Show Posts

This section allows you to view all posts made by this member. Note that you can only see posts made in areas you currently have access to.


Messages - 1966 Charger

Pages: 1 ... 4 5 [6] 7 8 ... 31
101
Þessar Húsavíkurbílamyndir eru fínar.  Takið eftir þessari flottu af Cougar-num.  Sver þokuljós og drullusokkar framan og aftan.  Fangamark eigandans málað á bílhurðina.  Þetta var tekið áður en Íslendingar föttuðu að það væri líka óhætt að malbika þjóðvegi, þannig að þessir bílar urðu oft drullugir upp á þak í nauðsynlegum sveitaballsferðum þess tíma.  Menn kunnu nú að bjarga sér þá.  Þessi Cougarmynd er með betri íslenskum tryllitækjamyndum sem ég hef séð vegna þess að hún segir manni svo margt um útgerðina á svona bílum á síðustu öld.
Og, með Chargerinn; ég keypti hann af Valda 1979.  Verðið var 1.800.000, sem í dag samsvarar 18 þúsund kalli.  Albert sem átti hann á undan Valda var ábyggilega Ragnarsson. Albert keypti hann af engum öðrum en Helga Jökulss.  Helgi kann nú aldeilis sögurnar maður...... :D

Góðar stundir

Ragnar

102
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Annar '70 Charger
« on: April 30, 2009, 20:50:04 »
Til viðbótar við það sem Jói segir hér að ofan: VIN XP29G0G219866.

Err

103
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Hvítur 1968 Charger
« on: April 30, 2009, 20:47:58 »
Fyrst man ég eftir þessum hvíta á Akureyri 1982; þá í eigu Jóns Grétarssonar (A 6242).  Þar var hann sprautaður orange.  318 og sjálfskiptur. Fór svo til Húsabvíkur (Þ 2466) og málaður þar hvítur.  Var rifinn um 1987.  Gulli Emilss átti lengi, og ef til vill enn hurðirnar af bílnum.

Góðar stundir

Err

104
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: Meira af 1970 Charger
« on: April 30, 2009, 20:44:09 »
Þessi Charger er einn merkilegasti factory Mopar sem komið hefur hingað.  VIN XP29V0G162863. Upphaflega R/T six-pack. Grænsanseraður og STÝRISSKIPTUR.  Fluttur inn um 1973.  Var fyrst í Hafnarfirði fór svo á Akranes þar sem 318 var sett í hann en 440 vélin týndist. Í apríl 1977 er hann auglýstur til sölu þá með 318 og sjálfskiptingu og powerstýri, leðurstólum, rafknúnum rúðum og sílsapústi (nema hvað). Þar er hann sagður ekinn 70.000 km. Gulli Emilss reif bílinn um 1982 og á enþá VIN plötuna.

Ég skal henda inn bílaauglýsingunni um helgina.

Err

105
Blessaðir kallarnir

Lesiði nú póstinn frá formanninum hér annarsstaðar.  Hættiði svo að tuða og hóstið upp nokkrum Brynjólfum til að sýna að þið styðjið þetta framtak í alvörunni!

Err

106
Sæl veriði

Hér fyrir neðan eru opinber úrslit út 1. "kvartmílukeppninni sem haldin var hérlendis. Þessi keppni fór fram sunnudaginn 6. febrúar 1966 á Reykjavíkurflugvelli.  Ósagt skal látið hvort rétt er haft eftir með vegalengdina (350 m.). Málið er að mér finnst þetta mjög merkilegt framtak. Ef einhver er málkunnugur ökuþórunum eða stjórnarmönnum BKR sem nefndir eru þá væri væri nú rétt að fá punkta frá þessum frumkvöðlum og koma þeim á framfæri við okkur sem höfum gaman af sagnfræði íslensks kappaksturs.

Góðar stundir

Err

PS: Látið ykkur ekki detta í hug að hæðast að tímunum.

-------------------

Á sunnudaginn ráku vegfarendur á Hringbraut upp stór augu, því bílar þutu á ofsahraða fram og aftur um flugbrautina sem liggur í átt til Miklatorgs. Þarna hafði safnazt saman stór hópur manna, sem horfði á kappakstur hjá „Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur."  Þarna fór fram svokallað „Dragrace",eða keppni í að koma bílunum á mikla ferð á stuttri vega lengd, aðeins 350 metrum. í Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur eru aðallega ungir menn, sem vilja efla bifreiðasport á landinu og draga jafnframt úr óleyfilegum kappakstri á götum úti: Þeir fengu lánaða ónotaða flugbraut með leyfi flugvallarstjóra og stigu þar benzínið í botn, án neinnar áhættu fyrir umhverfið eða sjálfan sig. Þeir áætla að halda slíka keppni oftar á þessu ári.

Úrslit í keppninni í gær urðu þessi:

1. Kári Guðmundsson, Ford '56

v-8 vél, 300 hestafla: 3 ferðir, 15

sek, 14.7 sek. og 14.5 sek.

2. Ásgeir Þorvaldsson, Ford '59,

v-8. vél, 300 hestafla: 3 ferðir, 15.1

sek ,15 sek. og 14.7 sek.

• 4 •Óli Asgeirsson, Ford '56 v-8

vél 202 hestafla: 3 ferðir, 15.4 sek.

15 sek. og 15 sek.

4. Snorri Loftsson, Ford Cortina

GT, 4 cyL v-8 vél, 83 hestafla: 3

ferðir 15.5 sek., 15 sek. og 15.6 sek.

5. Sverrir Þóroddsson, Mercedes

Benz 220 SE: 1 ferð 15 sek.



Veg og vanda af keppni þessari hafði Sverrir Þóroddsson, eini kappakstursmaður landsins, ásamt stjórn B.K.R., en hana skipa m.a.Kristján Helgason formaður, Páll Gunnarsson gjaldkeri og Ásgeir Þorvaldsson ritari.

107
Leit að bílum og eigendum þeirra. / Re: hvað gerðist næst
« on: February 04, 2009, 19:54:58 »
Sælir bílaljósmyndarar

Það eru til ákveðnar reglur um höfundarrétt á ljósmyndum. Þetta snýst um eignar- og umráðarétt á verkum.  Hér að ofan er Moli ásakaður um að stela ljósmynd.  Mér finnst það nú fullgróf ásökun enda held ég að í flestum svona tilvikum sé um óviljaverk eða vanþekkingu að ræða. 

Árið 2003 gaf Forlagið út mjög fína bók sem heitir Íslenska bílaöldin. Glás af góðum myndum í henni.  Það sem kom mér skemmtilega á óvart var að í bókinni voru sjö myndir af bílum sem faðir minn hafði tekið úr hans einkasafni en hans var samt hvergi getið sem höfundar. Í bókinni voru ljósmyndir hans hinsvegar sagðar úr safni Bjarna Einarssonar.  Annar höfundur bókarinnar er Ingibergur Bjarnason sem ég giska á að sé sá sami og sakar Mola hér að ofan um myndastuld.  Hér fær hann tækifæri að útskýra hversvegna höfundarréttur var ekki virtur við útgáfu þessarar bókar.

Góðar stundir

Ragnar

108
Bílarnir og Græjurnar / Re: Musclecars
« on: January 31, 2009, 16:40:39 »
Aha frændi


Varðandi Barracuda þá er málið dálítið flókið vegna þess að hún var framleidd í tvennskonar boddíi; 1965-1969 og 1970-1974.  Ekkert boddí af 1965-1969 Barracudunum er muscle car samkvæmt STRÖNGUSTU skilgreiningum á því hugtaki en sumar Barracudur af 1970-1974 árgerðunum eru klárlega musclecars.  Þetta má rökstyðja svona:


Musclecar (íslenska: kaggi eða tryllitæki) er amerískur bíll sem er aðeins undir miðlungsstærð (miðað við ameríska bíla af sömu árgerð), með vél sem upphaflega átti að nota í stærri bíla frá sömu verksmiðju.  Dæmi um tryllitæki:  Pontiac GTO (sem talið er fyrsta tryllitækið sem kom á markað, 1964), Dodge Charger og Dodge Coronet, Plymouth GTX og Plymouth Roadrunner, Chevy Chevelle Super-Sport, Olds 442, Buick Gran Sport, Ford Fairlane GTA og Ford Torino, Mercury Comet Cyclone og AMC Rebel Machine. Tryllitækin eru næstum öll með drifi á afturöxli, en á því er þó undanteking sbr. Oldsmobile Toronado sem er framhjóladrifið tryllitæki.  Ég vek athygli á að vélarstærð og vélarafl er lykilatriði í skilgreiningunni á tryllitæki.  Þannig mundi Dodge Coronet með 318 vél ekki vera tryllitæki en Dodge Coronet af sömu árgerð með 383, 440 eða 426 er það svo sannarlega.

Þetta þýðir að Barracudur af 1970-1974 árgerðunum eru musclecars svo framarlega að þær séu með Big block vél. Barracudur af 1965-1969 árgerðunum eru hinsvegar flokkaðir sem pony cars. Pony=smáhestur eða tryppi.  Ekkert gott orð er til yfir pony car enda er það lítið notað hérlendis vegna þess að flestir telja að allir ponycars séu musclecars SEM ER RANGT.   En bein þýðing á ponycars er smáhestabíll, eða tryppatæki!    Þessir bílar eru minni og léttari en tryllitæki.  Fyrsta tryppatækið var Ford Mustang en önnur dæmi eru Chevy Camaro og Chevy Nova, Dodge GTS, Plymouth Barracuda 1965-1969, Pontiac Firebird, Mercury Cougar og AMC Javelin.  Tryppatækin geta verið alveg jafn öflug og hraðskreið og tryllitækin.  Ég er viss um að eigendur tryppatækja vilja fá betra heiti yfir þá og er þeim velkomið að koma með hugmyndir hér.

Góðar stundir, hvort sem þið eigið eða dreymið um að eiga tryllitæki eða tryppatæki.

Err

109
Bílarnir og Græjurnar / Re: Musclecars
« on: January 31, 2009, 13:23:42 »
Sæll frændi

Til hamingju með þrjúþúsundsjötugastaogfjórða póstinn þinn.

Geturðu búið til einn í viðbót til að útskýra hvað þú ert að fara?

Góðar stundir

Err

110
Bílarnir og Græjurnar / Re: Musclecars
« on: January 30, 2009, 15:31:04 »
Sæll Hálfdán,

Þessi umræða hefur verið tekin hér áður:

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=16906.0

Því miður lognaðist hún út af áður en kom til ágreinings og rifrildis um hvað væri muscle car.

Góðar stundir

Err

111
Afi þinn var snillingur. Hann kunni lausnir á mörgu sem hálærðir menn áttu engin eða verri svör við.

Svo eru líka til skemmtilegar sögur af honum. Ein sem á heima hér:  Eitt sinn vorum við "úti á enda" að spyrna. Það höfðu komið að sunnan þremenningar með spanjólur á hausnum sem fengust hjá Herrafataverslun Guðsteins. Undir stýri var glaðhlakkalegur rauðhærður unglingspiltur sem var með ýmsar nýstárlegar hugmyndir varðandi undirbúning bílsins fyrir átökin við Akureyska kagga. Sá rauðhærði var með garðkönnu í farteskinu og á milli ferða sótti hann vatn út í læk og bunaði því og nokkrum norðlenskum hornsílum yfir vatnskassann.  Kom þá ekki að Gísli í Árnesi á Land Rovernum umrædda.  Auðvitað stoppaði kallinn þar sem verið var að vökva kassann og bauðst til þess af fullri einlægni að útvega betri vatnskassa í Moparinn. Ég efa það ekki að ef að þessi Mopareigandi og Gísli hefðu náð saman á þessu momenti þá hefði ýmislegt nýstárlegt geta orðið til vegna þess að sem karakterar áttu þeir margt sameiginlegt.

Err

112
Alls konar röfl / Re: Lög og réttur
« on: January 28, 2009, 21:55:08 »
Ef þú varst að keyra í gegnum bæinn þá er mögulegt að þú hafir verið á þjóðvegi sem ríkið sér um viðhaldið á.

113
Chrysler / Re: Chrysler Turbine '63
« on: January 15, 2009, 21:45:24 »
FALLEGASTA ryksuga sem smíðuð hefur verið!

114
Chrysler / Re: Chrysler Turbine '63
« on: January 15, 2009, 19:55:09 »
Hér eru menn að dissa merkilegan Mopar en hafa ekkert fyrir því að kynna sér málið.  Hér er nefnilega um að ræða mjög merkilega tilraun sem Chrysler gerði 1963

Vélin í þessum bíl snérist 60.000 sn/mín. Hún gekk á allskonar eldsneyti, bensíni, dísel, þotueldsneyti og jafnvel jurtaolíu.   Einna best gekk hún á tequila.  Það var ekki talið að þyrfti að skipta um olíu á henni vegna þess að engar brunaagnir úr sprengirými gátu blandast vélarolíunni. Hún var nú ekki aflmikil (163 bhp) en betra tork (425 lbs./ft.). Bíllinn náði 100 km á 12 sek. Þessi vél þurfti lítið viðhald vegna þess að í henni var engin kveikja og ekkert vökvakælikerfi.  Hún framleiddi engan kolsýrling en nóg af nituroxíði sem er eiturefni. Ekki tókst að hemja þá framleiðslu og varð það öðru fremur til að gera útaf við þessa merkilegu tilraun, auk þess sem bíllinn sándaði eins og risastór ryksuga.

Err.


115
Bílarnir og Græjurnar / Re: Nýi bíllinn sóttur...
« on: January 10, 2009, 17:45:48 »
Til lukku með gripinn Moli.
Mér þykir veruleg MC lykt af geitinni.

Err

116
Chrysler / Re: dodge charger á ebay
« on: January 06, 2009, 11:44:57 »
Þið tveir hafið nú prjónað svo oft  :^oá Sjebbunum ykkar að það er ekki nema von að þið veltist um af hlátri.

117
Spyrnuspjall / Re: Tillögur að reglubreytingum
« on: January 04, 2009, 22:36:14 »
Ingólfur

Ég get ekki útskýrt betur en ég hef gert hverra hagsmuni ég er að hugsa um. Þú verður að eiga það við sjálfan þig ef þú hefur ekki skilið það.

Þú getur svo tekið klappkallinn úr síðasta bréfinu þínu vegna þess að ef þú lest það sem ég hef skrifað á þessum þræði þá tala ég ekki fyrir einhverjum 11.49 takmörkunum í MC. Það er best að þetta sé heads up flokkur þar sem keppendur eiga að reyna að vera eins fljótir og þeir geta/vilja/ mega út frá keppnisreglum.

Góðar stundir

Ragnar  (dónalegasti keppandinn í MC)

118
Spyrnuspjall / Re: Tillögur að reglubreytingum
« on: January 04, 2009, 21:24:40 »
Sæll Ingólfur


Komdu því inn í hausinn á þér í eitt skipti fyrir öll að við viljum fjölga keppendum í flokknum en eftir allt öðrum leiðum en þú ert að prédika fyrir.

Skrifaðu það í vasabókina þína að miðað við þær reglur sem við teljum skynsamlegar þá munu bílar okkar Harrys ekki verða samkeppnishæfir ef að tímarnir fara niður fyrir veltibogatíma vegna þess að veltibogar munu aldrei verða settir í þá. Þessvegna er ekki hægt að saka okkur um að vera verja eiginhagsmuni.

Mundu það svo örugglega að við teljum líklegra að eigendur Ný-tryllitækja muni frekar vilja keppa í Neo-MC flokki heldur en að eiga það á hættu að láta í minni pokann fyrir fornbílum með fornvélum.


Ásökun þín um fordóma er æðisleg og ég vænti þess að þú sért að tala hér sem reglunefndarmaður fyrir hönd KK.

Góðar stundir

Ragnar

119
Spyrnuspjall / Re: Tillögur að reglubreytingum
« on: January 03, 2009, 13:09:36 »
Þegar hér er komið sögu er rétt að upplýsa um reglur KK í þessu sambandi:

7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna.

Tillögum að reglubreytingum skal skila inn til nefndar sem fer yfir tillögur að breytingum eða kemur með tillögur sjálf til reglu eða flokkabreytinga.

Tillögur skulu berast nefndinni skriflega  fyrir 5 Janúar hvers árs.

Nefndin skal skipuð minnst  3 og ekki fleirum en 5  mönnum ,sem ekki sitja við stjórn KK á því tímabili, völdum af stjórn klúbbsins til tveggja ára í senn.

Þessi nefnd skal þar næst að boða til fundar með keppendum í þeim flokkum sem lagt er til að breyta til að rökræða tillögur eftir að fresti til að skila inn tillögum lýkur.

Þær tillögur sem nefndin samþykkir þarf svo að kjósa um á aðalfundi.

120
Almennt Spjall / Re: hvar er spáinn?
« on: January 01, 2009, 15:43:32 »

Heyrðu Kimi, ég hvet þig og aðra til að spreyta sig á að spá fyrir 2009 vegna þess að það stóð ekki steinn yfir steini í bullinu sem kom frá mér fyrir ári síðan (sjá hér fyrir neðan brotastrikið).  Reyndar bara eitt atriði sem stóðst 100%  :wink:

Megi kynorka ykkar og bankainnistæður aukast með hækkandi sól!

Err
-------------------------------------------------------------------------------

Eins og alþjóð veit hefur Skreppur spáð mjög nákvæmlega fyrir örlögum kvartmílunnar ár eftir ár.  Spána byggir hann á að lesa í olíupolla sem myndast undir uxakerrunni hans (sem er reyndar vélarlaus).  Hér er spáin fyrir 2008:

Mynd af Jesú Kristi birtist á vatnskassahosu Camarobifreiðar þar sem hún stendur með opið húdd niðri á Stígsplani.  Hosan er samstundir rifin úr og sett á Ebay. Líflegt uppboð.  Fyrir ágóðan kaupir eigandinn Lenco kassa, sítt pils og blússu í stíl og lakkrísreimar fyrir afganginn.

Áhorfendur á kvartmílukeppni telja sig hafa tapað öllum raunveruleikatengslum þegar Aggi, Hrafnkell, Ari, Jón Geir, Eddi K., Auðunn, Jón Trausti, Jói Sæm, Valur og Fribbi skrá sig til sömu keppninnar OG MÆTA.

Tímatökukofi kvartmíluklúbbsins fýkur af undirstöðunum og út á Reykjanesbraut. Þar sem félagarnir stumra yfir honum í vegkantinum kemur þar að Svissneskur mannvinur, fulglaskoðunarmaður og milljarðamæringur sem er stop-over farþegi á Íslandi.  Honum lýst svo vel á kofann til fuglaskoðunar að hann kaupir hann á staðnum og flytur hann út.  Stjórnin kaupir tjaldvagn fyrir aurana og riggar hann upp á staurana.

Ákveðinn Oldsmobile verður ekki til sölu í janúar og febrúar.  Til sölu í mars en ekki til sölu í maí og júní.  Verður svo til sölu í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi.  Verður ekki til sölu í september, október og nóvember.  Verður svo auglýstur í desember.......en selst ekki.

Jóhannes í Bónus fær áhuga á kvartmílu og borgar fyrir lagningu kvartmílubrautar fyrir norðan með rassvasaklinki gegn því að brautin heiti Bónusbrautin og vinstri akreinin Jóastígur, sú hægri Jónströð og bremsukaflinn Jónínusvað.
 
Fornleifar finnast undir Kvartmílubrautinni miðri.  Menntamálaráðherra bannar notkun þess hluta brautarinnar sem grafinn verður upp.  Kvartmíluliðið bjargar málum með því að keppa í 1/16 mílu.
 
Stóra Slikkatrúboðið verður fyrir áfalli þegar gamall fjögurra dyra Fury ölvagn á Maxima 60 forn-dekkjum og slant-sixara slær Íslandsmetið í SE flokki með sex manns innanborðs. Þjóðminjasafnið kaupir flekann og varðveitir sem dæmi um Icelandic ingenuity.
 
Einar Möller kvænist dóttur John Force.  "Þetta er bara sparimerkjagifting" segir Möllerinn.  Tengdapabba ekki skemmt og hótar að fá U.S. Home Office í lið mér sér að gera rectal, með gömlu felgujárni, á Möllernum þegar hann fer næst westur í hreppa aðsækja góss í Oldsinn.
 
Nýja SBC CNC inntakið fær viðurnefnið Krómhausinn og sömuleiðis sá sem keypti það á 9000 bökks.
 
 Áhorfandi á kvartmílukeppni læsist inni á kamrinum á keppni.  Dvelur þar í fjórar vikur vegna þess að einni keppni verður frestað vegna rigningar. Var 120 kíló þegar hann fór inn en 73 þegar hann losnaði út.  Konan hans hæstánægð.  Í framhaldinu fer KK út í að reka megrunarspa á kamrinum fyrir karla.  Það reynist svo vinsælt að fyrir ágóðan var hægt að breikka og lengja brautina í allar áttir.

Þekktur Íslenskur kvartmílumaður verður forríkur þegar hann býr til umhverfisvænt trakkbæt sem samanstendur af hráka úr gömlum Framsóknarkonum, LÍA fundargerðum og brotnum loforðum stjórnmálamanna um betri aðstöðu fyrir kvartmíluíþróttina.

 KK setur upp internet hot spot á brautinni. Blettinn einokar glaðbeittur keðjureykjandi bakaradrengur á Chevymerktum Blazerjakka.

Pages: 1 ... 4 5 [6] 7 8 ... 31