Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Shafiroff on November 10, 2008, 14:36:03

Title: hitasveppur?
Post by: Shafiroff on November 10, 2008, 14:36:03
sælir félagar. hvernig er það, er ekki einhver góður félagi í þessum góða klúbb okkar sem getur lánað okkur hitasvepp á laugardaginn? svo það sé hægt að hafa það notalegt úti við:)

kv. Auðunn Herlufsen
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Kimii on November 10, 2008, 14:47:41
og hvernig er það á ekki að opna fyrir skráningar á lokahófið?
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Shafiroff on November 10, 2008, 15:56:34
sælir félagar.jú það verður gert mjög fljótlega það er líka allt í lagi að menn staðfesti komu sína hér á þessum link allt í lagi með það.þetta er allt í vinnslu.en enn og aftur látiði vita þeir sem eru tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd og þetta með sveppinn endilega hugleiðið þetta þið sem hugsanlega gætuð bjargað því,við erum með gas og alles .kv AUÐUNN HERLUFSEN
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Birna Matt on November 10, 2008, 22:20:18
sælir félagar. hvernig er það, er ekki einhver góður félagi í þessum góða klúbb okkar sem getur lánað okkur hitasvepp á laugardaginn? svo það sé hægt að hafa það notalegt úti við:)

kv. Auðunn Herlufsen

Mér líst vel á þetta SVEPPADÆMI, svo þeir sem reykja ekki geti haft það notalegt úti, meðan við reykjum inni.


Kv. Birna.
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Elmar Þór on November 11, 2008, 12:22:57
Bara reykja úti í sveppnum.
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Belair on November 11, 2008, 12:32:06
eða bara hætta að reyjka og lifa bertar lifi  :mrgreen:
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Valli Djöfull on November 11, 2008, 12:35:43
Þetta er íþróttaklúbbur, er ekki bannað að reykja á landssvæðinu?
Þið verðið að rölta yfir á Geymslusvæði til að reykja  :lol:
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 11, 2008, 13:05:03
Við erum að leitast eftir því hvort einhver félagsmaður geti lánað okkur svona hitasvepp.

KK á gasið þannig okkur vantar bara sveppinn.

Ef einhver getur lánað okkur svona endilega hafið samband við Auðunn sem fyrst.

Vinsamlegast ekki commenta hérna nema þið getið lánað klúbbnum svo þessi þráður fari ekki bara í rugl.
Title: Re: hitasveppur?
Post by: TONI on November 13, 2008, 00:25:14
Því taliði ekki við áhaldaleigu Byko eða Húsasmiðjunar, spurning hvort þetta fáist ekki án endurjalds fyrir KK yfir nóttina.......eða hvar var timbrið keypt í pallinn? láta þá vita að nú skuli halda hóf á pallinum góða og sveppinn vanti........eflaust ekki mikið um að vera í þessari vöru þessa dagana
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 13, 2008, 01:36:58
Þeir eru ekki með þetta lengur nema bara til sölu.
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Halldór H. on November 13, 2008, 20:18:50
Er ekki langbest að KK handsali einn svona svepp,

 það er að ég held 20% afsl hjá Olis núna. :)
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Kristján Skjóldal on November 13, 2008, 23:26:03
nei það vantar ekki fleiri sveppi þarna hjá KK :lol:
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Anton Ólafsson on November 13, 2008, 23:29:15
nei það vantar ekki fleiri sveppi þarna hjá KK :lol:

Þetta eru nú ekki alveg alltsaman ofskynjunarsveppir,,,,
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 14, 2008, 00:43:13
Er ekki langbest að KK handsali einn svona svepp,

 það er að ég held 20% afsl hjá Olis núna. :)
Takk fyrir upplýsingarnar ég ætla að skoða þetta.
En annars talandi um sveppi þá sættum við okkur líka við ef einhver getur lánað okkur fótsveppi.
Title: Re: hitasveppur?
Post by: Hera on November 14, 2008, 11:18:09
Hitasveppir, ofskynjunnarsveppir og fótsveppir verður sveppasúpa í forrétt  :smt043