Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: fordfjarkinn on December 05, 2011, 10:52:34

Title: Smíðaporno
Post by: fordfjarkinn on December 05, 2011, 10:52:34
Nokkrar myndir frá kvold og helgar föndrinu.
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Halli B on December 05, 2011, 10:58:13
 =D> =D> =D> =D> =D> =D>

glæsilegt!!


Title: Re: Smíðaporno
Post by: stigurh on December 05, 2011, 14:46:43

Hvur andskotin ! Þetta rokgengur hjá þér.
Ég verð að koma og kíkja
Stígur
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Racer on December 05, 2011, 15:20:50
nú svo loksins er "hring" brautarbílinn hjá þér kominn á skrið á ný.

glæsilegt svo er að smíða brautina undir gripinn ;)
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Hr.Cummins on December 05, 2011, 17:30:54
GEGGJAÐ project :!:

Viper :?:

Á að nota þetta á kvartmílu eingöngu... eða er þetta fyrirhugað í annað :?:

væri ekki hægt að redda aftur-subframe þá úr t.d. BMW E39...

(http://www.stonedrock.com/m62/03.jpg)

bara hugmynd... fyrst að menn tala um "hring" brautarbílinn...
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Racer on December 05, 2011, 18:44:15
þetta er nú rx7 :)

Samkvæmt Tedda þá á þetta að vera bíl til að keyra í hringi þó ekki sem rallycross græja :D

Hann ætlar að smíða grind ef kvartmílu veikin grípur hann fastar en hún hefur gert :D
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Ásgeir Y. on December 05, 2011, 18:47:52
(http://spjall.kvartmila.is/index.php?action=dlattach;topic=60196.0;attach=76058;image)

er að fíla afturfjöðrunina.. ekki aveg stál í stál en timbrið gefur ekki mikið eftir svo hann verður hæfilega stífur....  \:D/
Title: Re: Smíðaporno
Post by: baldur on December 06, 2011, 02:15:51
Flott, er þetta Ford Pinto mótor eða hvað?
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Kristján Skjóldal on December 06, 2011, 09:14:31
töff og gaman að sjá að gamli er farinn að smíða bíla aftur he he en Teddi hvernig er það með þessar neðri stífur á aftur hásingu, er þetta eftir uppskrift??? virkar að hafa hana svona mikið á ská ?
Title: Re: Smíðaporno
Post by: fordfjarkinn on December 06, 2011, 10:14:33
Sælir strákar.

Akureyringarnir voru búnir að lofa því að brautin þeirra yrði tilbúinn næsta sumar. [-o<

BMW æ nei. Hásing er fín.

Kvartmílugrindinn er á teikkniborðinu og farinn að safna hlutum í hana. (er með sandspirnugrind bak við eyrað líka) Enn alt strandar þetta á skorti á skotsilfri. :-(

Já full stífur svona. Var að spá í að bora nokkur göt í kubbana til að míkja þá upp á bara eftir að ákveða hvaða bora stærð á að nota. :-k

Nei þetta er úr 1988 mustang heil 92 HP. Þetta er nú samt sama draslið og Pintóið nema 4 hestöflum kraftmeira \:D/. Þetta varð nú bara fyrir valinu þar sem þetta er eini gangfæri mótorinn sem er til í minni eigu. :-(

Og vel á mynst þá vantar mér bílstjórahurðina þarf ekki að vera í fulkomnulagi má vanta innvolsið og rúðuna má jafnvel vera beigluð.Frambretti og L88 húdd skóp.

Kv TEDDI.


Title: Re: Smíðaporno
Post by: íbbiM on December 07, 2011, 09:31:31
algjörlega geggjað..  mikið hrós frá mér til þín fyrir þetta

synd með hásinguna samt,
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Hr.Cummins on December 07, 2011, 19:26:08
BMW æ nei. Hásing er fín.

Kv TEDDI.

synd með hásinguna samt,

Þetta rear subframe og drifbúnaðurin í því sem að ég benti á þykir með því betra... enn í dag... hönnun frá 95...

Drifin úr t.d. E39 M5 er frekar sterkt dót, allavega hangir þetta enn hjá Þórði (ONNO) með allt sitt tog...

En sitt sýnist hverjum... eflaust virkar þetta hásingardót fínt ef að menn ætla að nota í beina línu...

Svo þarf handlingið kannski ekki að vera svo gott með ~100hp

En flott project... vonandi snýst þér samt hugur með hásinguna og ferð í stærri mótor seinna.. 8)
Title: Re: Smíðaporno
Post by: rsx on December 10, 2011, 17:14:18
sælir

það má kannski bæta því við um afturfjöðrunina, að nota 9"ford er ódýrt og nóg til af hlutföllum (þó að ég sjálfur myndi ekki nota svona  :wink: )
og þessi fjöðrun er eftir uppskrift og er kallað Satchell link og er mikið notað í road race í USA og UK þar sem menn eru með hásingar, þannig að þetta á að vera þokkaleg fjöðrun miðað við hásingu, og eins og þið kannski sjáið þá er ekki mikil fjöðrun á þessum malbiksbíl sem er enn betra fyrir hásingu  :).. og hann hlítur að setja v8 í þetta að lokum.

kv Gunni B
hinn rörasmiðurinn
Title: Re: Smíðaporno
Post by: baldur on December 10, 2011, 20:48:28
Hvernig gengur svo með hitt röraverkefnið sem er í gangi hjá ykkur, fjórhjóladrifinn buggy með Subaru gírkassa og Honda K20 type R mótor?
Title: Re: Smíðaporno
Post by: íbbiM on December 11, 2011, 00:57:16
það er reyndar merkilegt hvað má ná útúr hásinga set-up um,    margir hérna yrðu hissa á hvaða menn eru að gera á rétt græjuðum hásingar bílum í autoX
Title: Re: Smíðaporno
Post by: rsx on December 11, 2011, 17:55:02

Þetta gengur þokkalega með buggy, vonandi komin í gang í janúar  :)

Title: Re: Smíðaporno
Post by: Belair on December 11, 2011, 18:35:57
sweet  =D>
Title: Re: Smíðaporno
Post by: 1965 Chevy II on December 11, 2011, 18:45:35
Þetta er aldeilis flott hjá ykkur, ótrúlega mikil vinna á bakvið svona verkefni  =D>
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Hr.Cummins on December 11, 2011, 18:50:42
Shit :!:

Þessi Buggy er sick :!:
Title: Re: Smíðaporno
Post by: maggifinn on December 11, 2011, 21:04:01
Glæsilegt  =D>

 Verður gaman að fylgjast með þessum græjum í aksjón
Title: Re: Smíðaporno
Post by: eva racing on December 12, 2011, 10:29:03
Hæ.
það er ótrúlega gaman að sjá svona snilldarsmíð..
þetta efsta er þetta Mr2 ??
  En ekkert skil ég í ykkur að slá ekki saman 2-3 svona dröggum (bara i drekkutímanum) til að koma og "terrorisera" sandinn og að sjálfsögðu uppá braut..
þið eruð flottir (já líka þeódór þumlungur....)
jólakveðja.
Valur Vífilss bráðu ætla ég að ..........
Title: Re: Smíðaporno
Post by: 1965 Chevy II on December 12, 2011, 11:14:12
Þetta er Mazda RX7 Valur, eða var það einu sinni.
Title: Re: Smíðaporno
Post by: palmisæ on December 12, 2011, 22:25:11
Þetta eru geggjuð smíði .. aldrei séð eitt annað eins hér á landi og þessi buggy bíl :O  Brjálað dót  :mrgreen:
Title: Re: Smíðaporno
Post by: fordfjarkinn on December 14, 2011, 15:03:03
Sælir allir og takk fyrir.
já þetta tekkur örfáar föndur stundirnar.
Ef vel tekst til þá verður þetta buggy tæki alveg brjálað dæmi.

Jæja Valur uppgjafa kvartmíluhetja og fittingsfjósasmiður. það er ekkert mál að hræra í 2 til 3 dragga fyrir þig.
Við birjum bara um leið og þú leggur inná okkur væna innborgunn.
Spurninginn er bara hvort það eiga að vera tvö eða þrjú stikki. Ef það eru þrír þá verðum við að sennilega að taka nokkra matartíma í þetta líka.
KV TEDDI Röraföndrari.
Title: Re: Smíðaporno
Post by: eva racing on December 19, 2011, 16:58:09
Hæ.
Þakka þér þeódór.  Ekki að spyrja að greiðaseminni hjá ykkur félögum.
  Ég skal nú bræða mín tæki saman sjálfur, en ég var bara að spá í hvort ekki væri skemmtilegra fyriri ykkur að gera dragga og fá þá frekar einhverja samkeppni heldur en að ver munaðarlausir að keyra í hringi til að leita að endalínunni. 
  Það er verið að efna niður í eina svona fjarka grind til að hafa fyrir soninn að leika sér (ekki erfir hann neitt svosem)
við erum ekkii komnir með neinn mótor annað en B tuttugu og eitthvað VOLVO.  þannig að það verður farið hægt af stað.. (í öllum skilningi )

  Það eru nokkrir aðrir skrítnir sem hafa áhug á að smíða svona fjarkadragga en það virðist enginn vilja vera fyrstur (sem ég hélt að væri aðal málið í spyrnukeppni ???)  þannig að við getum verið að athlægi fyrst og svo vonandi venst þetta....
en baráttukveðjur....
Valur Vífilss ekki fyrrverandi eitt né neitt,,,, bara í pásu. 
Title: Re: Smíðaporno
Post by: TONI on January 07, 2012, 23:19:46
...of hvenær á svo að færa sig úr hálf átta í átta ???? :o)
Title: Re: Smíðaporno
Post by: fordfjarkinn on January 09, 2012, 13:18:16
Já nú væri gott að eiga einn góðan AMC V8 til að smella í búrið.
Kv TEDDI AMC Fan
Title: Re: Smíðaporno
Post by: rsx on January 25, 2012, 21:03:54
Smá uppfærsla :) buggy smíðin mjakast...
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Big Below on January 26, 2012, 15:54:51
hvað myndi kosta að láta ykkur/þig smíða 1 stk buggy ef ég myndi redda kassa og mótor??? :mrgreen:
Title: Re: Smíðaporno
Post by: PalliP on January 26, 2012, 20:01:04
Smá uppfærsla :) buggy smíðin mjakast...

Af hverju eru ekki hásingar í þessari leikfangagrind?
Title: Re: Smíðaporno
Post by: rsx on January 26, 2012, 23:09:03
Páll...  ef ég ætlaði í hólahopp eins og þú! myndi ég sennilega nota svoleiðis akkeri  :D og ekki væri það erfitt að smíða svoleiðis fjöðrun  :wink:

Gústi.. það yrði dýrt en samt ódýrt  :D færi eftir ýmsu..
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Kowalski on January 26, 2012, 23:52:43
Þetta er snilld.  =P~

Er þetta Ted Nugent sjálfur að hjálpa til við smíðina þarna á einni myndinni. :-k
 
(http://www.spirit-of-metal.com/membre_groupe/photo/Ted_Nugent-13802.jpg)
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Big Below on January 27, 2012, 09:25:55
Gústi.. það yrði dýrt en samt ódýrt  :D færi eftir ýmsu..
kannski pm um sirca verð á 1 stk svona??? svona +-eh?
Title: Re: Smíðaporno
Post by: fordfjarkinn on January 27, 2012, 09:43:01
Sæll Gústi.
Hvaða mótor og búnað eru með í huga í hvaða notkun. Hvað á að ganga langt Td. Grind kominn í hjól eða bara setjast um borð og keira?
Kv Teddi Ekki Nugent.
Title: Re: Smíðaporno
Post by: Big Below on January 27, 2012, 21:13:10
Sæll Gústi.
Hvaða mótor og búnað eru með í huga í hvaða notkun. Hvað á að ganga langt Td. Grind kominn í hjól eða bara setjast um borð og keira?
Kv Teddi Ekki Nugent.
mér datt í hug corolla gti mótor og kassi,,, bara grind,,, þarf ekki einusinni að standa í hjólin...