Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Ztebbsterinn on January 12, 2010, 13:52:54

Title: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Ztebbsterinn on January 12, 2010, 13:52:54
Nú hefur allt saman hækkað, efni, varahlutir, almennur rekstrarkostnaður og gjöld.

Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?

Sumir myndu ef til vill svara þessu : "Allt of mikið".

Eru umboðin ekki að rukka yfir 10 þúsund + vsk.?

En hinn almennu verkstæði?
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Hjörtur J. on January 12, 2010, 23:21:40
Veit ekki hvað tímavinnan var en það kostaði mig 11500 að láta skipta um olíu á millikassa :???: persónulega fynnst mér það frekar dýrt
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Bjarni Ólafs on January 13, 2010, 00:13:31
hehe já það var einn patrol eigandi hér á Egilsstöðum sem var rukkaður um 80000 um smur  [-(
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: 1965 Chevy II on January 13, 2010, 00:27:54
Ég fór með vinnubílinn á N1 í ártúnsbrekku og það kostaði rétt rúmar 7000kr að skipta um klossa og ath borðana að aftan (þurfti ekki að skipta).
Fín þjónusta þar og fínt verð,beið í 5 mín eftir að komast inn með bílinn.
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Dodge on January 13, 2010, 10:05:19
7658 + vsk hjá mér á Atvinnutækjaverkstæði brimborg akureyri.
rétt um 8000 á fólksbílaverkstæðinu með skatti sem er held eg eitthvað minna en hin stóru umboðin
sem btw eru öll hrunin á hausinn eftir kreppuna
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: KiddiÓlafs on January 13, 2010, 14:33:12
Allt of mikið
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Arni-Snær on January 13, 2010, 17:56:25
Svona er þetta bara, það þarf að borga af rándýru húsnæði, launakostnaður, verkfæri(slit og viðhald), rafmagn + hiti og svo nóg af skatti...
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Lindemann on January 14, 2010, 18:14:11
er verið að tala um hérna bara olíuskipti á mótor? eða eru menn að gefa vinnuna sína?
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Ztebbsterinn on January 14, 2010, 21:07:25
Það sem ég er að vellta fyrir mér er hvað verkstæði rukka á tímann í útseldri vinnu.
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Lindemann on January 15, 2010, 12:26:52
já auðvitað...ég misskildi þetta eitthvað.

það er allavega uppí 14þús hjá sumum umboðum
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Arni-Snær on January 16, 2010, 01:23:52
Ég fór í B&L fyrir 2-3 árum með e60 m5 í smurningu, lét einnig skipta um frjókornasíu og bremsuvökva.

Það var ekki nema um 80 þúsund krónur ef ég man rétt...
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: Ztebbsterinn on January 17, 2010, 08:08:32
En þessi minni verkstæði, "kaupmaðurinn á horninu"?

Heyrist algjört lágmarks verð vera 5000 + vsk. í dag sem gera 6275 kr. á tímann í útseldri vinnu, veit einhver um ódýrara verkstæði?
Title: Re: Hvað eru menn að borga fyrir þjónustu á verkstæðum í dag?
Post by: ADLER on January 17, 2010, 09:45:57
Ég heyri að tölurnar séu frá 7 til 10þ á tímann.

Réttingar verkstæðin eru á svona 7500 en bifvélavirkjarnir eru yfirleitt alltaf hærri einverra hluta vegna  :neutral:

Annars ræðst þetta af því á hvaða svæði menn eru með verkstæðin þá á ég við samkeppnislega.

Eru margir á þínu svæði Stebbi sem eru að bjóða uppá samskonar þjónustu og þú ?

Ef svo er þá ferðu auðvitað í bullandi samkeppni við þá aðila um kúnnana en auðvitað þá verður að vera einhver skynsemi í því,þú sérð nú í fljótu bragði hvað þú þarft að rukka til að ná uppí allann kostnað.