Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Trukkurinn on October 27, 2011, 14:45:11

Title: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on October 27, 2011, 14:45:11
Sælir strákar og stelpur.

Hér er stutt myndaband um stöðuna á uppgerðarmálum mínum og Camara 68 sem kom til landsins í fyrra.

Camaro 68 Restoration (http://www.youtube.com/watch?v=iMgqU837VYA#ws)

Kveðja,

Skúli K.
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Ramcharger on October 27, 2011, 15:12:27
Svakalega hefur hann verið illa farin af ryði :shock:
En ég tek ofan fyrir eljunni í ykkur =D>

Ættir kannski að senda fyrrverandi eiganda eintak af myndbandinu :mrgreen:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Kowalski on October 27, 2011, 15:22:30
Ertu ekki að grínast með númeraplötuna. :lol:

En greinilega pjúra fagmennska hér ferð, annað en hjá kananum sem þóttist hafa gert hann upp. Flott myndband líka. =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Runner on October 27, 2011, 19:05:14
hrikalega flott hjá þér að koma með þetta á video =D> og helvíti vel gert við.
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Frissi on October 27, 2011, 23:22:15
Alltaf gaman að sjá þegar men setja metnað í það sem þeir gera, frábær vinnubrögð.
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: 70 olds JR. on October 28, 2011, 00:17:16
Innilega til hamingju með framtíðar fegurð þú munt fá fulla virðingu frá mér  =D> =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: kallispeed on October 28, 2011, 01:28:34
vá bara snilld  :mrgreen:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on October 28, 2011, 07:40:06
Takk, strakar. Virkilega gaman ad fa svona komment.  :lol:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: trommarinn on October 28, 2011, 17:12:13
rosalega flott hjá ykkur!
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Ztebbsterinn on October 29, 2011, 15:08:24
Geggjað.

Mjög gaman að horfa á svona vandað video af vinnunni.  =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: firebird400 on November 16, 2011, 14:57:09
Virkilega flott hjá ykkur.

Hlakka til að sjá næsta video

Þessir bílar geta nefnilega verið svo hrikalega flottir
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð, Update 2
Post by: Trukkurinn on November 20, 2011, 22:35:03
Sælir strákar.

Jæja, þá er búið að taka tvær góðar helgar með góðum árangri. Búið er að setja í hann báðr hliðarnar og vinna svolítið í mælaborðinu ásamt því að hreinsa allt lakk af yfirbyggingu. Hliðarnar pössuðu ótrúlega vel, en mikil vinna fór í að stilla af og sjóða.  Hurðarnar og bensíntankurinn fóru í sandblástur, en eitthvað þarf að smíða í hvorutveggja.

Kveðja,

Skúli K.

Update 2, on Camaro 68 Restoration (http://vimeo.com/32416127)

Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Moli on November 20, 2011, 22:57:38
Gaman að sjá hvað þetta gengur vel, virkilega gaman að fá að fylgjast með þessu í gegn um video.  =D> 8-)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Hr.Cummins on November 20, 2011, 23:17:20
verulega flott.. góð tónlist í myndbandinu  8-)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: steiniAsteina on November 21, 2011, 19:51:56
átt ekkert nema hrós skilið fyrir alvöru uppgerð!

gangi þér sem best með frammhaldið!
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: SPRSNK on November 21, 2011, 20:14:48
Vel gert!  =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Hr.Cummins on November 21, 2011, 21:07:54
Mér langar alveg sjúklega í svona Camaro (Yenko efst á listanum) og setja undir hann sjálfstæða fjöðrun or some :!:

Væri gaman að eiga svona 68/69 með handling...
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Brynjar Nova on November 21, 2011, 22:22:02
Glæsilegt  =D> takk fyrir að deila þessu með okkur  8-)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Ramcharger on November 22, 2011, 06:14:12
 :worship: :worship: :worship:
Title: Re: Camaro 68, Þáttur þrjú
Post by: Trukkurinn on February 12, 2012, 23:34:52
Setti inn nýjar myndir, þær tala sínu máli. Meiningin er að koma honum í málningu strax eftir páska.


Camaro Restoration Part three (Skúli Iceland) (http://www.youtube.com/watch?v=2ul09vp8nEw#)

Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Moli on February 12, 2012, 23:44:26
Glæsilegt sem endra nær, það er greinilegt að það er ekkert slegið slöku við!  8-)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on February 12, 2012, 23:48:34
Nei Moli, nú fer að verða virkilega gaman að þessu. Kominn upp úr jörðinni og farinn að byggja upp.  \:D/
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Kiddicamaro on February 13, 2012, 01:37:22
glæsileg vinnubrögð =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Ramcharger on February 13, 2012, 06:13:05
 =D> =D> =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: chevy. on February 13, 2012, 18:31:00
Sæll Skúli. Þetta er glæsilegt hjá ykkur!
Ég Tók eftir því í vídeoinu að þú er með 2.73 hlutföll í þessari hásingu! Það er mjög gott í svona rúntara og Bíllinn hjá þér mun vera á mildum snúning á 100km hraða en latur í upptaki fyrir vikið! Personulega myndi ég mæla með því að þú skoðir að skipta út hlutföllum út fyrir 3.73 hlutfall og fá upptakið hressara, en Því fylgir að sjálfsögðu sá ókostur að vélar snúningurinn verður hærri á 100km hraða.
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on February 13, 2012, 18:53:40
Takk fyrir þetta. Ég verð bara að viðurkenna það að ég hugsaði ekkert út í þetta. Það er alveg rétt hjá þér að hann var frekar latur af stað og ég hugsaði eiginlega bara um að "tjúna" vélina svona þegar ég væri búinn að öllu hinu. Munar þetta miklu hvað upptakið varðar?
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: chevy. on February 13, 2012, 19:09:42
Takk fyrir þetta. Ég verð bara að viðurkenna það að ég hugsaði ekkert út í þetta. Það er alveg rétt hjá þér að hann var frekar latur af stað og ég hugsaði eiginlega bara um að "tjúna" vélina svona þegar ég væri búinn að öllu hinu. Munar þetta miklu hvað upptakið varðar?

Já það munar mikið um þetta... álíka munur eins og að taka af stað í 2 eða 1 gír!
Ef þú ætlar að skoða þetta skaltu athuga hvort þú þurfir líka að skipta um caisingu (Mismunadrifs húsið) það er neflilega þannig að það er mismunandi hvort þær eru hannaðar fyrir 2.73 og upp hlutföll eða 2.73 og neðar! .... og hve margar rillur eru á öxlunum :)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Harry þór on February 13, 2012, 22:13:22
3.53 er skemmtilegra
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on February 13, 2012, 22:50:46
Hvar fæ ég hlutföllin og hugsanlega caisinguna ef ég skelli mér í þetta, hvort sem ég nota 3.73 eða 3.53? Er þetta til hér heima?
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: chevy. on February 13, 2012, 23:42:27
Hvar fæ ég hlutföllin og hugsanlega caisinguna ef ég skelli mér í þetta, hvort sem ég nota 3.73 eða 3.53? Er þetta til hér heima?


Ebay.com væri minn fyrsti kostur. En það mætti reina hjá Bilabuð Benna,  Jeppasmiðjuni Ljónsstöðum eða stál og stöndum eða auglýsa eftir notuðu hér á kvarmiluspjallinu :)
http://www.vefsida.is/jepp/id/284/ (http://www.vefsida.is/jepp/id/284/)
Hér er linkur á ebay, er samt ekk viss um að þetta sé það rétta fyrir þig.
http://www.ebay.com/itm/GM-8-5-10-Bolt-Posi-Gears-Bearing-Kit-28-Spl-3-73-/390362591462?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item5ae36c70e6#ht_2744wt_1144 (http://www.ebay.com/itm/GM-8-5-10-Bolt-Posi-Gears-Bearing-Kit-28-Spl-3-73-/390362591462?pt=Motors_Car_Truck_Parts_Accessories&vxp=mtr&hash=item5ae36c70e6#ht_2744wt_1144)

Kv, Arnar H. Vinnufélagi þinn :wink:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Moli on February 13, 2012, 23:45:31
Hvar fæ ég hlutföllin og hugsanlega caisinguna ef ég skelli mér í þetta, hvort sem ég nota 3.73 eða 3.53? Er þetta til hér heima?

Alltaf besti kosturinn að kanna hvort þetta sé fáanlegt hérna heima, annars er það klárlega Summit, www.summitracing.com (http://www.summitracing.com) þar færðu allt og meira til.  :wink:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on February 13, 2012, 23:58:15
Takk strákar.
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: 57Chevy on February 14, 2012, 00:09:11
Ég mundi nú hafa þetta 3.23 eða 3.42  
Ekki mikið lægra með 350 skiftingu, ef það á að keyra bílinn á götunum.
Ef farið er í mjög lágt hlutfall verður snúningshraðinn á vél skolli hár á 90 KM.
Ef þetta sníst bara um upptak þá er 3.90 eða 4.10 fínt.  8-)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Kiddicamaro on February 14, 2012, 01:11:56
gulli var að henda inn auglýsingu með stóran 10 bolta með læsingu  sama og þú ert með..http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=61163.0 (http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=61163.0)..þú ert á ca 2700 rpm með 373 hlutfall á 90-100. gott hlutfall sem hentar í bæði
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: GunniCamaro on February 14, 2012, 13:26:53
Skúli, það fyrsta sem þú þarft að spyrja þig er, hvort ertu "rúntari" eða "racer"?, ef þú telur þig vera rúntara sem rúntar mikið og villt hafa þokkalegt power og getað spólað út fyrsta gírinn og kannski kíkt upp á braut á t. d. Mucslecar daginn og tekið nokkur rönn, ætturðu ekki að fara lægra en 3:55 og varla hærra en 3:42.
Ef þú telur þig vera racer sem rúntar aðeins og finnst gaman að spyrna og ætlar hugsanlega að keppa í kvartmílu ættirðu ekki að fara hærra en 3:55 og ekki lægra en 3:73.
Svo er þetta líka spurning um afl, eftir því sem aflið er meira geturðu verið með hærri gír, með auknu afli og stroker vélum hafa menn fært sig aðeins úr 3.73 upp í 3:55
En hvað sem þú gerir, fyrir utan að vera mjög gjaldgengur í fornbílaflokki í sparaksturskeppni, er 2:73 algjört "highway drive" hlutfall með engu "fun factor" og eiginlega alveg út úr myndinni, að mínu mati.

Kveðja
Gunni Camaro
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on February 14, 2012, 18:05:24
Takk Gunni. Það er ljóst að ég verð að breyta þessu, því ég vil getað spólað og spyrnt.  Ef þetta væri þinn bíll, hvaða hlutfall yrði fyrir valinu?:lol:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Kristján Skjóldal on February 14, 2012, 20:18:06
Harry svaraði þessu 3.53 er málið :idea:
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on February 14, 2012, 20:19:26
Þá er það ákveðið. Takk strákar.
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on April 17, 2012, 20:05:45
Þáttur fjögur kominn inn. Nú hefst 4-5 vikna vinna við undirvinnu fyrir málningu.

https://vimeo.com/40506435

Kveðja,

Skúli K.


Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Kiddicamaro on April 17, 2012, 20:19:39
það er þarna sem hlutirnir ske. =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on April 17, 2012, 22:39:18
Hann verður nákvæmlega svona ef allt gengur eftir á næstu vikum.

Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Harry þór on April 21, 2012, 00:10:19
Tær snilld , engu til sparað og vanir menn.

mbk Harry Þór
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð. Loka þáttur.
Post by: Trukkurinn on June 25, 2012, 10:24:26

Hér kemur síðasta myndbandið um uppgerðina á Camaro 68. Málningin, samsetningin og fyrsta sýningin á honum.

Kveðja,

Skúli K.

Camaro 68 Restoration Final part 5 (Iceland) (http://www.youtube.com/watch?v=Ga5BZ-4-Pwo#ws)

Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: 1965 Chevy II on June 25, 2012, 11:27:36
Hann er orðin betri en nýr greinilega, glæsilegur í alla staði, til hamingju með þetta  =D>
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Kowalski on June 25, 2012, 11:32:55
Heimsklassauppgerð.  8-)
Title: Re: Camaro 68, Uppgerð
Post by: Trukkurinn on June 25, 2012, 13:02:57
Takk strákar, þetta er eiginlega eins og að aka nýjum 44 ára gömlum bíl.