Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: 1349 on August 16, 2009, 18:00:55

Title: Uppgerð á bíl
Post by: 1349 on August 16, 2009, 18:00:55
Komið þið sælir , ég hef lengi átt þann draum að gera upp gamlan bíl. Eftir miklar hugleiðingar og lestur hef ég ákveðið að kýla á það og tileinka næstu árum uppgerðinni. Kemur þá fyrst upp í hugann gamall amerískur átta gata bíll. Ég hef unnið að því síðustu vikur að gera aðstöðu tilbúna fyrir komandi verkefni , en það er einmitt upphitaður bílskúr. Þótt ég sé ungur að árum , þá er ég að öllu laus við þann eldmóð sem að einkennir menn á mínum aldri. Nú virðist ég vera kominn með allt sem þarf til að byrja , nema auðvitað lykilatriðið.. sjálfann bílinn. Svo virðist sem að mjög erfitt sé að finna bíla til uppgerðar. Stuttu eftir að áhuginn kviknaði fór ég lúmskt í það að leita að bílum til uppgerðar. Það sem kom mér mest á óvart var hve föstu taki sumir eigenda þessara bíla halda þeim. Bílarnir standa úti vetur eftir vetur og eigendurnir vilja ekki láta þá frá sér nema fyrir morðfjár. Eftir miklar keyrslur á hina ýmsu staði , til þess eins að fá sama neikvæða svarið , hef ég farið að efast um að það sé í rauninni tækifæri fyrir menn eins og mig að fá að kynnast þessu áhugamáli margra. Svo að með hálfa milljón í vösum , áhuga og þolinmæði vonast ég til þess að láta þennan draum rætast. Ég biðla til ykkur , að ef að þið hafið einhverjar hugmyndir/vísbendingar um ameríska átta gata bíla sem hæfir eru til uppgerðar , myndi ég af sjálfsögðu skoða það.
Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að ég hef bara 500.000 krónur hámark til þess að kaupa verkefnið. Myndi ég þá byrja á því að fara í boddíið og svo þegar að mér áskotnaðist meiri aur færu hjólin aðeins að snúast. Einnig vill ég undirstrika það að ég skoða allt , svo ekki vera feimin við að benda mér á hitt og þetta og láta mig keyra útum allt land ;)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: 1349 on September 04, 2009, 14:40:26
Jæja bjóst svo sem ekki við miklum viðbrögðum  :lol: Er virkilega svona mikill skortur á bílum til uppgerðar ?
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Belair on September 04, 2009, 15:07:17
nog til en men eru ekki til að gefa þá fyrir liltið  (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=35158.0)
(http://i236.photobucket.com/albums/ff193/DaemonTool/bilapartasala/IMG_5035.jpg)

(http://i236.photobucket.com/albums/ff193/DaemonTool/bilapartasala/IMG_5042.jpg)

(http://i236.photobucket.com/albums/ff193/DaemonTool/bilapartasala/PICT0511.jpg)

(http://i236.photobucket.com/albums/ff193/DaemonTool/bilapartasala/IMG_5081.jpg)

(http://i236.photobucket.com/albums/ff193/DaemonTool/bilapartasala/IMG_5067.jpg)

(http://i236.photobucket.com/albums/ff193/DaemonTool/bilapartasala/IMG_5061.jpg)

(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/links/mopar/DSC00563.jpg)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: #1989 on September 04, 2009, 21:11:53
Þetta eru allt svotan gull molar að það borgar sig að láta þá riðga niður frekar en að selja fyrir sanngjarnt verð, gangi þér vel við leitina. Kv.Siggi
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Kristján Ingvars on September 04, 2009, 21:27:15
Þetta eru allt svotan gull molar að það borgar sig að láta þá riðga niður frekar en að selja fyrir sanngjarnt verð, gangi þér vel við leitina. Kv.Siggi

 :smt017  Þetta var svona með því skrítnara sem ég hef lesið..
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: kiddi63 on September 04, 2009, 23:22:08
(http://i205.photobucket.com/albums/bb183/1Belair/links/mopar/DSC00563.jpg)

Er þessi til sölu ?? Eða er ég að misskilja eitthvað ?

Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: 1349 on September 04, 2009, 23:36:43
Er þessi til sölu ?? Eða er ég að misskilja eitthvað ?

Ekki einu sinni reyna. Það hafa margir reynt að fá þennan bíl keyptan en alltaf fengið sama svarið. Annars geturu fengið hann fyrir eina og hálfa milljón skilst mér.
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Kristján Ingvars on September 04, 2009, 23:51:25
Er þessi til sölu ?? Eða er ég að misskilja eitthvað ?

Ekki einu sinni reyna. Það hafa margir reynt að fá þennan bíl keyptan en alltaf fengið sama svarið. Annars geturu fengið hann fyrir eina og hálfa milljón  skilst mér.

Sumir eru bjartsýnir  :D
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Rúnar M on September 11, 2009, 17:35:49
Það er eitthvað við þessa 8cyl bíla .......yfirleitt erfiðara að fá þá keypta....enn það gæti verið bara í mínu tilfelli :wink:.....hef verið að leita af bíl í þó nokkur ár og þá helst trans 77-78, charger 69-70 ,challanger, og síðast enn ekki síst mustang 67-69 fastback....þó maður hafi kannski ekki sett verðið fyrir sig hefur ekki komið svo langt að reyna á það.....Enn það kemur að því að draumurinn rætist \:D/
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Gabbi on September 14, 2009, 14:57:00
já þú ættir að prufa þetta. mér hefur líka lengi langaði að géra up gamlan amerískan en vitiði hvar svona helstu bílakirkjugarðanir á suðurlandi?
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: arnarpuki on September 14, 2009, 16:55:59
Rakst á þennan á netinu, bílasalinn sagði mér að það væri sennilega hægt að fá hann fyrir 600þ  :shock: :shock:
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=13&cid=152776&sid=95992&schid=97956c69-ddaa-452b-8eb8-4e4abb456727&schpage=7
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: kiddi63 on September 14, 2009, 17:14:14

Hvernig er það,  kviknaði ekki í þessum'??

(http://www.bilasolur.is/CarImage.aspx?s=13&c=152776&p=25231&w=600)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Moli on September 14, 2009, 17:56:26
Rakst á þennan á netinu, bílasalinn sagði mér að það væri sennilega hægt að fá hann fyrir 600þ  :shock: :shock:
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=13&cid=152776&sid=95992&schid=97956c69-ddaa-452b-8eb8-4e4abb456727&schpage=7

Það þarf líka að taka þennan verulega í gegn, hann fær aldrei skoðun með þessa vökva tjakka sem eru undir honum.
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: pal on September 14, 2009, 21:04:00
Rakst á þennan á netinu, bílasalinn sagði mér að það væri sennilega hægt að fá hann fyrir 600þ  :shock: :shock:
http://www.bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=13&cid=152776&sid=95992&schid=97956c69-ddaa-452b-8eb8-4e4abb456727&schpage=7

Það þarf líka að taka þennan verulega í gegn, hann fær aldrei skoðun með þessa vökva tjakka sem eru undir honum.

Af hverju fær hann ekki skoðun út af því ???
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Moli on September 14, 2009, 21:28:51
Það var eitthvað tengt fjöðrunarbúnaðinum/vökvatjökkunum og að þetta væri óheimilt, annaðhvort að þetta væri ekki nógu vel sett undir, eða þá að þetta þótti hreinlega of hættulegt af einhverju leyti. Hann hefur í bæði skiptin fengið endurskoðun út af fjöðrunarbúnaði/stýrisbúnaði síðan hann kom hingað.
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Kristján Ingvars on September 14, 2009, 21:55:34
Einhver sagði mér að þetta væri útaf því að bílar sem hefðu þennan asnalega búnað fjöðruðu ekkert og fengju þar að leiðandi ekki skoðun útá þetta..
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Ravenwing on September 15, 2009, 18:21:14
Ég veit um aðila sem var að skoða að flytja svona inn, og talaði við Frumherja og einhverja fleiri í sambandi við skoðunarhæfi og annað og var ítrekað tjáð það að þetta væri bara hreinlega bannað. Engar almennilegar skýringar afhverju bara að þetta væri bannað og fengi ekki skoðun þess vegna.  :roll:

Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Moli on September 15, 2009, 18:26:30
Ef að menn eru að velta fyrir sér Cutlass á annað borð... af hverju drífa menn sig þá ekki í því að kaupa '71 442 Oldsinn hjá Árna fyrir norðan? Ásett verð er 1.2 mills sem er MJÖG gott verð!  :!: :!: :-k
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Kristján Ingvars on September 15, 2009, 20:56:59
Ja er hann ekki helvíti heill líka? Hef reyndar ekki skoðað hann lengi..
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: HK RACING2 on September 15, 2009, 21:40:51

Hvernig er það,  kviknaði ekki í þessum'??

(http://www.bilasolur.is/CarImage.aspx?s=13&c=152776&p=25231&w=600)
Sá hann á ferðinni fyrir mjög stuttu síðan....
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: arnarpuki on September 15, 2009, 22:43:32

Hvernig er það,  kviknaði ekki í þessum'??

(http://www.bilasolur.is/CarImage.aspx?s=13&c=152776&p=25231&w=600)
Sá hann á ferðinni fyrir mjög stuttu síðan....

Skráð á söluskrá 27.8.2009  8-[
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Nonni on September 16, 2009, 00:08:25
Það er eitthvað við þessa 8cyl bíla .......yfirleitt erfiðara að fá þá keypta....enn það gæti verið bara í mínu tilfelli :wink:.....hef verið að leita af bíl í þó nokkur ár og þá helst trans 77-78, charger 69-70 ,challanger, og síðast enn ekki síst mustang 67-69 fastback....þó maður hafi kannski ekki sett verðið fyrir sig hefur ekki komið svo langt að reyna á það.....Enn það kemur að því að draumurinn rætist \:D/

Þetta eru kannski ekki algengustu bílarnir í sölu.....og menn verða örugglega að reiða fram helling af seðlum til að eiga séns EF svo ólíklega vill til að þeir bjóðist til sölu.  Það er bara svona þegar framboðið er lítið.

Annars þá er þessi markaður oft mjög skrítinn.  Bróðir minn reyndi að selja 1974 Transam með nýuppgerðri 455 fyrir nokkrum árum og það tók langan tíma.  Var hellingur af jólasveinum sem vildu skipta á öllu milli himins og jarðar (næstum því notuðum fótanuddstækjum og gömlum eldhúsinnréttingum) en þó að verðmiðinn væri ekki ýkja hár (400 þúsund, ekki krónu minna) þá tók þetta nokkra mánuði.  Menn voru meira að segja með dónaskap þegar hann vildi halda sig við uppsett verð (sem að bíllinn fór á endanum á).  Og ekki vantaði kallana sem skoðuðu og ætluðu að kaupa bílinn, það varð minna um efndir þegar á hólminn var komið (og hann vildi ekki taka fjöldann allan af druslum uppí).

Annars dauðsé ég eftir því núna að hafa ekki keypt hann af honum og sett hann í geymslu, hefði verið fínt að hafa það verkefni bíðandi eftir sér núna :)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Andrés G on September 16, 2009, 00:13:58
veistu eða ertu með einhverjar myndir af þessum trans am Nonni? :)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Belair on September 16, 2009, 01:46:34
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=40916.msg158792;topicseen#msg158792

(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/burnout%202009/DSC02750.jpg)

(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/burnout%202009/DSC02749.jpg)

(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/burnout%202009/DSC02732.jpg)

(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/burnout%202009/DSC02734.jpg)

(http://i258.photobucket.com/albums/hh252/ss350Chevelle/burnout%202009/DSC02733.jpg)

Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Moli on September 16, 2009, 07:29:30
Drési er örugglega að tala um '74 Trans Am-inn  :!:
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Nonni on September 16, 2009, 12:20:47
veistu eða ertu með einhverjar myndir af þessum trans am Nonni? :)

Ég á einhverstaðar myndir af honum, svo eru örugglega myndir af honum á bílavefnum hjá Mola  8-)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Kristján Ingvars on September 16, 2009, 13:31:44
Nonni þetta er vægast sagt smekklegur Trans Am hjá þér  =D>
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Nonni on September 16, 2009, 23:58:37
Nonni þetta er vægast sagt smekklegur Trans Am hjá þér  =D>

Takk takk, það liggur líta mikil vinna og slatti af seðlum í honum.....en það er allt þess virði   8-)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Kristján Skjóldal on September 17, 2009, 09:15:40
mjög fallegur  =D> =D>og verður en flottari ef þú málar svart inn í brettum ljótt að sjá svona eftir sprautun 8-)
Title: Re: Uppgerð á bíl
Post by: Nonni on September 17, 2009, 09:42:14
mjög fallegur  =D> =D>og verður en flottari ef þú málar svart inn í brettum ljótt að sjá svona eftir sprautun 8-)

Takk, það stóð líka til fyrir sýningu en það var svo margt að gera að það gleymdist :oops: