Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: SMJ on March 30, 2013, 13:10:05

Title: Hvar er Camaro Z-28 1974 í dag?
Post by: SMJ on March 30, 2013, 13:10:05
Ég átti þennan fyrir all-nokkrum árum og setti þá í hann nokkuð öfluga 327 vél með 2 blöndungum, en fyrri eigandi bræddi hressilega úr original 350 mótornum. Camaroinn var með 4 gíra beinskiptum kassa.

Gaman væri að vita hvar bílinn er í dag og ekki síst í hvaða ásigkomulagi hann er?

(Camaro er sá hvíti fyrir aftan Malibu...;)
Title: Re: Hvar er Camaro Z-28 1974 í dag?
Post by: Ramcharger on March 30, 2013, 15:22:54
Man eftir þessum þegar Rúnar átti hann og eru að mig minnir rúm 20 ár síðan.
En hef ekki hugmynd um afdrif hans.
Title: Re: Hvar er Camaro Z-28 1974 í dag?
Post by: motors on April 03, 2013, 21:40:03
Er þetta bílinn sem Ingó formaður átti :?:
Title: Re: Hvar er Camaro Z-28 1974 í dag?
Post by: Ramcharger on April 04, 2013, 07:30:21
Er þetta bílinn sem Ingó formaður átti :?:

Minnir það
Title: Re: Hvar er Camaro Z-28 1974 í dag?
Post by: SMJ on April 04, 2013, 07:57:32
Já, Ingó og Rúnar voru meðal fyrri eiganda.
Ég sel strák sem var þá í MR bílinn, en pabbi hans var einn af fyrstu eigendum (ef ekki sá fyrsti) Það stóð til að taka bílinn alveg í gegn, en svo veit ég ekki meir....