Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: chevy 83 on September 09, 2009, 20:56:17

Title: pantanir frá USA
Post by: chevy 83 on September 09, 2009, 20:56:17
Hvernig hefur mönnum gengið að panta frá USA?   kemur þetta á réttu gengi? hafa verið einhver vandamál?
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: maggifinn on September 09, 2009, 22:26:27
Gengið er rétt rúmar 300 iskr heim komið með gjöldum fyrir vélaparta
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: kerúlfur on September 09, 2009, 22:49:35
Gengið er rétt rúmar 300 iskr heim komið með gjöldum fyrir vélaparta

300kr úff ég fékk skítahroll, mér finnst það ekki passa við það sem shopusa gefur upp á reiknivélinni sinni   :?:
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: Belair on September 10, 2009, 07:52:15
var 128 kr hjá mer visa yfir í paypal
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: Moli on September 10, 2009, 11:25:58
Maggi er að tala um að þú getur gert dollaraverð x 300 til þess að sjá c.a. á hvað varan er kominn hingað heim með gjöldum.
T.d 150 USD X 300 = 45.000 ISK.

VISA gengið á USD er í dag 127 ISK. þá á eftir að bæta við toll og VSK.
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: Kowalski on September 10, 2009, 18:59:45
Já ég hef pantað þónokkuð oft á árinu og aldrei lent í neinu rugli varðindi gengi/rukkun.

Pantaði síðast bremsudiska, allt í góðu þar fyrir utan það að pakkinn týndist.
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: GunniCamaro on September 11, 2009, 10:33:32
Ég er aðeins búinn að panta frá USA í ár og þessar tölur hjá ykkur eru hærri en hjá mér, t.d. pantaði ég fyrir stuttu síðan frá NPD : vörurnar 18760 ísk. + flutn. 7384 + aðflutn.gj.ca. 7600, þannig að flutn.+aðfl.gj. voru um 15000 þús.
Síðan er mismunandi tollur á bílavörum, sumt er með virðisskatti + tolli á meðan aðrar eru bara með virðisauka, ég pantaði í vor vélahluti frá Summitracing og það kom aðeins hagstæðar út en dæmið að ofan.
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: baldur on September 11, 2009, 10:59:05
Já og enn aðrar vörur eru svo með vörugjöld líka. Dekk og kúplingar til dæmis eru morð í innflutningi. Minnir að 170 dollara kúpling hafi kostað mig 30 þúsund kall komin heim þegar að gengið var 60kr...
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: Moli on September 11, 2009, 12:15:09
Já og enn aðrar vörur eru svo með vörugjöld líka. Dekk og kúplingar til dæmis eru morð í innflutningi. Minnir að 170 dollara kúpling hafi kostað mig 30 þúsund kall komin heim þegar að gengið var 60kr...

Ég pantaði nú bara 150$ Centerforce kúplingspressu fyrir 3 vikum frá Summit, hún kostaði mig 68 þúsund hingað kominn með öllu.

Parts: $151.95                              
Handling: $24.95                               
Additional amt.for non-standard service: $161.75   
Samtals: $338.65

Hérna heima borgaði ég svo toll+vsk sem var upp á 24 þúsund minnir mig. Samtals um 68 þúsund!  ](*,)
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: einarak on September 11, 2009, 15:10:21
Já og enn aðrar vörur eru svo með vörugjöld líka. Dekk og kúplingar til dæmis eru morð í innflutningi. Minnir að 170 dollara kúpling hafi kostað mig 30 þúsund kall komin heim þegar að gengið var 60kr...

Ég pantaði nú bara 150$ Centerforce kúplingspressu fyrir 3 vikum frá Summit, hún kostaði mig 68 þúsund hingað kominn með öllu.

Parts: $151.95                              
Handling: $24.95                               
Additional amt.for non-standard service: $161.75   
Samtals: $338.65

Hérna heima borgaði ég svo toll+vsk sem var upp á 24 þúsund minnir mig. Samtals um 68 þúsund!  ](*,)

ái!
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: GunniCamaro on September 12, 2009, 15:19:45
Þegar ég pantaði frá Summit var það eina sem pirraði mig var þeirra 20$ "foreign handling" gjald sem þeir settu ofan á pöntunina en þetta "Additional amt.for non-standard service: $161.75" gjald á pöntunina hjá Mola hef ég ekki séð, Moli hvaða kjaftæði var þetta ?
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: astijons on September 15, 2009, 13:58:23
Gengið er rétt rúmar 300 iskr heim komið með gjöldum fyrir vélaparta

Er þetta vel rúmlega eða?
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: Stjánarinn on September 29, 2009, 22:56:12
Hvert er þá heildarverð á ef ég ætlaði td. Að pannta mér hedd frá summit fyrir 1500 dollara hver eru gjöldin á svona vélahlutum vitiði það ?
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: baldur on October 03, 2009, 10:56:13
Bara VSK sem leggst ofaná vélahluti.
Þú mátt þá gera ráð fyrir 1500 dollurum og svo örugglega svona 300 dollurum í sendingarkostnað = 1800.
Síðan þegar heim er komið er það 1800 * 130kr gengið sirka, 234000kr.
234000kr plús 24,5% vaskur = 291 þúsund.
Svo smyrja þeir allskonar aukagjöldum á þetta hérna heima þannig að þetta er örugglega um 300 þúsund kall.
Title: Re: pantanir frá USA
Post by: Stjánarinn on October 03, 2009, 11:46:07
okei takk fyrir þetta  :)