Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: SMJ on July 25, 2009, 16:52:49

Title: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: SMJ on July 25, 2009, 16:52:49
Stjórn og starfsfólk eiga mikið lof skilið fyrir þessa vel sóttu keppni, og að öllum ólöstuðum er náttúrulega bara frábært að hafa pro-kynnir sem heitir Valur Vífilsson!

Og ekki má gleyma keppendum sem mættu því án þeirra væri þetta frekar dapurt.... :-"
Frábært að sjá svona marga taka þátt. Ég óska sigurvegurum til hamingju.

Kannski eru svona keppnir það sem koma skal?
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Dropi on July 25, 2009, 16:56:28
þetta var með skemmtilegrum keppnum sumarsins  =D>
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Porsche-Ísland on July 25, 2009, 16:58:30
Án ef flottast keppni ársins.

Gaman að sjá Austrið mæta Vestrinu í úrslitum. 

Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: SPRSNK on July 25, 2009, 17:22:10
Frábær dagur í dag!
Þakka öllum sem aðstoðuðu við framkvæmdina.

Takk fyrir mig - nú þarf ég bara að tjúnna "ökumanninn" - bíllinn er að skila alveg helling!
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: RO331 on July 25, 2009, 17:32:18
Með eindæmum skemmtileg og spennandi keppni, án efa ein sú besta sem ég hef séð  =D>
Ég vill líka óska sigurvegaranum til hamingju. 
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: jeepcj7 on July 25, 2009, 17:36:42
Og hver var það sem vann :?:
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: SPRSNK on July 25, 2009, 17:44:11
Friðrik Daníelsson á 1976 Trans Am er "King of the Street"
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Sigtryggur on July 25, 2009, 17:44:19
Með skemmtilegustu keppnum sem ég hef séð....og hef séð þær margar !
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: pal on July 25, 2009, 18:16:13
Klárlega ein allra skemmtilegasta keppni ég hef séð.

Vill óska Frikka til hamingju með sigurinn, enda er hann vel að honum komin =D>
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: ingvarp on July 25, 2009, 18:48:27
virkilega skemmtileg keppni !

það eru forréttindi að fá að taka myndir og video af svona skemmtilegum keppnum !!!  =D>

ég vil óska Frikka til hamingju með sigurinn  =D>

og einnig vil ég þakka Vali Vífils fyrir frábæra frammistöðu sem kynnir á þessari keppni  :D

myndir koma seinna í kvöld :)

MBK
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: bæzi on July 25, 2009, 19:56:07
Friðrik Daníelsson á 1976 Trans Am er "King of Street"


Þvílík Keppni,

Frikki til hamingju
einnig til hamingju Einar þvílíkt öflugur bíll....

Ég er í skýjunum með daginn gerði ekkert annað en að bæta mig, eftir mikið hark í tune og traction

Bæti persónuleg met nokrum sinnum í dag
best fór ég
11.605@120.31
60ft 1.705
1/8 7.465@96.02


takk kærlega fyrir daginn, gekk ótrúlega hratt og vel
Staffið á mikið hrós skilið., Gott að hafa Ingó í pittinum, hann er eins og hershöfðingi...

kv bæzi
corvetta z06
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Gunnar M Ólafsson on July 25, 2009, 19:57:56
Frábær keppni.  :D
Afar vel að allri framkvæmd staðið. Kærar þakkir starfsfólk. =D>

Frikki til hamingju með titilinn. :wink:

"Megi V8 að eilífu ríkja, jafnt á mílu sem á götu."
Amen.
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Kiddi on July 25, 2009, 20:26:27
Takk fyrir mig og þennan skemmtilega dag. Til hamingju Frikki með titilinn, þetta var dúndur show hjá þér og Einari í lokin.
Mér fannst keppnishaldið og allir starfsmenn standa sig með mikilli prýði og þetta gekk allt mjög vel. Ég þarf að versla mér stærra wastegate fyrir næsta season og vera með í dælukeppninni  :-({|=

Sjálfur náði ég markmiði sumarsins en það var að komast í 9 sek. ..... Náði best 9.88/140 @15psi 1.58 60 ft. og það vældi í dekkjunum megnið af brautinni  :lol:
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: 429Cobra on July 25, 2009, 20:34:45
Sælir félagar. :)

Frábær dagur og frábær keppni þar sem allt gekk upp.

Til hamingju Frikki er ekki tilvalið að setja inn eina mynd af kónginum.

(http://www.internet.is/racing/king_of_the_street_2009.jpg)

Fleiri myndir að detta inn.

Kv. Hálfdán.
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Addi on July 25, 2009, 20:48:38
Vil þakka öllum fyrir frábæran dag, bæði samtstarfsmönnum og keppendum. Og takk Frikki og Einar fyrir einhverja mest spennandi úrslitarimmu sem ég man eftir :D. Frábær dagur.
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Jón Bjarni on July 25, 2009, 21:01:59
Þetta var frábær dagur í dag :D

Ég þakka öllu starfsfólkinu sem kom og hjálpaði til í dag.

Ég þakka líka öllum keppendum fyrir skemmtilega keppni.

Sigurvegarar dagsins eru

Bílar
4 cyl
1. Magnús B. Guðmundsson
2. Alfreð Fannar Björnsson

6 cyl
1. Daníel Þór Pallason
2. Aron Jarl Hillerz

8 cyl
1. Friðrik Daníelsson
2. Hafsteinn Valgarðsson

4X4
1. Einar Sigurðsson
2. Kjartan Viðarsson

Mótorhjól

800cc og stærri
1. Björn Sigurbjörnsson
2. Axel Thorarensen Hraundal


Og síðan Varð konungur strætanna í bílaflokki Friðrik Daníelsson og í mótorhjólaflokki Björn Sigurbjörnsson+
í Bílaflokki munaði aðeins 0.009 sek á milli frikka og einars.  Þetta var hnífjafnt

Þetta var gaman og ég vona að þessi keppni verði enn stærri og enn meira spennandi á næsta ári

Enn og aftur Þakkir til allra

Kv
Jón Bjarni
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Guðmundur Þór Jóhannsson on July 25, 2009, 21:11:32
Takk öll sömul fyrir þennann frábæra dag.

Frikki til hamingju með sigurinn
Og svo þetta ótrúlega show með Einari í úrslitunum, sjá ykkur báða taka tvö svona perfect run var alveg ótrúlegt.

Flokkarnir voru alveg virkilega skemmtilegir líka
Og svo Kiddi að fara 9.88 bara geggjað.

Held að þetta sé bara skemmtilegasti dagur sem að ég hef átt upp á braut :)

Takk fyrir mig og mína
Guðmundur Þór og fjölskylda :D
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: ingvarp on July 25, 2009, 21:37:49
ein frá mér af sigurvegaranum  8-)
(http://photos-e.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs178.snc1/6694_110520776428_626536428_2414012_2170152_n.jpg)
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Geir-H on July 25, 2009, 21:51:47
Þetta var hrikalega skemmtilegur dagur, held að það sé nú í lagi að hrósa starfsmönnum og öðrum sem að koma að keppnishaldi, ekkert smá skipulag komið á þetta og þvílík breyting á milli ára  =D> =D> =D>
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: ingvarp on July 25, 2009, 22:03:54
Myndirnar mínar eru komnar hingað inn

http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=86758

hér er ein af þér Geir :D
(http://photos-d.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc1/hs178.snc1/6694_110521031428_626536428_2414059_2940078_n.jpg)


 
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Daníel Már on July 25, 2009, 22:09:36
Geggjuð keppni! Til hamingju Frikki!!!  =D>

fúlt hjá mér að ég náði ekki að keyra nema 2 æfingar ferðir og bræddi svo úr hjá mér, "spun a rod á 4 cyl"

Enn til hamingju sigurvegarar!
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Moli on July 25, 2009, 22:46:43
Til hamingju Frikki, og þið hinir sem unnuð ykkar flokka.  =D>

Leitt að hafa ekki getað verið viðstaddur þessa keppni í dag sem virðist hafa verið ein sú besta í langan tíma.

Það er ekki spurning að gera þessa keppni að árlegum viðburði á miðju sumri, ég held að þetta sé komið til með að vera!  :wink:
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: ilsig on July 25, 2009, 23:40:48
Konungur götunnar,Friðrik Danélsson til hamingju með titilinn þú ert vel að honum komin.
Einnig vil ég óska Kidda Rúdolfss til hamingju með glæsilega tima,sem og öðrum sigurvegurum dagsins.
Flottur dagur og mikið gaman.

Kv.Gísli Sveinsson
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: 1965 Chevy II on July 26, 2009, 01:40:23
Takk fyrir kveðjurnar félagar og vinir,og Gísli takk fyrir sigur ísinn :mrgreen:
Þetta var vægast sagt frábær keppni og þakka ég Rúdólf kærlega fyrir aðstoðina og stuðning í dag.

Þetta var klárlega skemmtilegasta keppni sem ég hef tekið þátt í og þar á stóran hlut hann Einar á NISSAN SKYLINE,þvílíkur bíll og ökumaður þar á ferð,ef ég bara hefði video til að sýna ykkur hvað gekk á í ökumannsklefanum hjá mér :mrgreen: :mrgreen:

Sérstakar þakkir fá starfsfólk og Jón Bjarni þar fremstur fyrir frábært keppnishald,alveg til fyrirmyndar.

Takk kærlega fyrir mig.

Kveðja Elvis  8-)
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Björgvin Ólafsson on July 26, 2009, 01:43:13
Gaman að heyra sögur frá góðum degi, til hamingju með titilinn Frikki!!

kv
Björgvin
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Anton Ólafsson on July 26, 2009, 01:47:40
Takk fyrir mig og þennan skemmtilega dag. Til hamingju Frikki með titilinn, þetta var dúndur show hjá þér og Einari í lokin.
Mér fannst keppnishaldið og allir starfsmenn standa sig með mikilli prýði og þetta gekk allt mjög vel. Ég þarf að versla mér stærra wastegate fyrir næsta season og vera með í dælukeppninni  :-({|=

Sjálfur náði ég markmiði sumarsins en það var að komast í 9 sek. ..... Náði best 9.88/140 @15psi 1.58 60 ft. og það vældi í dekkjunum megnið af brautinni  :lol:

Til hamingju með titilinn Frikki!

Kiddi, þetta er stórglæsilegur árangur hjá þér!!!!!! En hvernig er það? átt þú núna betri tíma en gamli?


Kveðja

Anton Ólafsson
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: íbbiM on July 26, 2009, 14:03:28
Þetta var einhver albesta kepni sem ég hef mætt á,
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Ingó on July 26, 2009, 14:37:46
Þetta var með skemmtilegustu dögum sem ég hef upplifað á brautinni. Góð mæting frábær andi meðal keppenda og flott keppnishald og ekki má gleyma stórgóður árangur hjá flestum keppendum. =D> Það er ljóst að það er að koma ný kinnslóð með griðalega öfluga bíla. =D>

Til lukku Frikki með sigurinn og Einar með annað sætið. =D> Þið eruð báðir með bíla í sérflokki.
Það má ekki gleyma Kidda sem er kominn í betri tíma en Rúdólf sem er pabbi Kidda  og það var gaman að sjá Gísla Sveins mæta á nýjan leik.

Það var leitt að geta ekki verið með en svona er þetta bara. ](*,)

Kv Ingó.
   
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Harry þór on July 26, 2009, 21:21:29
 Gaman að sjá hvað hægt er að gera þegar félagar vinna saman.  =D> Þessi tími hjá Kidda er flottur og til hamingju. Frikki til hamingju með þinn sigur, það er sannur heiður að búa í sömu götu.
Verst að hafa mist af Gísla Sveins eyjapeyja.

harry þór málari í Köben. 8-)
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Sterling#15 on July 26, 2009, 23:12:44
Leiðinlegt að missa af þessum degi.  Hefði viljað prófa minn.  Það væri gaman að vita hvaða bílar eru á bak við nöfnin Jón Bjarni, fyrir okkur sem þekkjum lítið til þessara frábæru manna sem unnu sína titla.  Ingimundur til hamingju með persónulega besta tíma, ég þarf auðsjáanlega að fara að æfa mig!
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Jón Bjarni on July 27, 2009, 00:55:36
tíma og listi yfir keppendur finnst hér

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=43379.msg165729#msg165729


Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Þröstur on July 27, 2009, 22:06:52

Frábær dagur á brautinni,til hamingju með titilinn Frikki og Einar til hamingju með annað sætið.
Að sjá þessa ólíku en jöfnu bíla keppa til úrslita gerði daginn ógleymanlegann.

Kveðja
Þröstur
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Dodge on July 27, 2009, 22:37:53
Til hamingju Frikki með titilinn!

og Kiddi með tímann!! 9.88/140 @15psi 1.58 60 ft. er náttúrulega bara geðveikt, er þetta ekki ótöbbaður bíll með fullt af innréttingu ?
Hvað vigtar fákurinn, hversu stór gúmmí og hvernig er fjöðruninni háttað?

Það er klárt að gamli verður að mæta með plastið á næsta ári til að verja heiðurinn :)
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Kiddi on July 27, 2009, 22:57:51
Til hamingju Frikki með titilinn!

og Kiddi með tímann!! 9.88/140 @15psi 1.58 60 ft. er náttúrulega bara geðveikt, er þetta ekki ótöbbaður bíll með fullt af innréttingu ?
Hvað vigtar fákurinn, hversu stór gúmmí og hvernig er fjöðruninni háttað?

Það er klárt að gamli verður að mæta með plastið á næsta ári til að verja heiðurinn :)

Þetta voru reyndar 1.54 60 ft..... Jú bíllinn er ótöbbaður og er á 29.5/10.5 slikkum.... Bíllinn er með fullri innréttingu - aftursæti, svo er hann með full mild steel cage, sem vigtar slatta..... Hann vigtar um 3550lbs. eins og er. Afturfjöðrun en nánast stock... er með aftermarket stífur og aðra balancestöng.

Gamli gerði fína hluti á sínum tíma, fékk ekki mikið credit fyrir það svosem.. Hann fór 9.92/136 1.45 60 ft., með N/A 433cid Pontiac og vigtaði um 3200lbs. með driver og þetta var gert á 9" slikkum og á ótöbbuðum bíl. Hann portaði Performer RPM heddin sjálfur, var með cast sveifarás, tveggja bolta blokk, 12.1 í þjöppu... ekkert crazy dæmi. Bara raunhæfir hlutir sem fittuðu vel saman.
Þetta var fyrsti ótöbbaði bíllinn sem fór í 9 sek..... Getur vel verið að ég taki á bílnum í næstu keppni.  :-"
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Kristján Skjóldal on July 27, 2009, 23:37:39
hummm skrýtinn aftursæti  #-oég sá bara 1 sæti og plast framstæðu alla og skott en mjög flottur tími =D>
Title: Re: Frábær "King of the street" keppni hjá Kvartmíluklúbbnum í dag!
Post by: Kiddi on July 27, 2009, 23:52:26
hummm skrýtinn aftursæti  #-oég sá bara 1 sæti og plast framstæðu alla og skott en mjög flottur tími =D>

Haaa.. Já ekkert aftursæti eins og ég sagði, farþegastóllinn var ekki í útaf því að ég var nýbúinn að taka aftursætið úr.. hann er yfirleitt í (léttur kirkey) btw.... járnskottlok og svona street fiberglass frontur m. ljósum grillum, stock framstykki o.s.frv. annars talar vigtin sínu máli 8-[