Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: einarg on November 02, 2007, 01:19:56

Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: einarg on November 02, 2007, 01:19:56
Hér langar mig á þessum þráð að menn tjái sig um það sem betur má fara í keppnisshaldi í kvartmílu og sandi???
Er ekki Tími til að við keppendur,,,,þó ég sé gamall !!!!! tjái sig um það sem við viljum í þeim efnum og hvað má betur fara???? tja ég spyr eins og fávis ,,,,,H

Endilega komið hér inn og segið ykkar skoðanir svo stjórnir ykkar klúbba komi til með að gera eitthvað með  ykkar langanir!!!!!



PS,,,,,,það eru fái sem reyna að setja á dagtal ískross,,,1 juli!!!!

KvEinar Gunnlaugsson
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 02, 2007, 05:42:22
Sælir Einar.
Þetta er flott hjá þér að virkja félagsmenn í svona umræðu.

Ekki væri verra ef þú gætir hjálpað okkur að redda starfsfólki fyrir næsta síson.  :smt023
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Racer on November 02, 2007, 11:16:39
Fleiri menn í turn..
Endilega einhverja sem kunna til verks að skipuleggja keppni.

Góðan ritara til að skrá tíma manns niður og raða þannig upp.
 
Valli er góður á tölvunni :)

Ýta undir til dæmis Ómar að blaðra í gegnum hátalarana ef hann fæst ekki þá einhvern skemmtilegan sem kann að segja sögur og þekkir bíla frá öllum löndum

Stjórnameðlimir eiga ekki að þurfa að standa vaktir á keppni , það var ekki þannig þegar síðasta stjórn var við völd enda voru sjálfboðaliðar tilbúnir að hjálpa mílusamfélaginu þá.

Minnir að til að halda alvöru keppni þá þarf 14 menn í allar stöður.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Bannaður on November 02, 2007, 19:55:23
Væri ekki nær að gera eitthvað í málunum sjálfur frekar enn að setja út á þessa fáu sem láta hlutina gerast :roll:
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Dodge on November 02, 2007, 20:43:54
Það vantar staff punktur.
og ég held ég viti ástæðuna.

Ég persónulega hef lagt það í vana minn að bjóða mig fram til starfa
þegar ég get, en þegar maður sér fram á að þurfa að vera að allar
helgar allt komandi sumar til að sýna lit, þá bara hreinlega hætta
hörðustu menn að nenna þessu, fjarlægjast félagsstarfið og reina að
áta fara lítið fyrir sér og gleymast frekar en mæta t.d. á annan hvern
viðburð.

Bottom line... ÆFINGAR!

Þetta er bara of mykið til að leggja á örfár hræður að hafa æfingar
hverja helgi, keppni aðrahverja helgi, sandspyrnu á vori og hausti
og sýningar og fleira.
Þetta vex mönnum bara svo í augum að þeir láta sig hverfa.
Kannski er þetta rugl í mér og allir eru bara vesalingar, en mér finnst
þetta vænlegri skýring..

Spurning hvort æfingar þurfi hreinlega að víkja fyrir keppnishaldi?
Ég veit að æfingarnar eru betur sóttar en keppnir en..
1. Gróðinn er enginn.
2. Þetta sport snýst um KEPPNI!
3. Getur þetta fólk ekki bara skráð sig til keppni eins og aðrir..?

Virðingarfyllst. 'Cuda'steve.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 02, 2007, 22:22:51
Ég er ekki alveg sammála þér að æfingarnar skili engu í kassann. Það eru fullt af ungum einstaklingum sem skráir sig í klúbbinn og borgar sín félagsgjöld eingöngu til þess að leika sér á æfingum.

Ég bauð starfsfólki kr 2.000.- fyrir hvert skipti sem þeir hjálpuðu til en það afþökkuðu allir. Annars verður væntanlega rukkað inn á allar æfingar á næsta ári og keppnisgjöld hækkuð þar sem keppnisgjöldin duga varla fyrir bikurum.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: 1965 Chevy II on November 02, 2007, 22:50:03
Það er búið að samþykkja hækkun úr 5 í 7000kr fyrir 2008.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Árný Eva on November 04, 2007, 22:41:40
Quote from: "Dodge"
Það vantar staff punktur.
og ég held ég viti ástæðuna.

Ég persónulega hef lagt það í vana minn að bjóða mig fram til starfa
þegar ég get, en þegar maður sér fram á að þurfa að vera að allar
helgar allt komandi sumar til að sýna lit, þá bara hreinlega hætta
hörðustu menn að nenna þessu, fjarlægjast félagsstarfið og reina að
áta fara lítið fyrir sér og gleymast frekar en mæta t.d. á annan hvern
viðburð.

Bottom line... ÆFINGAR!

Þetta er bara of mykið til að leggja á örfár hræður að hafa æfingar
hverja helgi, keppni aðrahverja helgi, sandspyrnu á vori og hausti
og sýningar og fleira.
Þetta vex mönnum bara svo í augum að þeir láta sig hverfa.
Kannski er þetta rugl í mér og allir eru bara vesalingar, en mér finnst
þetta vænlegri skýring..

Spurning hvort æfingar þurfi hreinlega að víkja fyrir keppnishaldi?
Ég veit að æfingarnar eru betur sóttar en keppnir en..
1. Gróðinn er enginn.
2. Þetta sport snýst um KEPPNI!
3. Getur þetta fólk ekki bara skráð sig til keppni eins og aðrir..?

Virðingarfyllst. 'Cuda'steve.


en er eitthvað vit í því að keppa ef maður fær aldrei að æfa sig?

persónulega finnst mér að það eigi að rukka inn á æfingar 500-1000 kr og hafa æfingar 2 x í viku þær vikur sem eru ekki keppnir ... Borga staffinu með þessum pening sem að safnast með að rukka á æfingar

Svo finnst mér vanta að þeir sem að eru að kvarta ættu bara að bjóða sig fram í að hjálpa af og til (ekki meint til allra samt)  það er meira en bara æfingar og keppnir í gangi hjá klúbbnum ... það voru td. nokkrir vinnudagar í sumar uppi á braut og hvað mættu margir á þá til að hjálpa til ???  ekki margir fyrir utan stjórnina
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: íbbiM on November 05, 2007, 00:03:12
Quote from: "Dodge"
Það vantar staff punktur.
og ég held ég viti ástæðuna.

Ég persónulega hef lagt það í vana minn að bjóða mig fram til starfa
þegar ég get, en þegar maður sér fram á að þurfa að vera að allar
helgar allt komandi sumar til að sýna lit, þá bara hreinlega hætta
hörðustu menn að nenna þessu, fjarlægjast félagsstarfið og reina að
áta fara lítið fyrir sér og gleymast frekar en mæta t.d. á annan hvern
viðburð.

Bottom line... ÆFINGAR!

Þetta er bara of mykið til að leggja á örfár hræður að hafa æfingar
hverja helgi, keppni aðrahverja helgi, sandspyrnu á vori og hausti
og sýningar og fleira.
Þetta vex mönnum bara svo í augum að þeir láta sig hverfa.
Kannski er þetta rugl í mér og allir eru bara vesalingar, en mér finnst
þetta vænlegri skýring..

Spurning hvort æfingar þurfi hreinlega að víkja fyrir keppnishaldi?
Ég veit að æfingarnar eru betur sóttar en keppnir en..
1. Gróðinn er enginn.
2. Þetta sport snýst um KEPPNI!
3. Getur þetta fólk ekki bara skráð sig til keppni eins og aðrir..?

Virðingarfyllst. 'Cuda'steve.



ég held reyndar að ástæðan fyrir því að fólk mæti ekki á kepnirnar sé sú að það fæstir hafa nokkurn áhuga á því,

nú má ekki hrauna yfir mig enda ekki mín skoðun.

en ég mæti á allar æfingar ásamt fullt af fólki og ég get ekki séð að það sé neinn áhugi hjá þeim sem eru að mæta á æfingarnar að mæt aá kepni líka..
  stæðst prósenta þarna hefur ekki nokkurn skapaðan áhuga á kvartmílu..  það hefur bara áhuga á hvaða tíma bíllin sinn nær,
þar af leiðandi held ég að ef það væri slegið af æfingunum þá myndi þessi sami hópur og er að mæta grimmt á föst æfingarnar hreinlega hætta að mæta.. en ekki mæta á kepnina í staðin..

hvað er hægt að gera í þessu veit ég ekki..  ég sjálfur hef reynt að hvetja fólk til að mæta, og ætla mér sjálfur að reyna vera memm í GT flokk í sumar ef ég verð með bíl í það..

varðandi staffið þá finnst mér ekki skrítið að það sé erfitt að fá fólk í þetta, því að jú eins og ég kom inn á áðan þá eru flestir ekki að spyrna þarna útaf áhuga á kvartmílu eða kvartmíluklúbbnum.. heldur eingöngu til að sjá hvað bíllin þeirra getur..  og þar af leiðandi hafi þetta sama lið ekki nokkurn áhuga á að standa í gulu vesti og "vinna" fyrir ekki neitt, hvort sem það er á kepni eða utan kepni,

sem beturfer gildir það hinsvegar ekki um alla og á nú liðið sem hélt þessu gangandi í sumar hrós skilið fyrir sitt starf,
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Kristján Skjóldal on November 05, 2007, 09:41:01
er ekki bara málið fyrir þá sem eru bara á æfingum að þeir fái að fara fritt á æfingar ef þeir mæti og vinni á keppni :?
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Dodge on November 05, 2007, 09:45:07
já þarna kom það...
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 06, 2007, 00:21:18
Quote from: "Kristján Skjóldal"
er ekki bara málið fyrir þá sem eru bara á æfingum að þeir fái að fara fritt á æfingar ef þeir mæti og vinni á keppni :?

Eitthvað verður allavega að gera og eru allar tillögur vel þegnar.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Dodge on November 06, 2007, 09:36:06
Quote
en er eitthvað vit í því að keppa ef maður fær aldrei að æfa sig?


Er eitthvað vit í að æfa sig ef alldrei er keppt?

Akureyringar hafa keppt án æfinga til fjölda ára með fínum árangri. t.d.

Quote
stæðst prósenta þarna hefur ekki nokkurn skapaðan áhuga á kvartmílu.. það hefur bara áhuga á hvaða tíma bíllin sinn nær,


Er ekki rétt að fólk sem hefur engann áhuga á kvartmílu sé sett frekar
aftarlega í forgangsröðina um notkun kvartmílubrautar?
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: íbbiM on November 06, 2007, 11:20:22
þetta fólk er meirihluti þeirra sem mætir á brautina,   að vekja áhugan hjá þeim er held ég það sem þarf frekar að "reyna"

nú samt er þetta bara mín skoðun.. og ég er alls ekki að setja út á núverandi stjórn
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Valli Djöfull on November 06, 2007, 12:48:39
Það er nú þónokkrir sem keppa sem vilja fá að mæta á æfingar.  Það á ekkert að bitna á þeim þó norðanmenn komist ekki á æfingar   :roll:   Það kemur málinu bara ekkert við :)

Æfingar eru nauðsyn og ég mun aldrei kjósa að láta leggja þær niður, frekar vil ég fjölga þeim.  Hafa fimmtudagsæfingar fyrir keppni sem er BARA fyrir skráða keppendur eða eitthvað þannig.  Því það getur breytt öllu að fá nokkrar æfingaferðir.
Ég set frekar útá keppendur að nýta sér ekki æfingar heldur en þá sem nýta sér þær en keppa ekki.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Dodge on November 06, 2007, 14:18:23
Quote
Það er nú þónokkrir sem keppa sem vilja fá að mæta á æfingar. Það á ekkert að bitna á þeim þó norðanmenn komist ekki á æfingar  Það kemur málinu bara ekkert við  


Í guðanna bænum hættið að snúa öllu uppí norðan vs. sunnanmenn um
leið og maður nefnir Akureyring.

Ég var bara að gefa það í skyn að þær væru ekki nauðsynlegar til að geta
keppt með góðum árangri.

Ekki misskylja mig, mér finnst þessar æfingar alveg frábært framtak,
Gefa mönnum gott færi til að leika sér á öruggum stað, hraðakstur
af götunum og allt það..
En þetta virðist bara vera fullmykið fyrir nokkrar hræður að höndla, og
ef eitthvað þarf að víkja þá finnst mér þær eiga að vera fyrstar að fara..

Ekkert illa meint :)
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Valli Djöfull on November 06, 2007, 19:51:51
Quote from: "Dodge"
Quote
Það er nú þónokkrir sem keppa sem vilja fá að mæta á æfingar. Það á ekkert að bitna á þeim þó norðanmenn komist ekki á æfingar  Það kemur málinu bara ekkert við  


Í guðanna bænum hættið að snúa öllu uppí norðan vs. sunnanmenn um
leið og maður nefnir Akureyring.

Ég var bara að gefa það í skyn að þær væru ekki nauðsynlegar til að geta
keppt með góðum árangri.

Ekki misskylja mig, mér finnst þessar æfingar alveg frábært framtak,
Gefa mönnum gott færi til að leika sér á öruggum stað, hraðakstur
af götunum og allt það..
En þetta virðist bara vera fullmykið fyrir nokkrar hræður að höndla, og
ef eitthvað þarf að víkja þá finnst mér þær eiga að vera fyrstar að fara..

Ekkert illa meint :)

Alls ekki taka því þannig að ég sé eitthvað að vera að reyna að snúa þessu í norðanmenn vs sunnanmenn :)  Þú bara orðaðir það þannig svo ég vildi svara því..  

En Mér finnst æfingar nauðsyn, lausnin er alls ekki að fækka eða sleppa þeim.  Frekar að finna lausn á starfsmannavandræðum.  Þarf ekki bara að borga laun?  Eins og einhver nefndi..  500-1000 kjell að keyra á æfingu og sá peningur fer í staffið..  Mér finnst það bara alls ekki vitlaust..
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Dodge on November 07, 2007, 09:49:17
Annars fær lausnin hans Stjána mitt atkvæði.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: 1965 Chevy II on November 07, 2007, 11:32:07
Quote from: "Dodge"
Annars fær lausnin hans Stjána mitt atkvæði.

...það var svo sem auðvitað að norðanmaðurinn fengi þitt atkvæði :smt064
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Dodge on November 07, 2007, 12:32:49
:lol:
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Bannaður on November 07, 2007, 13:17:23
það fæst Akureyringur á skalla :!:

= fínn árangur :?:
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 08, 2007, 00:35:34
Mér var að detta í hug að ef við myndum láta kosta kr 1000.- á hverja æfingu hvort að þeir peningar mættu ekki bara renna beint óskertir í vasa starfsfólks. Ef það eru að koma frá 30-60 bílar og 10 í staffi þá gerir það milli 3-6 þúsund á mann. Sjaldnast eru þá svo margir í staffi.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Kristján Skjóldal on November 08, 2007, 09:59:28
flott :smt045  svo frítt fyrir þá sem eru að keppa  :idea: þá kanski verður það til að við fáum fleiri í keppni 8)
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Valli Djöfull on November 08, 2007, 12:00:45
Quote from: "Kristján Skjóldal"
flott :smt045  svo frítt fyrir þá sem eru að keppa  :idea: þá kanski verður það til að við fáum fleiri í keppni 8)

Tjahh..  Já, ef þetta væri þúsundkall, 60 bílar.. þá dugar það í staffið á föstudegi OG fyrir keppnina  8)
Þá eru æfingarnar farnar að standa undir sér með því að borga staffi fyrir æfingar og einnig keppnir, og launin fyrir staff á brautinni væru ekkert svo hræðileg fyrir fátæka námsmenn t.d.   :)

En allt eru þetta jú bara hugmyndir eins og er, þurfum að spá í þessu meira í vetur..

Endilega halda áfram að henda inn hugmyndum..
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Racer on November 08, 2007, 13:02:43
legg til að þetta verður lagt undir meðlima á aðalfundi!

hvort það má borga fyrir vinnu framlag manna á æfingu og keppnum.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: íbbiM on November 08, 2007, 14:16:28
mér lýst vel á þetta, ég borga hiklaust 1000kall fyrir að spyrna
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 08, 2007, 17:05:15
Quote from: "Racer"
hvort það má borga fyrir vinnu framlag manna á æfingu og keppnum.

Veistu þetta er ekki lengur spurning um hvað má og hvað má ekki í þessu sambandi. Það fæst ekki fólk og þetta er ein af þeim leiðum sem hægt er að fara. Það er alveg pottþétt að við fáum fátæka námsmenn til að aðstoða okkur á brautinni. Að sjálfsögðu renna þessir peningar ekki til stjórnarmeðlima þar sem þeir eiga ekki að þurfa að vinna upp á braut.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Racer on November 08, 2007, 21:35:40
reynslan hefur kennt mér að best er að spyrja suma innan klúbbsins í stað þess að framkvæma bara þar sem þessi sumir finnast gaman að nöldra afhverju var þetta gert og afhverju var þetta ekki lagt undir okkur ;)
Title: hvaða rugl
Post by: einarg on November 08, 2007, 22:33:22
eru menn ekki kosnir í stjórn sem vilja vinna og eru duglegir þarna,,,,er stjórnarmönnum kannski bannað að vinna,,???,,tja þá væri gott að komast í stjórn!!!!,,,,tja ég segi eins og fávís aftur,,,,kjósum við ekki mennina í stjórn í okkar klúbbum sem eru duglegir og vilja vinna við þetta og reyna aftir öllum mætti að fá hina venjulegu félagsmenn til að vinna líka!!!!

kv
Sá sem alttaf nöldrar!!!!!!
E G
Title: Re: hvaða rugl
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 09, 2007, 16:54:40
Quote from: "einarg"
eru menn ekki kosnir í stjórn sem vilja vinna og eru duglegir þarna,,,,er stjórnarmönnum kannski bannað að vinna,,???,,tja þá væri gott að komast í stjórn!!!!,,,,tja ég segi eins og fávís aftur,,,,kjósum við ekki mennina í stjórn í okkar klúbbum sem eru duglegir og vilja vinna við þetta og reyna aftir öllum mætti að fá hina venjulegu félagsmenn til að vinna líka!!!!

kv
Sá sem alttaf nöldrar!!!!!!
E G

Ef þú heldur virkilega að stjórnin geri ekkert annað en að vinna upp á braut þá skjátlast þér all svakalega. Við erum búnir að vera pungsveittir í allt sumar á fundum og viðræðum við ýmsa aðila. Stjórnin fundaði 1 sinni í viku í allt sumar og erum við að reyna að koma klúbbnum á hærra plan. Því miður þá ætlar Hafnarfjarðarbær að halda áfram að gera okkur lífið leitt með þessu blessaða skipulagi sem er ekki enn komið. Mér skilst að það séu svo miklar minjar á því landi sem við erum á að við erum helst bara fyrir á þessu svæði.
Title: Re: hvaða rugl
Post by: Valli Djöfull on November 09, 2007, 17:02:55
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Mér skilst að það séu svo miklar minjar á því landi sem við erum á að við erum helst bara fyrir á þessu svæði.

Svona svo það komi fram eru þessar minjar að ég best veit gamall rollustígur... :lol:  Við verðum nú að passa okkur að keyra ekki nálægt honum  :shock:
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Lindemann on November 10, 2007, 00:48:26
en fer málið ekki að flækjast þegar það á að fara að borga starfsfólki?
Ekki misskilja mig samt, ég hef alls ekkert á móti því að þeir sem leggja til vinnu fyrir kvartmíluklúbbinn fái einhvern smá aur fyrir það en það er spurning hvort klúbburinn vill leggjast í allt það vesen sem tengist launagreiðslum.

Auðvitað er hægt að láta peninginn renna beint í vasa starfsfólks, en þá ætti það lögum samkvæmt að vera gefið upp til skatts því mér finnst hæpið að klúbburinn vilji borga "svart".

Hinsvegar væri kannski frekar hægt að bjóða starfsfólki einhverskonar fríðindi í öðru formi, sem kæmi á sama stað niður en yrði sennilega síður vesen.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Valli Djöfull on November 10, 2007, 01:00:08
Ég var einmitt að spá í því í dag, það þarf bara að finna út hver besta leiðin væri..  T.d. borgar staff ekki skatta af "bensínstyrkjum"..  o.s.frv..  En klúbburinn þyrfti væntanlega að borga það..   Svo er hægt að borga sem verktakalaun..   Ef greiðslur verða lausnin þarf bara að skoða það með einhverjum sem kann á svoleiðis mál og finna bestu leiðina :)
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 10, 2007, 12:14:13
Það sem við höfum gert fyrir staff í sumar er meðal annars að bjóða því út að borða, í bíó og frítt í klúbbinn.
Title: einstakir menn þarna í kk
Post by: einarg on November 11, 2007, 23:16:03
Jæja,,,,nuna skrifa ég,,,,ég opnaði þetta spjalll um það hvað mætti betur fara!!! ,,,,,nuna rífist þið og skrifið um hverjum á að borga og hverjum ekki!!!KRAKKAR I SANDKASSA OG EKKERT ANNAÐ,,,,,sandkassar eru fyrir ketti til ð skíta í!!!,,,,   always then comes to money????what happend??? Shit and nothing else!!!!
Strákar...ég opnaði þessa grein um hvernig mætti hræra upp í ykkur til að hafa betri keppnir og betra keppnishald,,,,án þess að setja út á það sem á undan er gengið,,,heldur bara til að menn gætu sent inn sinar skoðanir um hvernig mætti bæta það sem komið er????

hVER ER GREINDARVÍSITALAN ´HJA YKKUR????
TJA NUNA SPYR ÉG AFTUR EINS OG FÁVIS????? SEM MA´EKKI SEGJA!!!

en strakar,,,latum gott verða betra,,,,og stórt verða stærra!!!!
kv
Einar G
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Einar Birgisson on November 11, 2007, 23:21:45
Farðu að sofa nafni.
Title: hehe
Post by: einarg on November 11, 2007, 23:29:19
The devil newer sleep!!!!
Title: hehe
Post by: einarg on November 11, 2007, 23:32:09
ekki rétt nafni!!???
sleep easy ,,,,ég mun ekkert setja út á ykkur núna frekar en áður!!!!

Einar G
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Einar Birgisson on November 11, 2007, 23:35:21
Allveg slakur nafni minn.
Title: Rollustígur
Post by: einarg on November 11, 2007, 23:48:29
já sennileg rétt hjá nonna bjarna,,,,,brautin í kapelluhrauni er og verður sennilega bara rollustígur!!!????
það er að koma braut fyrir norðan elskurnar mínar sem forráða menn okkar klúbbs munu seint kalla Rollustíg!!!! tja það er klárt vegna þess að að þar munu verða auglystar keppnir haldnar en ekki frestað um óáhveðinn,,,,heldur haldnar um leið og styttir upp!!! svo menn aki ekki fyluferðir endalaust ,,,,370 km,,,,kannski ekki malið að lata menn gera það í borginni,,,,,

kv
Einar g
og finnst það bara gott
Title: afsökun Nonni
Post by: einarg on November 12, 2007, 00:01:36
Sorry Nonni,,,það var Valli sem talaði um Rollustíga en ekki þú!!

Góða nótt og bíð eftir viðbrögðum frá ykkur,,,,,


kv

Einar G
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Kristján Skjóldal on November 12, 2007, 00:05:09
:smt043  :excited:  :smt101
Title: Re: hehe
Post by: Bannaður on November 12, 2007, 00:08:27
Quote from: "einarg"
The devil newer sleep!!!!


(http://www.yinyangcat.com/Graphics/sleepdeprived.gif)
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Valli Djöfull on November 12, 2007, 00:10:03
:smt030
Title: þa eruð þið sem eruð
Post by: einarg on November 12, 2007, 00:19:37
sem eruð drukknir,,,,

góða nótt en please reynið að skilja það sem út á ykkur er sett og ekki verða eins og hinir höfðingjarnir í L'IA,,,,tj ég vitna í ykkur,,,,alveg sömu orð og LIA sagði,,,ekki mennirnir í stjorn sem þurfa að vinna!!!???? hvað eiga þeir þá að gera?????hirða aura eða???? eru þeir til staðar??? tja ég spyr aftur eins og fávís?????

kv
EG
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Valli Djöfull on November 12, 2007, 01:35:18
Ég bara hreinlega skil ekki hálft orð af því sem þú ert að reyna að koma frá þér, enda er það aðallega skítkast og kjaftur sem meikar ekkert sens.. :lol:

Svo ég er hættur að taka það nærri mér sem þú skrifar og hættur að hlusta á þig :)  Enda finnst mér ég ekki eiga inni neitt skítkast, hef staðið mig eins vel og hægt er og nenni ekki að hlusta á svona vitleysinga :)

Jújú, rétt er það, ýmislegt mætti betur fara en allt strandar þetta á hjálpinni sem ekki virðist vera í boði.  Stjórnin vinnur eins og ég veit ekki hvað, ég var tæpur á að missa vinnuna í sumar vegna þess hve mikið ég var að brasa fyrir klúbbinn í stað þess að vinna vinnuna og ég er nokkuð viss um að fleiri í stjórn hafi verið í sömu vandræðum.  En á meðan fólk heldur að stjórnin eigi að gera allt gerist ekki rassgat.  Sama hve mikið einhverjir vitleysingar væla á netinu..  Það er svolítið sem kallast að vera E-thug..  

(http://i73.photobucket.com/albums/i204/drumsforever88/e-thug.jpg)

Nóg af þeim þarna úti og þú ert eitt dæmi um svoleiðis vitleysing Einar minn :)  Svo ég er hættur að hlusta á þig :)
Ég er edrú Einar minn svo þetta var skot á þig, þar sem það er varla eitt orð rétt skrifað í textanum hjá þér  :wink:
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: edsel on November 12, 2007, 14:00:28
ég er hættur að nenna að lesa þennan þráð
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór on November 12, 2007, 14:20:55
Til þess að koma þessum keppnum og æfingum á eitthvað hærra plan eða hvetja flr. til þess að mæta (var það ekki umræðan sem þú leitaðir eftir) þá þarf einfaldlega að fá öfluga starfsmenn!

Án þeirra væri þetta ekkert hægt, þannig að ég sé nú ekki nema góða ástæðu til þess að ræða það eitthvað....

Nokkrar góðar hugmyndir sem hafa komið hérna fram. Rukka þá sem mæta á æfingar um þúsundkall og frítt fyrir þá sem ætla að keppa. Það er eitthvað sem gæti virkað. Þarf þá bara að passa að rukka þá á æfingunni svo þeir mæti í keppni.

Ef það á að borga starfsfólki síðan eins og var talað um þá er gott að gera það einmitt með einhverjum svona "styrkjum" passa bara að það sé skothelt, hef lennt í smá leiðindum með skattinn í svipuðu dæmi.

Grunnurinn á bakvið þetta allt saman er einmitt staffið! Það er ekkert leiðinlegra en öll biðin sem myndast þegar ekki er nóg staff á bakvið keppni. það kom alveg fyrir í sumar og fældi ábyggilega einhverja frá.

Það eru góðar hugmyndir að þróast hérna.... Haldið þessu áfram!

Og sem meðlimur vil ég bara þakka þeim sem komu í sumar og stóðu sig vel í staffinu. keep it up næsta sumar! ;)
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: maggifinn on November 12, 2007, 16:38:04
allar breytingarnar sem þurfa að eiga sér stað er að hægt sé að sækja um keppnisleyfi fyrir seasonið í heild sinni hjá viðkomandi sýslumannsembætti, hvort heldur sem um ræðir kvartmílukeppnir eða sand, fyrir norðan eða sunnan.

þegar hlutirnir eru orðnir svoleiðis er hægt að taka mark á keppnisdagatali. og þá vil ég meina að þessir hlutir sem verið er að ræða hér lagist að sjálfu sér

 Auðvitað eru og verða alltaf rigningarkeppnir, en það er ekkert hægt að gera við því annað en að þurfa ekki að klára keppnisdagatalið á haustinu. Langmest af vandræðum klúbbsins má rekja til þeirra sem hafa keppnisleifin í gíslingu, það er engan fyrirvara hægt að hafa á keppnum, það er vont fyrir staff, keppendur og áhorfendur.
 
 Þetta sýndi sig best nú í síðustu keppni sumarsins sem var sú eina sem hægt var að auglýsa því það fékkst fyrir henni leyfi með smá fyrirvara (alltof seint þó að mínu mati)

Sunnanmenn geta ekki boðið Norðanmönnum uppá keppnir sem ekki fæst leyfi fyrir fyrr en á hádegi föstudags. Þegar við keppum fyrir Norðan líka þá ætla ég rétt að vona að hlutirnir verði ekki svoleiðis ennþá. Ég tek ofan fyrir þeim sem leggja þetta á sig að koma 400km í blindni um keppnisleyfi.
Title: Tími til kominn á breytingar
Post by: Jón Þór on November 12, 2007, 20:09:46
Það er auðvitað hárrétt líka!