Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 1966 Charger on August 09, 2008, 22:42:23

Title: Þriðja keppnin
Post by: 1966 Charger on August 09, 2008, 22:42:23
Vil byrja á að þakka starfsfólki keppninnar í dag fyrir að standa í ströngu og klára dæmið vel miðað við hversu fá þið voruð.  Þið eigið sannarlega hrós skilið!  Keppinautunum þakka ég fyrir mjög spennandi og skemmtilega keppni.

Ég reyndist sannspár (sjá neðan við brotastrikið).  Spennan í MC heldur áfram. Fáir en mjög jafnir keppendur.   Harry tók völdin í dag og ég og Smári vorum áhorfendur þegar hann lækkaði MC íslandsmetið úr 12.57 niður í 12.54 í sínum prívat túrum  :) og vann líka keppnina meðan við Smári héngum í 12.60-12.70.  Harry fór svo eina bunu á 12.40 (á true radial dekkjum ágætu slikkatrúboðar :wink:) en náði ekki að bakka það upp.  Brautin jafnspennandi að eiga við og í fyrri keppnum; skiptust á kaflar með rífandi góðu trakki með skautasvelli á milli þar sem allt ætlaði á hliðina á þessum tryllitækjum þannig að skyndilega blasti Álverið við í gegnum framrúðuna þar sem Vífilfell er vanalega.  Við erum ekki enþá búnir að finna út hvað ræður hvort bílarnir lenda í góðu eða slæmu trakki þannig á meðan segjum við að tilviljun ráði miklu um hvernig rönnin fara.

Læt öðrum eftir að skrifa um aðra flokka en get þó ekki stillt mig um að minnast á besta E.T sem FORD hefur náð frá upphafi Íslandsbyggðar courtesy of Kjarri Kjartanss.; tough old guy!

Góðar stundir

Err

PS:  Verið nú svo vænir að skella öllum tímum úr þessari og síðustu keppni inn á þessa vefsíðu vegna þess að keppendur hafa mikið gagn af að skoða þá til að spá í framhaldið.  Pittprentaraleysið er alveg agalegt og verður að lagast´og svo mega stigin auðvitað fara að birtast.



-----------------------

29. júlí:

Svona á meðan Valli reiknar stigin þá vil ég benda mönnum á hversu jöfn keppnin er í MC.  Í síðustu keppni voru þar þrír bílar sem runnu skeiðið á 12.70-13.00. Þótt Charger-inn sé efstur að stigum eftir tvær keppnir þá er þetta ekki búið fyrr en feita kellingin syngur (vonandi móðgast feministarnir sem lesa þetta).  Báðir sigrarnir unnust með holeshot (bíllinn með lakari tímann vann sem þýðir að úrslitin réðust á þessum 5 hundruðustu úr sekúntu sem lifir á milli síðasta hvíta ljóssins og þess græna).  Smári og Harry eru skæðir keppendur.  Harry fór t.d. 12.66 eftir að keppni lauk á sunnudaginn en sá tími var talsvert betri en bestu tímarnir í úrslitaspyrnunum. Harry þarf líklega að keppa einn til að ná góðum tímum    Harry varð fyrir því "óláni" að setja rándýrar CalTracks undir Cammann og allar heilasellurnar fara í að pæla í hvernig á að stilla þetta nýmeti.  Ég horfi á og geymi mínar uppi í hillu (sko Caltrackið ekki heilasellurnar). Við keppinautarnir vonum að það takist ekki fyrr en í vetur því ef hann finnur rétta stillipunktinn á þessu dóti eignast hann kannski metið.  Smári mætti í fyrsta skiptið (en ekki það síðasta) í sumar en mótvindur dagsins og bölvaðar gardínurnar sem hanga aftan á Mussanum hömluðu því að íslandsmetið féll.  Svo söknuðum við félagarnir Árnýjar vegna þess að það nennir enginn að horfa á þrjá ljóta kótelettukalla á sönnum radíölum spóla upp brautina.  Dáni lánaðu henni bílinn aftur!!

Góðar stundir

Ragnar
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kimii on August 09, 2008, 22:51:21
já þetta gekk fint í dag fyrir utan óhappið hjá Þórði. takk fyrir skemmtilegan dag og til hamingju með metin Harry og Gummi og restinn af metagaurunm :D

kveðja Jóakim Pálsson
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on August 10, 2008, 00:24:07
Ég vil byrja á því að þakka fyrir virkilega góða keppni og þá sérstaklega miðað við fjöldann á starfsólkinu.  =D>
Það hefðu mátt vera fleiri keppendur í GT það verða örugglega fleiri næst.

Ég er ánægður með daginn miðað hversu brösulega mér gekk á æfingunni í gær.
Náði að setja nýtt íslandsmet í tímatökum 11.375@123.29mph og staðfesti það í fyrra runninu í keppninni með 11.360
Betrum bætti svo íslandsmetið í seinna runninu niður í 11.26x tók staðfestingar tíma og bætti mig aftur niður í 11.223@127mph og fór svo eitt run í viðbót til að staðfesta þann tíma.
btw ég er ekki alveg pottþéttur á þessum 127mph hraða ... Valli kannski leiðréttir mig ef það er ekki rétt :)

Til hamingju allir með dollurnar og metin

kv
Gummi 303
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kristján Skjóldal on August 10, 2008, 00:26:52
vá til hamingju frábær timi en hvað gerðist hjá Þórði T :?:
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: 1965 Chevy II on August 10, 2008, 00:30:33
Það puðraðist olía út úr safnkútnum fyrir mótorolíuna,svipað og í síðustu ferð í síðustu keppni.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Harry þór on August 10, 2008, 02:50:11
Hæ og hó. Þetta sport væri ekki skemmtilegt ef ekki væru Skjóldalir O:)

Takk fyrir mig í dag.

Starfsfólk á heiður skilið  ](*,)

Manni hlýnar um hjartarætur þegar maður sér svona skápa eins KJARRA springa út.

mbk kveðju frá race street.

harry
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Sergio on August 10, 2008, 10:26:44
Takk fyrir mig  8-)
þetta var mjög skemtilegt keppni  =D>
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Big Fish on August 10, 2008, 11:09:41
Sælir tak fyrir mig þið stóðuð ikkur rosalega vel
 
Það var ekkert að gánga upp hjá mér draginn var ekki að taka annan gírin fór á útslátt bústið fór ivir 35 pund mikill þristíngur i vélini hringir gávueftir greið leið fyrir oil  erum búnir að rífa mótórin í spað þarf að skipta um hringi og legur alt og sumt , látum þetta ekki henda aftur sori gæs

kk þórður
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Eg!ll on August 10, 2008, 12:29:55
Takk fyrir mig, þetta var snilldar dagur og góð keppni  8-)

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingsie on August 10, 2008, 12:34:07
Takk kærlega fyrir mig, virkilega skemmtilegur dagur  8-) Starfsfolk á hrós skilið  =D>
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 10, 2008, 12:38:48
Ég vil byrja á því að þakka fyrir virkilega góða keppni og þá sérstaklega miðað við fjöldann á starfsólkinu.  =D>
Það hefðu mátt vera fleiri keppendur í GT það verða örugglega fleiri næst.

Ég er ánægður með daginn miðað hversu brösulega mér gekk á æfingunni í gær.
Náði að setja nýtt íslandsmet í tímatökum 11.375@123.29mph og staðfesti það í fyrra runninu í keppninni með 11.360
Betrum bætti svo íslandsmetið í seinna runninu niður í 11.26x tók staðfestingar tíma og bætti mig aftur niður í 11.223@127mph og fór svo eitt run í viðbót til að staðfesta þann tíma.
btw ég er ekki alveg pottþéttur á þessum 127mph hraða ... Valli kannski leiðréttir mig ef það er ekki rétt :)

Til hamingju allir með dollurnar og metin

kv
Gummi 303

Sæll Gummi.

Flottur tími til lukku. =D> Það virðist að þú sért búinn að hrista af þér alla ameríska bíla  [-X og að þeir þori ekki að mæta til að tapa fyrir EVO  #-o en það er ekki skömm að tapa fyrir þér þar sem þú ert með gríðarlega öfluga bíl. Ég vona að það mæti fleiri næst þar sem þetta ert verulega skemmtilegur flokkur. \:D/

Kv Ingó. :)

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: stigurh on August 10, 2008, 13:03:24
Takk fyrir mig. Frábær dagur. Frábært staff.

stigurh
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Harry þór on August 10, 2008, 15:55:27
Stoltur faðir.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Harry þór on August 10, 2008, 16:05:39
Hef svo sem ekkert verið frægur fyrir að halda með Ford,en annað er ekki hægt þegar maður sér þennan keyra.

mbk Harry
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on August 10, 2008, 16:59:35


Sæll Gummi.

Flottur tími til lukku. =D> Það virðist að þú sért búinn að hrista af þér alla ameríska bíla  [-X og að þeir þori ekki að mæta til að tapa fyrir EVO  #-o en það er ekki skömm að tapa fyrir þér þar sem þú ert með gríðarlega öfluga bíl. Ég vona að það mæti fleiri næst þar sem þetta ert verulega skemmtilegur flokkur. \:D/

Kv Ingó. :)




Hæ og takk fyrir.
Ég veit að Vettan hjá Bæring er biluð og Sigursteinn komst ekki en mar á von á að þeir mæti bara öflugri í keppni næst :)
Ég vona að Einar á Skyline mæti aftur, og það hljómar eins og að það verði kannski einn grænn Audi með í næstu keppni.
En já ég er sammála því að þetta er alveg rosalega skemmtilegur flokkur, mér reyndar finnst að það vanti svo flokk á milli GT og GF fyrir blásna bíla en það er seinna tíma mál :)

kv
Gummi 303
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 10, 2008, 17:03:48


Sæll Gummi.

Flottur tími til lukku. =D> Það virðist að þú sért búinn að hrista af þér alla ameríska bíla  [-X og að þeir þori ekki að mæta til að tapa fyrir EVO  #-o en það er ekki skömm að tapa fyrir þér þar sem þú ert með gríðarlega öfluga bíl. Ég vona að það mæti fleiri næst þar sem þetta ert verulega skemmtilegur flokkur. \:D/

Kv Ingó. :)


Er þá ekki gott að þessi vetta fari að koma upp á braut og vera með annars kem ég vonandi í næstu keppni og reyni að taka annað sætið aftur :lol:

Kv
Sigursteinn
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kiddi on August 10, 2008, 23:06:56
Takk fyrir okkur...... Við þurftum að fara heim með bilaðan bíl, en hann var svo lagaður samdægurs.. Kom í ljós að K&N sía var að hrella okkur. Komum með annan bíl næst  :twisted:
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Daníel Már on August 11, 2008, 10:00:41
Flottir tímar og til hamingju þeir með 1 sætin og íslandsmetin ;) bara svekk að hafa ekki getið verið með þetta sinn  #-o
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kiddi J on August 11, 2008, 11:12:27
Stoltur faðir.

Keppendur ársins !! Ekki spurning  =D>
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 11, 2008, 11:43:40


Sæll Gummi.

Flottur tími til lukku. =D> Það virðist að þú sért búinn að hrista af þér alla ameríska bíla  [-X og að þeir þori ekki að mæta til að tapa fyrir EVO  #-o en það er ekki skömm að tapa fyrir þér þar sem þú ert með gríðarlega öfluga bíl. Ég vona að það mæti fleiri næst þar sem þetta ert verulega skemmtilegur flokkur. \:D/

Kv Ingó. :)


Er þá ekki gott að þessi vetta fari að koma upp á braut og vera með annars kem ég vonandi í næstu keppni og reyni að taka annað sætið aftur :lol:

Kv
Sigursteinn


Það styttist að vettan komi. Það er smáveinlegur olíu leki sem þarf að lagfæra og verður vonandi í lagfært í þessari viku. Síðan er það stóra spurningin hvort vettan er lögleg í GT flokk og hvaða skoðun menn hafi á því.

Ingó.

 :)

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: SPRSNK on August 11, 2008, 11:45:20
Pittprentaraleysið er alveg agalegt og verður að lagast

Hvað er það mikið mál að laga það er prentarinn ónýtur? Hvað kostar nýr prentari?
Er þetta sérstakur prentari?

Ég get kannski hjálpað til með þetta ef þarna er um að ræða venjulegan laserprentara!


Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: baldur on August 11, 2008, 11:50:47
Þetta er nálaprentari sem tekur pappír á rúllu.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: SPRSNK on August 11, 2008, 12:22:22
Sendu mér nánari uppl. um prentarann
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: baldur on August 11, 2008, 12:51:39
Þetta er svona hefðbundinn OKI nótuprentari, parallel tengdur og með smá mixi til að halda pappírsrúllunni. Við hann tengist svo serial-parallel buffer sem er notaður til þess að prenta miðana í tvíriti. Ég veit ekki hvor parturinn er bilaður, prentarinn eða bufferinn, mér heyrist á þeim lýsingum sem ég hef fengið að það sé prentarinn, hann prentar en fæðir ekki pappírinn þannig að allt prentast bara í eina línu.
Það er til annar nálaprentari (Star að mig minnir) inni í klúbbhúsi sem mætti prófa og smíða rúlluhaldara á ef hann virkar. Ég veit bara ekkert hvort hann er yfirleitt í lagi, þegar ég útbjó þetta pittprentara dæmi þá leist mér betur á OKI prentarann heldur en hinn.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Valli Djöfull on August 11, 2008, 12:54:38
Prentarinn sjálfur held ég að sé í fína lagi..  nokkrir vírar búnir að fara í sundur og búið að lóða fram og til baka.. líklega það frekar
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: SPRSNK on August 11, 2008, 13:01:45
Þessir gömlu nálaprentarar eru að verða antik ..... og serialtengdur að auki. Hvað tæki er þetta sem að prentarinn tengist - ég hef aldrei séð þetta - er um að ræða tölvu eða er þetta sérhæfður búnaður?

Er ekki hægt að uppfæra í laserprentara? Ég get komið með tölvukarl í heimsókn og kannað hvort að það er hægt ef það er vilji fyrir því?

Og ef að það gengur þá skal ég glaður sponsa prentarann strax í dag!
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: baldur on August 11, 2008, 13:14:11
Tja, skilyrðin eru þessi:
parallel eða rs232 tenging, verður að funkera sem plaintext prentari án preformatter.
pappír á rúllum nema hann geti loadað miðum sem eru svona litlir.
Þessir 2 kostir að ofan útiloka flesta laserprentara.

Og ég persónulega myndi ekki vilja thermal prentara í þetta (svona eins og flestir kassakvittanaprentarar eru í dag) vegna þess að þeir miðar upplitast svo svakalega hratt, veit að sumir halda meira upp á tímamiða heldur en kassakvittanir úr bónus.

Með öðrum orðum, nálaprentarinn er langbestur í þetta verk þótt það meigi nota thermal prentara.
Þetta tengist við tímatökutölvu sem er bara með serial port þar sem hún dælir út miðum. Það liggur sirka 100 metra langur tveggja para skermaður kapall frá stjórnstöð og út í endann á pittinum þar sem prentarinn er.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: SPRSNK on August 11, 2008, 13:23:18
Getur vandinn legið í 100m löngum kaplinum?
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: baldur on August 11, 2008, 13:46:39
Það getur allt eins verið, ég er bara ekki á landinu til þess að finna út úr þessu prentara máli.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Valli Djöfull on August 11, 2008, 13:58:57
Það væri gaman að fá einhvern með mér upp á braut til að skoða það..
Eru þetta ekki bara 2 vírar sem skipta máli?

Mæla þá út, hvort þeir séu í lagi eða ekki?
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on August 11, 2008, 14:00:38
Bjallaðu í mig og við getum kíkt á þetta.
Er eitthvað vitað afhverju hraðinn byrtist ekki á hægri brautinni ?
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: baldur on August 11, 2008, 14:03:58
Já það eru bara notaðir 2 vírar í þessi prentarasamskipti, jörð og tx.

Og Gummi, það er greinilega eitthvað bilað interface borðið sem er í því skilti. Það var tæpt þegar við vorum að prófa þetta fyrst og svo virðist það hafa dottið algjörlega út.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Camaro SS on August 11, 2008, 20:57:36
Ingo held að þú verðir að fara og lækka rostann í 303 itchypussy gæanum sem á alltof stóra bínu og rétt marði mig síðast þegar ég kom sá og tapaði eða 2nd place sem er bara ok hvað mig varðar (sáttur) ...vona að þú farir með Gullu  8-[  og flengir þá sem eiga það skilið  \:D/
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 11, 2008, 21:14:52
Hann þorir ekki
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 11, 2008, 22:37:18
Hann þorir ekki

Það er rétt ég er skít hræddur ( um að fara beint í 10,XX og 130 og X mílur og verða rekinn af brautini með amerískum hraða) ](*,)

Ingó sem þorir alls ekki að tapa :oops:
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 11, 2008, 23:17:12
Þú þarft nú fyrst að ná þessum tíma :D til þess að vera rekinn í burtu af brautinni. Þú getur bara gert það sama og ég og slegið bara af eftir 3/4  :D En endilega láttu mig vita þegar þú mætir næst á brautina....Ég skal minnka hjólið á blásaranum í tilefni dagsins og rúlla með þér brautina á 130mílum :mrgreen:
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 12, 2008, 09:34:24
Þú þarft nú fyrst að ná þessum tíma :D til þess að vera rekinn í burtu af brautinni. Þú getur bara gert það sama og ég og slegið bara af eftir 3/4  :D En endilega láttu mig vita þegar þú mætir næst á brautina....Ég skal minnka hjólið á blásaranum í tilefni dagsins og rúlla með þér brautina á 130mílum :mrgreen:

Ef þú villt þá gætum við hist á krísuvíkur veginum í kvöld og tekið eina ferð 0-200 mílur. =D>

Kv Ingó. :)
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 12, 2008, 12:48:47
Komdu bara upp á braut.. ég er búinn að vera þar í nánast allt sumar.. ættir nú ekki að eiga í erfiðleikum með mig  :mrgreen: En ég er bara með 4.6L, örlítinn blásara og allt annað stock :mrgreen:.. ætli ég eigi einhvern séns.. það er spurning  \:D/
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 12, 2008, 13:36:36
Komdu bara upp á braut.. ég er búinn að vera þar í nánast allt sumar.. ættir nú ekki að eiga í erfiðleikum með mig  :mrgreen: En ég er bara með 4.6L, örlítinn blásara og allt annað stock :mrgreen:.. ætli ég eigi einhvern séns.. það er spurning  \:D/

Þú er búinn að standa þig vel 11,45  =D> ekki rétt en þú átt ekki glætu þó svo að þú setir minna hjól á blásarann. Þetta er svipaður tími og ég var að keira á gömlu rauðu Z06 með 425RWHP en sú gula er með 700+RWHP og 800+RWQT þetta er nýtt fyrir mér og það tekur smá tíma að læra á bílinn. Ég mæti þegar ég er búinn að finna út úr smávæginlegum olíu leka í kringum túrbínu kerfið. :???:

Ingó. :)
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on August 12, 2008, 13:50:01
Ingo held að þú verðir að fara og lækka rostann í 303 itchypussy gæanum sem á alltof stóra bínu og rétt marði mig síðast þegar ég kom sá og tapaði eða 2nd place sem er bara ok hvað mig varðar (sáttur) ...vona að þú farir með Gullu  8-[  og flengir þá sem eiga það skilið  \:D/

Bara gaman að svona commentum.
Er einhver rosti í mér ? held bara alls ekki.
Hljómar meira eins og þú sért með einhverja minni máttar kennd.

En já ég rétt marði þig þá .. eða hvernig var þetta ég á 11.6xx og þú á 11.8xx ? ... ég man þetta ekki alveg.
En eftir það þá er ég búinn að breyta bílnum smá sem sést kannski á tímanum.

En já það væri eitthvað skrítið ef að Ingó myndi ekki taka betri tíma en ég, þar sem að setupið mitt á mögulega að koma mér niður í 10.9xx c.a. á 98oct en ekki mikið neðar hugsa ég
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Saleen S351 on August 12, 2008, 15:02:31
Komdu bara upp á braut.. ég er búinn að vera þar í nánast allt sumar.. ættir nú ekki að eiga í erfiðleikum með mig  :mrgreen: En ég er bara með 4.6L, örlítinn blásara og allt annað stock :mrgreen:.. ætli ég eigi einhvern séns.. það er spurning  \:D/

Þú er búinn að standa þig vel 11,45  =D> ekki rétt en þú átt ekki glætu þó svo að þú setir minna hjól á blásarann. Þetta er svipaður tími og ég var að keira á gömlu rauðu Z06 með 425RWHP en sú gula er með 700+RWHP og 800+RWQT þetta er nýtt fyrir mér og það tekur smá tíma að læra á bílinn. Ég mæti þegar ég er búinn að finna út úr smávæginlegum olíu leka í kringum túrbínu kerfið. :???:

Ingó. :)
Það er gaman af þessu :D
Spurning hvort að þú komir þessu eitthvað af stað ?? Ertu með 2 step ?
Mustanginn er í 6-8 psi en blásarinn ræður við 30 psi.. Við höfum ekki getað keyrt hann á meira boosti því að reimin hefur spólað og við vorum að bíða eftir nýrri tölvu..  Þessi bíll hér er með eins blásara.. sömu fjöðrun. sömu skiptingu. sama tune fyrir 16 psi
(http://px2.sfstatic.com/handlers/GetSizedVideoThumb.ashx?id=164989&w=120) (http://videos.streetfire.net/video/2005-Whipple-Mustang-GT_164989.htm)2005 Whipple Mustang GT 10.67 @ 128mph (http://videos.streetfire.net/video/2005-Whipple-Mustang-GT_164989.htm)

Reyndu að finna út úr þessum leka og komdu og slökktu í þessum GT flokk.. ættir að fara létt með það :mrgreen:

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kiddi J on August 12, 2008, 15:16:42
Þið Ford menn vitið greinilega ekki hvern þið eruð að æsa upp..... :mrgreen: en gaman af því samt  =D>

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Saleen S351 on August 12, 2008, 15:30:03
Þið Ford menn vitið greinilega ekki hvern þið eruð að æsa upp..... :mrgreen: en gaman af því samt  =D>


:lol: já það verður eitthvað að gera til að fá þessu menn út úr bílskúrnum :)
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Daníel Már on August 12, 2008, 15:34:31
Ingo held að þú verðir að fara og lækka rostann í 303 itchypussy gæanum sem á alltof stóra bínu og rétt marði mig síðast þegar ég kom sá og tapaði eða 2nd place sem er bara ok hvað mig varðar (sáttur) ...vona að þú farir með Gullu  8-[  og flengir þá sem eiga það skilið  \:D/

 :lol: :lol:

hvað eru menn tapsárir?  :lol:
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Valli Djöfull on August 12, 2008, 15:40:42
En eitt... í GT má 1 power adder ekki satt?
Stroke flokkast undir power adder skilst mér og einnig turbo..
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 12, 2008, 16:00:35
Komdu bara upp á braut.. ég er búinn að vera þar í nánast allt sumar.. ættir nú ekki að eiga í erfiðleikum með mig  :mrgreen: En ég er bara með 4.6L, örlítinn blásara og allt annað stock :mrgreen:.. ætli ég eigi einhvern séns.. það er spurning  \:D/

Þú er búinn að standa þig vel 11,45  =D> ekki rétt en þú átt ekki glætu þó svo að þú setir minna hjól á blásarann. Þetta er svipaður tími og ég var að keira á gömlu rauðu Z06 með 425RWHP en sú gula er með 700+RWHP og 800+RWQT þetta er nýtt fyrir mér og það tekur smá tíma að læra á bílinn. Ég mæti þegar ég er búinn að finna út úr smávæginlegum olíu leka í kringum túrbínu kerfið. :???:

Ingó. :)
Það er gaman af þessu :D
Spurning hvort að þú komir þessu eitthvað af stað ?? Ertu með 2 step ?
Mustanginn er í 6-8 psi en blásarinn ræður við 30 psi.. Við höfum ekki getað keyrt hann á meira boosti því að reimin hefur spólað og við vorum að bíða eftir nýrri tölvu..  Þessi bíll hér er með eins blásara.. sömu fjöðrun. sömu skiptingu. sama tune fyrir 16 psi
(http://px2.sfstatic.com/handlers/GetSizedVideoThumb.ashx?id=164989&w=120) (http://videos.streetfire.net/video/2005-Whipple-Mustang-GT_164989.htm)2005 Whipple Mustang GT 10.67 @ 128mph (http://videos.streetfire.net/video/2005-Whipple-Mustang-GT_164989.htm)

Reyndu að finna út úr þessum leka og komdu og slökktu í þessum GT flokk.. ættir að fara létt með það :mrgreen:



Ég er með 3 stig sem er búið að forrita 7-8 psi ,12-14 psi og 15 psi en hef verið að nota stig 1 og 2. það er hægt að stilla kerfið þannig að það sé mismunandi blástur erti því í hvaða gír maður er. Mótorinn á að þola 20psi en þá þarf betra bensín og að skoða mappið. Ég á ET street þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af startinu.  8-)

Ingó. :)

p.s. er rétt að byrja að kynnast bílnum og þetta er hrikaleg græja og ég er nú ýmsu vanur.


Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Danni Málari on August 12, 2008, 16:05:15
Komdu bara upp á braut.. ég er búinn að vera þar í nánast allt sumar.. ættir nú ekki að eiga í erfiðleikum með mig  :mrgreen: En ég er bara með 4.6L, örlítinn blásara og allt annað stock :mrgreen:.. ætli ég eigi einhvern séns.. það er spurning  \:D/

Þú er búinn að standa þig vel 11,45  =D> ekki rétt en þú átt ekki glætu þó svo að þú setir minna hjól á blásarann. Þetta er svipaður tími og ég var að keira á gömlu rauðu Z06 með 425RWHP en sú gula er með 700+RWHP og 800+RWQT þetta er nýtt fyrir mér og það tekur smá tíma að læra á bílinn. Ég mæti þegar ég er búinn að finna út úr smávæginlegum olíu leka í kringum túrbínu kerfið. :???:

Ingó. :)

Bíðum allir spenntir!
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 12, 2008, 16:06:24
En eitt... í GT má 1 power adder ekki satt?
Stroke flokkast undir power adder skilst mér og einnig turbo..

Það er rétt hjá þér en það er til samskonar bílar meira að sega hér á landi með 427+ turbo en ég er með 402 +turbo og það væri í allastaði óeðlilegt ef hann mætti mæta og ég ekki. En þetta er spurning sem þarf að svara og eflaust að ræða.

Ingó :cry:
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Camaro SS on August 12, 2008, 17:49:57
Ingo held að þú verðir að fara og lækka rostann í 303 itchypussy gæanum sem á alltof stóra bínu og rétt marði mig síðast þegar ég kom sá og tapaði eða 2nd place sem er bara ok hvað mig varðar (sáttur) ...vona að þú farir með Gullu  8-[  og flengir þá sem eiga það skilið  \:D/

Bara gaman að svona commentum.
Er einhver rosti í mér ? held bara alls ekki.
Hljómar meira eins og þú sért með einhverja minni máttar kennd.

En já ég rétt marði þig þá .. eða hvernig var þetta ég á 11.6xx og þú á 11.8xx ? ... ég man þetta ekki alveg.
En eftir það þá er ég búinn að breyta bílnum smá sem sést kannski á tímanum.

En já það væri eitthvað skrítið ef að Ingó myndi ekki taka betri tíma en ég, þar sem að setupið mitt á mögulega að koma mér niður í 10.9xx c.a. á 98oct en ekki mikið neðar hugsa ég

Er ekki og verð ekki tapsár  :-" enn umræðan tókst allsvakalega á flug og það er bara gamann , hlakka til að sjá staðgengil minn hann Ingó á henni Gullu koma og sýna ykkur hvernig þetta er gert. En askodans Evoinn fer ótrúlega hratt ( sennilega fyrir allann peninginn) og lika gott hjá Mustang manninum með svona pínulítinn mótor .Gott hjá ykkur  =D> Segir okkur hinum að fara að gera eitthvað ..Allavegna að mæta kanski...
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Saleen S351 on August 12, 2008, 18:36:03
Já það er gaman af þessu og vonandi koma Ingó og Hafsteinn upp á braut.. alltaf gaman að spjalla við Hafstein.. toppmaður  :)
En Ingó hvernig er það með startið.. þarft þú ekki að byggja upp boostið með 2 step svo að hann stökkvi af stað ? hvernig ás er í bílnum ? er eitthvað traction í bílnum undir 80 á DR ET street ? Hlakka til að sjá þig upp á braut á honum þegar að tími gefst :)

hérna er svo einn glaðningur fyrir ykkur anti Ford kallana :)

http://www.youtube.com/watch?v=6n_EYDPZNwg&NR=1 (http://www.youtube.com/watch?v=6n_EYDPZNwg&NR=1)
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Belair on August 12, 2008, 19:14:26
 =D> 6.16 not bad  8-) bara eitt ,var þetta 1/8 eða 1/4   :D

her eitt sem eg hef vilja sá til enda
http://www.youtube.com/v/Dark1y6Q3zE&hl=en&fs=1
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on August 12, 2008, 19:22:28
Er ekki og verð ekki tapsár  :-" enn umræðan tókst allsvakalega á flug og það er bara gamann , hlakka til að sjá staðgengil minn hann Ingó á henni Gullu koma og sýna ykkur hvernig þetta er gert. En askodans Evoinn fer ótrúlega hratt ( sennilega fyrir allann peninginn) og lika gott hjá Mustang manninum með svona pínulítinn mótor .Gott hjá ykkur  =D> Segir okkur hinum að fara að gera eitthvað ..Allavegna að mæta kanski...

Jæja gott mál :)

Verst að ég kemst líklega ekki í næstu keppni .. allavega ef hún verður um helgina, en það er alltaf næst

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kiddi J on August 12, 2008, 21:51:17
En eitt... í GT má 1 power adder ekki satt?
Stroke flokkast undir power adder skilst mér og einnig turbo..

Mér þætti nú hálf fáránlegt að kalla stroke/bor power adder..... Ekki er það gert í MC/SE... þar hafa fæstir verið með standard stroke/bor, og þar eru allir power adderar bannaðir.

Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Camaro SS on August 12, 2008, 22:05:30
Hmmmmmm ja man náhvæmlega ég væri til í að geta komið með smá Nos 150-200 Hö skot myndu skipta mig miklu máli og sennilega hina ennþá meira máli............. \:D/ Eða hvað ???
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kiddi J on August 12, 2008, 22:10:23
Vél
Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro) Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju. Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.

Blokk:
Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)

Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka. Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er. Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.

Hedd:
Frjálst val er á heddum. Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra. Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf….. Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.

Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.

Kambás:
Frjálst val er á kambásum.

Undirlyftur:
Frjálst val.

Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..

Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum.

Stimplar:
Frjálst val er á stimplum.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Kiddi J on August 12, 2008, 22:12:35
Var einhver á lyfjum eða mjög mikið að flýta sér þegar hann/hún samdi þessar reglur....verð nú að segja að mikið af þessu orki tvímælis.
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 12, 2008, 22:14:12
Hmmmmmm ja man náhvæmlega ég væri til í að geta komið með smá Nos 150-200 Hö skot myndu skipta mig miklu máli og sennilega hina ennþá meira máli............. \:D/ Eða hvað ???

Ég á NOS kerfi úr gömlu Vettuni handa þér\:D/
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 12, 2008, 22:35:23
Ég verð væntanlega að fá mér einn svona til þess að hafa þig og gera það sama og þessi:D sem er með stock shortblock 8-)
(http://www.dragtimes.com/images/15152-2007-Ford-Mustang-Shelby-GT500.jpg)
http://www.youtube.com/watch?v=v9HQVI8VEJc
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Ingó on August 12, 2008, 22:55:48
Ég verð væntanlega að fá mér einn svona til þess að hafa þig og gera það sama :D
(http://www.dragtimes.com/images/15152-2007-Ford-Mustang-Shelby-GT500.jpg)
http://www.youtube.com/watch?v=v9HQVI8VEJc

Þú yrðir allavega flottur á þessum ekki að þinn sé ekki flottur. =D>
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 12, 2008, 22:59:30
Ég verð væntanlega að fá mér einn svona til þess að hafa þig og gera það sama :D
(http://www.dragtimes.com/images/15152-2007-Ford-Mustang-Shelby-GT500.jpg)
http://www.youtube.com/watch?v=v9HQVI8VEJc

Þú yrðir allavega flottur á þessum ekki að þinn sé ekki flottur. =D>
Takk fyrir það verð að segja það sama um þinn sem er ekkert smá flottur(spes á litinn en samt að gera sig) en hingað til hefur mér fundist nú Corvette vera ljótir bílar
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: bæzi on August 22, 2008, 21:17:47
hvaða tippamælingar keppni er í gangi.....

gaman  að þessu....

kv bæzi
GT12 (loser)
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Lincoln ls on August 24, 2008, 23:14:51
hvaða tippamælingar keppni er í gangi.....

gaman  að þessu....

kv bæzi
GT12 (loser)
:-k
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: 3000gtvr4 on August 24, 2008, 23:44:16
Verðið þið tveir ekki með næst í gt flokk???
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: bæzi on August 26, 2008, 08:01:10
Verðið þið tveir ekki með næst í gt flokk???

Ekki ég , ég er búinn að drulla upp á bak, fékk gölluð NÝ!! hedd í fínu vettuna nú í sumar (brotnaði ventill), það er búið að rífa mótorinn úr og búið að senda heddin út í skoðun, þannig ég veit ekki hvað verður úr mér þetta sumarið..... :-#

Þannig að ég er loser.....

kv bæzinn
Title: Re: Þriðja keppnin
Post by: Heddportun on August 26, 2008, 13:57:57
Frá hverjum fékkstu þessi hedd?