Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Sara

Pages: 1 2 [3] 4 5 ... 9
41
Koss og knús til ykkar allra því mér þykir vænt um ykkur :D
Dóri þú ert meira en velkominn á míkrafóninn 8)

42
Hahahahahahahahhahahah sko það getur meira en verið að ég sé barnaleg en það að vera barnalegur í mínum huga er bara gott, ég nenni nú ekki að rífast yfir neinu yfirleitt en manni getur nú hitnað af og til hérna á klakanum þegar að maður leggur sig allan fram við að gera eitthvað fyrir aðra, eins og tildæmis hjá mér er það þannig að kærastinn var settur í byggingarvinnu við að byggja pallinn fyrir áhorfendurnar, svo að þeim líði aðeins betur og þurfi ekki að vera með hraunið í rassgatinu í viku eftir að hafa sest niður í augnablik uppá braut, dæturnar 15 ára og 9 ára settar í hliðið til að rukka aðgangseyrinn og tiltekt í klúbbhúsinu þess á milli, heimilisbíllinn þjóðnýttur fram og aftur um bæinn til að ná í þetta og hitt og redda þessu og hinu, fundir hjá mér yfirleitt 1-2 viku, símareikningur, bensín kostnaður og hvaðeina, ég er ekki að kvarta, bara að segja hvernig þetta er og svo kemur einhver og segir að það sé einhver tittlingaskítur að, er þá nema von að þrýstingurinn hækki aðeins?  Nei strákar ef að ég er dóni þá biðst ég afsökunar en mínar skoðanir eru mínar skoðanir eins og það eru ykkar skoðanir sem koma hérna fram.
Persónulega held ég að svona skoðanaskipti séu okkur öllum holl, því að hvernig væri heimurinn ef okkur fyndist öllum það sama.
Læt ég lokið hér með mínum barnalega en jafnframt dónalega pistli :lol:

43
Ég get nú ekki orða bundist, en hvað er málið! Ég var sjálf uppá braut og mér fannst þetta ganga mjög vel allt saman og engin meiriháttar vandamál. Það hafa hinsvegar komið keppnir sem hafa gengið hægt og jafnvel illa, en það var ekki um það að ræða þarna. Aðstoðarmenn keppenda hafa nákvæmlega ekkert með uppröðun að gera það er keppnisstjóri sem sinnir því og enginn annar. Við höfum verið of fáliðuð í sumar og ef einhver vill röfla yfir því er sá hinn sami vinsamlegast beðinn um að mæta sem starfsmaður uppá braut á næstu æfingu og gefa sig fram við einhvern úr stjórninni!
Ég tek ofan fyrir þeim sem alltaf koma og hjálpa til og vinna með okkur til að halda klúbbnum gangandi!
Húrra allir sem hjálpa.
Úúúúú á alla heimasófarassaröflaranasemgeraaldreineittnemafáborgaðfyrirþað!

44
Almennt Spjall / Framtakssemi!
« on: July 24, 2006, 12:31:33 »
Takk Birna og Jói, ég mun kippa þessu í lag, við getum ekki beðið eftir vatninu upp á braut svo að maður geti notað vatnssalerni, svona í stíl við árið 2006 :lol:

45
Almennt Spjall / 40cm hækkun
« on: July 22, 2006, 00:11:15 »
Þau duttu allavega ekki  heheheheheh :lol:

46
Almennt Spjall / Framtakssemi!
« on: July 22, 2006, 00:09:00 »
Það hefur dregið til tíðinda hjá klúbbnum, en um þessar mundir erum við að reisa pall viðklúbbhúsið okkar til að fólk geti setið þar og haft það enn huggulegra en áður, hugmyndin er að pallurinn verði fullbúinn innan skamms þar sem Beggi (gjaldkerakærasti og húsasmiður), Agnar( stjórnarmaður og húsasmiður), Valli Fudd (Djöfull og turnspíra) og litli bróðir hans (sem ég man ekki hvað heitir en er snilldar peyji), hafa verkið undir höndum. Innanhúss var tekið til og drasli hent, Gaulzi og félagi hans komu með bíl sem hægt var að hlaða draslinu á og fór hann með það, og er enn að blessaður. (mikið drasl)                                                                                       Allir, hvort sem það eru starfsmenn, keppendur, áhorfendur, velunnarar, meðlimir eða aðrir sem leggja hönd á plóg við að halda klúbbnum á lofti með einhverju móti og greiða götu klúbbsinns eiga innilegar þakkir og virðingu skilið og vil ég hér með koma því á framfæri.
Takk allir  :!:

47
Almennt Spjall / 40cm hækkun
« on: July 21, 2006, 23:49:35 »
Mjög vel fannst mér þegar allt var komið í samband  :lol:

48
Almennt Spjall / Æfingin frábær!
« on: July 21, 2006, 23:46:59 »
Æfingin í kvöld var alveg frábær og til fyrirmyndar þrátt fyrir smá tafir í byrjun út af ljósunum sem voru stillt fyrir sandinn, menn voru afslappaðir og allt gekk ljómandi. Nýliðar voru nokkrir og stóðu sig mjög vel, bílarnir voru alls 27 og hjólin 7. Það kólnaði hastarlega eftir því sem leið á kvöldið en mér fannst áhorfendur samt harka það af sér miðað við það að sumir voru frekar léttklæddir.
Nú svo er keppnin á morgun og vil ég minna meðlimi á það að hafa skírteinin sín með sér og sýna í hliðinu, starfsmönnum til upplýsinga og reyna eftir fremsta megni að stoppa í hliðinu og sýna það en ekki bruna þar í gegn og veifa því framan í starfsmennina.
Kostnaði er haldið í lágmarki að venju og kostar litlar 1000kr inn og frítt er fyrir 16 ára og yngri. Sjoppan er enn á sínum stað með gotterí og samlokur og gos og svala.
Og eitt að lokum, hundar eru með góða heyrn og reynum að skemma hana ekki með því að láta greyin húka upp við brautina í gífurlegum hávaðnum frá tækjunum. Einnig eiga hundaeigendur eða forráðamenn að þrífa eftir þá skítinn en ekki eftirláta öðrum það.
Svo skulum við öll mæta brosandi og glöð á morgunn og skemmta okkur frábærlega!
  :lol:

49
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Ljós
« on: July 21, 2006, 11:46:53 »
Í alvöru..... æææ en ég verð komin kl 7 í kvöld.

50
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Ljós
« on: July 20, 2006, 23:55:13 »
Dóri þú ert snilli :D Klapp klapp klapp fyrir Dóra :!:

51
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Ljós
« on: July 19, 2006, 12:13:38 »
Hann Dóri er að redda þessu as we speak, þessi elska :!: Ljósin verð há og reddí á föstudagsæfinguni!

52
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Ljós
« on: July 18, 2006, 16:13:50 »
Sko það eru margir sem ekki sjá allt tréð fyrir skópinu og mér finnst ekkert athugavert við það að hækka tréð upp um eina 40 cm, það einfaldlega þýðir það að allir sjá allt tréð. Ef það á ekki að hækka tréð upp þá verða þeir sem ekki sjá tréð, að fá alltaf að vera hægramegin á brautinni og aldrei á vinstri og þá er hægt að spurja sig er það fair gagnvart hinum keppendunum.
Hækkum bara tréð og hættum þessari vitleysu strax!
Mig minnir að Dóri G. hafi ætlað að gera það.

53
Almennt Spjall / Graffiti artists wanted!
« on: July 18, 2006, 00:40:26 »
Jæja ég er hef að komast í samband við nokkra listamenn sem eru til í að taka þetta að sér, þannig að innan skamms er að vænta þess að listaverk líti dagsins ljós við brautina okkar!

54
Almennt Spjall / Félagsmenn og aðrir velunnarar!
« on: July 18, 2006, 00:35:51 »
Þetta kallast góð byrjun og takk fyrir að bregðast vel við kallinu, mig vantar ennþá hjólbörur og skóflur ef einhver man eftir því í skúrnum hjá sér, og einhvern öflugan til að taka ruslið og draslið sem safnast hefur þarna upp, kanski ef það er einhver sem er að geyma drasl þarna kæmi bara og sækti draslið sitt áður en ajax hópurinn hendir því öllu út :twisted: Hlakka til að sjá ykkur öll hress og kát  :D

55
Almennt Spjall / Vinnukvöld.
« on: July 17, 2006, 17:20:15 »
OK!  Þriðjudagskvöldið 18.júlí byrjum við að koma upp flotta pallinum okkar og þrífa húsið að innan, það sem vantar eru 3 aðilar til að vinna við bygginguna, 3 aðilar til að þrífa húsið að innan og einhverja til að koma með hjólbörur og skóflur, einhvern til að koma með kerru sem er nógu stór til að henda ruslinu úr húsinu í. En því fleiri sem koma þeim mun minni vinna verður þetta. Ég verð mætt kl 19.00 og veðurspáin lofar góðu, en ekki fyrir miðvikudagskvöld, svo að mætum sem flest og hjálpumst að.
  :D

56
Já það er ekki gaman að þessu! Ég fór á torfæruna með fjölskylduna og þar borguðum við okkur inn 3000-kr og enginn afsláttur veittur fyrir KK,en sagt að við fengjum afslátt á sunnudeginum á sandspyrninni. Nú við fjölskyldan ætluðum að tjalda en það var bara einfaldlega ekki það gott veður að það væri hægt, svo að við fengum leigt hús hjá Árhúsum því mín átti að mæta í uppsetningu á mælitækjum og ljósunum okkar fyrir flugbjörgunarsveitina kl 9 á sunnudagsmorgunn, nú um klukkan 20.30 á laugardagskvöldinu lá það ljóst fyrir að ekki yrði nein keppni af því að hefillinn hefði ekki mætt, og það tæki alla nóttina að gera brautina. Ég fékk sem betur fer endurgreitt húsið sem við höfðum fengið, en heildarmálið er það að ég hefði ekkert farið á Hellu in the first place ef ég hefði vitað að það yrði ekki sandur!
Mín persónulega skoðun er sú að það hafi aldrei átt að halda þessa keppni af þeirra hálfu, allavega hefði ég getað reddað hefli ef það er málið!
Djö..... hvað ég er súr yfir þessu!
PS. Allt sem KK átti að gera og koma með var til taks svo að ekki er við klúbbinn að sakast, enda enginn að því :wink:

57
Almennt Spjall / Torfæra og sandur á Hellu!
« on: July 14, 2006, 22:39:49 »
Ok ég er komin með gistingu hjá Árhúsum á Hellu, þar er frábær aðstaða fyrir alla sem vilja gista, veit ekki með framboðið af húsunum en þeir eru með flott tjalstæði og agalega fínt eitthvað fyrir hjólhýsi og húsbíla.
Vildi bara segja ykkur frá þessu  :D
www.arhus.is

58
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Sandspyrna á Hellu
« on: July 14, 2006, 21:57:34 »
Ég veit ekki betur en að sandurinn byrji klukkan 2, é verð mætt 9 í uppsetninguna :wink:

59
Almennt Spjall / Félagsmenn og aðrir velunnarar!
« on: July 13, 2006, 00:36:17 »
Sælir allir félagsmenn og konur, nú vantar okkur menn og konur til að hjálpa okkur að reisa pallinn við húsið okkar uppá braut, búið er að grafa fyrir undirstöðunum og hefst byggingarvinnan í næstu viku, ekki verður greitt fyrir vinnuna en það verður boðið uppá eitthvað svalandi og eitthvað til að gogga í. Þeir sem geta hjálpað til við að gera gott fyrir klúbbinn okkar eru beðnir um að senda mér e-mail á saramb@simnet.is
og láta mig vita hvaða kvöld í næstu viku henta best fyrir þá. Ég mun auglýsa þetta nánar er nær dregur. Það vantar líka fólk í þrif á húsinu að innanverðu!

60
Bílarnir og Græjurnar / Dragsterar?
« on: July 12, 2006, 16:12:36 »
Quote from: "Mannsi"
já vita það ekki allir?? :?



Greinilega ekki :!:

Pages: 1 2 [3] 4 5 ... 9