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on May 25, 2010, 09:52:34
Ólafi ?
Hver var að vinna með Ólafi .. ég kannast ekki við að hafa verið í neinum samskiptum við hann út af þessu.
Ég fékk upplýsingar hjá Tryggva varðandi það við hvern ég ætti að tala fyrir austan og svo var allt beint á milli okkar.

Og það er ekki hægt að vasast út í strákana fyrir austan út af þessu .. þeir gerðu allt sem að í þeirra valdi stóð til að reyna gera þetta sem best fyrir sandspyrnu.
Ég held að þeir sem að séu að tjá sig hérna varðandi þetta mál og henda inn pennastrikum varðandi það að þetta sé rugl og vesen osfv ættu kannski að kynna sér málið aðeins áður en að það er byrjað að gaspra um þetta hérna eða annarsstaðar.

það er lítið mál að tala við mig t.d. hvort sem það er í pm, síma eða í persónu

kv
Guðmundur Þór