Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Nóni on March 17, 2007, 23:42:58

Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Nóni on March 17, 2007, 23:42:58
Breytingatillögur frá Hálfdáni Sigurjónssyni, rauðmerkt dettur út, grænmerkt kemur inn.




GÖTUBÍLAFLOKKUR


FLOKKALÝSING


Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð. Keppnistæki skulu auðkennd með: SE/ og númeri ökumanns. Eftirfarandi Þyngdartakmörk eru í flokknum:
Ökutæki með vélarstærð að 415cid, 1350kg (2970 lbs).
Ökutæki með vélarstærð yfir 415cid, 1550kg (3410 lbd).
Hámarks vélarstærð 515cid

Þyngd ökutækis að 399cid 1250kg.
Þyngd ökutækis að 499cid 1400kg.
Þyngd ökutækis að 560cid 1500kg
.Allar þyngdir eru miðaðar við keppnistæki á ráslínu með ökumanni.
Ræsikerfi:   “Full tree”.


MÁL OG STAÐLAR

VÉL: 1

VÉL:
Skal vera bílvél.   Allar mekanískar tjúningar leyfðar nema forþjöppur.  
Skal vera bílvél. Allar mekanískar tjúnningar leyfðar nema takmörkun er á forþjöppum. Sjá forþjöppur.


ÚTBLÁSTURSKERFI:
Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi.   Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær sem þurfa þykir.   Hámarks sverleiki röra er 4”(10,16cm).

ELDSNEYTISKERFI:
Fjarlæga má upprunalegann eldsneytistank.   Ef það er gert verður að nota viðkennda eldsneytis sellu (fuel cell).   Og verður hún að vera loftræst út fyrir yfirbyggingu ökutækis.   Ef eldsneytis sella er notuð verður að gera eldvegg milli farangursrýmis og ökumannsklefa úr áli eða stáli.   Einnig verður rafgeymir sem staðsettur er hjá eldsneytissellu að vera í kassa og einangaraður frá selluni.   Leggja má nýar eldsneytisleðaslur og nota má þann sverleika sem þurfa þykir.   Ef eldsneytisleiðslur eru aðrar en upprunalegar skulu þær vera vírofnar eða úr málmi.   Gera má þró (sump) í eldsneytistank.   Sjá aðalreglur 1:5.

ELDSNEYTI:
Nítró gas N2O (glaðloft) og alkohól Bannað.

VÖKVAYFIRFALL:
Vökvayfirfalls tankur er skylda á öllum keppnisbílum og verður minnst að taka ½ lítra.   Sjá aðalreglur 1:7.



FORÞJÖPPUR:
Bannaðar.
Bannaðar nema að þær hafi komið á bílnum frá framleiðanda eða með samþykki hans frá umboði. Sé svo þarf viðkomandi forþjappa hvort sem um er að ræða kefla eða afgasforþjöppu að vera sömu gerðar og stærðar og sú upprunalega, en þarf ekki að vera frá sama framleiðanda.


INNGJÖF:
Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.   Sjá aðalreglur 1:14.


DRIFRÁS: 2


TENGSLI, KASTJÓL & KASTJÓLSHLÍF:
Séu tengsli og kasthjól ekki upprunaleg eða frá upprunalegum framleiðanda, verða þau að vera samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.   Æskilegt er að allir bílar noti sprengihelt kúplingshús, og er það skylda þegar um er að ræða bíla sem komnir eru niður fyrir 11,00sek og/eða á meira en 110 mílna endahraða 180km, og/eða eru með götuslikka.   Sprengiheld kúplingshús verað að vera eftir staðli SFI Spec 6.1. eða 6.2.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft er æskileg á öllum bílum, en er skylda ef bílar eru komnir á meira en 100mílna 160km endahraða og/eða nota”soft compound” dekk.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er bur séð frá gerð og árgerð.   Æskilegt er að sérsmíðaðir öxlar séu notaðir.   Skilda að nota sérsmíðaða öxla ef spólulæsing (spool) er notuð.

SJÁLFSKIFTINGAR:
Allar sjálfskiftingar verða að nota vökvatengsli (converter).   Gírfjöldi og skiftiröð frjálst þó verða allar skiftingar að hafa fleiri en einn gír og virkann bakkgír.


SJÁLFSKIFTINGARHLÍF:
Sjálfskiftingarhlíf er æskileg á öllum bílum.   Hlífin er skylda í öllum bílum sem komnir eru niður fyrir 10,99sek og/eða 120mílur 200km í endahraða, eða nota “Powerglide sjálfskiftingar”.   Sjálfskiftihlíf verður að vera samkvæmt staðli SFI Spec 4.1.


BREMSUR OG FJÖÐRUN: 3

BREMSUR:
Vökvaknúnar bremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

BALLEST:
Leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnsta stærð á stýrishjóli er 13” (33,02cm).
Breyta má frá “power”stýri yfir í “manual” og öfugt.   Ef breytt er frá stýrisvél (snigill og sektor) yfir í tannstöng verður að nota tannstangarstýri sem gert er fyrir viðkomandi bíl, þyngd, stýrisgang og hjólbarða.



FJÖÐRUN:
Ekki má breyta frá fjaðrablöðum yfir í gorma eða vindustangir eða öfugt, þar sem það er ekki upprunalegt.   Breyta má stífleika fjöðrunar með því að taka úr blöð, gorma, vindustangir og setja mýkri/stífari samskonar í staðin.   Sambyggðir gormahöggdeyfar bannaðir nema að þeir hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl.   Einn virkur höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól amk.


SPYRNUBÚKKAR:
Spyrnubúkkar leyfðir.   Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur leyfðar, þó ekki með málmhjólum.



GRIND: 4


BALLEST:
Ballest leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STUÐARAR:
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda.   Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir

GRIND:
Grind skal vera upprunaleg eða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum.   Styrkingar á grind leyfðar.   Tengja má grindarbita saman til að hindra að bíllinn snúi upp á sig.   Bannað er að breyta grind á nokkurn hátt.  Nota má “anti sway bar”.   Sjá aðalreglur 4:1, 4:4, 4:10.

HÆÐ FRÁ JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu er 3” (7,62cm) frá fremsta punkti bíls að punkti 12”(30.48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) fyrir það sem eftir er af bílnum nema olíupanna og flækjur.

VELTIGRIND OG BÚR:
Allir bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (195km) undir þurfa veltigrind.   Bílar sem fara 9,99sek og/eða 150míl (240km) og undir þurfa veltibúr.   Blæju og þaklausir bílar sem fara á undir 13,99sek þurfa veltigrind, og þurfa síðan veltibúr þegar þeir fara undir 12,99sek.   Sjá aðalreglur 4:10.



HJÓLBARÐAR OG FELGUR:  5


HJÓLBARÐAR:
Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með lölegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er af skoðunarsöðvum og tæknimönnum KK.   Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum leyfðar.   Minnsta stærð á felgum 13” nema að bíllinn hafi komið á minni felgum frá framleiðanda.



INNRÉTTING:  6


SÆTI:
Skifta má út sætum með lágu baki og bekkjum og setja í staðinn sæti með háu baki eða körfustóla, keppnisstóla, sérsmíðaðastóla.   Allir bílar sem fara á 11,99sek og/eða 120mílur (200km) eða betri tíma/hraða verða að vera með stóla með háu baki eða höfuðpúða.   Skylda er að nota keppnisstól í öllum bílum sem fara undir 10,99sek og/eða yfir 140mílum 200km í enda, æskilegt er samt sem áður að keppnisstólar séu notaðir í alla keppnisbíla.   Sæti má bólstar að vild.   Ekki má skera úr sætum til að lækka þau eða breyta þeim á annan hátt.   Öll sæti skulu vera til staðar í innréttingu bæði að framan og aftan.
Allir keppnisstólar verða að vera festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og framleiðandi notaði.   Það sama á við um ál.   Magnesíum er bannað.

KLÆÐNING:
Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.  













YFIRBYGGING:  7


YFIRBYGGING:
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum.   Trefjaplast vélarhlíf leyfð.   Trefjaplast bretti eru leyfð að framan.   Trefjaplast samstæður bannaðar.  
Bannað er að klippa úr yfirbyggingu hvort sem um er að ræða tvöföldun eða eitthvað annað.
Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera ú sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda.  

BRETTI:
Allir bílar verða að vera með samskonar bretti  og þeir komu með úr verksmiðju.   Innribretti verða að  upprunalega lögun og vera úr sömu efnum og original.   Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en 15mm frá ystu brún röra.   Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó styrkja.





GÓLF:
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr samskonar efnum og upprunalegt skylda.   Sjá aðalreglur 7:6.


GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR:
Allur götuakstursbúnaður sem skyldugur er skv.reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi er skylda í keppni.   Meða götuakstursbúnaði er verið að tala um virkar þurrkur, miðstöð, rúðu upphalara, ljós, hurðalæsingar o.s.f.


RÚÐUR:
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega.   Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.



RAFKERFI:  8


RAFGEYMAR:
Mest tveir leyfðir.   Staðsettning frjáls, þó ekki inni í ökumanns eða farþegarými.   Nota má sýru og/eða þurrgeymi.  
Rafgeymi má ekki staðsetja inni í ökumannsrými nema að hann sé í SFI eða sambærilega viðurkenndum kassa.
Sjá aðalreglur 8:1.



TÖLVUR OG GAGNAÖFLUN:
Sjá aðalreglur 8:2.

KVEIKIKERFI:
Allar tegundir kveikikerfa leyfðar.   Þó má ekki nota tímastillt kveikibox (stutter box).   Ef notaðar eru Magnetukveikjur verða þær að vera tengdar þannig að bíllinn drepi á sér  þegar svissað er af honum með straumlás(sviss) eins og upprunalega er gert ráð fyrir.   Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi á rafkerfi er æskilegur í öllum bílum og er skylda í bílum sem fara undir 11,99 og hraðar en 120mílur 195km.

AKSTURSLJÓS:
Allir bílar skulu vera útbúnir ökuljósum skv. Íslenskum lögum og eins og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju.









STUÐNINGSFLOKKUR:  9



DRÁTTARTÆKI:
Dráttartæki bönnuð.






ÖKUMAÐUR:  10




SKÍRTEINI OG RÉTTINDI:
Almenn ökuréttindi og gillt ökuskírteini skylda.

STAÐSETTNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.


ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta öryggisbelti skylda í öllum bílum.   Bílar sem eru komnir niður fyrir 11,99 eða 120mílur, 200km í endahraða verða að vera með viðurkennd fimm punkta belti 3” (7,62cm) breið.

HJÁLMUR:
Sjá Aðalreglur 10:7.




HLÍFÐARFÖT:
Hlífðarföt úr tregbrennandi efnum skylda.   Í bílum sem fara niður í 11,99sek og/eða 120mílur (200km), verða ökumenn að klæðast jakka og buxum, eða samfesting samkvæmt staðli SFI Spec 3-2/A1.   Þegar komið er neðar en 9,99 og í 150mílur verður ökumaður að vera í hlífðarfötum, jakka og buxum eða samfesting sem stenst staðal SFI Spec 3-2A/5.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 65tempest on March 18, 2007, 14:32:12
blablabla enn ein uppskriftin frá Hálfdáni.... það er eins gott að fundinum sé ekki frestað aftur..... Þá gætum við sé einhverja meiri þvælu.

Mæli með því að félagsmenn greiði ekki atkvæði með þessu

Kveðja.
Rúdólf
Title: Rökstuðningur?
Post by: 429Cobra on March 18, 2007, 14:46:22
Sælir félagar. :)

Sæll Rúdólf.

Það væri gaman að fá málefnalegann rökstuðning hjá þér við þetta:
Quote
blablabla enn ein uppskriftin frá Hálfdáni.... það er eins gott að fundinum sé ekki frestað aftur..... Þá gætum við sé einhverja meiri þvælu.
.

Eða er þetta etthvað persónulegt. :?:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 65tempest on March 18, 2007, 16:37:24
Sæll aftur..
Nei þetta er ekki persónulegt, langt frá því

Hvað eru margir keppendur úr SE flokk sem hafa póstað inn reglubreytingum í sambandi við þennan flokk? Enginn.

Þú ert að tala um að stækka vélarnar.... hröðustu bílarnir í SE hafa verið að keyra upp undir 135mph.... ok 600+ cid. vél, það þýðir 145+ mílur ekkert mál. Á sama tíma ert þú að tala um í öðrum flokkum að hjólastell undir amerískum bílum sé hættulegt þegar komið er á þessa ferð....

Þá spyr maður sjálfan sig hvort það sé ekki heppilegra að þessir menn ættu ekki bara að flytja sig upp um flokk sem hæfir þeim betur, heldur en að fara búa til annan GF flokk :?:

Hvað ert þú að reyna að búa til úr SE flokknum?

Heppilegt væri að menn sem nota ekki þessa flokka væru ekki að skipta sér af þeim.

Kveðja,
Rúdólf sem er 2x Íslandsmeistari í SE flokk með lítilli vél :lol:
Title: SE Reglur.
Post by: 429Cobra on March 18, 2007, 18:21:35
Sælir félagar. :)

Sæll Rúdólf

Það er nú gott að við getum haldið þessum umræðum áfram á málefnalegum grunni.

Þú spyrð hversu margir keppendur í SE hafi póstað hér inn reglum?
Ég spyr á móti.   Hversu margir keppendur voru í SE í fyrra?
Og það hafa líka allir rétt á að segja sína skoðun, ekki satt.

Hvað vélar varðar og að leyfa á þeim stækkun, þá er þak á þeim í mínum hugmyndum 560 cid.
Það er hugsað þannig að 557cid er stærsta stroker kit sem hægt er að koma í standard blokk (sem kom í bíl).
Með stærri mótorum kemur á móti að það þarf kannski ekki að tjúna eins svakalega til þess að ná út því afli sem að þið eruð að ná út núna úr minni mótorum.
Sem sagt þetta er hagræðing og að mér finnst spurning um að ná niður kostnaði, sem aftur ætti svo að fjölga keppendum.
Það sama er hugmyndin um þyngdarmörkin.
Hvoru tveggja ætti að gera bílana jafnari sama hvaða stærð af vélum er notuð.
Það er eins og þú veist oft á tíðum góð lausn að létta bíla til að ná í hestöfl sem eru til staðar en nýtast ekki.

Hvað varðar hjólastellin þá sagði ég ekki :
Quote
Á sama tíma ert þú að tala um í öðrum flokkum að hjólastell undir amerískum bílum sé hættulegt þegar komið er á þessa ferð....
.

Ég talaði um gömul og tærð hjólastell og grindarbita, og gildir þá einu hvort þau eru Amerísk eða ekki.
Ég myndi gjarnan vilja sjá þá breytingu í SE/ reglum að þar mætti nota "aftermarket" hjólastell sem festist í "original" festingar.
Þetta er til dæmis í mjög sambærilegum flokki hjá OSCA http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7110
sem heitir: True Street.
Ég verð að viðurkenna að ég lagði ekki í að koma með þá breytingu!

Hvað varðar að keppendur flytji sig upp um flokk, þá er ég sammála í því því að þannig var þetta hugsað í upphafi.
Sú þróun var síðan að vissu leyti stöðvuð og mönnum gert erfiðara um vik þegar 515cid hámark á vélar var samþykkt fyrir SE/flokk.

Ég er ekki að reyna að búa til neitt nýtt úr SE/flokknum :!:
Ég er aðeins að reyna að færa hann til fyrra horfs áður enn hann var þrengdur, og  jafna hann út fyrir þær vélastærðir sem leyfðar eru í honum. :!:

Um að það væri heppilegt fyrir menn sem nota ekki viðkomandi flokka að vera ekki að skipta sér af þeim, þá get ég svo sem verið sammála en hvað má þá segja bæði um OF/ og MC/flokk :?:
Hvað veit maður um hvað framtíðin ber í skauti sér :?:
Já og hver á þá að skrifa og semja reglurnar :?:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 18, 2007, 20:26:36
Sælir,

Reglurnar hafa EKKERT að gera með fjölda keppenda sem voru  í SE flokk.

Sammála Rúdólf í þessu,látum reglurnar vera eins og þær eru.

Kv.Frikki
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 65tempest on March 18, 2007, 21:24:21
Sælir piltar..

Það er ekkert talað um hámarksvélarstærð.

Þetta er illa unnið.. gleymdu þessu.

Það er engin skylda að vera með "orginal blokkir"... þær koma þessu ekkert við...

Kveðja,
Rúdólf
Title: Lesa betur!
Post by: 429Cobra on March 19, 2007, 00:13:38
Sælir félagar. :)

Sæll Rúdólf.

Nú ert þú að gera hlutina persónulega:  
Quote
Þetta er illa unnið.. gleymdu þessu.
.

Þú ættir að lesa aðeins betur:
Quote
Þyngd ökutækis að 560cid 1500kg.Allar þyngdir eru miðaðar við keppnistæki á ráslínu með ökumanni.


Enginn sagði að það væri skylda að vera með original blokkir :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 19, 2007, 00:20:40
En það stendur ekki að 560 cid sé hámarkstærð,ef einhver vildi þá gæti hann túlkað þetta sér í hag. :wink:
Title: ..........
Post by: 429Cobra on March 19, 2007, 00:55:28
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Er ekki nóg að hafa "stærð að". :?:
Það stendur hvergi "stærð frá" eða "561cid og yfir".

Sem sagt samkvæmt þeirri túlkun sem er lögð í þessa hugmynd alla vega hjá ykkur, þá má vera með 800+ cid í 1000-,  kg bíl. :?:  :idea:  :?:

Ég veit hvenær er farið að hártoga, og það er komið að því sýnist mér. :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 19, 2007, 01:01:30
Þú veist það nú vel hvað menn geta og hafa hártogað.
Reglur þurfa að vera 100% svo það sé ekki vesen,td stendur í reglunum núna Hámarks vélarstærð 515cid,skýrt og hafið yfir allann vafa. :wink:
Title: ...........
Post by: 429Cobra on March 19, 2007, 01:07:30
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Jú ég veit hvað hægt er að hártoga hvað reglur varðar.

En vissir þú að það sem stendur ekki í reglum er bannað. :!:

Fyrst við erum undir reglum FIA þá er það staðreyndin :!:

Þess vegna ætti þetta að vera nógu fast að orði kveðið.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 19, 2007, 14:14:07
Það má vera,en þetta eru óþarfa breytingar og allt of stutt í keppnistímabilið til að vera með breytingar.

Don't fix it if it ain't broken. :wink:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Kristján Skjóldal on March 19, 2007, 17:01:35
það er til ein lausn á öllu þessu reglu brasi fleiri sek flokkar og öll dýrin í skóginum verða vinir á ný :lol:  :lol:
Title: Reglur aftur.
Post by: 429Cobra on March 19, 2007, 17:33:04
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Sammála að það sé full stutt í keppnistímabilið fyrir stórar breytingar, en þessar breytingar á SE flokki eru kannski ekki það stórar að það þurfi allir að hlaupa upp til handa og fóta og breyta bílunum.
Þetta var meira hugsað til þess að breyðari hópur ökutækja sem jafnvel þegar eru tilbúin ættu möguleika í flokkinn.

Síðan líka sú staðreynd að með 515cid regluna getur verið erfiðara og jafnvel mjög dýrt fyrir keppendur að flytja sig milli MC og SE flokka.
Einnig verðum við að skoða það að samkvæmt "aðalreglum" 4:2 má ekki ballesta bílana um meira en 2x57kg af "lausri" ballest sem er sennilega það sem flestir myndu nota.

Tökum sem dæmi:
Þú ert með Chevelle í MC/flokki sem er með 454 sem hefur verið "strókuð" um 100cid eins og flokksreglur leyfa og er orðin 554cid.
Síðan ætlar þú að fá að breyta meira og ná betri tímum og vilt fara upp í SE/flokk.
Þá er það ekki hægt með þá vél sem þú ert með :!:
þú verður að fara að eyða miklum peningum í að smíða aðra vél fyrir SE/ flokkinn. :!:

Annað dæmi:
Bíll með 416cid vél  og er 1350kg með ökumanni.
Hann þarf að ballesta um 200kg til þess að komast í SE/flokk samkvæmt núverandi reglum, en má bara samkvæmt "aðalreglum" 4:2 ballesta um 114kg (erum að tala um svokallaða "lausa ballest).
Þannig að viðkomandi þarf að fara að sjóða plötur og stífur í bílinn til að ná þessum 86kg til að passa í flokkinn eins og hann er núna. :!:

Þetta tel ég vera eitt af því sem gerir endurnýjun í þessum flokkum frekar litla og minni en ella ef þessi regla um hámarksstærð yrði rýmkuð.

Þá finnst mér að það megi breyta þyngdarmörkum og setja eitt nýtt mark fyrir minnstu vélarnar, og til að reglurnar séu í samhengi við reglu 4:2 í "aðalreglunum".

Þó svo að þessi breytinga hugmynd verði samþykkt þá er ekkert í henni sem neyðir einn eða neinn til að breyta sínum bílum.
Þeir sem hafa verið að keppa í SE/flokki ættu að verða jafn samkeppnisfærir og þeir voru.
Það eina er að þeir myndu fá fleiri til að keppa við, sem hlýtur að vera skemmtilegra fyrir alla. :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 19, 2007, 18:40:36
Ekki vera að búa til reglur fyrir ímyndaða bíla eða bíla sem að gætu kannski einhvertíma verið smíðaðir.
Keppendur í flokknum vilja ekki þessar breytingar.
Vinsamlegast láttu reglurnar vera,það var enginn að biðja um breytingar.
Over and out.
Title: ............
Post by: 429Cobra on March 19, 2007, 19:15:23
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Hvaða ímyndaða bíla er ég að búa til reglur fyrir :?:  :?:

Það voru settar fram spurningar og ég svaraði :!:

Það hafa allir leyfi til að koma með tilllögur til laga og reglubreytinga.
Veist þú um alla keppendur sem ætla að vera í flokknum í sumar. :?:

Á ég kannski að fara að þínu dæmi og segja við þig:  
"Láttu lög klúbbsins vera, það er enginn að biðja um breytingar".

Nei Frikki þér er sko alveg frjálst að koma með hugmyndir um breytingar og komdu með sem flestar tillögur.

Það myndi engu lýsa nema hroka hjá mér að segja annað.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Racer on March 19, 2007, 19:27:59
þá spyr ég.. ætlar einhver MC kappi að færa sig uppí SE á þessu tímabili?

ef ekki er þá einhver þörf á breytingu á þessu ári? ef allir Se menn eru sáttir við þetta eins og er.

hvað er mánuður eða 2 í keppni eins og er og efast að menn séu það snöggir að breyta þó sumir eru snöggir.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 19, 2007, 19:36:25
Já,Garðar Ólafss. er að setja 426cid stróker í Roadrunnerinn og ætlar í SE. 8)
Title: Re: Reglur aftur.
Post by: 65tempest on March 20, 2007, 00:44:36
Quote from: "429Cobra"
Sælir félagar. :)
Tökum sem dæmi:
Þú ert með Chevelle í MC/flokki sem er með 454 sem hefur verið "strókuð" um 100cid eins og flokksreglur leyfa og er orðin 554cid.


Ef að þetta er ekki ýmundun þá veit ég ekki hvað.... annars er þetta dæmi þitt ekki hægt... ætlar þú að koma tæplega 5" stroke sveifarás inn í 454??

Er svona mikið um þessa mc bíla sem eru með 100 cubika strókun að við þurfum að fara breyta fyrir þá?? :roll:

kveðja,
Rúdólf
Title: ....
Post by: 429Cobra on March 20, 2007, 03:39:40
Sælir félagar. :)

Sæll Rúdólf.

Ég var að taka sem dæmi :!:

Ég hefði alveg eins getað komið með Chrysler 440cid í 540cid, eða Ford 460cid í 545/557cid.

Það er ekki svo ég viti MC bíll með stærri mótor en 509cid, leiðréttu mig ef ég fer með rangt mál en var það ekki stærðin hjá Ómari Norðdal :?:
Það er til annar með 514cid sem ég á von á að sjá í sumar.
Þar reyndar má lítið út af bregða ef hann langar að færa sig upp um flokk og eitthvað kæmi fyrir vélina og það þyrfti að bora í ,010.
þá er hann kominn í 517cid, og hvað gera bændur þá :?:

En það breytir því ekki að 100cid strók frá stærstu vél í viðkomandi tegund er leyft í MC/.
Þannig að dæmið sem ég setti hér upp að ofan er alveg gott og gyllt.
Enda var þetta bara dæmi til að sýna fram á misræmið þarna á milli sem gæti virkað sem flöskuháls.

Og athugum það að þetta var bara annað af tveimur dæmum, þannig að flöskuhálsarnir eru tveir :!:

Þakka gott innlegg :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: ÁmK Racing on March 20, 2007, 09:29:00
VÁ við hvað eru þið svona hræddir? 8) Mér hefur nú alltaf fundist þessi 415-515 regla vera með því meira dummy sem hefur verið gert í reglubreyttingum.Með því að hafa þetta eins og þetta er að þá er verið að loka á bíla sem annars gæti keyrt þarna og jafnvel unnið.Já auðvitað það er málið þið eruð svona svaka hræddir við að tapa :D .Nei í alvöru hvað er svona slæmt við að rýmka þetta aðeins?Er ekki málið að sem flestir komist í flokkana alveg sama hvaða flokkur það er?Mér finnst þetta nú bara nokkuð fínar breyttinga og mun betra en þetta 415-515 bull. :roll: .þetta er nú bara svo.Kv Árni Kjartans sem er ekki með heimsins stærsta mótor :lol:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 65tempest on March 20, 2007, 11:45:45
Sæll Árni og Hálfdán...

Eina tillagan sem er eitthvað vit í er tillagan frá Frikka (sjá annan póst).. Vonandi að það verði eina tillagan sem verði sammþykkt af öllum þessum tillögum!
Það er það besta sem gæti gerst, svo að hver sem er sé ekki að eyða tíma okkar hinna og peningum í þvaður og bull.. Árni eigum við að fara kaupa 28" dekk fyrir sumarið  :lol:

Góðar stundir..
Rúdólf
Title: Meiri breidd.
Post by: 429Cobra on March 20, 2007, 13:38:46
Sælir félagar.

Það er búið að keyra SE/flokkinn síðan 1986-7, sem sagt í um eða yfir 20 ár.
Megnið og reyndar meiri partinn af þeim tíma eða allavega 15 ár voru engin þyngdar eða "cid" takmörk í honum.
Og já hann plummaði sig fínt án þeirra.
Síðan er það þróunin sem kemur eðlilega inn í þetta og viss mörk eru sett.
Sumum finnst rétt að hafa mörkin þröng en aðrir vilja hafa sem mest frelsi í þessu og fá sem breiðastan hóp í ekki bara SE/flokk, heldur alla flokkana.
Ég virði það við menn að hafa skoðanir á málum, en að vera að nota orð eins og:
Quote
þvaður og bull
er bara til að sína lítilsvirðingu.

Virðum skoðanir annara og setjum fram málefnaleg rök.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: ÁmK Racing on March 20, 2007, 16:45:07
Já Rúdolf það væri auðvitað réttast :smt041 eða að leyfa að menn lagi til hjólskálar svo að allir geti notað 30" dekk.28" er það sem passar undir alla þessa bíla svo að mér finnst réttast að það væri stærðin :roll: .Annars kemur það ekki til það er ekki í þessum tillögum og verður því ekki kosið um það og því geti þið verið rólegir með það.Þú talar hér um í einum póstana að menn sem ekki séu að nota flokkana séu ekki að skipta sér að þeim ég man ekki betur að þú hafir verið í GF síðast þannig að maður spyr sig hver hefur rétt á hverju.Ekki það að ég lagði ekki fram neitt af þessu sem hér er er bara búin að skoða þetta með opnum hug og sé ekkert að þessu þetta lagar flokkin kannski að þeirri þróun sem er í þessu drasli 8) Ykkur fannst þetta voða asnalegt að setja fram 28" dekk það er nú gáfulegra en þetta 415-515 dæmi sem mér hefur fundis vera úti á túni frá því að það var sammþykkt hér um árið. :( Kv Árni Kjartans
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Páll Sigurjónsson on March 20, 2007, 17:12:50
Góðan Daginn
Drengir ég get ekki lengur orða bundist í þessu . En ég hef haldið mig hlé meginn í þessu af umtali um okkur bræður í reglum .Reynið nú að hætta með svona einstefnu tal og taka niður svartsýnis glerugun . Svona tal með rökunum bull og þvaður og önnur eins orð eru ekki til framdráttar . Þið sem eruð svona hræddir um að sé verið að hyggla einhverjum ættuð að líta í eigin barm og hætta svona ummælum .Það er komið með málefnilegar breytingar og svörin eru '' hvað vinur er að koma með svona '' og annað slíkt ég hélt að þessir menn ættu að geta talað með meira viti en þetta????????????
Tölum saman með einhverju viti og kurteisi ekki með rugli .


Just Peace
Páll Sigurjónsson
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 17:56:02
Hvers vegna þarf að vera að breyta þessum flokk?
Það er ekkert að honum!

Maður er að reyna að miða sig við hvað menn hafa verið að afreka í gegnum tíðina í þessum flokk og það er lítið varið í það þegar allar forsendur eru gjörbreyttar.

Málið er það að þetta er áhugamál hjá Hálfdáni að brasa í þessum reglum.

Skoðum frekar málið þegar einhver kemst ekki í SE úr MC sökum vélastærðar.Ekki breyta flokkum fyrir eitthvað sem er ekkert að eiga sér stað.

Með vinsemd og virðingu eins og maðurinn skrifaði um árið.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: ÁmK Racing on March 20, 2007, 18:18:19
Auðvitað er eitthvað að þegar þetta er smíðað þannig að það sé verið að frysta bíla úti.Það var nú um daginn sem það var um rætt að reyna að setja flokkana þannig upp að sem flestir fitti inn í þá ekki satt?Það eru til bílar hérna allavega tveir sem komast ekki í þetta eins og er :shock: er ekki best að fá sem flesta keppendur ég vill það og því er ég opin fyrir þessum breyttingum.Það er ekki eins og það sé verið að gjörbreytta flokknum heldur er þetta smotterí sem verið er að tala um að laga til :D Hver átti annars þessa hugmynd með 415-515 dæmið aftur af hverju er þetta svon heilagt.Ef þið skoðið flokka reglur úti þá er þeim meira og minna gjörbreytt á milli ára hvort sem mönnum líkar betur eða verr.Ég segi það ekki að ég sé hlynntur þvi að það sé alltaf verið að breytta þessu fram og til baka og í hring þá finnst mér þessar tilögur nokkuð góðar.Allt eins og það er nema það er lagað aðeins til þyngdir og véla stærð :D .Eru menn samt ekki bara kátir :D Kv Árni Kjartans
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 18:23:11
Hvaða bílar eru það?
Úti eru allt aðrar forsendur eins og þú veist.

Alveg eins gott að keyra bara sekúndu flokkana eins og að vera að hræra svona í þessum reglum og gjörbreyta öllum forsendum.

Ég verð ekki voða hress fyrr en þetta hefur verið fellt á fundi.
Title: Berytingar
Post by: 429Cobra on March 20, 2007, 19:54:26
Sælir félagar. :)

Jæja Frikki það var gaman að vita að reglurnar séu áhugamál hjá mér. :shock:

Reyndar eru öryggisreglur í spyrnu á þeirri skrá, þar sem ég vil endilega að allir komi heilir heim. :!:

Hvað varðar flokka þá get ég ekki séð að ég hafi komið með breytingar fyrir nema einn flokk sjálfur.
Breytingarnar í GF eru unnar í samvinnu við Nóna. :!:
Tilllögurnar um MC breytingar sló ég af og hvet menn til að halda MC óbreyttum.

Jú ég bjó til einn nýjann MS/flokk þar sem "nostalgían" svífur yfir vötnum. 8)

Nú tilllögurnar eða tilllagan til lagabreytinga er mjög þörf, og það hljóta allir að sjá.
Samanber hvað gerst hefur í valdatíð núverandi stjórnar að tekinn hefur verið inn varamaður fyrir stjórnarmeðlim sem hætti.
Það á sér enga stoð í lögum klúbbsins í dag.
Hinns vegar var það svo hér áður fyrr að kosnir voru tveir varamenn, ef það skildi koma fyrir að einhver þyrfti að yfirgefa stjórnina sem alltaf getur gerst af óviðráðanlegum orsökum.

Hvað varðar SE flokkinn þá var hann hluti af heild eins og hann var, og reglurnar um flokkana voru settar upp.
Með 415-515cid regluni var hann slitinn út úr heildinni að mínu mati, og mig langar að leiðrétta það.
Nú svo hef ég alltaf haft taugar til SE/flokksins því að það var sá flokkur sem ég sjálfur byrjaði að keppa í :!:  8)

Endilega fræðið mig á því hvar er verið að:
Quote
gjörbreyta öllum forsendum.
í SE/flokki :?:

Eg líka hvernig forsendur eru öðruvísi erlendis en hérna hvað reglur varðar.

Ég mynni ennþá og aftur á að þetta eru tilllögur að reglum. :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 20:16:16
ÉG nenni ekki að þrasa meira.Vona bara að félagarnir kjósi ekki með þessu.

Tak för. :repost:
Title: Rökræður!
Post by: 429Cobra on March 20, 2007, 20:19:34
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Ekki þras, heldur rökræður. :)

Virði þína skoðun.

Sjáum til hvað gerist á aðalfundinum.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: ÁmK Racing on March 20, 2007, 21:30:32
Hæ Frkki leitt að þú skulir ekki vera nógu hress.Ég átti við meðal annars Hemi Belvander og 427 windsor Mustanginn hans Smára hann er örugglega ekki 1550kg eins og hann þarf að vera samhvamt þessum reglum sem gilda í dag.Svo gæti gamla púst Monzan dottið inn í þetta líka ef menn hafa áhuga.Annars er þetta allt gott og blessað saklausar tilögur sem mönnum er frjálst að kjósa um.Þetta kemur allt í ljós og vonadi verða menn bara sáttir við niðurstöðurnar hverjar sem þær nú verða.Kv Árni Kjartans
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 21:44:51
Allt í einu hresstist ég...fékk þessa snilldarhugmynd..... ef tillagan verðu FELD þá býð ég öllum sem kusu á móti þessari tillögu í stórann öl á fjörukránni eftir fundinn. :bjor:
Styrktaraðilar óskast!
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Nóni on March 20, 2007, 21:51:05
Quote from: "Trans Am"
Allt í einu hresstist ég...fékk þessa snilldarhugmynd..... ef tillagan verðu FELD þá býð ég öllum sem kusu á móti þessari tillögu í stórann öl á fjörukránni eftir fundinn. :bjor:
Styrktaraðilar óskast!


Bíddu er ekki allt í lagi????  Þú sagðist vera hættur að tala um þetta og það næsta sem maður veit er að þú ert að kaupa atkvæði áfengisþystra manna.
Hentar flokkurinn svona svakalega vel fyrir þig herra háæruverðugi íslandsmeistari í SE?  Af hverju mega menn ekki bara mynda sér skoðanir á sínum eigin forsendum en ekki ölkrús frá þér?  Segjum nú að menn sem engra hagsmuna hafi að gæta en gætu hugsað sér að skoða málið út frá þeim rökum sem sett hafa verið fram en ekki bara þessum hérna......."þetta er illa unnið" nú eða "láttu þetta vera" nú eða "þú ert nú bara ljótur" sem menn grípa til þegar þeir eru pirraðir.  Enginn hefur reyndar sagt þetta síðasta en ég hef heyrt þessu slett fram þegar einstaklingur var kominn í rökþrot.


Kv. Nóni
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 21:54:45
:smt005  :smt005  :smt005  :smt005
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 21:58:22
Rannveig Rist má múta heilu bæjarfélagi,ég hlýt að meiga bjóða upp á einn öl. :bjor:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 427W on March 20, 2007, 22:03:14
Ætli ég verði ekki að minnka vélina hjá mér,  þarf að rífa hana hvors sem er,  þannig að ég verð að velja annað hvort 393 eða 408  skömm að þessu  

                                                                                         Smári
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Nóni on March 20, 2007, 22:03:23
Quote from: "Trans Am"
Rannveig Rist má múta heilu bæjarfélagi,ég hlýt að meiga bjóða upp á einn öl. :bjor:


Sennilega, vinnur ekki alltaf sá sem á mest af seðlum? :lol:



Kv. Nóni
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Valli Djöfull on March 20, 2007, 22:05:00
Quote from: "Nóni"
Quote from: "Trans Am"
Rannveig Rist má múta heilu bæjarfélagi,ég hlýt að meiga bjóða upp á einn öl. :bjor:


Sennilega, vinnur ekki alltaf sá sem á mest af seðlum? :lol:



Kv. Nóni

ég er alltaf opinn fyrir mútum í formi bjórs  :lol:

hugsa að ég kjósi samt ekki um reglur sem skipta mig ekki máli :)
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 20, 2007, 22:11:56
...og já bíllinn minn hentar ágætlega í SE enda hannaði ég hann fyrir þann flokk :wink:
Kv.Íslandsmeistarinn :smt003  :smt064
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Racer on March 20, 2007, 22:24:27
annars héld að að langflestir alvöru sjá alveg að sumt þarf ekki að breyta.

annars verður ekki met mæting á aðalfund fyrst Frikki býður mönnum uppá ölara :D

Svo geta þeir sem vilja boðið uppá einka dans eða eitthvað til að fá þessu fram :D
Title: SE
Post by: ilsig on March 21, 2007, 02:26:51
Mín skoðun er sú að það ætti að láta þennan flokk í friði þetta sumarið.
Þeir sem vilja láta breyta þessum flokki SE,ættu bara að byrja á því að
mæta upp á braut og keyra,síðan hlýtur að vera hægt að laga þennan
flokk þannig að sem FLESTIR verði ánægðir
Þetta að vera breyta flokki rétt fyrir keppnistímabil er ekki gott hvorki
fyrir þá sem eru með tilbúna SE bíla eða þá sem eru að klára að smíða

Þess vegna segi ég byrja á því að mæta og keyra.

Kveðja.Gisli Sveinsson

Ps Hvað er að frétta af þessum Aðalfundi
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 08:12:05
31 Mars kl 15:30 :!:  (sjá forsíðu)
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Páll Sigurjónsson on March 21, 2007, 08:33:54
Smá
Hver passar ekki inn í flokkinn eftir þessar breytinga sem var þar áður? Eða eru menn bara hræddir við að fá samkeppni í flokkinn .

Just a thought
Páll Sigurjónsson
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 09:13:15
Má samkeppnin ekki bara koma í formi bíla sem passa í flokkinn eins og hann er?
Bíl í flokk ekki flokk fyrir bíl!
Title: Re: SE
Post by: Nóni on March 21, 2007, 10:04:23
Quote from: "ilsig"
Mín skoðun er sú að það ætti að láta þennan flokk í friði þetta sumarið.
Þeir sem vilja láta breyta þessum flokki SE,ættu bara að byrja á því að
mæta upp á braut og keyra,síðan hlýtur að vera hægt að laga þennan
flokk þannig að sem FLESTIR verði ánægðir
Þetta að vera breyta flokki rétt fyrir keppnistímabil er ekki gott hvorki
fyrir þá sem eru með tilbúna SE bíla eða þá sem eru að klára að smíða

Þess vegna segi ég byrja á því að mæta og keyra.

Kveðja.Gisli Sveinsson

Ps Hvað er að frétta af þessum Aðalfundi



Það er gott að þetta komi fram Gísli, vantaði einmitt komment frá einhverjum hard core.  Annars sýnist mér að aðeins tveir menn séu eitthvað á móti þessum breytingum og þeir hafa rosalega hátt svo að allir heyri í þeim. Sumir geta meira að segja ekki hætt að tala hér inni á þessum þráð og eiga upp undir helminginn af póstunum :lol: nefni engin nöfn.......hóstrans hóstrans, stunam :lol:  :lol:



Kv. Nóni, regluþraslesari.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 10:36:04
Nóni Dóni.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Kristján Skjóldal on March 21, 2007, 12:36:28
það má ekki gleima því að öll met núllast við reglu breitingar :!( gildir um alla flokka:) þannig að breitum sem minstu það er láng best að láta þá sem eru að keppa ráða sem mestu um hvað má betur fara. en breitum helst eingu takk :lol:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 13:05:29
:worship:
Title: Að sjá fram í tímann.
Post by: 429Cobra on March 21, 2007, 14:06:05
Sælir félagar. :)

Ég veit að þetta á kanski ekki heima hér i þessum SE/ þræði en látum það flakka.

Ég veit hverjir voru að keppa í fyrra. :!:
En getur einhver sagt hverjir verða að keppa í sumar svo óyggjandi sé. :idea:

Það er eins og venjulega til mikið af tækjum sem passa í flesta flokka burt séð frá öllu reglubreytinga hugmyndum, en koma þeir til með að mæta :?:

Og getum við þá verið vissir um að þeir sem kepptu í fyrra komi aftur í sama flokk í ár (sama hvort reglum er breytt eða ekki), fari í annan flokk, eða bara mæti alls ekki ! :?:  

Við hljótum að verða að taka þetta með í reikninginn þegar við erum að tala um að keppendur í viðkomandi flokki eigi að ráða reglum þar.

Hvaða keppendur þegar nýtt keppnisár er ekki hafið. :!:  :?:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 15:05:38
Það er ekkert 100% í mætingar málum en það sem ég man eftir að hafa heyrt af mönnum sem "ætla" að mæta í SE í sumar eru:
Rúdólf Jóhannsson
xxxxxxxxxxxxxxx
Gísli Sveinsson (ekki 100% með hann)
Road runnnerinn úr kef (man ekki hvað strákurinn heitir)
Garðar Ólafsson
Friðrik Daníelsson
Ómar Norðdal
Hafsteinn Valgarðsson
Kjarri Kjartanss.
Árni Már
Harry Herflufsen
Title: ...........
Post by: 429Cobra on March 21, 2007, 17:04:05
Sælir félagar. :)

Það er einmitt rétt hjá þér Frikki, það er ekkert 100% öruggt í mætingamálum keppanda.

Ekki frekar en það er um nýja bíla.

Ekki satt  :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 17:14:49
Satt,látum þá mæta og svo laga þeir sig að einhverjum flokk.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: ÁmK Racing on March 21, 2007, 18:12:01
þetta er eins og góð sápuópera :DÉg hélt að menn vildu fá sem flesta til að burra við en ekki blokka menn úti :shock:.Ég hélt að flestir væri í þessu til að hafa gaman og meira gaman og það gerist með fleiri keppöndum ekki satt?Maður er farinn að halda að menn séu hræddir við að tapa,það er eitthvað sem segir manni svo.En það tala allir um að það sé stutt í tímabilið sem er rétt þó að það séu aðeins rýmkaðar til kúpik og þyngdir þá er ekki eins og allir þurfi að rjúka til og kaupa 560cid fyrir sumarið.Það er ekki verið að gjörbreytta flokknum eins og þið viljið meina heldur laga hann að fyrra formi áður en þessi gríðalega 414-515 regla var sett.Með bestu kveðju Árni Már Kjartans
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 18:21:25
Það eru allir velkomnir því fleiri því betra,reglurnar eru til staðar,bara fara eftir þeim.Enginn hræddur svo ég viti til.

Við höfum ágætis reynslu af MC hvað það hjálpar mikið að hræra í reglunum til að fjölga keppendum.

P.S Árni... bjór er góður  :wink:  :smt003
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: ÁmK Racing on March 21, 2007, 18:45:35
já Frikki sumum finnst bjór góður :D en allir alvöru drekka bara vodka :D.Nei í alvöru finnst ykkur ekki fúlt að þegar við vitum um bíla sem eru líklegir til að mætta að þá sé nú allavega reynt að gera ráð fyrir þeim 8).Fyrir utan afhverju í óskupunum  þarf þetta að vera 415 -515 hverjum datt þetta eiginlega í hug þetta er sveitó.Þvi var þetta ekki 440-540 eða hvað annað.Þetta þarf að laga þið hljótið að sjá það.En að sjálfsögðu eru reglur reglur og við hljótum að fylgja þeim hver sem lendinginn verður í þessu máli.Ég vill nú samt að það komi fram að þessi breytting hentar mér ekkert betur en öðrum en ég get nú samt skoðað þetta með opnum hug og sé ekkert að þessu nema gott þvi þarna fáum við fleiri bíla tel ég.Þetta lítur þannig út að menn séu nú smeykkir við eitthvað :D.Skál Frkki  :smt030.Kannski sjáums við bara í kvöld á fundinum :) Kv Árni Kjartans
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 18:52:24
Látum þá mæta og við horfum í hina áttina það árið.
Skoðum svo hverju breyta ÞARF.

Sjáumst á eftir á fundi. :smt066  :bjor:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 21, 2007, 19:25:11
Nokkur lokaorð (ég lofa) ég mæli með að þetta verði fellt og svo skoðum við keppendur í SE,"smá" ólöglegir eða ekki,hverju þarf  nauðsynlega að breyta eftir sumarið og leggjum það svo fyrir nefndina sem vonandi verður  til staðar.

Takk fyrir mig,nú er það pylsa og svo á fundinn.
 8)
Title: Lagabreytingar.
Post by: 429Cobra on March 21, 2007, 20:11:28
Sælir félagar. :)

Lagabreytingar taka aldrei gildi fyrr en ári eftir að þær eru samþykktar. :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: cv 327 on March 21, 2007, 20:46:40
Quote from: "Trans Am"
Nokkur lokaorð (ég lofa) ég mæli með að þetta verði fellt og svo skoðum við keppendur í SE,"smá" ólöglegir eða ekki,hverju þarf  nauðsynlega að breyta eftir sumarið og leggjum það svo fyrir nefndina sem vonandi verður  til staðar.

Takk fyrir mig,nú er það pylsa og svo á fundinn.
 8)


SS pylsa???  :D  :D  :D
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Kiddi on March 22, 2007, 01:15:44
Quote from: "Trans Am"
Það er ekkert 100% í mætingar málum en það sem ég man eftir að hafa heyrt af mönnum sem "ætla" að mæta í SE í sumar eru:
Kristinn Rúdólfsson


Getur strikað mig út :)
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 22, 2007, 09:25:32
Quote from: "Trans Am"
Það er ekkert 100% í mætingar málum en það sem ég man eftir að hafa heyrt af mönnum sem "ætla" að mæta í SE í sumar eru:
Rúdólf Jóhannsson
xxxxxxxxxxxxxxx
Gísli Sveinsson (ekki 100% með hann)
Elmar
Garðar Ólafsson
Friðrik Daníelsson
Ómar Norðdal
Hafsteinn Valgarðsson
Kjarri Kjartanss.
Árni Már
Harry Herflufsen
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: firebird400 on March 22, 2007, 11:01:07
Hann heitir Elmar strákurinn á Roadrunnernum og hann verður pottþétt með.

Er búinn að vera að gera og græja í allann vetur  8)
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Elmar Þór on March 22, 2007, 23:57:34
Ef þú ert að meina mig Aggi, þá veit ég það nú ekki!!!!!!!
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: firebird400 on March 23, 2007, 17:39:00
Nú  :shock:  Varstu ekki að kaupa fullt af fínu dóti í hann, sellu og converter og einhvað  :D
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Gretar Franksson. on March 23, 2007, 19:30:35
Sælir,
Það virðist vanta þann skilning í tillögur frá sumum að við erum að keyra marga flokka. Það er stigsmunur á MC - SE - GF þarna geta menn fært sig til ef þeir eru að stækka vélar eða minka.(létta / þyngja) Þannig á þetta að vera.

Það er eins og sumum finnist það bara vera gaman að hræra í reglum fram og aftur án þess að nokkur þörf sé á breytingu. Vilja menn að met-tímar núllist út í sífellu og bara út af því einhver kemur með breytingatillögu sem var samþykkt og var illa ígrunduð.

Ég mæli með því, að í framtíðinni vinsi stjórn KK úr þær breytingatillögur sem ekki uppfylli ákveðin skylirði. (eða eru bara út í hött)  Kem með tillögu um að það verði sett í lög félagsins eftir tæpt 1 ár.

Það ætti að vera mikil tregða til staðar að breyta reglum. Þannig gætu met gilt lengur og menn smiðað bíl sem passar flokknum.

Þessar tillögur Halfdáns í SE-flokk eru nú hálfgerð móðgun við þessa menn sem hafa og eru að smiða bíla í þennan flokk. Á allt í einu að leyfa stærri vélar þega þeir eru búnir að kaupa vélar sem passa í þennan flokk!! Nei

kv. Gretar Franksson
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: 1965 Chevy II on March 23, 2007, 21:58:33
Quote from: "Vega 71"
Sælir,
Það virðist vanta þann skilning í tillögur frá sumum að við erum að keyra marga flokka. Það er stigsmunur á MC - SE - GF þarna geta menn fært sig til ef þeir eru að stækka vélar eða minka.(létta / þyngja) Þannig á þetta að vera.

Það er eins og sumum finnist það bara vera gaman að hræra í reglum fram og aftur án þess að nokkur þörf sé á breytingu. Vilja menn að met-tímar núllist út í sífellu og bara út af því einhver kemur með breytingatillögu sem var samþykkt og var illa ígrunduð.

Ég mæli með því, að í framtíðinni vinsi stjórn KK úr þær breytingatillögur sem ekki uppfylli ákveðin skylirði. (eða eru bara út í hött)  Kem með tillögu um að það verði sett í lög félagsins eftir tæpt 1 ár.

Það ætti að vera mikil tregða til staðar að breyta reglum. Þannig gætu met gilt lengur og menn smiðað bíl sem passar flokknum.

Þessar tillögur Halfdáns í SE-flokk eru nú hálfgerð móðgun við þessa menn sem hafa og eru að smiða bíla í þennan flokk. Á allt í einu að leyfa stærri vélar þega þeir eru búnir að kaupa vélar sem passa í þennan flokk!! Nei

kv. Gretar Franksson

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=20241
Title: Stærri vélar!
Post by: 429Cobra on March 24, 2007, 00:22:24
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Ert þú ekki kominn í hálfgerða mótsögn við sjálfann þið :?:
Fyrst segir þú:  
Quote
Það virðist vanta þann skilning í tillögur frá sumum að við erum að keyra marga flokka. Það er stigsmunur á MC - SE - GF þarna geta menn fært sig til ef þeir eru að stækka vélar eða minka.(létta / þyngja) Þannig á þetta að vera.


Þannig var þetta áður en 415cid-515-cid tilllagan kom :!:

Síðan skrifar þú seinna í þínum pósti:  
Quote
Þessar tillögur Halfdáns í SE-flokk eru nú hálfgerð móðgun við þessa menn sem hafa og eru að smiða bíla í þennan flokk. Á allt í einu að leyfa stærri vélar þega þeir eru búnir að kaupa vélar sem passa í þennan flokk!! Nei


Við skulum nú skoða hlutina í samhengi og hvernig SE/flokkurinn var búinn að vera frá að minsta kosti 1987 með 370cid og undir sem var 1350kg og 370cid og yfir sem var 1450kg.

Segðu mér Grétar, var það ekki jafn mikil móðgun við þá menn sem voru þá með bíla samkvæmt þeim reglum að þeim skildi vera breytt. :?:

Svo skaltu líka skoða reglu 4:2 í aðalreglunum í samhengi við þau þyngdarmörk sem eru núna í flokknum. :!:

ATH :!:   Það má einungis ballesta bíla um 2x57kg "lausri" ballest :!:

Þetta setur mönnum mjög þröngar skorður eins og reglurnar eru núna, ekki satt.
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Gretar Franksson. on March 24, 2007, 00:56:30
Sæll Hálfdán,
Nei, þetta er ekki í neinni mótsögn. Það er flokkaskipting MC - SE - GF  sem á að vera til staðar.

Ég er einmitt að benda á það að halda þessu flokkaskiptu og vera ekki að breyta SE-flokk.  

Þínar tillögur eru þannig að SE-flokkur verður miklu nær GF-flokk. Þar að auki detta út öll met sem menn hafa verið slá í þessum flokk. Ég sé of mikið af neikvæðu þáttum í þessu hjá þér, sem bitnar á flestum keppendum sem keppt hafa í þessum flokk.

Finnst þér ekki skynsamlegt að fara hægt og varlega í reglubreytingar?

kv.Gretar Franksson
Title: ..........
Post by: 429Cobra on March 24, 2007, 01:39:15
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Ég verð nú að segja að mér fannst alltaf einkennileg þessi nýja skipting á SE/flokknum (Nýja? 2001-3)
Flokkurinn var búinn að vera góður í meira en tíu ár og flestir þeir sem kepptu í honum voru ánægðir með hann.
Svo var það líka að það var búið að tvinna hann saman við bæði MC og GF/flokka, þannig að auðvelt var að breyta á milli sama hvaða vélarstærð menn voru með.

Í þeim breytingum sem ég legg til á SE/flokki er ég að bæta inn í einu þyngdarmarki, þannig að litlar "small block" vélar eigi möguleika og þurfi ekki að vera að fara í 1450kg.

Þá legg ég líka til að hámarksstærð á mótorum verði  sambærileg við það særsta sem gæti gerst í MC/flokki sem er 460 + 100cid = 560cid.

Ég legg líka til að mönnum verði leyft að létta sín tæki, þar sem þessi flokkur er orðinn með hærri þyngdarmörk en flestir aðrir flokkar.
Þar tek ég til fyrirmyndar "True Street" flokk OSCA http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=7110

Þar er þyngd á aflaukalausum (NA) bílum 1315kg. :!:
En mesta þyngd þar er 1520kg á "Big block" með forþjöppu.

Þessar tillögur gera langt í frá þá bíla sem voru að keppa í SE ósamkeppnishæfa, þær auka frekar breyddina sem er í flokknum og minkar það ósamræmi sem er á milli stórra og lítilla mótora.

Síðan er jafnvel ógjörningur fyrir menn með létta bíla að stækka við sig í mótorum þó að það sé ekki nema 416cid, því að þá þurfa þeir að þyngja bílana.
Bíll sem er til dæmis 1350kg og er með 416cid þarf að fara í 1550kg en má bara samkvæmt aðalreglum þyngja (með "lausri" ballest) um 114kg (2x57kg), og þá eru 86kg eftir.
Það er töluvert stór biti ekki satt.

Þetta ætti að gera það að verkum að auðveldara og jafnvel ódýrara væri fyrir menn að keppa í SE/flokki.

Það getur ekki verið gaman að keppa einn í heilt tímabil og segja jafnvel aðspurður að maður sé Íslandsmeistari eftir eina keppni þar sem maður keppti einn.
Það getur ekki verið gaman, þó að ég muni eftir nokkrum atvikum gegnum árin :!:

Já og hvað hafa verið margir keppendur í SE síðustu fjögur ár :?:
Það væri gaman að athuga það :!:

Annars getur þú Grétar lesið flest það sem ég er að skrifa í þessum pósti ef þú lest bara þráðinn :!:

Já ekki má gleyma tilllögunni hans Frikka.
Ég styð hana ekki óbreytta :!:
Ég vil sjá hana öðruvísi útfærða og þannig að hún taki líka yfir öryggisreglurnar og sjái um uppfærslur á þeim :!:
Einnig að aðalfundur kjósi allavega einn fulltrúa í hana.

Hinns vegar verðum við að horfa á þá staðreynd að þegar nýtt akstursíþróttasamband verður stofnað innan ÍSÍ, þá fara þessar reglur þangað og við höfum ekki lengur einir yfirráðarétt yfir reglum á Íslandsmótinu.
Þar inni verða líka fulltrúar frá öðrum félögum sem stunda sama sport  :idea:  8)
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: baldur on March 24, 2007, 09:12:36
En af hverju þarf að leyfa 560cid vélar í MC?
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Björgvin Ólafsson on March 24, 2007, 09:19:35
Quote from: "baldur"
En af hverju þarf að leyfa 560cid vélar í MC?


Þær eru leyfðar í dag, hinsvegar er ósamræmið það að ef þú ætlar svo "upp í" SE þá er þakið komið niður í 515 cid.

kv
Björgvin
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Gretar Franksson. on March 24, 2007, 14:09:39
Sæll Hálfdán,
Það má etv. taka undir þetta með small-block og þyngd.  Það er þá spurning hvort eigi nokkuð að þrepa þetta svona gróft. Væri þá ekki nær að slípa þetta aðeins til hjá þér og hafa þetta:

399 cid - 1250kg ( þannig er 1250 kg lágmarksþyngd í raun)

Við hvert cid sem er umfram 399 skal þyngja ökutæki um 2.58kg

Þannig er þakið það sama: 515 cid og 1550kg

Dæmi: 427 cid = 1322 kg

Svo er spurning hvort lágmarksþyngdin ætti að hækka í 1300+kg til að vera nær raunveruleikanum.

kv.Gretar Franksson
Title: Reglur
Post by: 429Cobra on March 24, 2007, 14:53:45
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Ég verð að benda aftur á "True Street" flokkinn og þess vegna alla þá "götubílaflokka" ("head up racing") sem etu keyrðir.
Þar eru allstaðar notuð föst þyngdarmörk.
Annað er hreinlega of flókið :!:  og of tafsamt þegar komið er skoðun :!:
Já og 1250kg er lágmarksþyngd í mínum tilllögum :!:

Ég tel að 515cid sé of lágt þar sem svokallaðir "crate mótorar" eru margir ef ekki flestir þarna fyrir ofan (tala um BB að sjálfsögðu), og aðrir það þröngt á mörkunum að ekki er hægt að slitútbora í ,010 án þess að fara yfir 515cid mörkin. :!:

Við skulum taka gróft dæmi:

Maður sem er með 440cid Chrysler og strokar hana í 540cid og er að keppa í MC.
Hann langar til að skipta um flokk og fara upp í næsta flokk fyrir ofan sem er SE.
Þá getur hann ekki lengur notað 540cid mótorinn og verður að fara að leggja í mikinn kostnað við að annað hvort kaupa eð smíða mótor að 515cid.

Sama er hægt að segja um Ford 460cid sem hægt er að fara með í 557cid.

Síðan eru vélar sem menn geta keypt tilbúnar ("crate motors"), svo sem: GM 572cid, Ford 514cid (í ,010 er hún 517cid :!: ), Chrysler 528cid.

Ég mæli með að flokkurinn verði gerður breyðari og þessar tilllögur verði samþykktar. :!:
Já og svo verðum við líka að hugsa um öryggið.
Það tekur minni vegalengd að stoppa léttann bíl á 140 mílna hraða en þungann bíl. :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Gretar Franksson. on March 24, 2007, 22:51:59
Sæll Hálfdán,
Það virðist vera einhverskonar kækur að vera sífellt með einhver hugsanleg dæmi um að einhver geri etv. svona og hinsegin og þess vegna verði að breyta keppnisflokk til að rúma þessar hugrenningar sem hugsanlega geti orðið að veruleika. Bla, bla.......

Reynum að vera raunsæir í þessu og hugsa um þá keppendur sem eru að keppa nú þegar og miða í megin atriðum við þá.

Mér sýnist að það hafi verið gerð mistök í MC-flokk. Að samþykja 560 cid vélar í flokk sem má aðeins vera á radialdekkjum, með 2,5 tommu púst. Þetta er auðvitað ekki í nokkru samræmi.

Sá sem hefur 560cid hlítur að velja einhvern annan flokk sem hentar hans keppnistæki. Þessi stærð á vél ætti heima í GF-flokk eða 2 flokkum ofar en MC að mínu mati.

kv,Gretar Franksson
Title: Flokkar.
Post by: 429Cobra on March 25, 2007, 00:44:04
Sælir félagar. :)

Sæll Grétar.

Það er nú einu sinni þannig að við verðum að horfa til framtíðar, og það er það sem við erum allavega nokkrir að gera.
Þá verðum við líka að fylgast með hvað er að gerast í kringum okkur þar sem við jú kaupum okkar vélar og bíla frá útlandinu, er það ekki :?:

Það er ekki rétt hjá þér að það séu ekki til bílar eins og þú vilt meina að ég sé að tala um.
Það er til mikið af bílum, menn hafa ekki mætt vegna þess að þeir telja sig ekki eiga möguleika eins og SE flokkur er í dag.

Hvað varðar MC flokk þá er leyfilegt að nota 100cid yfir upprunalega stærð á vél sem fékkst í viðkomandi ökutæki. :!:
Og já í einu tilviki er það 560cid.

Ég ráðlegg þér að kynna þér betur MC reglur, vegna þess að samkvæmt reglum sem samþykktar voru á aðalfundi KK 2004 og eru síðustu reglur í MC/flokki sem birtar voru opinberlega sem samþykktar er dekkja kaflinn eftirfarandi:  
Quote
Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera “DOT” merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28”. Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk.
.
Síðan þessar reglur voru samþykktar hafa engar löglegar breytingar á þeim verið gerðar, samkvæmt lögum klúbbsins:
Quote
 7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.


100cid reglan er búin að vera í MC/flokki frá stofnun hans og ekki veit ég um marga sem hafa mótmælt henni.

Ég hef reynt að vera raunsær þegar ég hef verið að setja saman reglur og hef fengið mínar hugmyndir frá fjölda manna, eins og til dæmis 100cid reglan kom frá tveimur Hafnfirðingum og annar þeirra heitir Agnar Arnarsson. :!:
Og eins og ég sagði áðan þá er þetta snilldar regla. :!:
Og ég segi það en og aftur MC/ reglurnar eru góðar eins og þær eru :!:

Mér finns þetta vera orðið hálf persónulegt hjá þér Grétar, svo ég vitni nú til þess sem þú skrifaðir:
 
Quote
 Sæll Hálfdán,
Það virðist vera einhverskonar kækur að vera sífellt með einhver hugsanleg dæmi um að einhver geri etv. svona og hinsegin og þess vegna verði að breyta keppnisflokk til að rúma þessar hugrenningar sem hugsanlega geti orðið að veruleika. Bla, bla.......


Ég hef rætt við menn á málefnlegum grunni og skoðanaskipti eru góð.
Það hinns vegar að fara í eitthvað persónulegt segir meira um þann sem ritar heldur en þann sem ritað er um. :!:  :!:
Title: Breyingatillögur við SE flokk
Post by: Valli Djöfull on April 01, 2007, 17:32:52
Felld...