Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Birkir R. Guðjónsson on July 02, 2013, 08:30:28

Title: Áhugi á E85
Post by: Birkir R. Guðjónsson on July 02, 2013, 08:30:28
Sælir, eflaust einhverjir sem eru að græja E85 sjálfir en,

Ég hafði hugsað mér að blanda sjálfur, þetta kemur í svo miklu magni að ég þarf að selja með því.

Hverjir hafa áhuga? og hvað værum við að tala um marga lítra per keppni/æfingu ?
Title: Re: Áhugi á E85
Post by: Nonni on July 04, 2013, 09:50:35
Þú hefur ekki áhuga á M50, þ.e. 50% methanol og 50% bensín?  Það er með sömu eiginleika og E85 bara töluvert ódýrara og til hér heima.
Title: Re: Áhugi á E85
Post by: Birkir R. Guðjónsson on July 05, 2013, 16:29:42
jú alveg klárlega, hvar fæ ég svoleiðis ?

Hvernig eru eiginleikarnir alveg eins?

 - er AFR stoich í 9.87?
 - 50% af hvernig bensíni? 95, 98, 100, race fuel, blýlaust?
 - þarf 30% meira af eldsneytinu til að útbúa sömu orku eins og með E85?

takk fyrir
Title: Re: Áhugi á E85
Post by: Nonni on July 05, 2013, 17:43:04
Sendi þér email með meiri upplýsingum og kontact aðilum. 

Oktantalan að vera um 105 miðað við 50% blöndu af 95 oktana og 50% af metanóli. Í rannsóknarverkefni sem CRI ehf. lét framkvæma þá notuðu flex fuel bílar (4 stk Ford Expedition og einn Ford C-Max) um 20% meira af þessari blöndu en af 100% bensíni (man ekki nákvæmlega tölurnar) en niðurstöður voru allavegana í samræmi við það sem að þessir bílar voru gefnir upp frá framleiðanda miðað við E85. 

Ég hef notað um 7% á minn blöndungsbíl (aðallega til að minnka mengun) án þess að gera nokkra breitingu á stillingu og honum líkar það bara vel (var full rík blanda og bræla afturúr honum áður en hún er horfin).

kv. Jón Hörður
Title: Re: Áhugi á E85
Post by: Kiddi on July 05, 2013, 22:23:02
Stoich gildi fyrir hreint methanol er 6.4 og 14.7 fyrri bensín...


M50 væri þá einfaldlega.....

(0.5*6.4)+(0.5*14.7)= 10.55 A/F

Svo er gildið eitthvað neðar við álag og skoða síðan frekar hvað kertin eru að segja þér..

Kiddi.