Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: eva racing on February 13, 2012, 16:51:46

Title: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 13, 2012, 16:51:46
Hæ.
  nú er bleik brugðið...  mig vantar 5/8" koparrör úr beinu (ekki afglóðað) og það virðist bara ekki vera til í okkar ágæta bæ..
 stórt er spurt. veit einhver um svona pípu ?? vantar þetta tilfinnanlega í minn kappakstursmótor...
ég veit að það er til 16mm álrör en ég er með 5/8 rýmara og 16 er aðeins of breitt/þykkt stórt.... mig vantar bara einn meter.. ef einhver á svona
 aflögu væri það vel þegið...
annars verð ég að fara í 16 mm og pólera utanaf því ,1 mm. 
Kv Valur Vífilss hinn pípulausi
820-9017 símtal eða SMS
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: baldur on February 13, 2012, 17:18:10
Eiga Vörukaup þetta ekki til?
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 13, 2012, 17:27:13
Hæ.
Neibb, búin að liggja í símanum Vörukaup, efnissala Guðjóns, Efnissalan, Ísleifur, tengi.spjalla við hina og þessa fittingsfræðinga (ekki Tedda tommustokk þó..Hmmmm)......
kommon ég væri nú ekki að kvarta yfir þessu ef þetta væri til í Bónus.......
kv Valur Vífilss. með pipedreams...
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: baldur on February 13, 2012, 18:01:48
Hvað með að splæsa í 16mm rýmara eða nota afglóðað 5/8?
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: ÁmK Racing on February 13, 2012, 20:46:15
Ath í skipasmíðastöð Njarðvíkur það er ótrúlega mikið til af dóti þar.
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Harry þór on February 13, 2012, 22:08:01
Vökvakerfi - Gísli 5884600

kv harry þór
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 14, 2012, 08:28:47
Hvað með að splæsa í 16mm rýmara eða nota afglóðað 5/8?

   Hæ.
16mm rýmarar í þessari lengd liggja nú ekki einsog hráviði.. Og afglóðað rör, er úr rúllu sem a. er ekki mjög hringlótt (stendur ekki vel mál)og b. svo er það afglóðað (og þar af leiðandi mjúkt) og að pressa það eftir mótornum endilöngum er ekki auðvelt. (vilja leggjast saman... pein að ná þeim út aftur... bín ðer. don ðatt, hef ðatt tísjört   :???:)
Takk Harry. Vökvakerfi var ekki á listanum.. Og þó ég eigi nú ekki marga vini á ég þó nokkra kunningja og einn hélt að hann gæti lumað á svona bút, úr gömlu varnarliðskumli... ekki verra ef þetta er militery spech pípa... örugglega auka míla þar....

Kveðja
Valur Vífilss. fittingsáhugamaður....
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: firebird400 on February 14, 2012, 10:03:15
Vökvatengi hugsanlega

Sími 4214980
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Kiddi on February 14, 2012, 11:30:01
Kopar í bensínlagnir... er það ekki eitthvað sem var bara gert á síðustu öld :?:
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: baldur on February 14, 2012, 11:50:21
Pressað eftir mótornum endilöngum hljómar ekki eins og bensínlögn, meira eins og kælivatns eða smurolíu lögn. Hvað er Valurinn að gera?
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Dodge on February 14, 2012, 12:27:46
Landvélar?
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: 1965 Chevy II on February 14, 2012, 12:48:31
Þetta hefur ekkert með mótorinn að gera, kallhelv.. er að smíða bruggræjur.
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 14, 2012, 13:22:43
Kopar í bensínlagnir... er það ekki eitthvað sem var bara gert á síðustu öld :?:
 
Hæ.
Sko í fyrsta lagi er ég frá miðri síðustu öld.(börnin mín halda að ég hafi verið í skóla með Gunnari á Hlíðarenda)..  og síðasta öld er nú bara rétt liðin.....
Hmmm kopar í bensínrör.. sennilega ekkert verra en "thinwall" álið sem MOROSO og AN sjoppurnar selja manni sem bensínpípur..

Nú er ég búin að fara yfir nokkra kælivelakalla og vökvakerfi og tengi Blikksmiðjuna Gretti (vatnskassatáningar) og er að verða uppiskroppa með fórnarlömb...

það sem ég er að gera er bora út olíugongin framhjá undirliftunum og set svo slíf i (þessir gömlu mótorar eru margir með svo "stutt" undirliftugöt að rúlluliftur eru vísar með að opna niður olíuna og fella þannig olíuþrýstinginn af legunum (voða gott að hafa olíuþrýsting á legum skilst mér)
þannig að bora (með rúmara) og reka svo rörið í nota svo "peening" tool til að leggja rörið saman við lifturnar og bora svo aftur uppí rörið frá höfuðlegubökkunum.    Ekki var það nú flókið...

En enn vantar mig rör.
getur verið að einn suðurnesjamaður viti um svona.????
eru engir suðurnesjapíparar á þessu spjalli. ????

Kær kveðja..
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 14, 2012, 13:24:08
Þetta hefur ekkert með mótorinn að gera, kallhelv.. er að smíða bruggræjur.
he he..
góður.
meiri kveðja
Valur Vífilss... nokku edrú..
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Einar Birgisson on February 14, 2012, 13:33:05
Voru ekki komnar spes rúllulyftur sem adressa þetta small block mopar vandamál ? (lengra og síðara boddí)
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 14, 2012, 13:44:52
Voru ekki komnar spes rúllulyftur sem adressa þetta small block mopar vandamál ? (lengra og síðara boddí)
Hæ.
Jú mig minnir að það sé til eitthað svoleiðis.. en ég hef ekki opnað kappaksturbækling í nokkur ár (einsog þú, í afneitun)
Svo er ekki til neitt sem heitir MOPAR og VANDAMÁL í sömu línu....... meir he....
Bara að versla kertasett er nú að vagga budgetinu.... þannig að nýjar liftur eru ekki á dagskrá...
    þetta er einsog lífið sjálft.... engin vandamál, bara misvondar lausnir...
næsta fjárfesting (nei ekki NOKIA stígvél m/reimum) verður sennilega að tanka kvikindið

Kveðja Valur Vífilss. með JUDEN merki á naríunum....
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Sigtryggur on February 14, 2012, 15:57:47
Prufaðu að tala við Hafliða í Íshúsinu á Smiðjuvegi  :idea:
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Kiddi on February 14, 2012, 17:14:33
Solid öxull og rennibekkur  :roll:
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Kiddi on February 14, 2012, 17:21:37
Er ekki verið að fixa þetta í þessari grein á annan og einfaldari máta :?: Eða er ég eitthvað að misskilja :neutral:

http://www.moparmusclemagazine.com/techarticles/engine/mopp_0201_building_beefy_blocks/geardrive.html (http://www.moparmusclemagazine.com/techarticles/engine/mopp_0201_building_beefy_blocks/geardrive.html)
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 14, 2012, 18:35:44
Er ekki verið að fixa þetta í þessari grein á annan og einfaldari máta :?: Eða er ég eitthvað að misskilja :neutral:

http://www.moparmusclemagazine.com/techarticles/engine/mopp_0201_building_beefy_blocks/geardrive.html (http://www.moparmusclemagazine.com/techarticles/engine/mopp_0201_building_beefy_blocks/geardrive.html)
Hæ.
Jú sko þeir eru með "galdralifturnar" hans Einars Birgis. (kaupa er mjög vont orð.) sem eru síðari og þurfa þessvegna ekki "píputrykkið" en ég er með gamlar liftur í stuttu pilsi (stutt pils voru í tisku).  En þetta með ballansrörið á milli "banka" er svona öryggisventill til að allar höfuðlegur "sjái" sama þrýsting..

Sennilega er ég að fá rörbúta frá suðurnesjum og get þá haldið áfram að kubba saman þessu "kumli" mínu.

Er búin að láta "þétta" converterinn (Takk Palli) og er kominn með aðeins betri stimpla en original. Ætla að koma þessu í gang og helst fá mynd af honum /(dragganum) með Hafliða og eða Stjána í sandinum. Verð sennilega að taka myndina á startinu svo maður sé við hliðina en ekki langt á eftir þessum táningum..  (þetta er nú draumurinn svona einsog sumir vilja eiga mynd af sér með forsetanum eða Lindu P.)

Kveðja
Valur Vífilss. sí pípandi...

 
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 16, 2012, 11:02:42
Hæ.
Tánigarnir segja "ég á vini" þegar þeir fá SMS. (yfirleitt vegna þess að þeir skulda eitthvað,eða áttu að gera eitthvað)
En ég fékk þessar líka fínu pípur með militeri spech og "Made in USA" stimpil (já, mér líður strax betur).
þannig að ef einhver annar var að leita. þá er búið að leysa þetta.
   Ég hef svosem oft sannað inná klósetti hvað þarf lítið til að gleðja mig....
En nú er ég kátur....enda var þetta tvisvar sinnum meter....

Kær Kveðja til allra þáttakenda.

Valur Vífilss alsæll... 
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: 1965 Chevy II on February 16, 2012, 11:29:53
Stórglæsilegt, ég hringi í þig annað kvöld....hvað kostar annars líterinn ?
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 16, 2012, 13:46:48
Stórglæsilegt, ég hringi í þig annað kvöld....hvað kostar annars líterinn ?
hæ.
   Jéttu hund........   
En hugmyndin er ekki slæm .... svona í kreppunni...
Ríkisstjórnin er alltaf að tala um sprotafyrirtæki og styðja við smáiðnað.... en hvort sem maður er að sjóða svona eða rækta nokkrar plöntur þá er aldrei nokkur stemming fyrir því....
kv
Valur Vífilss. er "bara" starfsmaður hjá öðrum.....
 
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Rampant on February 19, 2012, 18:40:43
Hæ.
Tánigarnir segja "ég á vini" þegar þeir fá SMS. (yfirleitt vegna þess að þeir skulda eitthvað,eða áttu að gera eitthvað)
En ég fékk þessar líka fínu pípur með militeri spech og "Made in USA" stimpil (já, mér líður strax betur).
þannig að ef einhver annar var að leita. þá er búið að leysa þetta.
   Ég hef svosem oft sannað inná klósetti hvað þarf lítið til að gleðja mig....
En nú er ég kátur....enda var þetta tvisvar sinnum meter....

Kær Kveðja til allra þáttakenda.

Valur Vífilss alsæll... 

Gott að þetta bjargaðist í þetta sinn hjá þér Valur minn. Ef á þarf að halda, þá veistu að þú átt kunningja í USA sem gæti hjálpað til við að bjarga svona málum.
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: baldur on February 19, 2012, 19:41:35
Stórglæsilegt, ég hringi í þig annað kvöld....hvað kostar annars líterinn ?

:lol:
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: eva racing on February 20, 2012, 16:12:35
Hæ.
   Takk fyrir það Ægir minn.....
þið hinir.... "jer har et alkoholist problem"

  Ef ég væri að brugga þá væri það til þess að keyra á því.... Hmmmm ekki vitlaus hugmynd...
Kv.
Valur Vífilss.  brugga bara launráð......
Title: Re: 5/8 koparrör (eir)
Post by: Nonni on February 20, 2012, 17:26:51
Valur við eigum nóg af sprútti til að keyra á :)