Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Nóni on January 14, 2005, 21:07:57

Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Nóni on January 14, 2005, 21:07:57
Sælir félagar, við Gunni kíktum á fund í gær í Kaplahrauninu og það var auðvitað rosa gaman. Hittum Herlufsen bræður og fleiri, fengum okkur kaffi og súkkulaði og tókum hressilegt spjall, þarna ræddum við ýmis mál og þar á meðal öryggismál og keppnishald. Einnig hvernig auka megi keppendafjölda í keppnum komandi sumars, þetta mál er mér og fleirum mikið kappsmál og vil ég sjá mikinn viðsnúning í þessu á komandi kvartmílusumri. Það er hins vegar ekki auðvelt og væri gott ef fleira fólk að leggði þessu máli lið með einhverju móti, það eru skráðir 140 klúbbmeðlimir en aðeins 15 til 20 þeirra treystu sér að meðaltali til að keppa í kvartmílu síðasta sumar. Ég vil hér með setja af stað umræðu um hvernig á að auka fjölda keppenda í kvartmílu næsta sumar, ég vil hvetja menn og KONUR til þess að leggja nú eitthvað gáfulegt til málanna, ekki bara eitthvað heilaprump sem bara varð að komast út. Ekki samt neina hræðslu við að opna munninn.
Verið nú svo vænir netverjar og kvartmílungar að láta móðan mása um hvernig megi  bæta þetta í okkar góða klúbbi.


Kv. Nóni
Title: Árið 2005
Post by: ilsig on January 14, 2005, 22:48:06
Tííííhí  :D
Hvernig væri að fá álit Völvunnar?
kv.gísli sveinnss
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Svenni Turbo on January 15, 2005, 00:23:27
Það þarf nú að virkja fjölmiðlana meira kvartmilan fær skammarlega litla umfjöllun.
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Einar K. Möller on January 15, 2005, 00:25:24
ég er viss um að Slúðurdrottningin myndi tjá sig ef það færi ekki svona fyrir hjartað á mönnum sumt það sem hún segir.  :wink:
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Racer on January 17, 2005, 21:34:42
mér sýnist að það vantar bæði fleiri keppendur og starfsfólk til að leggja hönd á plóg í keppnum.

gengur ekkert að það eru ekkert backup staff þegar starfsfólk vil keppa  :P og þetta rétt slapp í fyrra með að menn voru að hlaupa á milli bíla og turns og þurftu að éta helmingi meira út sjoppunni til að vinna upp kg sem sluppu :wink:
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Marteinn on January 18, 2005, 01:42:20
ég ætla að keppa og hafa gaman af :wink:
Title: ég er geim!
Post by: sveri on January 18, 2005, 01:55:19
Ég er geim og ætla að setja mér svakalegt markmið

tadddaraddaddaaaaaa

lágar 13 eða háar 12.

 :?  :?    

Ehhe.... Ég meina maður verður að reina ekki satt?
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Dr.aggi on January 18, 2005, 16:00:44
Sælir félagar,
Sú nýstárlega hugmyndafræði leit dagsinns ljós á síðasta aðalfundi að ástæða þess hversu aðalfundurinn var ílla sóttur  sé vegna þess hversu almenn ánægja ríki.

Þar að leiðandi hlýtur léleg mæting á fégsfundi einnig vera vegna mikillar ánægju.

Og einnig léleg þáttaka keppenda í keppnum vera vegna gífurlegrar ánægju.

Einnig hlýtur samhvæmt þessari hugmyndafræði léleg mæting áhorfenda á keppnir vera vegna mikillar ánægju kvartmíluáhugamanna.

Er lausnin ekki bara sú að reyna að minka eitthvað þessa gífurlegu ánægju sem ríkir.


Ps.Veit ekki: bara að spökulera

Kv. Dr.aggi sífelt opinn fyrir nýrri hugmyndafræði
Title: Sumarmót aðra hvora Helgi
Post by: ilsig on January 18, 2005, 17:30:08
Hvað kom best út í fyrrasumar,SUMARMÓT KK  :D  :D
Hví ekki að sleppa keppnishaldi eitt sumar, fá alla þessa bíla á brautina
og fullt af áhorfendum,ekkert Bikarasukk enda dýrt  :roll:  :cry:

Þarna gátu menn keyrt eins og þeim lysti,áhorfendur skoðað fullt af
bílum rætt um dagin og vegin pressulaust bara gaman.

Kveðja.Gísli Sveinss. bara bjartsýnn   :idea:   :?:
Title: hæhæ
Post by: jana on January 18, 2005, 18:27:08
jamm en ástæðan fyrir því að svona fáir eru að keppa í kvartmílu er kannski af því að það hafa svo fáir sem hafa efni á að halda þessum bílum uppi...... allaveganna ég  :cry:
hvernig væri að halda svona keppnir reglulega fyrir hina bílana... þessa venjulegu fólksbíla...  :lol:
þeir spyrnuglöðu (eins og ég  :wink: ) gætum þá úkljáð málin fyrir alvöru á kvartmílubrautinni í staðinn fyrir að borga þessa þessar eilífu sektir....
Title: A SERIES OF UNFORTUNATE EVENTS
Post by: Vefstjóri KK on January 18, 2005, 18:54:32
A SERIES OF UNFORTUNATE EVENTS.  Þetta er sú ástæða sem ég aðhyllist. Ég er alveg viss um að allir þeir sem áttu bíla í lagi komu og voru með síðasta sumar, ef þeir voru ekki veikir eða forfallaðir á annan hátt. Það verður kvartmílusumar á þessu ári og nú er að missa ekki af besta ári KK frá upphafi. Verið tilbúin með tækin í fyrstu keppni og verið með frá byrjun.
Stígur Herlufsen
Title: dagatal
Post by: sveri on January 18, 2005, 19:00:17
Er til keppnisdagatal fyrir 05? ef ekki er þá vitað hvenær fyrsta keppni á að vera?
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Gretar Franksson. on January 24, 2005, 14:56:47
Sælir félagar,
Menn spyrja hvað eigi að gera til að efla kvartmíluna. Við skulum skoða málin aðeins. Allir geta verið sammála um að besta þáttaka og áhorf var á árunum 2001 til 2002 keppendafjöldinn fer að minka árið 2003 og síðasta ár er það lakasta frá 1990  (er búin að vera 9ár í stjórn)

Ef ég lít til baka þá stendur það upp úr að rótækar reglubreytingar hafa fælt keppendur í burtu. Þar má nefna til glöggvunar þegar sandspyrnuregglunum var kollvarpað og í framhaldi lagðist Sandspyrnan af í 2 ár eða þangað til regglunum var aftur snúið í sama horf og áður var.
Eftir það fór Sandspyrnan aftur í gang.

Málið er ekki flókið ef keppendur koma þá koma áhorfendur. Áhorfendur koma til að sjá keppnistæki sem eru kraftmikil, menn verða að skilja að fólk kemur ekki til að horfa á venjulega fólksbíla, þá meina ég þennan dæmigerða fjölsyldubíl, sem eru um allar götur, út um allt, vera að sprikkla eða spóla (ef þeir geta þá spólað) á Kvartmílubraut. Það er engin kvati fyrir áhorfendur. Þvert á móti, getur það verið pirrandi að sjá slíkt.

Mín skoðun er sú til að efla aftur Kvartmíluna að læra af mistökunum og halda áfram að gera það sem vel hefur tekist. Við eigum ágæta flokka sem við ættum að hlúa að.  OF-flokk, GF-flokk, SE-flokk, MC-flokk þetta eru þeir flokkar sem höfða mest til Kvartmílumanna og um leið áhorfenda. GT-flokkur og RS-flokkur hafa þurft aðhliðningar við.

Ef menn sameinast um að keppa í þessum flokkum þá fer Kvartmílan aftur á flug. Við verðum að vera menn til að laga okkar reglur eins og allir aðrir þurfa að gera. Það þarf ekkert að vera alltaf að breyta reglunum í OF,GF,SE,og MC þessir flokkar eru bara þokkalega útfærðir. Við meigum ekki gleyma því að mest af okkar keppnistækjum eru ávalt þau sömu ár frá ári með smábreytingum. Reglurnar sem hafa verið um árabil höfða til þeirra. Þannig við ættum að sameinast um að keppa í þessum flokkum.

Það sem hefur kanski verið verst er að MC-flokkur hefur lent illa í tulkunum um slikka eða ekki slikka.  Það er alveg ljóst að búið er að kjósa það 2svar EKKI SLIKKA Í MC, og er það í gildi nú, þessu þarf bara að fylgja eftir, því ef leyfðir eru slikkar í MC hefur það þau áhrif af SE-bíla fara að troða sér í þennan flokk og þá mæta MC bilar ekki. Þetta er staðreind sem dæmin sanna.

Mesta gróskan í fyrra var í OF-flokk í þennan flokk mættu mörg ný keppnistæki 5 til 7 síðasta sumar og er það met. Það er vegna þess að ekki hefur verið hróflað við þessum flokk og menn geta smíðað sig í flokkinn sem er opinn og flottur.

Ég vona að þetta innlegg verði til að menn skapi málefnalega umræðu um þessi mál hér á vefnum.

Bestu kveðjur
Gretar Franksson
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: baldur on January 24, 2005, 18:12:27
Reyndar eru MC, GT og RS flokkar samkeppnishæfir hvað tímana varðar. Eini munurinn er á mætingunni. MC flokkurinn er tvímælanlaust sá flokkur sem hefur bestu mætinguna. RS flokkurinn er svo eiginlega í tilvistarkreppu vegna lítillar mætingar. GT gæti í raun tekið við þeim bílum sem hafa mætt í RS ef ég man reglurnar rétt.
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Marteinn on January 24, 2005, 19:21:21
sælir,

eg er á honda crx og hun er framdrifin, turbinulaus og 1595cc vél
í hvaða flokk fer ég og má ég nota slikka?
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: baldur on January 24, 2005, 21:18:01
Skv því flokkakerfi sem hefur verið keyrt hingað til væri það RS og já þú mættir nota slicka og túrbó eða nítrógas, þó ekki nema einn power adder.
Svo eru líka einhverjar pælingar í að hafa sekúnduflokka og þá allt leyft.
Title: Hvatinn
Post by: stigurh on January 25, 2005, 13:34:33
Einn af mínum bestu bræðrum er alveg á móti öllum Brakketflokkum, segir að það sé engin hvati til að fara hratt. Það má vel vera rétt en hvar eru þá keppendurnir. Eftir öll þessi ár eru nokkrir keppendur sem eru að keyra til að hafa gaman af bílnum og þessum félagsskap sem klúbburinn hefur uppá að bjóða, það eru þeir sem komu saman og ræddu hvaða lending væri best í öllu þessu reglutali og komust að niðurstöðu um að sekúnduflokkar væru besta lendingin. Startað á jöfnu og vera á 12.05 sek eða ??? Ég ætla sjálfur að vera með í því. Ég keypti Vollan til að keppa í super pro, svo það fari ekki á milli mála. Mér finnast gömlu flokkarnir eins og þjóðsögurnar, skemmtilegar að heyra um en vil helst ekki vera með í söguþræðinum. Ég get farið eins hratt og druslan kemst, vonandi komist í níu sek og einnig keppt á tíu sek á þessu ári. Ég komst í 10,44 á síðasta ári, og kemst vonadi í 9,98 á þessu ári. Það má vera að sé léleg hvatning til að fara hratt en það er mikil hvatning til að gera vel, og kannski betur en fúll á móti. Ég hvet ykkur til að vera með og gefa þessu séns í tvö ár. Skráið ykkur í heads up racing.
stigurh
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Gretar Franksson. on January 25, 2005, 22:27:13
Sælir félagar,
Það getur verið spurning hvort hægt sé að fá fleirri keppendur til að mæta ef teknir eru upp Bracket eða sekunduflokkar, þar sem ekki má fara undir fyrirfram ákveðinn tíma. Í öllum þessum flokkum má ekki fara undir þeim tíma sem ákveðinn er, þá tapar viðkomandi. Er þetta kappakstur eða er þetta ökuleikni? Viðkomandi er jú að reyna að hitta nákvæmlega á þann tíma sem er fyrirfram ákveðin. Þannig að ekki er um eiginlegan kappakstur að ræða heldur að hitta á tímann. (T.d að bremsa niður áður en endalínu er náð) Það gæti orðið snúið að reyna að telja áhorfendum trú að þetta sé Kvartmílukappakstur. Jú sko ef þú ferð undir tímann (of hratt) þá tapar viðkomandi!!

#   Ekki verður um met í þessum flokkum það er bara fastur tími.

#  Ekki er þörf á að keyra á Nitro, Í raun til þess valdandi að viðkomandi verður ekki jafn á tíma sínum. Verri kostur.

#  Ekki er þörf á að vera með keppnismótor sem mikið er tekið út úr   hverri kupic-tommu. Þannig háþjöppumótor er tabú.

#  Vænlegast er að vera með ekki of tjunnaða vél sem lullar nokkuð örugt

Við getum jú allir verið sammála um að Þetta er allt satt og rétt.

Stígur spyr "en hvar eru þá keppendurnir?" Við þekkjum það allir að það var met þáttaka árin 2001-2002 ásamt áhorfendum. Þá var eingöngu um það að ræða að keppa í okkar flokkum: OF-GF-SE-MC-RS-GT plus mótorhjólaflokkar. Margir settu sitt persónulega best sem er veigamikill þáttur í sportinu. (staðfesting á árangri) Þetta gekk allt saman vel upp og er þetta blómaskeið. Hvað skeður svo......

Jú gamla sagan endurtekur sig, hræra í keppnisreglum, sem ekki var þörf á. Lítilsháttar lagfæringar hefði kannski mátt skoða.

Ok skoðum árangur af þessum reglubreytingum: Erlendu reglurnar sem sumir bundu vonir við að yrðu vinsælar brugðust algörlega. Þessir erlendu flokkar voru aldrey keyrðir enda miklu opnari en þeir Íslensku. Menn sáu sér ekki hag í að velja þessa flokka. Margir héldu að sér höndum og biðu til að sjá hvað verða vildi.

Hugleiðið þetta ágætu félagar, allir viljum við jú að Kvartmílan verði í blóma.

kveðja
Gretar Franksson
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: 440sixpack on February 01, 2005, 19:51:42
Ertu þar méð að bjóða þig fram í flokkaskoðun í sumar?
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Einar K. Möller on February 02, 2005, 02:18:17
Eftir að hafa hlerað nokkur samtöl og tekið púlsinn á mönnum varðandi allt þetta sá ég of greinilega hvernig þetta liggur. Þeir sem nýjir eru koma ALDREI til með að rúlla í bracket, sérstaklega vegna þess að þeir eru ekki að koma þarna til að keyra á 12.90 eða 2.90 eða hvað sem þið viljið kalla þetta. Menn eru að mæta þarna til að fara hratt og svo til að fara ennþá hraðar, slá met, fá bikar... o.sv.frv....ÁN ÞESS AÐ ÞURFA AÐ BREYTA UM FLOKKA þegar þeir fara "óvart" sekúndubroti neðar en lágmarkið er...bla bla bla bla.

 Ég er sammála öllu því sem Grétar Franksson segir hér að ofan, ég ætti sjálfur að þekkja tímabilið 2001 þar sem ég var keppnisstjóri, í síðustu keppni sumarsins voru 63 skráðir til keppni og 61 mætti, þar af 19 í MC eingöngu (að sögn fróðra manna í EINA skiptið sem hægt hefur verið að keyra 16 bíla Qualify). 2002 tímabilið var ekki eins öflugt en MJÖG gott. Þarna voru þeir flokkar sem menn höfðu keyrt eftir og smíðað bílana sína fyrir í mörg ár. GT-MC-SE-GF-OF eru flokkarnir sem eiga að vera, jújú, það má prófa Pro Street, True Street, Mild Street (enda ekkert mjög ósvipað því sem var fyrir í sjálfu sér) en að láta sér detta önnur eins dauðans djöfulsins vitleysa í hug að keyra allt out Bracket og þessa sekúndu vitleysu finnst mér alveg hreint kostulegt. Sér í lagi vegna þess að það eru kannski 4 gamlir skápar sem kannski skilja eitthvað í þessu dauðans brasi (numbers may vary). Þetta er HEIMSKT.

Svona fyrirfram biðst ég bara afsökunar á orðalagi o.sv.frv. en einhvern tímann var sagt að hver maður ætti rétt á sinni skoðun.

Þetta er mín.

Mbk.

Einar K. Möller
Title: Snilldar kerfi.
Post by: eva racing on February 02, 2005, 09:04:39
Hæ.  

   Allir flokkar sem eru ekki með eitthvert "jöfnunarkerfi" (bracket, þar sem þú setur inn þitt index. Eða OF / Competition, þar sem indexið er sett upp af einhverjum )     Verða alltaf erfiðir til lengri tíma ,.  Af hverju,?   Jú það koma alltaf til með að vera einhverjir sem taka þetta "alvarlega"  og sökkva sér í þetta og verða þar af leiðandi með yfirburði  T.d. Einar Birgis.  og Rúdolf og Gísli í sínum flokki o.sv. frv. .....

    Þannig að "hinir" sem finnst þeir ekki lengur vera samkeppnisfærir,  Gefast upp og hætta ( finnst kannski fúlt að borga 5000 keppnisgjald fyrir 4 ferðir,  Þ.e. 2 í tímatöku og 2 til að láta E. Birgis rúlla sér upp)  Það er nú þannig að viðkomandi sem er kannski með flotta græju og fer miðjar 10 sek með smallblokk (sem er frábært) lítur samt ekki neitt vel út á móti lágar 9 sek bíl. Viðkomandi fer því heldur á föstudagsæfingar og er maðurinn þar, mun ódýrara og ekki þessi E. Birgis "niðurlæging"
       Þetta er ástæðan fyrir fækkun keppenda en ekki "ánægja"  

Hmmmm. gætu föstudagsæfingarnar verið að skemma fyrir keppnishaldinu og mætingar keppenda.???????
 
    ÞESSVEGNA er bracket góður kostur þar geturðu farið eins hratt einsog þú getur (Einar Mölll.  þú setur bara indexið 1/2 sek neðar en þú nokkurntíma kemst..  þú ert samt með meiri sigurmöguleika en í dæminu á undan )  Og átt jafnvel kost á að sigra af og til (ef þú ert þokkalegur dræver)  
FLOKKARNIR,  T.d. OF, SE, MC, O.sv.frv.  Eru svo fyrir MENN (með kúlur í klofi ) sem geta tekið tapi keppni eftir keppni (bín ðer) Einsog menn (gráta náttúrlega í koddann þegar heim er komið)  
       
   Ef þetta gengur í smá tíma getum við kannski komið okkur upp svolitlum kjarna af mönnum sem koma með sína flottu og góðu bíla t.d. Siggi Jak sem eitt besta dæmið,  Og koma þarna uppeftir til að HITTA félagana, sýna sig og sjá aðra,  Fara góðar bunur á tækinu (ná pínu betri tíma en siðast) Og fara svo heim alsæll.   Það er "ánægja"

     Með ósk um gott og málefnalegt þras.
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Dr.aggi on February 02, 2005, 09:43:10
Sæll Valur og velkominn aftur til skrifta.
Mín skoðun er sú að við höfum ekki efni á því endalaust að okkur keppendum lýði sem best á keppnisstað með rótækum jafnaðarmanna stefnum því klúbburinn og keppnishaldið þarf að bera sig því jú sannanir eru fyrir því að aukin gleði og ánægja skilar sér í lakari mætingu.
Áhorfendur koma jú first og fremst til þess að sjá duglega og áhugasama keppendur eins og Einar B, Þórð og fleiri.
Þessi jafnaðarökuleykniskeppnis stefna er því miður ekki kvetjandi til smíði eða reksturs ofurtækja sem jú áhorfendur vilja sjá.
Þegar áhorfendur flikkjast að einhverju opnast augu sjónvarpsstövanna og fara að sýna því áhuga að sjónvarpa efninu og þá fara fjármagnseigendur að sjá sér hag í því að setja í það peninga og peningar eru góðir.

Mesta gróskan í þessa átt var 2000 2001 og 2002.

Því er mín skoðun sú að eina sem virkar hér er vel þrepaskift flokka kerfi eins og var á þessum tíma mætti reyndar betrumbæta það þó nokkuð.

Ef þetta sekundu flokka kerfi kemst á hér þá er hætta á því eins og tíðkast erlendis þar sem þeir eru keirðir að menn haldi tímum sínum frekar niðri heldur en hitt,  bílar sem keira á góðum degi á 8.50 keira í 9.90 flokki.
Grétar Franksson á 540 Vegunni sem var að keyra lágar 8 sek. Ætlar ekki að styrkja ÍSAGA um 25.000 krónur p/keppni í gleðinnar lofti ef þetta kerfi kemst á hann keyrir bara öruggt í 8.90 eða 9.90 gas laus með minna risk á mótor kassa og drifi.

Haldið þið að við fáum áhorfendur til að koma aftur með þessari þróun.

Förum okkur hægt      í hófi.
Kv.
Dr.aggi
Title: Jafnaðarstefna.
Post by: eva racing on February 02, 2005, 11:49:22
Hæ.

   'Eg er heldur ekki hrifinn af þessum "fastsekúnduflokkum",   En venjulegt bracket er samt góður kostur fyrir okkur Small blokk aumingjana sem langar að keppa. (með smá möguleika á því að komast á pall.)        Ef ekkert jöfnunarkerfi er,  þá fara minnkandi möguleikar hins venjulega daglaunamanns.      

   Það væri sjónarsviftir af því að missa Jenna Leif Benna Eiriks og jafnvel þig og mig bara af því að við erum með "svo lítið".........

     Auðvitað á sá að uppskera sem best vinnur í sínum málum, en að minum vélastærð sé 570 cid ........     Common.

   OF er með ágætis kerfi (svolítið gróft, þú veist,.  Ætti að taka tillit til annarra "páveraddera"  En það var fellt á fundi af mönnum sem mér vitanlega eru ekki að keppa hvorki í þessum flokki eða öðrum)
   
Og fyrir þá sem ekki  eiga möguleika í td SE eða MC,  Þá getur Bracket (venjulegt þar sem þú mátt "standann" )  verið vænlegur kostur.

   Einn sem ég gleymdi í síðasta pósti, það er þessi "vondi" maður sem gjöreyðilagði  4 cyl flokkinn með súbarú bíl sínum.  'Eg held að hann eigi meiri þátt í því að leggja þann flokk niður en "gleði" eða nokkuð annað.          
Hmmmmm......  'A þá að banna fljótu og góðu bílana.?     Það er spurning því (miður ) eru það góðu bílarnir mest þeir sem fækka keppendum.

    Og ef frekar hefði verið spanderað í ljósaskilti frekar en að hylja brautina með Járngirðingum þá hefði það kannski hjálpað við áhorfendaöflunina.....   (fólk fylgdist með og skildi kannski frekar T.d. bracket og OF flokka)  

   Gott í bili.
Title: Re: Jafnaðarstefna.
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 02, 2005, 12:06:31
Og ef frekar hefði verið spanderað í ljósaskilti frekar en að hylja brautina með Járngirðingum þá hefði það kannski hjálpað við áhorfendaöflunina.....   (fólk fylgdist með og skildi kannski frekar T.d. bracket og OF flokka)  

MARGT TIL Í ÞESSU MEÐ LJÓSASKILTI EN SPURNING HVORT LJÓSASKILTI FENGU AÐ VERA Í FRIÐI FYRIR SKEMMDARVÖRGUM?
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: baldur on February 02, 2005, 12:08:24
Þau yrðu tekin niður eftir hverja keppni eins og allur annar búnaður sem tengist tímatökunni geri ég ráð fyrir.
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Dr.aggi on February 02, 2005, 12:43:37
Ég get ekki séð að ljósaskilti komi nokkuð til með að bæta skilning hinns almenna áhorfenda, hann kemur ekkert til með að skilja það eitthvað frekar hvers vegna hægari bíllin sigraði þann hraðskreiðari þó hann lesi það á einhverju ljósaskilti.
Ljósaskilti hefur takmarkaðari upplýsingagetu heldur enn þulur hátalarakerfi og útvarpssendir eins og reynt hefur verið.

Nei Bracket var reynt hér í heilann áratug og var sá tími sá lakasti í sögu Kvartmíluklúbbsins fyrir utan þann tíma sem við erum í núna.
Þess vegna verðum við að taka höfuðin upp úr sandinum því það er allt víðsýnna þannig og hætta að reyna að finna upp hjólið því það reynist ágætlega eins og það er.

Ég er alveg sammála því að þetta járnarusl kemur ekki til með að gera neitt annað en að eiðileggja fallegar bireiðar, ekki kemur þetta til með að bjarga áhorfendum því þeim fer stöðugt fækkandi.

Kv.
Aggi
Title: Um aðferðir strúta.
Post by: eva racing on February 02, 2005, 13:47:22
Hæ.    

   Alveg er það magnað að við skulum geta keppt í öðrum íþróttum eftir alþjóða reglum en ekki í spyrnukeppnum,  t.d. er fótbolti með sömu st´rðir af mörkum og annarsstaðar í heiminum,  þó það gefi augaleið að mörkin ættu að vera stærri hér vegna fólksfæðar og hér er meiri vindur,.

      'I MEKKA (USA) er bracket með sennilega 80% keppendafjölda en það er ekki hægt hér.????? Sennilega vindurinn.....

    Og ekki skil ég þessa fælni við að hafa bracketflokk með hinum flokkonum fyrir þá sem ekki eiga möguleika í öðrum flokkum og fyrir þá sem eru góðir bílstjórar.  Við hinir getum svo keppt í OF, MC, etc....

    Og þetta með keppendafjöldann hefur ekkert með það hvort einhverjir (sem það vilja,,,) keppa í bracket eða ekki.

      Og þetta með met í keppendafjölda frá einu ári til annars td. með 4 cyl flokkinn sem var með fjölda keppenda í 13-14 sek og allir glaðir en svo tóku 1-2 sig útúr og duttu í lágar 12 og svo 11 sek og hinir fóru bara heim.   Sama þegar Smári fór að dóminera í sínum flokki þá fóru 13-14 sek bílarnir heim.  (eða mættu bara á föstudögum)   Þessi þróun hafði ekkert með stjórnina eða reglurnar að gera né heldur hvort sala á Sinalcó var hafin að nýju.

    Sko ég veit að ég heiti það sem konur vilja hafa.. (þær vilja hafa VAL)   Og ekki get ég skilið (frekar en svo margt annað) Hvað það drepur niður kvartmílu á íslandi að einn af fjölmörgum flokkum sem fólk getur keppt í sé bracket...  Og þetta vantraust á landann að hann geti ekki skilið bracket.????   það er fullt af fólki sem skilur þetta og sumir þeirra drekka meira að segja bjór......      Næstu rök eru, en þeir sem eru að keppa í sinni fyrstu keppni skilja ekki af hverju þeir tapa en voru á undan?     Það er ekki víst að sami aðili skilji heldur af hverju honum var startað á jöfnu við Halldór á Súbarúnum í fyrstu ferð og er svo rasskeltur að hann getur ekki látið sjá sig á billanum í margar vikur.

      Ekki þessa þröngsýni, félagsmenn og keppendur eiga heimtingu á því að hafa mig..... Þ.e. VAL  he he he

  Gott þras er öli betra.....
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Jón Þór Bjarnason on February 02, 2005, 14:32:47
Heyr Heyr og hana nú sagði hænan og lagðist á bakið.
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Einar K. Möller on February 02, 2005, 15:16:00
Ég heiti nú það sem konur vilja ekki vera (ekki vilja þær vera EINAR ?) En ef menn myndu nú hætta að fylgjast með kvartmílunni eins og hún var 1980 og byrja að fylgjast með henni eins og hún er 2005 þá er Bracket fjarri lagi að vera með 80% fylgi (svona eins og kosningar þá ?). Heads Up Racing er vinsælasta form af kvartmílu í dag og á flesta þá keppendur hverju sinni. Það voru skrifuð yfir 2000 tech cards (2000 tæki að keppa) í NMRA árið 2003 t.d (sem er Heads Up Racing sería) Ég skal með ánægju sýna frammá á það ef menn vilja.

Það er ekkert mál að hafa bracket hér, en það vilja það bara fæstir.

Það var enginn að krítísera að þetta væri stjórninni að kenna (ég tók ekki eftir því) En við vitum af gefinni reynslu að regluhræringur eins og hefur verið hefur ekki beint leitt gott af sér, þannig er það nú.

Mbk.

EKM
Title: "Jákvætt"
Post by: Vefstjóri KK on February 02, 2005, 18:13:13
Það er gott að Grétar Franks verði með í ökuleikni ef allt annað þrýtur!!! Kannski fleiri geti tekið hann til fyrirmyndar og mætt til að vera með. "Jákvætt"

Ég setti vegleiðarann upp með mínum eigin höndum (og annara, ég þakka samstarfið félagar ) og það kom þessu félagi mjög til góða þegar við vorum klagaðir, reynt að klekkja á félaginu, reynt að leggja stein í götu þessa félags, þegar menn tóku sig til og hringdu í lögreglu og bentu á að við værum ólöglegir með æfingar á föstudagskvöldum.. Þá var það gott að vegleiðarinn var kominn upp. "Jákvætt"

 Það er kannski ekki vanþörf á að sumir keppi í ökuleikni eins og þeir eru hræddir um að skemma bílana sína. Það er um að gera að koma á æfingar !!! "Jákvætt"

 Ég skil vel að menn skuli hugleiða hvað valdi fækkun keppenda og hvort æfingarnar valdi einhverju þar um. Þá skal ég segja ykkur það og það ER RÉTT hjá mér, því ég var þarna hvert einasta skipti, að þeir sem mættu á æfingar komu líka í keppni og þá á ég við félagana í þessum klúbb, það komu engin tæki, bara fjölskyldubílar og druslur en það eru ekki "keppnisbílar" . Mjög tæpt að kenna æfingum um.  Ein breyting verður á æfingum á sumri komanda og það er að þær færast yfir á fimmtudagskvöld. Það var líka MJÖG jákvætt að geta bent á þessa starfsemi þegar við ræddum við bæjarstjórn og ÍBH. Í raun það tromp sem þessi stjórn þufti til að koma sínum málum á þann stall(eða pall) sem við erum á núna. "Jákvætt"

Það er líka jákvætt að fá ljósaskilti, í raun alveg nauðsynlegt, í raun alveg BRÁÐnauðsynlegt. Ef sekunduflokkar yrðu keyrðir væri ljósasettið alger snilld og þetta myndi nánast útskýra sig sjálft!!! Það er nú ekki eins og svona gismo geti komið í staðin fyrir þul! heldur með , hrein viðbót. "Jákvætt"

 Ég fæ ekki skilið að áhorfendur séu búnir að koma og horfa á kvartmílu í 20 ár án þess að skilja út á hvað kvartmíla gengur. Auðvitað skilja menn það sem þeir vilja skilja! Ef það er spennandi þá er það gaman.
Það er bara ofboðslega þreitandi að heyra menn tala um brakketið hér á árum áður sem stóradóm í mílu á íslandi. "Þetta var reynt, DRAP NÆSTUM ALLT MÓTORSPORT Í EVRÓPU". Alltaf að bera saman epli og appelsínur! Ég held að VALUR fari með rétt mál, allavega er ég sama sinnis. Það er samkeppnin ( eða skortur á henni )sem dregur niður mætingu í keppni.
 
Keppendur þurfa að fá að stjórna breytingum á þeim flokkum sem þeir taka þátt í, með stjórn þessa félags, en ekki hinn almenni félagsmaður með atkvæðisrétt á aðalfundi. Það er mín skoðun.

 Það er líka frábært að félagar í þessum klúbb skuli tjá sig um sínar skoðanir um reglur og flokka, og koma svo aldrei að keppa.

 Mér datt í hug að ég gæti jafnvel keppt í tveim, þrem flokkum.  OF, svona til að vera steiktur af TAD og öllum öðrum með turbo´s, blower´s og NOS. Stígur keyrði á 92 okt síðasta sumar í 10,44 og kemur til með að keyra "naturally aspirated" svona meðan mig verkjar í budduna. svo gæti ég farið í 10 eða 11 eða 12 sekunduflokk, og svo endað dagin í brakket eða altflokk. Þetta lítur bara vel út hjá mér, gæti jafvel eignast dollu í sumar. Það er málið! Ekki þarf að fjölga keppendum heldur keppa allir í fleiri flokkum! ERGO, málið leyst.

stigurh
Title: Allir í klúbbinn
Post by: Nóni on February 02, 2005, 22:19:27
Ég legg til að við mætum allir félagar sem vetlingi geta valdið (það geta jú mjög margir) í klúbbinn annað kvöld fimmtudagskvöld og ræðum saman um þetta allt saman, það þarf að gera þetta og menn mega ekki vera með einhvern helví*** heigulshátt og þora ekki að koma í spjall og kaffi. Við verðum að klára þetta mál fyrir sumarið og þess vegna er betra að byrja fyrr en seinna að þrasa um þetta. Umræður hér eru af hinu góða en að koma í klúbbinn bætir félagsandann og verður alltaf af hinu góða, svo græðum við líka í sjoppunni.

Stuðkveðja, Nóni
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Dr.aggi on February 03, 2005, 12:11:17
Sælir ég vildi bara leiðrétta þann misskilning ef misskilningur er varðandi fyrri skrif mín, það var á eingann hátt meining mín að setja útt á verklegar frammkvæmdir sem félagsmenn hafa unnið í þágu klúbbsins í sjáfboðavinnu heldur aðeins hugmyndafræðina á bak við vegleiðara því mér hefur sýnst af myndum erledis frá að þau skaði ökutæki illa og að keppendur hefðu átt möguleika á að bjarga sér og sínu ökutæki ef rími hefði verið fyrir hendi.

Ég hefði ekki viljað sjá hinn glæsilega 69 Camaroinn  hans Ara lenda á vegleiðara, þá væri hann ekki að vinna í þeim bíl í dag.

Eða veguna hanns Benna Eiríks.

En þetta er bara mín skoðun, þeir þurfa þetta í ameriku því þeir þurfa að verja tug þúsundir áhorfenda en það verður aldrei hér það er allt í lagi að vera bjartsýnir en ekki þannig að við verðum kenndir við pillur.

Kv.
Aggi
Title: Málið er öryggi
Post by: Vefstjóri KK on February 03, 2005, 18:25:39
Það var engin misskilningur um það. Við erum allir í sama félaginu og verðum að vinna saman til að ná sem mestum árangri með félagið, er það ekki ? Keppa að settu marki, saman !

Hvað á að setja á oddin hérna, keppandan eða klúbbinn?

Öryggi þeirra sem eru við brautina skiptir öllu. Það er stefnan að koma upp áhorfendasvæði þarna!!  Og það er ekki bjartsýni.

Það var eitt sem ég mundi eftir þegar ég var að hugsa um OSCA reglurnar. Þeir áskilja sér rétt til að halda aftur af keppendum sem "DOMINERA" , þannig að þetta ástand varðandi fáa keppendur er vel þekkt í USA, og líka hvað á til bragðs að taka varðandi það "VANDAMÁL". Engir steikjarar þar! Og þar sem það var samþykkt á þarsíðasta aðalfundi er það gilt í dag á ÍSLANDI. Ómar Norðdal bíður sementspoki í skottið ef hann fer aftur að keppa í MC. Semsagt jafnaðarmennskan í gildi, og það er nú gott fyrir "litla manninn" sem er að þessu fyrir félagsskapinn en ekki til að þéna fúlgur í verðlaunafé eða spons.

stigurh
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: Dr.aggi on February 03, 2005, 20:37:10
Sæll Stígur.
Að sjálfsögðu verðum við að setja klúbbinn fyrst og fremst á oddinn ekki einstaka keppendur.
Því án klúbbsins eru eingar keppnir.
En án tekna verður nátúrulega enginn klúbbur.

Varðandi þennan ákveðna keppanda sem þú kaust að nafngreina væri nú ekki fyrst að byrja á því að menn fari eftir þeim flokkareglum í þeim flokkum sem þeir keppa í

kv.
Aggi
Title: Tekjur
Post by: Vefstjóri KK on February 04, 2005, 07:44:50
Tekjur hafa EKKI dregist saman hjá þessu félagi, heldur þvert á móti , aukist. Sýningarnar eru stór tekjuliður !!  Verst að geta ekki sagt það sama um tekjur af brautinni. En við munum breyta því á þessu ári. Við komum upp aðstöðu og þeir munu koma.
stigurh
Title: Keppnissumarið 2005
Post by: 1965 Chevy II on February 04, 2005, 09:44:11
HEHEHE þetta minnir á Waynes World....book them and they will come hahahahaha :lol:
Title: Field of dreams
Post by: Vefstjóri KK on February 04, 2005, 13:06:36
Þetta var úr Field of dreams með Cevin Costner. "Build it and he will come" . Modified a litle.
stigurh