Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Víkingur on November 27, 2008, 18:36:04

Title: Smekkur manna
Post by: Víkingur on November 27, 2008, 18:36:04
Ákvað að pústa aðeins, og ætla að gera það hér, þar sem þetta er ekki Live2Cruize vænn póstur.

Ég lenti í athyglisverðum umræðum í dag, þar sem umræðuefnið var bílar. Merkilegt, en satt.
Ég tel mig hafa eitthvað vit á bílum, og endurspeglar kannski bíllinn minn að ég vil alvöru bíla, ekki einhverjar dollur.

Smekkur manna, eða réttara sagt stráka, á bílum, er greinilega að breytast. Mikið vildi ég nú að ég hefði ekki fæðst svona seint. Hefði viljað fæðast þegar bílar á borð benz, bmw og flesta muscle bíla, þóttu vera flottir.

Samræðu mínar við kunningja mína fóru þannig, að ég var að skoða bíla á netinu (kemur á óvart) Ég er að skoða þennan undurfagra Benz sem hann Teddi á og flestir kannast nú við.
(http://myndasafn.bmwkraftur.is/d/54736-1/IMG_4334.jpg)
Nú ættu Benz menn að líta undan.
Þeir sögðu hann vera ljótann ! sögðu hann vera kassa á hjólum, ef þetta væru nú hjól !
Vil vekja athygli á því, að annar þeirra ekur um á Hondu og hinn á ekki bíl.

Orð flugu...

Í bræði minni heyrði ég orð á borð við  "Toyota...Tákn um gæði !"  "Gamlir Benzar og Bmw-ar eru bara druslur" og auk þess heyrði ég "hver vill eiga svona ruslahaug, maður þyrfti að elta ruslabílinn til að fá varahluti" Og var þá verið að tala um þennan fallega 560 sec (http://www.stjarna.is/fornbilar/img/560sec/560sec01.jpg)
Sem er reyndar til sölu núna.

Mikið var ég orðinn pirraður, og þá kom sprengjan.
"Og svo eru þessi Camaro-ar ! Þeir eru svo fáránlega ljótir að þetta ætti ekki að vera framleitt"


Ég ætlaði bara að fá að vita hvað mönnum finnst, er þetta eðlilegt, á maður eitthvað að vera að hlusta á menn með eins lítið bílavit og þetta.

Ég segi fyrir mig að mig langaði helst til að starta Benzanum og rústa Hondu greyinu, skipta svo bara um grill á Benzanum.



Ég vil endilega fá að heyra ykkar skoðun, og enn frekar ef þið eruð ekki sammála


Kv,
Víkingur, sem vill fá gamla tíma aftur !

(http://www.hollywood-diecast.com/grease%20red%20car%20still.jpg)

Title: Re: Smekkur manna
Post by: baldur on November 27, 2008, 18:41:43
troll'd
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Moli on November 27, 2008, 18:44:34
Smekkur manna er misjafn, það sem mörgum finnst flott finnst öðrum ljótt, vertu ekkert að pæla í hvað aðrir segja, ég hef amk. alltaf lifað eftir því og gengið bara nokkuð vel.
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Mannsi on November 27, 2008, 18:45:25
troll'd

mjög hnittið og gott orð ég held að ég gæti ekki orðað þetta betur
Title: Re: Smekkur manna
Post by: JHP on November 27, 2008, 18:54:27
Mér finnst þessi 2 dyra álíka fallegur og spennandi eins og niðurgangur.
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Andrés G on November 27, 2008, 19:11:24
Mér finnst þessi 2 dyra álíka fallegur og spennandi eins og niðurgangur.

hahah :lol:

en já, ég myndi ekkert vera að hlusta á þessa gaura, þeir vita líklega ekkert hvað þeir eru að tala um. :roll:
annars er smekkur manna mismunandi.

kv. Andrés, sem vill líka fá gamla tímann aftur 8-)
Title: Re: Smekkur manna
Post by: hlynur11 on November 27, 2008, 19:19:23
haha... menn bara að missa sig? :lol:

Annars er nú margt rétt í þessu... en sem betur fer er smekkur manna misjafn, þó að smekkur sumra sé misjafn
Title: Re: Smekkur manna
Post by: #1989 on November 27, 2008, 19:57:00

Hverjum finnst sinn fugl fagur, þó bæði sé ljótur og magur
Kv.Siggi
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Kristján Skjóldal on November 27, 2008, 20:04:17
sem betur fer er smekur mismunadi annars væru allir á letta :D og Nonni með þennan 2 dyra bens þá þarf hann ekki nema að skifta um felgur og billinn er annar :idea: lítið mál að gera svona bil mjög flottan ekki satt :D
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on November 27, 2008, 20:07:33
Haha, gaman að sjá þessi comment.

Já, með þann tveggja dyra var ég helst að meina hvað hann væri flottur og í góðu lagi miðað við árgerð.

Það þarf nú ekki nema að kíkja á eldri árgerðir af "alvöru bílum" og sjá þá hversu mikið þeir eru keyrðir og hvað þeir endast !

Hondurnar verða komnar í endurvinnslu eftir 10 ár
Title: Re: Smekkur manna
Post by: TONI on November 27, 2008, 22:37:16
Eins og þið sjáið þá hefur Jón blauti varið of mörgum stundum á L2C  :lol:
Title: Re: Smekkur manna
Post by: trausti on November 27, 2008, 22:47:36
Sælir

Já þeir eru erfiðir þessu óhörnuðu hondu guttar bíddu bara þeir þroskast :lol:

nei segi nú bara svona eins og fram hefur komið er  smekkur manna svona líka misjafn að oft held ég að menn séu  blindir á öðru og sjái ekkert með hinu
og finnst þeim eflaust það sama um mig að  dásama þessa gömlu garma svona er þetta og verður alltaf

Kv:Trausti
Title: Re: Smekkur manna
Post by: TONI on November 27, 2008, 22:59:18
Það er eitt sem gleymist að þetta eru eigur fólks og hafa oft á tíðum tilfinningagildi svo það á ekki að vera erfitt fyrir menn/konur að tjá sig kurteislega eða bara að sleppa því. Ég er kannski sá orðvarasti en það er þá einna helst klúrið en ekki særandi......vona ég :-"
Kv. Anton
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on November 27, 2008, 23:04:35
Já, þetta er eitthvað sem ég varð að koma frá mér, og gat ekki hugsað mér betri stað.

En að segja að Benz og Bmw séu druslur...

Þeir menn eru nú ekki með hærri greindavísitölu heldur en bréfaklemma....
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Stefán Hansen Daðason on November 28, 2008, 00:26:06
Mikið ósköp hefði þetta farið úr böndunum hefðirðu sett þetta á L2c vefinn. En ég er sammála þér ég hefði verið til í að fæðast þónokkrum árum fyrr:D

En já til eru svona snáðar sem einungis hafa smekk fyrir framhjóladrifnum bílum með vél undir 1800cc tilgangslausann spoiler á skottlokinu og útúrtroðnum af hávaðadósum. - " Real Cars Don't Power The Front Wheels, They Lift Them "
Title: Re: Smekkur manna
Post by: ADLER on November 28, 2008, 00:38:44
Sælir

Já þeir eru erfiðir þessu óhörnuðu hondu guttar bíddu bara þeir þroskast :lol:

nei segi nú bara svona eins og fram hefur komið er  smekkur manna svona líka misjafn að oft held ég að menn séu  blindir á öðru og sjái ekkert með hinu
og finnst þeim eflaust það sama um mig að  dásama þessa gömlu garma svona er þetta og verður alltaf

Kv:Trausti

Ekki gleyma því af fífl og fávitar verða líka gamlir.  :wink:
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on November 28, 2008, 13:26:04
Mikið ósköp hefði þetta farið úr böndunum hefðirðu sett þetta á L2c vefinn. En ég er sammála þér ég hefði verið til í að fæðast þónokkrum árum fyrr:D

En já til eru svona snáðar sem einungis hafa smekk fyrir framhjóladrifnum bílum með vél undir 1800cc tilgangslausann spoiler á skottlokinu og útúrtroðnum af hávaðadósum. - " Real Cars Don't Power The Front Wheels, They Lift Them "


Það hefði allt orðið vitlaust !
Title: Re: Smekkur manna
Post by: 429Cobra on November 28, 2008, 13:36:25
Sælir félagar. :)

Við skulum ekki gleyma því hvað allt yrði ömurlega einsleitt ef að allir hefðu sama smekk og sömu skoðun. :!: :-k

Kv.
Hálfdán.

Title: Re: Smekkur manna
Post by: Viddi G on November 28, 2008, 17:43:03
Þessir gömlu 2 dyra benz-ar fram til ársins 1991 eru bara töff
þegar búið er að sjæna þá aðeins til og skipta um felgur,
allir benz-ar koma orginal á einhverjum gömlum brunnlokum.

Það er búið að vera draumur minn í mörg ár og er enn,
að eignast einn svona 560 sec, og það kemur að því einn daginn.
MB 560 sec 6.0L 360hp
(http://lh3.ggpht.com/_iL96DCogeyo/R5O0Pj6pz8I/AAAAAAAAGvI/h-kbUa0TKkM/sec.jpg)
(http://lh3.ggpht.com/_iL96DCogeyo/R5O0Qj6pz9I/AAAAAAAAGvQ/0IUGtuLNzg4/sec%20back.jpg)

En hann er nú líka til svona ef menn hafa meiri áhuga á þessu.
(http://www.nextautos.com/files/images/Autorama-MB-560-SEC-drag.jpg)
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Kristján Ingvars on December 04, 2008, 20:16:32
Báðir bílarnir efst á síðunni bara mjög smekklegir. Ég átti 500SE fjögurra dyra (eins og sá neðri) og hann var fínn, þessi þyrfti bara góðar 17-18" felgur eins og stjáni kom inná. Ég er alltaf hrifinn af því að sjá þessa vagna á AMG..

Kv. Kristján
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Kristján Ingvars on December 04, 2008, 20:24:49
Viddi:

Gamli 560 bíllinn er 5.6L (talan segir til um það) og hann skilaði sléttum 300hp original. 500 bíllinn er 5.0L skráður yfirleitt milli 230-260, misjafnt eftir árgerðum.

Kv. Kristján
Title: Re: Smekkur manna
Post by: JHP on December 04, 2008, 20:36:30
sem betur fer er smekur mismunadi annars væru allir á letta :D og Nonni með þennan 2 dyra bens þá þarf hann ekki nema að skifta um felgur og billinn er annar :idea: lítið mál að gera svona bil mjög flottan ekki satt :D
Tjahh þótt maður setji Ingibjörgu Sólrúnu í nýja skó þá verður hún seint einhver verðlaunagripur  :lol:
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Kristján Ingvars on December 04, 2008, 20:45:00
Mikið get ég verið sammála því en þessu tvennu er engan veginn hægt að líkja saman.
Title: Re: Smekkur manna
Post by: JHP on December 04, 2008, 21:05:59
Mikið get ég verið sammála því en þessu tvennu er engan veginn hægt að líkja saman.
Jú bæði gamallt og fúlt  :wink:
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Kristján Ingvars on December 04, 2008, 21:11:03
Já, einmitt það. Gott að þú ert allavega Chevrolet maður, það segir allavega eitthvað.
Title: Re: Smekkur manna
Post by: jeepson on December 10, 2008, 22:01:06
Menn sem halda að að honda og skrambolet sé betra en alt eru náttla bara vitlausir :lol: en samt sem áður þá hafa allir sinn smekk og allir eiga rétt á því. vertu bara ekkert að hlusta á þetta. sjáðu t.d sumar chevy kalla setja 9" ford undir skrambolettinn sinn aðþví að gm ruslið virkar ekkert. en hey þeir komast að því fyrr eða síðar að að gm er rusl enda stendur fyrir Getur Minna :lol: En jæja allir höfum við okkar smekki og eigum ekki að hlusta á það þegar aðrir eru að rakka hinar og þessar bíltegundir niður meina ford menn rakka skrambolet niður og skrambolet menn rakka ford menn niður and so on. En aftur á móti eiga svona littlir hondu snáðar ekkert að vera tjá sig eitt né neitt því þessar hodur gera ekkert annað en háfaða og sprengingar. eins og einhver sagði hérna inni Real Cars Don't Power The Front Wheels, They Lift Them. Hehe lýst vel á þessa setningu :lol: jæja held að ég sé búinn að röfla nóg í bili. vonandi verður ekki alt vitlaust núna :-s
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on December 11, 2008, 17:49:08
Haha, mikið væri nú gaman að sjá hvað Live2cruize snáðar myndu nú segja...

Já, þetta var hundfúlt, því eins og allir vita er Benz bara betri en Toyota og Honda, enda sést það á verðinu...Þú færð það sem þú borgar fyrir...
Eins og hondu strákur sagði nú einu sinni við mig...Minn hefur rafmagn í sætum og með Cruize control !
Ég hló nú bara að greyinu...
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Kristján Ingvars on December 11, 2008, 18:32:58
jeepson: þér verður ekki bjargað héðan af, þú ert alveg punkteraður..
Title: Re: Smekkur manna
Post by: jeepson on December 11, 2008, 18:39:24
iss er búið að finna upp rafmang í sæti á hondu. það hlýtur að vera lúxus útgáfan hehe :lol: ég get nú sagt þér það að fyrrverandi kellan mín er svo snobbuð að það hálfa væri meir en nóg. hún ekur um á 2005 ford focus. rafmang í öllu, aksturs talva og fleira. ég átti þegar ég var með henni gamlan 300 benz 89árgerð með dísel rellu, í honumvar meðal annars topplúga og leður það var ekki að finna í focusinum plús að ég var með fjarstýrðar samlæsingar. sem hún var auðvitað með líka. en hún leit á þetta sem gamla druslu. ef ég átti ekki bíl sem var yngri en 3gjá ára var það bara gömul drusla. en svo viðurkendi hún einn dagin að það væri þæginlegra að stja í benzanum heldur en focushræinu. við erum að tala um benz sem var keyrður tæp 600þús. þá sagði ég við hana að þetta væri sko engin drusla eins og hún héldi. en jú þetta var sko drusla sama hvað ég segði. ég sagði við hana að hún mætti þakka ef að ford druslan hennar myndi endast svona lengi. svo að auk væri ég með með stærri vél og minni eyðslu en focus brakið. ég væri með topplúgu. ég væri með betri aksturs gæði og eiginleika en focus hræið.. meina svona fólksemá einhverjarhondu druslur og svona blikk druslur veit ekkert um bíla. þetta fólk er bara búið að horfa á fast and the furius aftur og aftur. og heldur að lífið batni ef það ekur um á shitvic. með einhverji 1600 vél sem gerir ekkert annað en háfaða og sprengingar. en jæja það verður eflaust alt vitlaust eftir þessa færslu hjá mér :-"
Title: Re: Smekkur manna
Post by: jeepson on December 11, 2008, 18:40:47
jeepson: þér verður ekki bjargað héðan af, þú ert alveg punkteraður..
já ætli ég verði ekki hengdur núna :-" eða rakkaður niður úr öllu valdi :???: en allir hafa sinn smekk :D
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on December 11, 2008, 18:44:40
iss er búið að finna upp rafmang í sæti á hondu. það hlýtur að vera lúxus útgáfan hehe :lol: ég get nú sagt þér það að fyrrverandi kellan mín er svo snobbuð að það hálfa væri meir en nóg. hún ekur um á 2005 ford focus. rafmang í öllu, aksturs talva og fleira. ég átti þegar ég var með henni gamlan 300 benz 89árgerð með dísel rellu, í honumvar meðal annars topplúga og leður það var ekki að finna í focusinum plús að ég var með fjarstýrðar samlæsingar. sem hún var auðvitað með líka. en hún leit á þetta sem gamla druslu. ef ég átti ekki bíl sem var yngri en 3gjá ára var það bara gömul drusla. en svo viðurkendi hún einn dagin að það væri þæginlegra að stja í benzanum heldur en focushræinu. við erum að tala um benz sem var keyrður tæp 600þús. þá sagði ég við hana að þetta væri sko engin drusla eins og hún héldi. en jú þetta var sko drusla sama hvað ég segði. ég sagði við hana að hún mætti þakka ef að ford druslan hennar myndi endast svona lengi. svo að auk væri ég með með stærri vél og minni eyðslu en focus brakið. ég væri með topplúgu. ég væri með betri aksturs gæði og eiginleika en focus hræið.. meina svona fólksemá einhverjarhondu druslur og svona blikk druslur veit ekkert um bíla. þetta fólk er bara búið að horfa á fast and the furius aftur og aftur. og heldur að lífið batni ef það ekur um á shitvic. með einhverji 1600 vél sem gerir ekkert annað en háfaða og sprengingar. en jæja það verður eflaust alt vitlaust eftir þessa færslu hjá mér :-"

Haha, þetta voru akkurat þeirra meginrök...Þeir viðurkenndu nú að nýji benzinn væri laglegur...en ef þeir væru eldri en c.a.3-5 ára, þá væru þeir bara ónýtir og ætti að henda.
Þetta sýnir kannski bara hvað við fáum að horfa upp á nú á næstunni, Toyota og Honda byggja nú á sömu hugmyndinni og einnota hanskar...Þú notar þetta í smá tíma...og hendir þessu svo bara...
Title: Re: Smekkur manna
Post by: jeepson on December 11, 2008, 19:01:14
honda og toyota eru einnota. en benz lifir endalaust :D ég væri sko alveg til í svona 300 benz aftur með dísel vélinni. eyðir engu. að vísu engin kraftur en hey þetta kemst þó áfram og togar ágætlega.
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on December 11, 2008, 20:05:34
Ég á einn alvöru handa þér ef þig vantar Benz ;)
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Brynjar Nova on December 12, 2008, 00:29:34
Menn sem halda að að honda og skrambolet sé betra en alt eru náttla bara vitlausir :lol: en samt sem áður þá hafa allir sinn smekk og allir eiga rétt á því. vertu bara ekkert að hlusta á þetta. sjáðu t.d sumar chevy kalla setja 9" ford undir skrambolettinn sinn aðþví að gm ruslið virkar ekkert. en hey þeir komast að því fyrr eða síðar að að gm er rusl enda stendur fyrir Getur Minna :lol: En jæja allir höfum við okkar smekki
og eigum ekki að hlusta á það þegar aðrir eru að rakka hinar og þessar bíltegundir niður meina ford menn rakka skrambolet niður og skrambolet menn rakka ford menn niður and so on. En aftur á móti eiga svona littlir hondu snáðar ekkert að vera tjá sig eitt né neitt því þessar hodur gera ekkert annað en háfaða og sprengingar. eins og einhver sagði hérna inni Real Cars Don't Power The Front Wheels, They Lift Them. Hehe lýst vel á þessa setningu :lol: jæja held að ég sé búinn að röfla nóg í bili. vonandi verður ekki alt vitlaust núna :-s








Nákvæmlega. :smt064
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Björgvin Ólafsson on December 12, 2008, 01:35:23
Quote
Tjahh þótt maður setji Ingibjörgu Sólrúnu í nýja skó þá verður hún seint einhver verðlaunagripur  :lol:

Þetta innlegg á alveg að geta lokað þessari umræðu  =D> =D>

kv
Björgvin
Title: Re: Smekkur manna
Post by: jeepson on December 12, 2008, 09:44:23
já meir að segja þóg svo að hún yrði set í stigvél. Þá næði hún ekki verðlaunagrip :lol: :lol:

Víkingur hvernig benz áttu handa mér???
Title: Re: Smekkur manna
Post by: Víkingur on December 12, 2008, 11:39:02
Ég er með S 400 92 árgerð handa þér
Title: Re: Smekkur manna
Post by: jeepson on December 12, 2008, 23:47:33
nahh. er ekki alveg að fíla þá. er meira fyrir þennan venjulega w124 bíl :mrgreen: og þá helst 300D