Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - Danni Málari

Pages: 1 2 [3] 4
41

Það er hvergi til í heiminum flokkur með mismunandi tækum svo ekki sé einshverskonar forskota kerfi.


Hvað með GT og RS ?

42
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Næsta Keppni
« on: August 15, 2008, 20:30:33 »

EN tilkynni í staðin að það verður keppt helgina eftir...  23. Ágúst..

Það ku vera önnur af keppnunum sem þurfti að fresta.

Drasl, ég verð erlendis þá helgi.

Er eitthvað komið á hreint hvort hin frestaða keppnin verður haldin?

43
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Þriðja keppnin
« on: August 12, 2008, 16:05:15 »
Komdu bara upp á braut.. ég er búinn að vera þar í nánast allt sumar.. ættir nú ekki að eiga í erfiðleikum með mig  :mrgreen: En ég er bara með 4.6L, örlítinn blásara og allt annað stock :mrgreen:.. ætli ég eigi einhvern séns.. það er spurning  \:D/

Þú er búinn að standa þig vel 11,45  =D> ekki rétt en þú átt ekki glætu þó svo að þú setir minna hjól á blásarann. Þetta er svipaður tími og ég var að keira á gömlu rauðu Z06 með 425RWHP en sú gula er með 700+RWHP og 800+RWQT þetta er nýtt fyrir mér og það tekur smá tíma að læra á bílinn. Ég mæti þegar ég er búinn að finna út úr smávæginlegum olíu leka í kringum túrbínu kerfið. :???:

Ingó. :)

Bíðum allir spenntir!

44
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Næsta Keppni
« on: August 12, 2008, 02:03:56 »
Vonandi næstu helgi, ég verð erlendis helgina þar á eftir.

45
Það sem þyrfti að gerast væri að fjölmiðlar á íslandi þyrftu að átta sig á að það er fólk á þessu landi sem hefur áhuga á akstursíþróttum. Nóg er fjallað um allt annað, væri nú allt í lagi að eyða nokkrum mínútum á viku í þetta.
Fjölmiðlaumfjöllun myndi síðan auka áhuga á sportinu og þar með fá fleira fólk í þetta ýmist til að keppa, horfa á eða hjálpa til. Gæti þá einhver tekið að sér að fylgjast með hvað gerist og tilkynna það.
Ég þoli ekki að t.d. eftir bíladaga hafi það eina sem kom í fréttum verið að unglingar voru með læti á Akureyri.

Kannski svona hálfa leið off topic hjá mér en þið skiljið vonandi hvað ég á við.

46
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Tímar
« on: July 28, 2008, 17:26:07 »
Stigin mættu nú alveg fara að koma....hmm... Valli  :wink:

Annars er stigagjöfin svona Danni: http://www.kvartmila.is/wiki/images/a/a5/IHRA_Stigagjof.doc

Takk fyrir það. Á ég þá að vera að skoða síðustu stigatöfluna í þessu skjali? Ég hélt það væru gefin stig fyrir besta tíma í tímatökum og fyrir íslandsmet líka, er það bara rugl?

47
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Tímar
« on: July 28, 2008, 14:59:37 »
Ég tekur undir þetta með að hjálpa til, það er ekkert mál þó maður sé að keppa að hjálpa aðeins til í stað þess að bíða bara niðrí pitt og pirrast yfir að hlutirnir gangi ekki nógu hratt.
Ef það væru til dæmis tveir menn í viðbót uppí turn væri auðveldlega hægt að keyra æfingar eftir tímatökur meðan verið er að raða í flokkana, væri sérstaklega fínt fyrir áhorfendur.

Annars gekk þetta merkilega vel í gær sérstaklega í ljósi þess að Valli, Baldur, Arnar og Inga (nánast allt vanalega crewið) voru ekki á svæðinu.

Bíð spenntur eftir stigunum frá Valla. Væri líka vel þegið ef einhver gæti bent mér á hvernig þessi stig eru reiknuð út.

48
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Keppni 2
« on: July 12, 2008, 08:49:16 »
Leiðinlegt að heyra, maður sleppti þá djamminu í gærkvöldi útaf engu.

Hvenær verður tekin ákvörðun um morgundaginn?

49
ég er Pallason, ekki Palsson ;)

svo vantar ennþá svar við því hvenær keppendur eiga að vera mættir.

50
klukkan hvað er mæting fyrir keppendur ?

51
BÍLAR til sölu. / 2003 Nissan 350Z Supercharged
« on: June 28, 2008, 04:53:56 »
Jæja, þá er að prófa að auglýsa þetta tæki.

Tegund: Nissan 350Z
Árgerð: 2003
Vélarstærð: 3500cc
Skipting: 6 gíra beinskiptur
Drif: Afturdrif
Ekinn: 26þ mílur
Litur: Perluhvítur
Afl: 400+ hestöfl

Er með Vortech blásara kitti og á best 12.880 @ 109.22 á kvartmílunni enn sem komið er.

Ég vildi gjarnan eiga bara þennan bíl en það gæti verið erfitt þegar skólinn byrjar aftur í haust þar sem að ég er í erfiðu námi og vinn ekki með skóla.

Verð: 3.8m
Áhvílandi: 2.95m
Afborganir: 57þ
Skoða skipti á ódýrari.

Danni
S: 662 6300

Myndir...


Lenti á móti Trans-am í tímatökunum á bíladögum.


Á slikkum. Gæti verið að ég láti þá með bílnum en felgurnar sem þeir eru á fylgja ekki.


Eitthvað af dótinu sem fór í hann...


P.S. Er ekki með filmur í fremri rúðum lengur.

52
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Re: Tímar 2008
« on: June 25, 2008, 03:10:19 »
Djöfull lýst mér á ykkur. Snöggir að þessu og allt saman.

53
Jæja, þá er víst komið að því að maður þurfi að selja bíl. Bíllinn er búinn að vera í minni eigu í rúm 6 ár núna og reynst ótrúlega vel. Undanfarið hefur hann orðið fyrir þónokkrum breytingum eins og sjá má. Mig langar voðalega lítið að selja bílinn en sökum skóla þá verð ég. Bíllinn getur selst á 14, 15 eða 16" felgum.



Þetta er semsagt...

Nissan 100NX
Árgerð: 1992
Slagrými: 2.0 L
Ekinn 216.000 (hljómar mikið en hann á nóg eftir, hefur fengið gott viðhald nær fullri þjöppu)

Og svo kemur listinn...

Nýmálaður svartsanseraður
Samlitaður
Framenda breytt
Framljósaþurrkur af og götum lokað
Afturrúðuþurrka af og gati lokað
Loftnet af og gati lokað (nýtt nett loftnet í framrúðu)
Lituð ljós
Filmur

Pipercross loftsía
Opið púst
Nismo bensínþrýstijafnari
Walbro 255 bensíndæla
Þverstífa milli framdemparaturna
Short-shifter
Eco-tec eitthvað dót

Isotta stýri
Isotta mottur
Foliatec gírhnúður

Sony geislaspilari 4x52W
6x9" Kenwood afturhátalarar
16cm DLS framhátalarar
10" keila og magnari

Semsagt, bíll sem lítur vel út, virkar fínt (15,3sek kvartmíluna) og er með ágætis græjum. Hvað meira þarf maður? Verðhugmyndin er um 480.000 með möguleika á uppítöku á einhverju hræódýru og eyðslugrönnu, t.d. Sunny, Justy eða Corolla. Ef þið hafið einhverjar spurningar endilegar hafið samband í e-mail, pm eða síma (eftir hádegi).

P.S. Fyrir þá sem ekki vita það þá er t-toppur á svona bílum sem er náttúrulega snilld á sumrin.

Danni
S: 660 6300
e-mail: dtp[at]internet.is

54
Aðstoð / Ryðbætingar, hver tekur að sér svoleiðis?
« on: September 26, 2006, 23:45:43 »
Sælir

Mig langaði aðeins að forvitnast um hvort einhver viti hver tekur að sér að ryðbæta bíla. Þá meina ég hluti eins og innri bretti og kannski botn.
Einnig væri fínt ef einhver hefur hugmynd um hvað menn eru að taka fyrir svonalagað.
Ég er semsagt með bíl sem stendur til að skipta um body á en var að velta fyrir mér möguleikanum á því að nota hann þangað til án þess að afturbrettin séu laus frá innri brettunum og svoleiðis... koma honum í skoðunarhæft ástand.
Ef einhver tekur að sér svonalagað eða veit hver gerir það má viðkomandi endilega láta mig vita.

55
Varahlutir Óskast Keyptir / Vantar iðnaðarhúsnæði
« on: February 08, 2005, 19:08:33 »
Jújú, mig vantar víst að leiga iðnaðarhúsnæði. Helst á bilinu 70-100 fermetrar. Þarf að vera á höfuðborgarsvæðinu og innkeyrsludyr að sjálfsögðu skilyrði. Ef einhver er með eitthvað í þessum dúr þá endilega hafið samband.

Daníel
Sími: 662-6300
E-mail: dtp@visir.is

56
Varahlutir Óskast Keyptir / Vantar loftpressu
« on: February 05, 2005, 15:31:38 »
Eins og fyrirsögnin kannski gefur til kynna þá vantar mig loftpressu. Má vel vera notuð en þarf að afkasta að minnsta kosti 500 lítrum (fyrir juðara, sprautukönnur og þess háttar). Það hlýtur einhverjum hérna að vanta að losa við svona, right? Ef svo er, endilega setjið inn upplýsingar og verð.

Danni
Sími: 662-6300
E-mail: dtp@visir.is

57
Almennt Spjall / Kappakstursbraut í Reykjanesbæ?
« on: June 04, 2004, 03:30:02 »
of gott til að vera satt, trúi þessu ekki fyrr en ég sé það gerast.

58
Almennt Spjall / snilld
« on: June 01, 2004, 21:59:38 »
Sumt fólk er bara yndislega heimskt
merkilegt að enginn hafi gert þetta hér á landi ennþá (svo ég viti)

59
Keppnishald / Úrslit og Reglur / Almanak 2004
« on: May 26, 2004, 23:57:20 »
fer ekki að koma tími á að uppfæra ba.is?

Brot úr síðunni:
"Þann 14. júní 2003 klukkan 16.00 ætlar klúbburinn að halda OLÍS götuspyrnuna, sem hefur verið árlegur líður í dagskrá..."

Væri bara ágætt að sjá ykkur aðeins virkari á netinu. Man líka eftir að hafa sent BA allmörg e-mail án þess að hafa fengið svör.

60
Almennt Spjall / veit einhver?
« on: May 24, 2004, 18:45:45 »
þetta eru nú varla póleraðar álfelgur ef það er einhver húð á þeim, skrapaðu bara húðina af og eyddu mánuði í að pólera álið ;)

Pages: 1 2 [3] 4