Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Jón Geir Eysteinsson on August 08, 2009, 21:56:16

Title: Belvedere GTX 426 Hemi
Post by: Jón Geir Eysteinsson on August 08, 2009, 21:56:16
Flottur Ísbúðarbíll....
Title: Re: Belvedere GTX 426 Hemi
Post by: 1966 Charger on August 08, 2009, 23:22:21
Jón Geir, hvernig ís er kallinn með í lúkunum?  Varla barnaís með dýfu er það?

PS:  Hef annars heyrt að Slantarinn sé með eitthvað á prjónunum. Kannski Hemiprjón(um)?  Hann fer nú vonandi að láta ljós sitt skína á þessari síðu.

Err
Title: Re: Belvedere GTX 426 Hemi
Post by: johann sæmundsson on August 09, 2009, 01:58:31
Svona í tilefni  dagsins þá rifjaðist upp  að Slantarinn hefði fengið Dönu International "undir"
því Dana 60 var of grönn.

Þessu hvíslaði lítill fugl.

Title: Re: Belvedere GTX 426 Hemi
Post by: 1966 Charger on August 09, 2009, 13:28:54
Jamm hef heyrt þetta líka Jói en örugglega ekki frá sama fugli. Dana International Harvester var það;reyndar bleikmáluð. Svo er Slantarinn með alveg killer vél í smíðum.

Jón Geir; er hann ekki bara að þyngja bílinn svo hann trakki betur? Mér skilst að þetta hemidót sé það kraftmikið að reyndir sem óreyndir "sjáendur" séu óhræddir við að spá því metum í framtíðinni.

Err