Markaðurinn (Ekki fyrir fyrirtæki) => BÍLAR til sölu. => Topic started by: aronf on June 05, 2015, 22:52:42

Title: Fiat Punto Sporting Abarth 2002
Post by: aronf on June 05, 2015, 22:52:42
Daginn,
Ég er með einn spari sport bauk sem er furðu skemmtilegur í akstri miðað við 1200 motor, enda ekki nema 930 kg. Þessi bíll er að eyða sirkað 5,5-6L/100km í eðlilegum akstri og tryggingarnar eru litlar sem engar á þessari stærð og þyngd sem gerir hann að mjög hagstæðu ökutæki.
Hann er 6 gíra og er í 115 kmh í 6 gír á 3000 snúningum svo eyðsla í langkeyrslu er ekki af lakara taginu.
Stýri hefur 2 stillingar, city sem er eins og fjöður og svo venjuleg fyrir utanbæjarakstur. Þetta er stundum með leiðindi, dettur inn og út eftir því hvernig skapi bíllinn er í.. og hraðamælirinn lætur svona líka en það er ekkert mál að miða sig við snúningsmælinn þegar svo ber undir.
Það er ekkert að marka að miða hann við aðra 1200 bíla þar sem þetta er motor sem Abarth hefur átt við í framleiðsluferli, eina sem getur gefið rétta ýmind er að prufukeyra.
Það var skift um borða og dælur að aftan í nóvember, skynjara að framan á sama tíma, en það þarf að skifta um einn í viðbót að aftan til að fá ABS ljósið burt og hann filgir með. Nýr rafgeymir og nýtt púst frá motor að miðju.
Bíllinn kemur með original bassakeilu í skottinu sem fellur inn í innréttinguna og gefur Blaupunkt græjunum þéttari hljóm.
Hann er á nýjum sumardekkjum að framan og heillegum heilsárs að aftan.
Nýr gangur vetrardekkja geta fylgt með á réttu verði, þau voru notuð í vetur og bíllinn festist aldrei, enda léttur bíll á góðum dekkjum á erfitt með það.
Hann er ekki fullkominn enda orðinn 13 ára gamall svo hann er með smá hagkaupsbeyglur, það litla ryð sem var í hjólakálum er búið að fræsa niður og bletta af fagmanni.
Skoðaður athugarsemdarlaust.

(http://i28.photobucket.com/albums/c237/aronf/CAM00281_zpseuepubtl.jpg)

(http://i28.photobucket.com/albums/c237/aronf/CAM00280_zpssm7f6iis.jpg)

(http://i28.photobucket.com/albums/c237/aronf/CAM00282_zpsyfk43cxh.jpg)

(http://i28.photobucket.com/albums/c237/aronf/CAM00283_zpsdjufn8av.jpg)

(http://i28.photobucket.com/albums/c237/aronf/CAM00284_zpsuspziavt.jpg)

Asking price 320.000kr

7724094