Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: SPRSNK on August 05, 2017, 12:55:53

Title: Bikarmót í kappakstri
Post by: SPRSNK on August 05, 2017, 12:55:53
Sunnudaginn 20. ágúst fer fram bikarmót í kappakstri á Kvartmílubrautinni

Skráningu lýkur sunnudaginn 13. ágúst kl 23:00
Seinni skráning verður leyfð til miðvikudagsins 16. ágúst kl. 16:00

Til að taka þátt þarftu að hafa:
Gilt ökuskírteini
Skoðað ökutæki
Hjálm
Vera meðlimur í akstursíþróttarklúbb innan AKÍS/MSÍ
Skráð ökutæki þurfa vátryggingarviðauka

Reglur fyrir bíla:
http://www.akis.is/wp-content/uploads/2017/03/Tímaat-kappakstur.pdf

Reglur fyrir mótorhjól:
http://msisport.is/content/files/public/reglur_2016/Reglur_fyrir_timaat_og_kappakstur.pdf

Keppnishald í kappakstri
Keppnin skiptist í 20 mínútna æfingu, 20 mínútna tímatöku og þrjár 10 mínútna kappaksturslotur. Að minsta kosti 15 mínútna bið skal vera milli lota. Merkja má svæði á brautinni þar sem framúrakstur er ekki leyfður ef aðstæður krefjast þess að mati keppnisstjóra. Sú regla skal gilda að ökumenn bíla sem hafa verið hringaðir skulu leitast við að hleypa hraðari bílum framúr á öruggan hátt. Keppnishaldari notar blá flögg til að minna hringaða bíla á að víkja til hliðar við fyrsta tækifæri þar sem framúrakstur er öruggur. Keppnisstjóri getur beitt refsingu séu reglur um framúrakstur ekki virtar. Refsing er 10 sekúndna viðbót við tíma keppandans í viðkomandi lotu. Ákveði keppnisstjóri að brautin sé það blaut að hætta geti hlotist af notkun semislikka eða slikka getur hann krafist þess að öll ökutæki noti regndekk. Regndekk eru dekk með amk. 3 mm djúpum raufum sem veita vatni að ytri brúnum dekksins, líkt og venjuleg götudekk gera. Keppendur fá stig skv eftirfarandi töflu: 1. sæti 25 stig 2. sæti 18 stig 3. sæti 15 stig 4. sæti 10 stig 5. sæti 8 stig 6. sæti 6 stig 7. sæti 4 stig 8. sæti 2 stig 9. sæti og neðar 1 stig. Til úrslita gilda samanlögð stig úr öllum 3 lotum. Ef tveir keppendur eru með jafnmörg stig er sá sigurvegari sem kom á undan í mark í síðustu innbyrðis viðureign þeirramínútur. Allir keppendur keppa í undanrásum, sá helmingur (námunda skal upp í næstu sléttu tölu) keppenda sem nær bestum tíma keppir í niðurskurði og þrír hröðustu keppendur í úrslitum. Ef keppendur eru færri en 8 í flokki skal sleppa niðurskurði í undanrásum. Í undanrásum ræður keppnisstjóri rásröð. Í niðurskurði og úrslitum er sá keppandi sem er með besta tímann í lotunni á undan ræstur fyrst, svo sá sem er með næst besta og svo framvegis.

Flokkar fyrir bíla:
Hot wheels
Götubílar
Breyttir götubílar
Opinn götubílaflokkur
Opinn flokkur kappakstursbíla

Keppnishald     í    kappakstri  Keppnin     í    SS    og    SB     skiptist     í    50    mínútna    upphitun,    15    mínútna     tímatöku    og    að  lágmarki     tvær    17     km     kappaksturslotur.    Að    minnsta     kosti    15    mínútna    bið     skal     vera    milli  lota.  Keppnin     í    M3,    M4,R    og    SM     skiptist     í    25    mínútna    upphitun,    10    mínútna     tímatöku    og    að  lágmarki    þrjár    10     km     kappaksturslotur.    Að    minnsta     kosti    15    mínútna    bið     skal     vera    milli  lota.  Fyrir    hverja     lotu     skal    hafa     tvo    upphitunarhringi     sem    allir     keppendur    eru     skyldugir     til    að taka    þátt     í.  Merkja    má     svæði    á    brautinni    þar     sem     framúrakstur    er    ekki     leyfður    ef    aðstæður     krefjast  þess    að    mati     keppnisstjóra. Sú     regla     skal    gilda    að    ökumenn    hjóla     sem    hafa     verið    hringuð     skulu     leitast     við    að    hleypa  hraðari    hjólum     framúr    á    öruggan    hátt.    Keppnishaldari    notar    blá     flögg     til    að    minna    hringað  hjól    á    að     víkja     til    hliðar     við     fyrsta     tækifæri    þar     sem     framúrakstur    er    öruggur.  Keppnisstjóri    getur    beitt     refsingu     séu     reglur    um     framúrakstur    ekki     virtar. Ákveði     keppnisstjóri    að    brautin     sé    það    blaut    að    hætta    geti    hlotist    af    notkun  keppnisdekkja    getur    hann     krafist    þess    að    öll    ökutæki    noti     regndekk.    Regndekk    eru  dekk    með    amk.    3    mm    djúpum     raufum     sem     veita     vatni    að     ytri    brúnum    dekksins.  Keppendur     fá     stig     skv    eftirfarandi     töflu:  1.     sæti  25     stig  2.     sæti  20     stig  3.     sæti  16     stig  4.     sæti  13     stig  5.     sæti  11     stig  6.     sæti  10     stig  7.     sæti  9     stig  8.     sæti 8     stig  9.     sæti 7     stig  10.     sæti  6     stig  11.     sæti  5     stig  12.     sæti  4     stig  13.     sæti 3     stig  14.     sæti 2     stig  15.     sæti     og    neðar 1     stig 
Til    úrslita    gilda     samanlögð     stig    úr    öllum     lotum. Ef     tveir     keppendur    eru    með     jafnmörg     stig    er     sá     sigurvegari     sem     kom    á    undan     í    mark     í  síðustu     innbyrðis     viðureign    þeirra.

Flokkar fyrir mótorhjól
Moto 3+ (M3)
Moto 4½ (M4)
Rookie 600 (R)
Supersport (SS)
Superbike (SB)
Supermoto (SM)

Skráningarfrestur.
Skráningu lýkur sunnudaginn 13. ágúst kl. 23:00
Seinni skráning verður leyfð til miðvikudagsins 16. ágúst kl. 16:00 en þá bætast 2.000 kr. við skráningargjaldið

Keppnisgjöld og skráning:
ATH!! skráning telst ekki gild fyrr en keppnisgjöld hafa verið greidd
Keppnisgjald 6.000 kr. innifalið er keppnisskírteini
Við fyrstu skráningu keppenda á bílum á keppnistímabili bætast við 4.000 kr. gjald vegna slysatrygginga ökumanns.

Skráning bíla á AKÍS síðunni:
http://skraning.akis.is/keppni/76

Skráning mótorhjóla fer fram í þessum tengli:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeqH5BT0SitAtaHddumBdYO-BGC-TAxE-J0A_QhCMqpeSIQDA/viewform?usp=sf_link

Dagskrá
Mæting 10:00

Nánar kynnt síðar.

Nánari upplýsingar
í síma 8473217 eða jonbjarni@kvartmila.is