Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: ÁmK Racing on November 27, 2008, 20:03:31

Title: Næsta Sumar
Post by: ÁmK Racing on November 27, 2008, 20:03:31
Hæ er bara að forvitnast hvort menn séu farnir að hugsa eitthvað út í næsta sumar s.s.keppnisform 1/8eða 1/4 og hvort gerðar verði einhverjar breyttingar á flokkum.Veit vel af reglunefndinni en hvort að menn séu eitthvað farnir að spjalla saman um flokka og þá hvað.Í minni grúppu eru menn almennt samála um að á meðan brautinn okkur er eins og hún er( og þá er ég ekki að drulla yfir hana) og miðað við árferði hjá bæjarfélögum og í landinu öllu yrði gáfulegast að keyra allaflokka 1/8 næsta sumar.Endilega ræðum þetta svolítið á málefnanlegum nótum og komið með einhvað fjör þetta er búið að vera svolítið down hérna í vetur.Eigum við að ræða það eitthvað.Kv Árni Kjartans
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kristján Skjóldal on November 27, 2008, 20:08:27
mér finnst allavega ef OF á að keira 1/8 þá  á GF líka að gera það þar sem þeir eru að verða komnir á svipaða hraða ef ekki hraðar en sumir í OF :Dog svo á að nota tækifærið og keira 1/8 allt leifilegt og start á jöfnu ekkert vigtunar eða reglubull bara standast örygisskoðun  :idea:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on November 28, 2008, 12:23:34
Ég er reyndar ekki alveg að sjá afhverju það er gáfulegast að keyra alla flokka á 1/8 mílu.

Einhver rök sem þú hefur þar að baki ?
Það eru alls ekki allir bílar sem eru að missa grip úti á miðri braut t.d.
Einnig þá stórefast ég um að bremsukaflinn sé of lítill fyrir þónokkuð af flokkunum

Langar bara að heyra ykkar rök

Ég persónulega hef mikið meiri áhuga á að keyra 1/4 mílu.

Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kristján Skjóldal on November 28, 2008, 17:23:04
samála =D> og bara svo en einu sinni það sem er að þessari braut hefur ekkert gera með 1/8 eða 1/4 ef að bill fer í spól þá er það hvort eð er fyrir 1/8 ein og ég hef alltaf sagt bara keppa í báðu flokkum það er komin timi á það :!:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: ÁmK Racing on November 28, 2008, 20:58:46
Sæll Gummi það eru margar ástæður fyrir því að 1/8 er sniðugra eins og staða er í dag.Tökum dæmi öryggi.Það er ekkert grín strákar ef 1500kg bíll á 130+ mílum fer út af þarna beint út í kargan.Ég persónulega hef séð bíl sem fór þarna útaf og sem betur fer var hann með mjög vel smíðað veltibúr og fl.+Heilmingi minna bensín og miklu minna álag á draslið og það dugar tvöfallt lengur.Ég var út í Orlando um daginn á world street nats keppninni og þeir hreinlega skildu ekkert í okkur eskimóunum að vera að sperra okkur kvart.Flest sambönd úti eru buin að skifta eða ætla að skifta í 1/8 og meirihlutinn af keppendunum þarna kepptu í 1/8.Þó ekki í þessari keppni.Svo er þetta meiri slagur á línunni því það þíðir ekkert að hugsa að þú sért með yfirburða power ef þú sefur yfir þig þá er það búið.Mig persónulega finnst gaman að keppa í kvart en ég hef eingan áhuga á að fara útaf þarna á 180 mph.Kv Árni
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: 429Cobra on November 29, 2008, 00:30:31
Sælir félagar. :)

Sæll Árni.

Ég veit að þú ert mikill fylgismaður þess að spyrnukeppnum verði breytt i áttung (1/8) frá því sem það er núna, og ég er sammála að hugsanlega þarf að gera það í OF/flokki þar sem hraðinn er orðinn gríðarlegur fyrir þessa braut.

En hvar færð þú þessar hugmyndir um að allir í USA séu að breyta yfir í áttung?
Síðast þegar ég gáði (nú í sumar) þá voru hlutföllin hjá NHRA 126 brautir með 1/4 á móti 36 með 1/8.
Hjá NMRA/NMCA hef ég verið í sambandi undanfarin ár við Chris Vopat sem sér um "race pages" hjá þeim og almannatengsl og þegar ég talaði við hann fyrir um viku síðan þá stóð ekki til að breyta neinu varðandi keppnisfyrirkomulag.!

Málið er að í sumum ríkjum Bandaríkjana svo sem "Maryland, Virginia, West Virgina" og fleiri ríkjum á þeim slóðum er einfaldlega ódýrara að tryggja áttung enn kvatmílu.
Lang flestar þeirra brauta sem verið er að keppa á í áttungi geta auðveldlega boðið upp á fulla vegalengd, og gera það á formlegum keppnum NHRA/IHRA.

Ég hef kannað óhappa/slysatíðni í spyrnuakstri, og eru þar hlutfallslega fleiri óhöpp/slys sem að eiga sér stað fyrir 200metra markið en það 400metra.
Hinns vegar eru slysin oft mun alvarlegri sem verða við 400metrana þar sem að hraði er mun meiri þar.
Banaslysið sem var í sumar þegar Scott Kalitta lét lífið á "Top Fuel Funny car" varð til þess að vegalegdin í "TF og Funny Car" var stytt í 1000fet (300m) tímabundið meðan verið er að rannsaka það slys en stefnan var að færa það sem fyrst í fulla vegalengd aftur.

Varðandi það óhapp sem að varð hér heima í sumar, þá hefði farið nákvæmlega eins þó að við hefðum verið að keppa í áttung þar sem ökumaður var búinn að missa bílinn fyrir 200 metrana. (það er far eftir bílinn í púða fyrir endurskinsmerki á miðri brautinni sem að ræsir hraðamælingu fyrir áttunginn) !

Er ekki frekar spurning að fá kennara og kenna ökumönnum réttu handtökin við að spyrna þessum græjum sem að eru komnar á yfir 130mílna hraða?
Erlendis eru menn að fara á uppryfjunarnámskeið stundum árlega!
Af hverju ættu ökumenn hér heima þá ekki að fara á námskeið til að læra?
Er einhver minkunn í því.

En hvað vaðar kvart og áttung þá verður aldrei samstaða um hvort á að keyra og það að benda á þetta sem öryggissjónarmið, þá er mitt álit að eins og þetta er núna hjá okkur þá er breytingin í áttung eins og að setja plástur á opið beinbrot.
Það er ekki nóg að stoppa blæðinguna, það verður að gera við brotið. :!: :idea:

Það þarf fyrst og fremst að huga að undirbúningi brautar og fá þau efni og tæki sem til þarf fyrir þann undirbúning.
Við getum rakið um 70% slysa í spyrnu til fyrstu 100-200metrana þar sem að mest aflið fer niður og mesta hröðunin er (ekki að tala um TF eða TA).
Vel undirbúin braut myndi ég segja að væri það fyrsta til að tryggja öryggi, og á ég þá líka við umhverfið vegrið og slíkt.
En hvað varðar ökutækin þá er það sérstaklega yfirborð brautarinnar og grip hennar sem að skiptir máli, bæði hvað varðar öryggi og árangur.

Kvartmíla eða áttungur skiptir ekki máli ef að yfirborð brautar býður ekki upp á það grip og öryggi sem það á að gera.
Þó að brautin hér sé orðin léleg hvað yfirborð varðar, þá er hægt að bæta það mikið með réttum efnum, réttum tækjum, réttum vinnubrögðu og mikilli vinnu.

Skoðum það vel og ræðum það málefnalega, áður en hið árlega rifrildi um kvarmílu og áttung byrja.

Kv.
Hálfdán. :roll:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kiddi on November 29, 2008, 01:56:02
x2
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Heddportun on November 29, 2008, 08:16:26
Hvað er því til fyrirstöðu til að trackbire verði borið á alla brautina?

Title: Re: Næsta Sumar
Post by: stigurh on November 29, 2008, 11:08:12
Keyra bara annað hvort 1/8 eða 1/4 í keppni.

 það er mín skoðun eftir síðasta sumar. Nóg er nú erfitt að halda úti keppnishaldi þó að það sé ekki verið að hræra í öðru og bjóða mistökum í leikinn.

Það er búið að gera svo mörg mistök í stjórnun keppnishalds þarna að það er hægt að gefa út bók um það, jafnvel mistök sem kosta menn íslandsmeistaratitilinn.

stigurh
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: firebird400 on November 29, 2008, 16:04:21
Hvað er því til fyrirstöðu til að trackbire verði borið á alla brautina?



Ekkert, svo framanlega sem þú mætir bara með budduna og splæsir.

Þetta sull er ekki gefins
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Ingó on November 29, 2008, 20:34:18
Ég mæli með 1/8. Rök brautin og umhverfið við brautina er ekki öruggt miðað við tímana og hraðan sem tækin eru komin á. Ein ferð á bíl til að vinna en ekki 2-3. Rök of mikið álag á sérsmiðuð tæki of langur tími sem fer í að klára keppni og sama kerfi og í USA. =D>

Ingó.

p.s. er að vinna í dragganum og mæti í vor ef þetta verður ofaná. \:D/
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kimii on November 29, 2008, 20:46:37
ég ætla nú ekki að tjá mig um OF þar sem ég er ekki þáttakandi þar en mér finnst nú allt í lagi að keyra 2-3 ferðir í flokkum sem bílarnir geta keyrt þær í beit.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on November 29, 2008, 21:58:57
sælir félagar.jæja þá er hasarinn hafin og alveg á tíma það liggur við að það sé hægt að stilla klukkuna eftir ykkur.ég veit ekki hvort mér sé óhætt að skrifa hér inn ,þetta er alltaf spurning um hvort sumir fari af hjörunum nefnum engin nöfn.en ég er með hugmynd fyrir þessa frjóu,en 300 metra það er verið að keyra með því fyrirkomulagi í toppflokkunum allstaðar í heiminum er það ekki málið.þá er hægt að sætta alla aðeins minni hraði meiri stoppkafli og ekkert vesen.er þetta ekki málið endilega skoðið þetta þið reynslu miklu kappakstursmenn.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Stebbik on November 29, 2008, 22:05:17
Samála Árna og Íngó ég er að reyna að græja draggann minn fyrir 1/8  :twisted: ég vil halda dótinu mínu á lífi í 2-3 ár það mínkar líkurnar á að skemma  ef það er keppt i  1/8 og ég held að menn séu ekkert að fara að fjárfesta í leikfangadóti frá USA á þessum tímum

Stefán
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kiddi on November 30, 2008, 16:24:08
Verður þetta þá nýja útsýnið fyrir þá sem keppa í kvartmílu :?:

(http://www.peacepedalers.org/images/sandstorm1.JPG)
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Geir-H on November 30, 2008, 16:31:19
Þetta er einmitt það sem þarf að skoða vel, en það væri geggjað að hafa sandspyrnubraut þarna, en hún þarf að vera vel staðsett svo að þetta gerist ekki
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on November 30, 2008, 17:10:36
sælir félagar.heyrðu KIDDI hættu þessum leiðindum menn skilja alveg þessa sneið.það er alveg makalaust hvað þú þarft alltaf að rakka allt og allar hugmyndir sem þú hefur ekki áhuga á niður.ég hef fylgst lengi með þínum skrifum og eru þau nánast alltaf á niðurrifs og neikvæðu nótunum.SANDSPYRNUBRAUT er eitthvað sem okkur hefur vantað lengi og oft hefur verið þörf en nú er nauðsýn.ég tek það fram að við höfum verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar og já nánast hunsa keppnishaldið hvað SANDSPYRNUNA varðar og hefur sú gagnrýni komið úr öllum áttum og er að mínu mati réttmæt.ég vil biðja menn að hafa þessa umræðu á jákvæðum nótum og annað ,ég vil einnig biðja menn að skoða þær hugmyndir sem ég minntist á í sambandi við keppnishaldið á brautinni okkar,það er að segja KVARTMÍLUNA.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kiddi on November 30, 2008, 17:33:27
sælir félagar.heyrðu KIDDI hættu þessum leiðindum menn skilja alveg þessa sneið.það er alveg makalaust hvað þú þarft alltaf að rakka allt og allar hugmyndir sem þú hefur ekki áhuga á niður.ég hef fylgst lengi með þínum skrifum og eru þau nánast alltaf á niðurrifs og neikvæðu nótunum.SANDSPYRNUBRAUT er eitthvað sem okkur hefur vantað lengi og oft hefur verið þörf en nú er nauðsýn.ég tek það fram að við höfum verið gagnrýndir fyrir að draga lappirnar og já nánast hunsa keppnishaldið hvað SANDSPYRNUNA varðar og hefur sú gagnrýni komið úr öllum áttum og er að mínu mati réttmæt.ég vil biðja menn að hafa þessa umræðu á jákvæðum nótum og annað ,ég vil einnig biðja menn að skoða þær hugmyndir sem ég minntist á í sambandi við keppnishaldið á brautinni okkar,það er að segja KVARTMÍLUNA.

Mér er frjálst að koma mínum skoðunum á framfæri og ég sé hreinlega engin leiðindi eða niðurrif í mínum skrifum hér að ofanverðu. Við skulum sýna hvor öðrum kurteisi og virðingu hérna á spjallborðinu, mér þykir það miður að meðlimir klúbbsins þurfi að minna stjórnarmenn á það.

Hinsvegar tel ég að klúbburinn ætti að leggja fjármuni sýna í endurbyggingu brautarinnar sem er þegar til staðar og það sem allra fyrst.

KR
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Elmar Þór on November 30, 2008, 17:41:12
Ef ráðist yrðir í sandspyrnubraut þyrfti að útbúa einhvers konar úðara sem myndu halda sandinum rökum og þar með hefta fok hans um helling.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on November 30, 2008, 17:42:21
sælir félagar.þú þarft ekkert að minna mig á þessi gildi þau eru í hávegum höfð á minum bæ KRISTINN.svo annað þetta með lagfæringar á brautinni það er allt í vinnslu en hvort menn verði ánægðir með þær aðferðir sem munu verða á takteinunum er önnur saga.kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kimii on November 30, 2008, 17:46:44
Ef ráðist yrðir í sandspyrnubraut þyrfti að útbúa einhvers konar úðara sem myndu halda sandinum rökum og þar með hefta fok hans um helling.

eða bara að draga segl yfir hana
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on November 30, 2008, 17:55:30
SÆLIR FÉLAGAR.strákar ég dreg þessa atburðarrás stórlega í efa.það er sandur þarna um allt allskonar sandur stórar hrúgur og námur viðsvegar um svæðið.svo er eitt við setjum bara brautina það lágt að það gerist ekki.mér finnst einhvernvegin eins og það sé verið að mála skrattann á þennan vegg margfræga.kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kimii on November 30, 2008, 17:59:27
enginn leiðindi ;) hjólum bara í þetta og sjáum bara hvað gerist
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: ÁmK Racing on November 30, 2008, 21:31:00
Ég veit vel að Nhra keppir í kvart.En þessir stráka eins og T.D Tim Lynch og fleiri keppa mest megnis í 1/8 svo er adrl vinsælasta race fyrirkomulagið þarna núna 40þús manns á eins dags race.Ég veit bara eitt að það má ekkert klikka á brautini okkar þá er maður í hrikalega vondum málum.En þetta er okkar aðstaða og menn eru og eru búnir að vera að gera allt til að hafa þetta sem best.Það er nú einu sinni svo að brautinn okkar er að eldast og er hún barn síns tíma og á eflaust eftir að verða mjög góð í framtíðinni en á meða þetta er allt í vinnslu þá er best fyrir alla að hún sé nýtt á sem öruggastan og sniðugastan hátt.Svona rétt til að við komum nú allir heilir heim.Þetta er bara mitt sjónarmið og finnst mér að menn meigi nú fara að opna augun.Ég tel að það sé að mörguleiti mjög gaman að keppa í 1/8 þó svo að kvart sé geggjað.Ég hef bara eingan áhuga á að sjá einhvern okkar kútveltast þarna út í sortan á 130+ mílum.Kv Árni Kjartans
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Elmar Þór on November 30, 2008, 22:03:51
enginn leiðindi ;) hjólum bara í þetta og sjáum bara hvað gerist

drífum í þessu hehehehhe, fá ýtu á svæðið svo ég geti byrjað að vinna  \:D/

Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on November 30, 2008, 22:57:38
sælir félagar.já þetta er rétti andinn enda ekki við öðru að búast frá alvöru mönnum sem hugsa hvað þeir geti gert fyrir klúbbinn sinn en ekki öfugt eins og svo margir.það eru nokkur atriði sem þarf að setja á full sving sem eru eftir farandi.gamla hliðið það þarf að grafa niður á festingarnar losa það og fara með það á sinn framtíðarstað það er að segja við nýja veginn og steipa það niður.síðan þarf að tala við þennan mann hjá SANDTAK sem er að mér skilst í einhverjum flugklúbb og vill fá lendingarleyfi og eitthvað fleira í þeim dúr á brautinni okkar og vill hann sandblása fyrir okkur turnana og zinkhúða og kannski mála í staðinn.svo er eitt ,við þyrftum að fara nokkrir upp eftir í björtu og finna góðan stað fyrir SANDSPYRNUBRAUT stikana út og athuga hvort öll leyfi og alles séu klár.þetta er svona það sem er brýnast í augnablykinu.hvað sjálfa KVARTMÍLUBRAUTINA varðar þá mun það verða gert félagsmönnum ljóst þegar það mál er alveg klárt og þá mun félagsmönnum gefast kostur að segja sitt álit á því.en eins og við vitum þá er enginn varasjóður og ekkert hægt að ná í peninga hvergi nokkurstaðar þannig að það er aldrei of varlega farið í þessu árferði og ekki tími fyrir eitthvað lottó.ég vil minna ykkur á það kæru félagar að við í stjórn erum bara 4 og allar svona ákvarðanatökur og afreiðsla er í okkar höndum,en öll hjálp og aðstoð er vel þegin.munið eitt klúbburinn verður ekki sterkari en það fólk sem í honum er.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Halldór H. on November 30, 2008, 23:01:53


Ég styð þetta með sandspyrnubraut, klárlega...

Það þyrfti nú varla úðara system á hana, það rignir hjá ykkur 300 daga á ári :D
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 30, 2008, 23:52:09


Ég styð þetta með sandspyrnubraut, klárlega...

Það þyrfti nú varla úðara system á hana, það rignir hjá ykkur 300 daga á ári :D
Mikið rétt og þá aðallega á laugardögum þegar það er skráð keppni.  :D
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: gstuning on December 01, 2008, 00:31:07
Menn sem eru að mæta á brautina eru að reyna slá met.
Þau met eru mæld í fjórðungsmílu ekki áttung.

Frekar uppfæra brautina til að henta 1/4 heldur enn að draga alla í 1/8.
Það er nú ekki eins og íslendingar séu að fara hvað hraðast.
Þessa braut má laga til að henta ALVÖRU kvartmílu.

1/4 eingöngu, annars stór efa ég að hægir bílar nenni að mæta,
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Einar K. Möller on December 01, 2008, 00:40:57
Mér persónulega er alveg sama hvort er 1/8 eða 1/4, málið er að geta keyrt.

Hvað varðar sandspyrnubraut, þá finnst þér þetta snilldardæmi, hvar sem í ands.... hún verður sett niður. Fer þó ekki af þeirri skoðun að það eigi að leggja ALLT í að afgreiða kvartmílubrautina sjálfa fyrst og fremst, hitt finnst mér mega gerast þegar því er lokið.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on December 01, 2008, 00:46:52
sælir félagar.en 300 metra er það ekki alveg briljant það er í gangi allstaðar úti það er að segja í topp flokkunum.þá er hægt að sætta alla .það hefur engin tjáð sig um það´.kv A H
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kimii on December 01, 2008, 01:57:35
Menn sem eru að mæta á brautina eru að reyna slá met.
Þau met eru mæld í fjórðungsmílu ekki áttung.

Frekar uppfæra brautina til að henta 1/4 heldur enn að draga alla í 1/8.
Það er nú ekki eins og íslendingar séu að fara hvað hraðast.
Þessa braut má laga til að henta ALVÖRU kvartmílu.

1/4 eingöngu, annars stór efa ég að hægir bílar nenni að mæta,

þetta er allveg útí hött.

síðast þegar ég vissi þá mæta menn uppá kvartmílubraut til þess að spyrna við fólk og vinna það í spyrnuni, æfa sig og bæta sinn persónulega tíma og bara að hafa gaman. Ég held nú að fólk mæti nú ekki bara með því hugarfari að það ætli að setja met og ekkert annað en jú kannski sumir en alls ekki allir og allveg öruglega ekki meirihlutinn. Og hvað með það ef að þeir þurfa að keppa í 1/8? geta þeir ekki bara sett met í því þá? er ekki betra að sleppa því að bæta eitthvað met og fara bara aðeins styttri vegalengd og fara heill heim því að eins og brautinn er í dag þá býður hún ekki upp á 1/4 mílu fyrir stærstu bílana, þá OF og GF.

Ég seigi að keyra OF og GF í 1/8 spurning hvort SE eigi líka að vera keyrður þannig ? allt fyrir neðan það þar sem menn eru að keyra á töluvert kraftminni bílum ( nema þá kannski Gummi í GT ) má allveg halda áfram að keyra i 1/4 þar sem aðstæður bjóða uppá þann möguleika enþá.

just my 2 cents

Jóakim Pálsson
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Hera on December 01, 2008, 08:35:20
jaja 1/8 eða 1/4 er ekki búin að mynda mér skoðun á því þannig að ég sleppi því að tjá mig um það.

En inni í umræðuna er komin sandspyrnubraut og mig langar að tjá mig aðeins um það mál og vil byrja á að segja að ég er hlynt hugmyndinni.
En ég er sammála þeim sem sagði hér í þræðinum að það þarf að forgangsraða rétt.
Fólk er að ræða um að brautin sé slöpp, ekki lengur örugg ofl í þeim dúr.. er það þá ekki forgangsverkefni að lagfæra hana til þess að öryggi sé í lagi :?:

Annað varðandi sandspyrnubraut, ég hef ekki keppt í sandi en comon sence segir mér nú að dýftin þurfi að vera allnokkur, og það gera ansimarga rúmmetra af sandi, viti þið hvað sandur kostar :!: :!: :!:
Fyrir utan að það var nú ekki svo auðvellt að fá menn á vinnuvélarnar síðasta sumar til að ´slétta í kringum brautina (efast um að það breitist á einni nóttu)

Nú svo erum við með svæði sem á að byggja kappakstursbraut á, og sú hugmynd að hendast bara í þetta verkefni og redda þessu er alveg fráleit að mínu mati. Fyrsta skref er að hann svæðið og vita hvar hlutirnir eiga að vera. Það væri frekar sorglegt að vera búin að eyða x mörgum millum í sandbraut og þurfa svo að flytja hana vegna þess að hún er ekki á réttum stað :roll:

Einn hlutur en sem virðist alveg vera týndur í hugum manna er leyfi fyrir brautinnni og staðsetningu hennar auk þess sem AÍH og KK fengu þessu svæði úthlutað saman.
Hefur þetta verið rætt við AÍH eða hafnafjarðarbæ :?: :?:

og einn hlutur en það er blessaða vinafélag okkar hraunavinir sem sáu til þess að ákveðin svæði þarna eru friðlýst sem segir að við getum ekki alveg hent þessari braut niður hvar sem er.

vinsamlegast ekki túlka póstinn minn í niðurrifsstarfsemispóstinn þó svo að ég telji að það þurfi að hugsa, skipuleggja og framkvæma svo, reyndin er að það kostar oft meiri tíma en minni peninga.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Hera on December 01, 2008, 08:39:32
En að öðru varðandi næsta sumar....

Á að setja á laggirnar keppnisnefnd :?:
og ef svo hvaða ábyrgðarhlutverk hefur hún er búið að skilgreina það :?:
Er fólk að spá í að bjóða sig fram í keppnisnefnd:?:

Er fólk að spá í breitingar á reglum flokkanna :?:
Er fólk að spá í að bjóða sig fram í stjórn eða nefndir:?:



Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 01, 2008, 11:57:35
Ég vil koma einu að í sambandi við sandspyrnubraut að þá er þetta ennþá bara hugmynd stjórnar og á alveg eftir að ræða út í þaula þar og mér finnst ekki rétti tíminn að koma með þessa hugmynd á almennt spjall fyrr en forvinnan er búinn og eitthvað haldbært sem stjórn getur sagt við félagsmenn.
Ég er líka sammála því að ákveðnir hlutir eru í forgang og þá þarf að koma í ákveðið ferli.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Ingó on December 01, 2008, 13:56:18
Það væri ágæt að hafa sér línk fyrir sandspyrnubraut :mrgreen: sem ég stið af sjálfsögðu.

Ingó. :???:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on December 01, 2008, 14:12:38
sælir félagar.þetta kemur allt þarna fram það er spurning hvort fólk lesi það sem er skrifað.ég tek þetta sérstaklega fram en svona er þetta sumir sjá betur en aðrir.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Racer on December 01, 2008, 15:47:09
halda 1/4 mílunni.. ekki er sniðugt að keyra 1/8 í klúbb sem heitir Kvartmílu klúbburinn.  [-X
svo langar mér ekkert að keppa í 1/8 og það á við flesta hérna tel ég.. bannað að minnka þetta einnig í kreppunni þar sem nóg er að minnka matarstærðina og úrvalið af matnum og óþarfi að taka annað áhugamál af manni sem er aksturíþróttir.  [-o<

sand strax í dag svo KALLI komi kagganum í laaaaaag STRAX í dag...í dag...ég vona bara´ann komonum í lag í dag!!!!!  :mrgreen:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: 3000gtvr4 on December 01, 2008, 17:48:23
Er ég ekki að skilja þetta rétt að þá á bara að keyra OF 1/8 ekki alla hinn flokkana??????

Ef allir flokkar verða keyrðir 1/8 þá verður lítið um götubíla sem koma að keppa það er 100%

Alvega kem ég ekki til með að keppa í 1/8 á Civic turbo
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: 429Cobra on December 01, 2008, 19:18:44
Sælir félagar. :)

Mig langaði aðeins að leiðrétta það sem hefur komið fram hér að framan.

Þar er talað um að "allir" séu að fara að keppa í 1000feta/300metra spyrnu.

Þetta er ekki rétt. :!:

Málið er að NHRA eru þeir einu sem hafa tekið þá ákvörðun að keyra tvo aflmestu flokkana hjá sér það er "Top Fuel dragster" og Top Fuel Funny car" á 1000 fetum.
Þetta er aðeins til bráðabyrgða fyrir tímabilið 2009 á meðan keppnishaldara í USA skoða öryggi brauta og tækja með SFI og brautareigendum.

IHRA hafa ekki fengið sponsor ennþá fyrir sína "pro" flokka, og þar eru nokkra hugmyndir uppi um keppnisfyrirkomulag á tímabilinu.
1.  Að fara með alla flokka í 1000fet.
2.  Að keyra "Top Fuel dragsters og funnycar" á 1000fetum og aðra á fjórðungi.
3.  Að skipta keppnunum niður og keyra fjórðun, áttung og 1000 fet í sömu keppni.
4.  Að hafa þetta óbreytt og keyra alla flokka á kvartmílu.

Allir "Pro" flokkar hjá IHRA hafa verið keyrðir á fjórðungi, og ekkert hefur verið fastsett fyrir tímabilið 2009.

FIA hefur ekki gefið út neinar breytingar á keyrslu sinna móta í Evrópu.

ATH :!:  þeir flokkar ("top fuel") sem verið er að tala um að fara með í 1000fet/300metra eru með endahraða í yfir 500km á klst. :!: :!:

Þessar upplýsingar hef ég fengið í dag með því að skoða heimasíður og hringja nokkur símtöl.

Burtséð frá því hvort menn vilja keppa á fjórðungi, áttungi eða á einhverri annari vegalengd hér heima, þá verður að byrja á rót vandans og það er brautin sjálf ásamt hennar umhverfi.
Brautin sem slík er gott mannvirki sem er orðin gömul og þarf á endurnýjun að halda.
Þetta er spurning um öryggi keppenda og áhorfenda já og starfsfólks við keppni.

Hér er hlekkur á braut í Alberta í Canada skemmtileg braut sem er ekki nema um 170metrum lengri en okkar en tekur samt "top fuel".

http://www.castrolraceway.com/ (http://www.castrolraceway.com/)

Hvað varðar sandspyrnubraut, þá finnst mér að þeir sem að hafa áhuga á slíku ættu að hafa samband við Svavar Svavarsson fyrrum formann KK.
Hann stóð fyrir athugun á þessu verkefni á sínum formannsárum, og niðursstaðan þá var sú að þetta væri íllframkvæmanlegt og mjög kostnaðarsamt.

Annars væri best að tala við Svavar sjálfann um þetta. :!:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: 69Camaro on December 01, 2008, 22:22:03

Sæll og blessaður Hálfdán og félagar !

Ég er fullkomlega sammála hverju einast orði frá þér hér að ofan.

Kvartmílubrautin er að sjálfsögðu í forgangi í öllum framkvæmdum fyrir næstu sumar.

Sandspyrnubraut er framtíðarmúsík sem útheimtir c.a. 2-3000 rúmmetra af sandi sem er örugglega ekki ódýr í dag.  :-({|=

kv.
Ari Jóhannsson
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on December 02, 2008, 01:07:27
sælir félagar.það er spurning hvort sumir hafi lesið það sem ég skrifaði samkvæmt þessu þá virðist það ekki vera.ég tek það fram TOPP flokkarnir en svona er þetta það virðist ekki vera hægt að ræða þetta.þetta breytist ekki þótt árin færist yfir okkur.kv AUÐUNN HERLUFSEN.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kristján Skjóldal on December 02, 2008, 08:55:44
búa til sand nefnd sem sér um þessi mál  :idea:þetta er ekkert mál að framhvæma bara spunig um vilja og opinn huga =D> það eru mjög breittar aðstöður í dag brautinn td kominn í bygð rétt hjá alskonar vertökum  :idea:bara fara og reina semja og já ég veit að það er þessi blessaða kreppa en við bara blásum á það  :lol:um að gera að gera þetta það er hægt að vinna í báðum hlutum ekkert mál =D>
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 02, 2008, 10:40:29
Þetta er soldið meira en að segja það.
Það er ekki hægt að setja sandspyrnubraut hvar sem er á svæðinu.
Það á eftir að teikna upp allt svæðið. Teikningin sem er til núna var bara uppkast til að fá svæðið samþykkt.
Ekki förum við að setja upp braut sem þarf síðan að færa til seinna meir með tilheyrandi kostnaði.
KK ræður ekki yfir svæðinu einir heldur þurfum við að deila því með öðru akstursfélagi sem nefnist AÍH þó svo við séum búnir að vera þarna í yfir 30 ár.
Af þeim sökum þá gerir það allt skipulag erfiðara í meðferð en ætti annars að vera þar sem báðir aðilar þurfa að vera samstíga í þessu.
Kostnaður er líka mikill þó svo sumir hafa sagt að þetta kosti aldrei meira en eina milljón þá hlusta ég ekki á svoleiðis bull.
Svona sandspyrnubraut færi aldrei undir 7 - 10 milljónum með öllum kostnaði.
Eins og ég hef áður sagt þá líst mér mjög vel á þessa hugmynd en hún er ekki efst á forgangslista hjá mér persónulega en ég vona að hún verði að veruleika innan 5 ára en ég stjórna náttúrulega engu.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Harry þór on December 02, 2008, 20:58:15
Sæl öll. Jón Þór! AÍH hefur ekkert með þetta svæði að gera á meðan að þeir vilja ekki vera deild í KK. KK á þetta svæði og annað á ekki að sjást né heyrast ,hvergi.

mbk Harry
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Shafiroff on December 02, 2008, 21:14:37
sæll HARRY.góður mikið var að það kom eitthvað gott í umræðuna .kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Valli Djöfull on December 02, 2008, 21:39:48
Sælir drengir, Harrý og Auðunn.  Þó við viljum að það sé svoleiðis er það ekki svo gott.  Ég man ekki betur en að við höfum fengið þessu svæði úthlutað MEÐ AÍH.  Hvort sem við sættum okkur við það eða ekki..:(

Eða ég gat allavega ekki skilið það betur en svoleiðis.

Við fáum okkar braut (nema þeir vilji kaupa sig inní hana því við borguðum hana úr eigin vasa), þeir fá drullumall útí horni og rest eigum við "saman".  Er þetta ekki rétt skilið hjá mér? (er ekki að reyna að búa til vesen heldur blanda mér í umræðurnar bara :))

kv.
Valli
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 02, 2008, 22:26:18
Sæl öll. Jón Þór! AÍH hefur ekkert með þetta svæði að gera á meðan að þeir vilja ekki vera deild í KK. KK á þetta svæði og annað á ekki að sjást né heyrast ,hvergi.

mbk Harry
Þetta er rangt hjá þér. KK á ekki þetta svæði þó svo ég vildi óska að svo væri, allavega hefur enginn getað sýnt mér pappíra um það.
Einhvern veginn tókst AÍH að komast inn á svæði sem KK hefur talið sitt síðustu 30 ár og við verðum víst bara að kyngja því.
Spurning hvort við reynum ekki að koma sandspyrnubrautinni fyrir á fótboltasvæði Hauka þar sem það er orðin venja að íþróttafélög deili með sér landssvæði.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Harry þór on December 02, 2008, 22:28:43
Sæll Valli. Við eigum þetta svæði og AÍH getur orðið deild í KK. Hafnarfjarðarbær getur ekki neitt okkur til að taka við AÍH eignalausa og gefið þeim part í okkar verðmæti sem er svæðið. Er AÍH með einhverja starfssemi og stjórn ? Ætlar Hafnarfjarðarbær að bæta þeim rallykrossbrautin þegar hún verður tekin undir annað. Kannski að Auðunn geti sameinað rallýkrossbraut og sandspyrnubraut á okkar svæði og AÍH verður undir okkar hatti  :shock:

mbk Harry
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: HK RACING2 on December 02, 2008, 23:03:44
Sæll Valli. Við eigum þetta svæði og AÍH getur orðið deild í KK. Hafnarfjarðarbær getur ekki neitt okkur til að taka við AÍH eignalausa og gefið þeim part í okkar verðmæti sem er svæðið. Er AÍH með einhverja starfssemi og stjórn ? Ætlar Hafnarfjarðarbær að bæta þeim rallykrossbrautin þegar hún verður tekin undir annað. Kannski að Auðunn geti sameinað rallýkrossbraut og sandspyrnubraut á okkar svæði og AÍH verður undir okkar hatti  :shock:

mbk Harry
AÍH er með hellings starfsemi og stjórn já.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Valli Djöfull on December 03, 2008, 03:16:42
Sæll Valli. Við eigum þetta svæði og AÍH getur orðið deild í KK. Hafnarfjarðarbær getur ekki neitt okkur til að taka við AÍH eignalausa og gefið þeim part í okkar verðmæti sem er svæðið. Er AÍH með einhverja starfssemi og stjórn ? Ætlar Hafnarfjarðarbær að bæta þeim rallykrossbrautin þegar hún verður tekin undir annað. Kannski að Auðunn geti sameinað rallýkrossbraut og sandspyrnubraut á okkar svæði og AÍH verður undir okkar hatti  :shock:

mbk Harry
AÍH er með hellings starfsemi og stjórn já.
Og KK á ekki þetta svæði..  Við eigum malbikið og húsin en ekki jörðina.  Við fáum að nota jörðina en við eigum hana ekki.
Skiptir ekki máli hvað mönnum finnst, Hafnarfjörður ræður hvað hann gerir og þetta var þeirra ákvörðun.  Sama hve lengi við höfum verið þarna..
En ef ísland fer ekki endanlega í vaskinn og hringakstursbraut yrði að veruleika myndi eignarhald í henni væntanlega vera miðað við hve mikið klúbbarnir koma með af peningum.   Ef KK kæmi með 90% af peningnum myndi KK væntanlega eiga 90% í brautinni ;)  En það er allt önnur saga og eins og ástandið er í dag myndi ég ekki hafa áhyggjur af svoleiðis málum næstu árin  :lol:

Allavega, það er mikill misskilningur að halda að KK eigi einhverja jörð þarna.

kv.
Valli
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 03, 2008, 11:47:33
Ætla aftur að minna á það sem að var beðið um framar í þessum þræði.
Gera nýjann þráð fyrir sandspyrnu brautar umræðu.

Hvað 1/8 , 300ft eða 1/4 varðar þá verð ég að taka undir það með Bigga (3000gtvr4) að það gæti orðið doldið minna af götubílum sem myndu mæta og taka þátt í 1/8 því það verður að mínu mati ekki jafn skemmtilegt fyrir það fólk að keppa.

Einnig þá myndi illa ganga að keyra t.d. fwd og awd bíla hlið við hlið, þar sem að fwd nýtir aflið mun betur en hefur ekkert grip í byrjun.
Aftur á móti þá hafa AWD meira grip í byrjun en meira drivetrain loss úti á braut.

Við erum þó nokkrir sem að höfum áhuga á Pro sport compact flokki fyrir næsta ár þar sem að yrðu sameinaðir fwd awd og rwd sport compact bílar.
Þetta snýr allt öðruvísi þegar að er verið að tala um rwd á móti rwd eins og er í mörgum flokkum

En það er bara ekki nógu mikill fjöldi til að skipta þessu þannig niður hjá okkur, yrði alltaf ströggl að ná keppendum í 3 flokka í stað eins.
Og hvort sem einhverjum líkar betur eða verr þá er greinilega hellings áhugi kominn hjá því fólki sem er að smíða keppnistæki upp úr sport compact bílum og mér myndi finnast það miður ef það fólk væri ekki haft með í myndinni þegar að það er verið að tala um svona breytingar sem að eiga að ná yfir alla flokka.

kv
Guðmundur Þór
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Harry þór on December 03, 2008, 13:39:38
Hæ Valli. Þegar maður talar um að eiga á ég við alla aðstöðuna - brautina - húsið - auðvitað á bærinn landið sem við erum með lóðaleigurréttindi til x ára. Ég hef ekkert á móti AÍH í sjálfu sér,ég er bara á móti því að bærinn setji okkur skilirði. Því með því að skilyrða þetta með þessu móti er bærinn að fresta öllum framkvæmdum um x ár vegna þess að við getum ekki sameinast um framkvæmdir. Við viljum nýtt malbik og lagfæringu á okkar braut sem við eigum peninga uppí og eigum rétt á sem íþróttafélag í bænum.Þegar nýja veginum uppá braut var lofað af Gunnari Svavarssyni var það á aðalfundi KK. AÍH vill rallýkrossbraut - hringakstursbraut - mótorkrossbraut og ég sé ekki peninga koma frá bænum eða AÍH á næstunni.

Við skulum bara alveg hafa það á hreinu að KK  á brautina og allt sem henni fylgir og verður aldrei deild í AÍH - nema ?

mbk Harry Þór
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Valli Djöfull on December 03, 2008, 13:44:22
"Ég hef ekkert á móti AÍH í sjálfu sér,ég er bara á móti því að bærinn setji okkur skilirði."
Ég er alveg sammála þér þarna.  En þeir eru bara búnir að því hvort sem við viljum það eða ekki :)

Fyrirgefðu Gummi  :oops:  Ég lofa að ræða þetta ekki meira hér  :oops:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: HK RACING2 on December 03, 2008, 18:51:51
Hæ Valli. Þegar maður talar um að eiga á ég við alla aðstöðuna - brautina - húsið - auðvitað á bærinn landið sem við erum með lóðaleigurréttindi til x ára. Ég hef ekkert á móti AÍH í sjálfu sér,ég er bara á móti því að bærinn setji okkur skilirði. Því með því að skilyrða þetta með þessu móti er bærinn að fresta öllum framkvæmdum um x ár vegna þess að við getum ekki sameinast um framkvæmdir. Við viljum nýtt malbik og lagfæringu á okkar braut sem við eigum peninga uppí og eigum rétt á sem íþróttafélag í bænum.Þegar nýja veginum uppá braut var lofað af Gunnari Svavarssyni var það á aðalfundi KK. AÍH vill rallýkrossbraut - hringakstursbraut - mótorkrossbraut og ég sé ekki peninga koma frá bænum eða AÍH á næstunni.

Við skulum bara alveg hafa það á hreinu að KK  á brautina og allt sem henni fylgir og verður aldrei deild í AÍH - nema ?

mbk Harry Þór
Ég held við getum alveg róað okkur í smástund,ég er ekki að sjá fyrir mér að það verði farið í þetta af hörku næstu árin eins og stóð til,sýnist að fjármagnsstaða bæjarins bjóði bara ekki upp á það eins og er.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Moli on December 03, 2008, 19:15:05
Brautin verður án efa löguð fyrir næsta sumar, það er vilji okkar allra og þeirra sem er í stjórn klúbbsins. Hversu mikið hún verður löguð verður tíminn og ástandið í landinu að meta. Mér finnst samt allt í lagi að hafa sandspyrnubrautina í bakhöndinni, veit að það myndi rífa sportið upp ef hægt væri að halda keppnir 6-8 mánuði á ári, auk þess sem afar lítið er að gera hjá verktökum eins og staðan er og örugglega hægt að gera feikna góða "díla" á efni og vinnu.  8-)

Ég myndi nú setja brautina í forgang eins og Auðunn er að tala um, en það er allt í lagi að leggja drög að þessari braut og fara að ræða málin!  :wink:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: 3000gtvr4 on December 03, 2008, 22:06:18
Getur enginn hérna sem er í stjórn svarað því hvort það sé verið að skoða það að ALLIR flokkar verði keyrðir 1/8 eða er bara verið að skoða það með OF flokk??????
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Valli Djöfull on December 03, 2008, 22:15:33
Getur enginn hérna sem er í stjórn svarað því hvort það sé verið að skoða það að ALLIR flokkar verði keyrðir 1/8 eða er bara verið að skoða það með OF flokk??????
ég myndi halda að allt nema GF og OF verði 1/4..  Hef enga trú á að GT og fl. verði styttir í 1/8..

En ég er ekki í stjórn svo það verður einhver annar að staðfesta það..

kv.
Valli
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: ÁmK Racing on December 03, 2008, 23:05:03
Strákar mínir þetta er bara umræða á spjalli er ekki viss um að stjórnin sé farinn að spá mikið í þessu enda búið að vera annasamt ár hjá þeim köllum.Þetta er eitthvað sem verður örugglega skoðað vel og vandlega áður en menn fara að gera eitthvað í þessu.Mér finnst þetta eina vitið en það er bara ég.En endilega ræðum þetta sem mest svo að það komi fram sem flest sjónarmið.Kv Árni
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 04, 2008, 16:09:26
Getur enginn hérna sem er í stjórn svarað því hvort það sé verið að skoða það að ALLIR flokkar verði keyrðir 1/8 eða er bara verið að skoða það með OF flokk??????
Þetta er eitthvað sem fram hefur komið hér á spjallinu og er alls ekki frá stjórn KK.
Ef malbik verður lagað þá keyra sennilegast allir flokkar 1/4
Ef ekki næst að laga malbikið þá verða sennilegast OF og (hugsanlega GF þó ekki víst) keyrðir í 1/8

Um að gera að mæta á miðvikudagsfundina og spyrja stjórnarmeðlimi hvað sé að gerast.
Það er ekki allt sem fer á netið en margt rætt á félagsfundum.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: ÁmK Racing on December 13, 2008, 20:23:44
Sælir drengir finnst ykkur hafa komið mörg sjónarmið fram í þessari umræðu?Mér finnst að þeir sem eru í flokkunum eigi að koma meira inn í umræðuna og menn sem ætla sér að keyra í framtíðinni hinir just skip it.Ræðum þetta fáum einhverjar hugmyndir eða eitthvað fun í þetta spjall 8-)Kv Árni Kjartans
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Daníel Már on December 26, 2008, 17:59:31
Ég hélt að þetta væri eitthvað grín þegar ég las hvort það væri sniðugt að breyta öllum flokkum í 1/8  :lol: persónulega veit ég að það yrði lítil mæting af götubílum og þessi braut höndlar vel flesta bíla sem voru að keyra í sumar, hinsvegar get ég ekkert svarað fyrir stóru bílana GF/OF hvort þeir ættu að vera í 1/4 eða 1/8

enn mín skoðun er á því að kvartmíla verði hundleiðinleg ef allir flokkar verði keyrðir í 1/8 og mun ekki heita "Kvartmíla" lengur
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: TONI on December 26, 2008, 23:23:46
.....og hvað á þá klúbburinn að heita  :D . Hin Íslenski 1000 feta klúbbur, 1/8 mílna feðafélagið, maður bara spyr sig  :wink:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 27, 2008, 02:01:10
Ég hélt að þetta væri eitthvað grín þegar ég las hvort það væri sniðugt að breyta öllum flokkum í 1/8  :lol: persónulega veit ég að það yrði lítil mæting af götubílum og þessi braut höndlar vel flesta bíla sem voru að keyra í sumar, hinsvegar get ég ekkert svarað fyrir stóru bílana GF/OF hvort þeir ættu að vera í 1/4 eða 1/8

enn mín skoðun er á því að kvartmíla verði hundleiðinleg ef allir flokkar verði keyrðir í 1/8 og mun ekki heita "Kvartmíla" lengur
Þetta hefur þú ekki lesið frá stjórnarmanni heldur einhverjum æsingarmanni og skalt því ekki taka því sem sönnu.
Þetta veit stjórn líka en malbikið er ekki gott og það er verið að vinna hörðum höndum að því að fá góð tilboð í annaðhvort lagfæringu á malbiki eða nýtt.
Það hefur aldrei komið til umræðu í stjórn að allir flokkar yrðu keyrðir í 1/8 en það er þannig með nokkra hér á spjallinu að þeir lesa ekki það sem stjórn skrifar eða les viljandi rangt út úr því og vill að stjórn sé misskilinn og vilji skemma mótorsportið sem er ekki rétt.
Hins vegar vill stjórn eins og ástandið er á brautinni núna að OF keyri 1/8 og hugsanlega GF líka en það hefur ekki verið ákveðið ennþá með GF.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Geir-H on December 27, 2008, 04:08:26
Nonni minn ég held að Danni hafi nú alveg vitað það, anda með nefinu elsku kallinn minn  :wink:
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Jón Þór Bjarnason on December 27, 2008, 12:39:51
Nonni minn ég held að Danni hafi nú alveg vitað það, anda með nefinu elsku kallinn minn  :wink:
Geir ég ætla að biðja þig að hringja í mig þar sem ég er ekki með símanúmerið þitt.
Mér finnst kominn tími á að þú hættir að ráðast á mig á spjallinu.
Fólk er að koma með fyrirspurnir og ég er að svara þeim.
Hvar sérðu í þessum orðum mínum að ég sé eitthvað æstur?
Þú ert einn af þeim sem lest ekki það sem ég skrifa Geir eða þá túlkar það eftir þínu höfði og finnst mér það miður.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Big Fish on December 27, 2008, 12:58:03
Sæll jónþór

Men meiga vera ánægðir með góð og hreinskilin svör frá þér þú ert eini sem svarar spurningum af stjórnar mönum hér á netinu
tak fyrir það =D>

Áhugavert að fylgjast með kvaða framkvæmdir verða gerðar á braudini fyrir vorið 2009 :?:

kv þórður
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Daníel Már on December 27, 2008, 13:48:45
Ég gerði mér nú alveg grein fyrir því að það var ekki stjórnarmaður sem sagði þetta, enda var ég tæknilega séð að svara manninum sem bjó til þennan þráð. Þetta var enginn árás á stjórn ef menn halda það

Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Geir-H on December 27, 2008, 16:53:15
Nonni minn ég held að Danni hafi nú alveg vitað það, anda með nefinu elsku kallinn minn  :wink:
Geir ég ætla að biðja þig að hringja í mig þar sem ég er ekki með símanúmerið þitt.
Mér finnst kominn tími á að þú hættir að ráðast á mig á spjallinu.
Fólk er að koma með fyrirspurnir og ég er að svara þeim.
Hvar sérðu í þessum orðum mínum að ég sé eitthvað æstur?
Þú ert einn af þeim sem lest ekki það sem ég skrifa Geir eða þá túlkar það eftir þínu höfði og finnst mér það miður.

Ég er ekkert að ráðast á einn né neinn Jón, en hvernig þú settir þetta svar þitt fram virkaði það eins og þú værir reiður yfir því að þetta væri rætt, það var mín túlkun á þessu,
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: ÁmK Racing on December 27, 2008, 23:17:48
Afhverju haldi þið að það verði minni þáttaka heldur en í kvartmílu.Ég held hinnsvegar að það sé ekki rétt hjá ykkur.Yfir línuna er bílar búinir að taka út 80 prósent af hröðun út á 200 metrum þannig að hinir 200metrarnir eru bara garg,meira slit og lítill gróði.Heldur þú að Lancerinn þinn sé að gera mikið frá 201meter u´t í 402.Ég held ekki og í guðanna bænum ekki koma með það að ég sé að setja út á Lancer eða þig.Það er miklu meira ögrun að keyra 201 meter heads up pro tree og allir vinir.Kv Árni
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Valli Djöfull on December 28, 2008, 03:42:56
Því verður ekki neitað..  Og flestir áhorfendur :)
En á kvartmílubraut finnst mér nú að það mætti keyra alla kvartmíluna..

Þurfum við þá ekki bara að ákveða við hvaða tíma við ætlum að miða þetta?  10 sek?   Flokkar sem fara undir þann tíma verði keyrðir í 1/8?
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Dodge on December 28, 2008, 16:06:01
Hvernig sem þetta fer þá verður allavega að búa til 1/8 keyrslu reglur ef til þess kæmi.
til dæmis eru ekki til neinir 1/8 viðmiðunartímar fyrir búr, belti, fallhlífar og þessháttar.
það væri helvíti lélegt ef allir sem færu 11,49 í 1/8 þyrftu að demba boga í kaggann :)

ég kvarta ekkert, ég var kominn á endahraða á 1/8 :D
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kristján F on December 29, 2008, 01:11:48
Hvernig sem þetta fer þá verður allavega að búa til 1/8 keyrslu reglur ef til þess kæmi.
til dæmis eru ekki til neinir 1/8 viðmiðunartímar fyrir búr, belti, fallhlífar og þessháttar.
það væri helvíti lélegt ef allir sem færu 11,49 í 1/8 þyrftu að demba boga í kaggann :)

ég kvarta ekkert, ég var kominn á endahraða á 1/8 :D
Allar þessar reglur eru til
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Dodge on December 29, 2008, 17:43:38
Flott, bara spurning um að koma því á prent fyrir almanna augum.

í útgefnum reglum núna eru bara 1/4 tímar, og í OF eru bara einfaldlega engar reglur, engin tímamörk af neinu tagi
í OF reglum og aðalreglum allavega sem ég get fundið, þannig að officially þarf engann öryggisbúnað í OF eins og er..

Ef ég er að fara með rangt mál endilega bendið mér þá á hvar ég finn þetta.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Kristján F on December 29, 2008, 18:05:21
Flott, bara spurning um að koma því á prent fyrir almanna augum.

í útgefnum reglum núna eru bara 1/4 tímar, og í OF eru bara einfaldlega engar reglur, engin tímamörk af neinu tagi
í OF reglum og aðalreglum allavega sem ég get fundið, þannig að officially þarf engann öryggisbúnað í OF eins og er..

Ef ég er að fara með rangt mál endilega bendið mér þá á hvar ég finn þetta.
Þú ert að fara með rangt mál hér í þessum efnum á forsíðunni er linkur inn á öryggiskröfur og svo stendur það sem upp á vantar í aðalreglunum.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Dodge on December 29, 2008, 18:29:14
Já það er lauslega rennt yfir þetta í þessum lið.
og þar er fyrirskriftin: "Fljótlegt yfirlit yfir öryggiskröfur í Spyrnu allir flokkar. 1/8 eða 1/4 úr mílu. "
En tímarnir eru bara fyrir 1/4... eða ég vona það allavega :)
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: maggifinn on December 29, 2008, 18:56:13
Eru reglurnar ekki bara uppreiknaðar einsog indexið? *Var það ekki 0.6363, svo að 11.50 grindartími verður 7.31 til dæmis.
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Hera on December 29, 2008, 23:20:52

En tímin í að koma sér til baka eftir 1/8 ætla allir að aka á fullu gasi eða erum við að lengja tíman að næsta runni?? ef svo er hvaða áhrif mun það hafa á áhorf??

Smá pæling...... kanski alveg út úr kú veit ekki... ( er samt ekki ljóshærð... lengur  :oops:)

Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on December 30, 2008, 07:42:49
Afhverju haldi þið að það verði minni þáttaka heldur en í kvartmílu.Ég held hinnsvegar að það sé ekki rétt hjá ykkur.Yfir línuna er bílar búinir að taka út 80 prósent af hröðun út á 200 metrum þannig að hinir 200metrarnir eru bara garg,meira slit og lítill gróði.Heldur þú að Lancerinn þinn sé að gera mikið frá 201meter u´t í 402.Ég held ekki og í guðanna bænum ekki koma með það að ég sé að setja út á Lancer eða þig.Það er miklu meira ögrun að keyra 201 meter heads up pro tree og allir vinir.Kv Árni

Ég svaraði þér með góðum rökum hér fyrr í þræðinum hvers vegna þeir þeir flokkar sem hafa bíla með mismunandi drifrás eru sanngjarnari ef keyrt er 1/4, en fyrir AWD bílana þá er það klárt mál að við myndum græða á því að keyra 1/8 en það er kannski ekki það sem að við erum að sækjast eftir heldur að það verði meiri keppni í þessum flokkum eins og RS og svo þessum Pro Sport compact flokk sem við erum að vinna í að koma á laggirnar fyrir næsta sumar.

Hin leiðin er að vera með t.d. Pro FWD, Pro AWD flokka og svo einhvern 3-6 cyl RWD flokk eða að þeir bílar væru í GT t.d. , persónulega þá finnst mér það bara ekki jafn spennandi.

Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Heddportun on December 31, 2008, 19:53:10
Mér fynnst að það eigi að vera PR fulltrúi KK sem setur upplýsingar á netið með framvindu mála og upplýsingar af öðrum málefnum,það er ekkert upplýsingasteymi til félagsmann um hvað sé verið að gera annað en brauðmolar t.d á mánaðarfresti að koma með pistil hvað verið sé að gera

Fynnst ekki eðlilegt að stjórnarmenn séu að svara spurnigum sitt á hvað á netinu um málefni KK eins og sést þá virðist það valda ursla og blandast oft eigin skoðanir og síðan hagsmunur klúbbsins sem og að virða skoðanir og vilja FÉLAGSMANNA (Bæði KK-BA)

Síðan er sniðugur valkostur á þessu spjallborði sem kallast skoðanakannanir sem stjórn og aðrir geta nýtt sér til að kanna áhuga og vilja félagsmanna-en áhvörðunar valdið er auðvitað hjá stjórn eins og alltaf


Title: Re: Næsta Sumar
Post by: baldur on January 01, 2009, 15:11:14
Það var eitt sinn upplýsingafulltrúi í stjórn, en hann hætti vegna aðstæðna heima hjá sér (flutningar, barneignir).
Title: Re: Næsta Sumar
Post by: Elmar Þór on January 02, 2009, 01:10:56
Eigum við ekki að standa upp og klappa fyrir Jóni  =D> :-({|=