Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Valli Djöfull on June 19, 2007, 17:35:06

Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 19, 2007, 17:35:06
Nú er komið að því!
Kvartmílukeppni verður haldin laugardaginn 23. Júní en varadagur er sunnudagurinn 24. Júní..


Hægt er að skrá sig í hana á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti hér á kvartmila.is spjallinu eða síma 8997110 á milli 20 og 22 miðvikudagskvöldið 20. Júní og fimmtudagskvöldið 21. Júní.
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, tæki, símanúmer og flokkur sem keppa skal í.
Mail og einkapóstur er mikið þægilegra en sími.
Keppnisgjald er 2500 kr.

Skráningu líkur á föstudagskvöld kl. 22:00, semsagt hægt að skrá sig á æfingunni 8)

Keppnistæki sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.

Þeir keppendur sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.

Þeir keppendur sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.


(http://myndasafn.bmwkraftur.is/d/27260-1/Yfirlit-54.jpg)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 20, 2007, 01:49:46
Á þriðjudagskvöld þegar ég rita þetta eru skráðir:

4 x OF
1 x 13,90
1 x SE
2 x mótorhjól
2 x GT

Ágætt á einu kvöldi :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Óli Ingi on June 20, 2007, 21:03:51
Hvað gerir maður í sambandi við þetta vottorð um tæki sem er ekki á skrá þegar græjan kemst ekki einu sinni á bremsutestaran því hun er svo mjó, og ekki nóg með það svo þegar menn eru með alvöru læsingu í drifinu hjá sér, eins og t.d. spólu þá þíðir ekkert einu sinni að setja hann í testaran því keflin fara á stað fyrst öðru megin og það gengur ekki því þá myndi hann bara skjóta honum af testaranum!  og skoðunarmenn vita ekkert í sinn haus hvernig vottorð skal útbúa fyrir svona tæki, allaveg herna norðan heiða........bara koma þessu að...
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Bc3 on June 20, 2007, 21:19:27
ef þækið er ekki með skoðun þá þarftu að vera i OF og standast skoðunakröfurnar sem þeir fara framm á ss KK
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Óli Ingi on June 20, 2007, 22:05:23
Þó ég sé nú nýliði þá átti ég mig nú á því að ég á að fara í OF....Held að dragster eigi nu hvergi heima nema í OF  :roll: ....allvega skráði ég mig þar, talað er um að maður þurfi að sýna vottorð frá frumherja um að stýrisgangur og bremsur sé í lagi, fyrir þau tæki sem ekki eru á skrá, að KK sé með einhvern samning við frumherja um að prófa stýrisgang og bremsur, og dragginn hjá mér kemst ekki á bremsutestarann, er of mjór og er með spólulæsingu sem þíðir að testarinn myndi skjóta honum af því annað keflið fer á stað á undan hinu, og klóruðu menn hér útá landi sér bara í hausnum líka yfir því hvernig vottorð þeir ættu að gefa út fyrir þetta, hélt bara að KK myndi skoða þetta og fara yfir, og t.d. dragginn hjá mér verið oft skoðaður af KK og er þetta græja sem hefur sjálfsagt rönnað hvað mest á brautinni af þessum OF tækjum...
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Racer on June 20, 2007, 22:36:56
það er aldrei hægt að mæla bíla með læsingu sem er galli hérlendis en menn hafa fengið að sleppa á undanþágu með þetta hefur maður heyrt.

Þeir hljóta að geta skoða allt annað hjá þér þaggi?
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Elmar Þór on June 21, 2007, 00:20:26
hvað eru margir búnir að ská sig í kvöld
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Óli Ingi on June 21, 2007, 00:22:32
eins og ég sagði hérna fyrir ofan þá klórðuðu þeir sér í hausnum yfir því hvurslags vottorð þeir ættu útbúa yfiir þetta, spörkuðu í þetta og hristu, og þetta á bara vera í toppstandi, enda nýjar hjólalegur, nýjir front runnerar og búið að yfirfara spindla og stýrisenda, og ef að skoðunarmenn og sérfræðingar fyrir sunnan eru eitthvað efins um þetta hjá mér geta þeir bara skoðað hann eins og þeir vilja, hann hefur ekkert gert nema batnað.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Krissi Haflida on June 21, 2007, 01:06:52
Ég fór með bílinn minn, og þá fékk ég bara skoðunarvottorð eins og maður fær þegar maður fer með bíl í skoðun, nema hvað þeir strikuðu bara yfir það sem átti ekki við,  eins og ljós, mengun, stöðu hemil og þessháttar, En tóku stýrisgang, spindla og allar festingar á hjólabúnaði allveg í þaula, en reyndar gátu bara bremsuprófað hann að framan því ég er með spool, en fóru yfir allar lagnir að dælum, klossa, diska og þessháttar í bremsonum að aftan.

En hvað eru margir búnir að skrá sig??
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: CAM71 on June 21, 2007, 01:22:34
Klukkan hvað er þessi keppni á laugardaginn? Ef það stendur einhversstaðar þá er allavega ekki verið að flagga því - ætti að standa á upphafsíðunni þar sem keppnin er auglýst.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: baldur on June 21, 2007, 09:05:34
bremsuprófun á skoðunarstöð snýst nú aðallega um ójafna bremsukrafta, sem getur ekki mögulega gerst á bíl með spool.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Kristján Skjóldal on June 21, 2007, 10:05:53
við vissum það :roll:  þessvegna er þessi skoðun  ekki framhvænd hér :?  og enda sé ég ekki til hvers þegar KK er með skoðunar menn sem eiga að sjá um þetta :wink:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2007, 11:24:54
Svæðið opnar kl. 9:00
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30
Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00
Æfingaferðir hefjast kl. 11:00
Tímatökur hefjast kl. 11:30
Uppröðun kl. 12:30
Keppni hefst kl. 13:00
Verðlaunaafhending að keppni lokinni. (16-17)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2007, 11:31:12
Skráðir núna, fimmtudag kl. 11:25 eru:

13,90 x 1
14,90 x 1
GT x 3
hjól x 4
OF x 6
SE x 1


Hjólin sem skráð eru, eru:
600 x 1
1000 x 3
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 21, 2007, 17:56:30
Rosalega eru menn slappir í að skrá sig í keppni.
Það er augljóst að það er miklu betra að hafa bara æfingar.  :D
Koma svo strákar og stelpur.  :spol:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Kristján Skjóldal on June 21, 2007, 18:39:42
jæja þetta er nú greinilega allt til batnaðar flestir í OF he he það er bara flott hvar eru allir hinir :?:  :lol:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 21, 2007, 19:27:02
Quote from: "Kristján Skjóldal"
jæja þetta er nú greinilega allt til batnaðar flestir í OF he he það er bara flott hvar eru allir hinir :?:  :lol:

OF hræddir    :-$
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2007, 19:35:22
Jæja, smá update.. ekki margir bæst við en einhverjir.... og já, enn stækkar OF  8)

1 x 13,90
1 x SE
1 x MS
2 x 14,90
4 x GT
7 x OF

1 x 600 hjól
4 x 1000 hjól
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Elmar Þór on June 21, 2007, 19:38:15
enginn í mc
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2007, 19:39:14
Quote from: "Elmar Þór"
enginn í mc

Þeir virðast vera eitthvað seinir á fætur...  En ég bíð spenntur eftir fleiri skráningum  8)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Óli Ingi on June 21, 2007, 19:58:01
er ekkert gefið upp hverjir það eru sem eru skráðir..
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2007, 20:18:30
Quote from: "Óli Ingi"
er ekkert gefið upp hverjir það eru sem eru skráðir..

Veit ekki hvort það er venjan... En ég skal allavega gefa það upp strax að við erum líklega að tala um allavega 2 stelpur  8)

Vonandi fleiri   :wink:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 21, 2007, 22:25:36
Update, síminn stoppar varla..:)

1 x 13,90
1 x SE
1 x MS
1 x MC
2 x 14,90
5 x GT
7 x OF

1 x 600 hjól
4 x 1000 hjól
1 x 1300 hjól

Samtals 24...  Koma svo...

Var ekki betri þáttaka í 13,90 - 14,90 - SE - MC í fyrra?

Kannski svona seinir að taka við sér :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Bc3 on June 21, 2007, 22:33:40
ef það mæta ekki lfeyrri i 13,90 þá máttu skrá mig í OF valli  :lol:  svona Án djóks  :lol:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 23, 2007, 19:43:49
TÍMAR!!!!! :) (http://www.kvartmila.is/timar/2007/230607.pdf)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 23, 2007, 20:43:31
Úrslit dagsins voru:

OF:
1. Kristján Skjóldal - Camaro Pro Mod 1967
2. Einar Þór Birgisson - Camaro 1992

GF:
1. Rudolf Jóhannsson - Pontiac Tempest 428cid 1965
2. Finnbjörn Kristjánsson - Volvo kryppa

GT:
1. Steindór Björn Sigurgeirsson - Mitsubishi Evo
2. Ingólfur Arnarson - Chevrolet Corvette

14,90
1. Sergiusz Miernik (Sergio) - Opel Astra
2. Árný Eva Sigurvinsdóttir - BMW 330i touring

13,90
1. Alfreð Fannar Björnsson - Honda Civic type-R
2. Tanja Íris Ólafsdóttir - Chevrolet Camaro

1000 hjól:
1. Davíð S. Ólafsson
2. Jóhannes Sigurðsson - Suzuki GSXR

1300 hjól:
1. Gunnar Grétarsson - Suzuki
2. Ólafur F. Harðarson - Yamaha YZF600R6


Correct my if i'm wrong :)

Þakka fyrir frábæran dag  8)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Bc3 on June 23, 2007, 23:52:49
ja geggjaður dagur nema ég er þvíligt sólbrunnin  :lol:  :lol:  var svona gulur en er orðinn svona rauður nuna ----> :oops:    :lol:  :lol:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: 1965 Chevy II on June 24, 2007, 00:20:33
Ég þakka starfsfólki fyrir mig,þetta gekk fínt fannst mér,ræsirinn sérlega góður,ekkert hangs eftir að stage ljósin voru kveikt.

Ég vona að það verði bleyttur vegurinn fyrir næstu æfingu/keppni það er ekki boðlegt að láta okkur keyra þetta svona.

Óska sigurvegurum dagsins til hamingju með árangurinn. =D>
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Sergio on June 24, 2007, 00:21:35
þegar ég vaknaði í morgun og fór ut þá bara truði ég ekki að það sé hægt fá svona yndislega veður

þetta var æðsilegt keppni, sérstaklega þar sem þetta var mitt fyrsta
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: 1966 Charger on June 24, 2007, 00:48:44
Þakka öllum þeim sem störfuðu að þessari keppni kærlega fyrir mig.


Ragnar
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Bc3 on June 24, 2007, 01:36:46
1300 hjól:
1. Gunnar Grétarsson - Suzuki
2. Ólafur F. Harðarson - Yamaha YZF600R6



afhverju 600 hjól i 1300flokki? :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: íbbiM on June 24, 2007, 03:25:35
ég get svo svarið það að ég er eins og sólþurkaður tómatur í andlitinu eftir þenna dag, ég var þarna frá tæplega 11 til enda,  var sona hálfgert 1's manna pit crew hjá tönju á camaronum, sem náði feiknargóðum árangri, 14,16 á bone stock lt1 camaro, flottur árangur á stelpuni í sínu fyrsta móti ever,

þetta var gífurkega gaman, gt flokkurinn var mjög skemmtilegur, ég skildi samt ekki alveg OF flokkin, var einar ekki að taka besta tíman?
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 24, 2007, 12:04:06
Quote from: "Bc3"
1300 hjól:
1. Gunnar Grétarsson - Suzuki
2. Ólafur F. Harðarson - Yamaha YZF600R6



afhverju 600 hjól i 1300flokki? :)

Það mætti enginn annar í 600 eða 750 flokk..  Svo hann ákvað að skella sér bara í 1300.. :lol:

Og stóð sig bara vel á litla hjólinu sínu þar  8)  Hann var meðal annars með besta tímann í tímatökum í 1300 flokk  :P
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Racer on June 24, 2007, 15:35:28
Hver brann ekki uppá braut? :D

Annars fín keppni.. fór fínt gúmmí brautina , sá samt að ég var byrjaður að færa burnout nær ljósunum.

Ræsir hefði mátt vakna fyrr til að mæta en það leystist allt :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Addi on June 24, 2007, 15:50:21
Quote from: "Racer"
Hver brann ekki uppá braut? :D

Annars fín keppni.. fór fínt gúmmí brautina , sá samt að ég var byrjaður að færa burnout nær ljósunum.

Ræsir hefði mátt vakna fyrr til að mæta en það leystist allt :)



 :oops:  :oops:  Reyni að redda því fyrir næstu kjeppni


En annars bara takk allir fyrir frábæran dag og geggjaða kjeppni.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 24, 2007, 18:12:16
Ég er svo bruninn eftir að hafa verið í eldvarnagallanum að það er engu líkt.
Ég vill þakka starfsfólkinu sérstaklega sem stóð sig súpervel í öllum þessum hamagangi.
Fyrstu tölur með áhorfendur eru rúmlega 300 manns sem borguðu sig inn svo eru félagsmenn þeir fengu frítt og einhverjir sem mættu áður en við náðum að rukka inn. Heildartölur eru sennilega rúmlega 350 manns sem er asskoti gott.  :D  :D  :D
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jói ÖK on June 24, 2007, 18:20:51
Þakka fyrir góða keppni og vil líka þakka keppendum fyrir að vera mjög þolinmóðir við mig sem nýbyrjaðan Uppröðunnarmann :oops:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Sergio on June 24, 2007, 18:32:40
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Ég er svo bruninn eftir að hafa verið í eldvarnagallanum að það er engu líkt.


þu varst lika ekkert smá heitur í þessu  :oops:


 :lol:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: gaulzi on June 24, 2007, 20:12:28
Quote from: "Sergio"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Ég er svo bruninn eftir að hafa verið í eldvarnagallanum að það er engu líkt.


þu varst lika ekkert smá heitur í þessu  :oops:


 :lol:
haha, er þetta þessi eldvarnargalli... :lol: ég var alveg viss um að hann væri bara eitthvað að flippa :oops: :D
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 24, 2007, 22:38:58
Quote from: "gaulzi"
Quote from: "Sergio"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Ég er svo bruninn eftir að hafa verið í eldvarnagallanum að það er engu líkt.


þu varst lika ekkert smá heitur í þessu  :oops:


 :lol:
haha, er þetta þessi eldvarnargalli... :lol: ég var alveg viss um að hann væri bara eitthvað að flippa :oops: :D

Hægt er að fá gallann leigðan ef fólk vill komast í discó fíling.
Hjálmur og hanskar fylgja með.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 24, 2007, 22:53:59
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Quote from: "gaulzi"
Quote from: "Sergio"
Quote from: "Nonni_Bjarna"
Ég er svo bruninn eftir að hafa verið í eldvarnagallanum að það er engu líkt.


þu varst lika ekkert smá heitur í þessu  :oops:


 :lol:
haha, er þetta þessi eldvarnargalli... :lol: ég var alveg viss um að hann væri bara eitthvað að flippa :oops: :D

Hægt er að fá gallann leigðan ef fólk vill komast í discó fíling.
Hjálmur og hanskar fylgja með.

Gjaldkeri klúbbsins að standa sig, alltaf að leita að aukapening í kassann  :lol:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: ElliOfur on June 24, 2007, 23:01:50
En hvað var samt að gerast milli kl 13, þegar keppnin átti að hefjast og rúmlega hálf þrjú þegar keppnin svo hófst?
Ekki koma með svona 'vilt þú ekki bara gera þetta', ég er bara að velta fyrir mér hvað tók svona langan tíma...
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Valli Djöfull on June 24, 2007, 23:19:35
Quote from: "ElliOfur"
En hvað var samt að gerast milli kl 13, þegar keppnin átti að hefjast og rúmlega hálf þrjú þegar keppnin svo hófst?
Ekki koma með svona 'vilt þú ekki bara gera þetta', ég er bara að velta fyrir mér hvað tók svona langan tíma...

Það seinkaði öllu..  Skoðanir á bílum tóku lengri tíma en áætlað var, æfingar hófust kl. 11:30 c.a...   tímatökur 12:30..   og svo þurfti að raða upp eftir tímatökur..  Þetta var mest megnis vegna þess að við í turni vorum að "halda" okkar fyrstu keppni, tek alveg stóran hluta af þessu á mig :)    En það voru bílar að keyra næstum allan tíman sem vonandi dugaði til að skemmta áhorfendum eitthvað..

En við vorum nú samt ekki nema svona hálftíma að raða upp..  Byrjaði keppni ekki um 14:00 ?

Þetta mun vonandi ganga betur næst..  Þar sem núna veit maður smá útá hvað þetta gengur..  Í fyrra pikkaði ég bara á tölvuna, þurfti ekkert að skipta mér að keppnishaldi sem slíku :)

Vonandi leiddist engum og þetta mun ganga hraðar fyrir sig næst...  Og þessi bil milli ferða verður styttri..  Þurfum að fara öðruvísi að því..  En hins vegar hefði þetta gengið mun hraðar fyrir sig ef við hefðum haft svona 3-4 fleiri í vinnu  :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: ElliOfur on June 24, 2007, 23:29:39
Já ok :) Það er líka hálf furðulegt að hafa Nóna ekki á staðnum, allavega man ég ekki eftir því að hafa komið uppá braut þegar Nóni er ekki toppurinn í turninum :D Ég svosem mætti bara á eina keppni síðasta sumar en þónokkrar æfingar..
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: baldur on June 24, 2007, 23:47:54
Keppnin byrjaði um 13:45.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: ElliOfur on June 24, 2007, 23:48:43
hmm þá hef ég verið eitthvað annars hugar.. ok flott :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Racer on June 25, 2007, 00:37:47
ekki að ég sé að tala illa um Nóna en Nóni hefur ekki verið alltaf uppá braut gegnum árin :)

annars væri sniðugt að leyfa hjólunum að klára allar sínar ferðir þegar tími gefst enda eru það góða fólk vanalega alltaf ready og tekur ekki langan tíma að keyra þá.

Annars er batnandi mönnum best að lifa og maður getur alltaf gert betur :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: 1965 Chevy II on June 25, 2007, 01:35:40
Þetta var flott hjá ykkur,það er ekki hægt að hugsa bara um að keyra þetta sem hraðast því það þarf að vera kæli/viðgerðartími á milli ferða sem var bara nokkuð góður núna sem er aðalega auknum fjölda mótorhjóla að þakka.

Ég efast um að nokkrum áhorfanda hafi leiðst á Costa del(nánast) frítt á pallinum góða. 8)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Óli Ingi on June 25, 2007, 01:50:22
þetta var bara flott, gott veður og gaman að keyra, þakka fyrir mig.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Addi on June 25, 2007, 02:03:23
Quote from: "Racer"
ekki að ég sé að tala illa um Nóna en Nóni hefur ekki verið alltaf uppá braut gegnum árin :)

annars væri sniðugt að leyfa hjólunum að klára allar sínar ferðir þegar tími gefst enda eru það góða fólk vanalega alltaf ready og tekur ekki langan tíma að keyra þá.

Annars er batnandi mönnum best að lifa og maður getur alltaf gert betur :)



Ekki slæm hugmynd nema hvað varðar áhorfendur...það verður að taka tillit til þess að allir vilji sjá eitthvað af öllum keppendum. Ef þú skilur hvað ég er að reyna að segja, ef áhorfandi nær kannski ekki að mæta alveg á réttum tíma og missir þar af leiðandi kannski af hjólunum, þá gæti honum gramist það. Þar af leiðandi er eiginlega nauðsynlegt að reyna að dreyfa hjólaferðunum yfir keppnina. Við verðum að höfða til áhorfenda...
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Kristján Skjóldal on June 25, 2007, 07:20:27
ég vil bara þakka fyrir mig það var mjög gaman að fá loksins að prufa bilinn :wink:  þó að maður hafi ekki verið sáttur með tíman 9,09 - 153 :(  en það voru svona smá vandamál sem að við verðum bara að laga og reina svo bara aftur :wink:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Einar Birgisson on June 25, 2007, 07:56:26
Jamms takk fyrir mig, fínn dagur veðrið og alles.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Dodge on June 25, 2007, 09:43:45
Takk fyrir mig.
Flott að hafa svona pittprentara t.d. þó mér sýnist hann þarfnast smá lagfæringa :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 25, 2007, 10:15:49
Hvernig fannst keppendum trackið á brautinni.
Við erum að læra að setja trackbite almennilega á brautina og væri gaman að heyra hvað mönnum fannst.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Einar Birgisson on June 25, 2007, 13:04:40
Þetta var allt mjög fínt miðað við hvað mér fannst þið vera fáliðuð, mjög sáttur með trackið.....
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Jón Þór Bjarnason on June 25, 2007, 14:25:34
Quote from: "Einar Birgisson"
Þetta var allt mjög fínt miðað við hvað mér fannst þið vera fáliðuð, mjög sáttur með trackið.....

Það er bara andskotanum erfiðara að fá starfsfólk upp á braut. En vonandi verður það betra næst.
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: 1965 Chevy II on June 25, 2007, 23:57:26
Sæll Nonni,
Það þarf að láta slétta yfirborð brautarinnar eins og Jens Herlufsen lét/sá um að yrði gert hérna um árið.
Hann getur gefið upplýsingar um það.


Einnig ættirðu að hringja í VHT og þeir geta gefið nánari upplýsingar:
How to use VHT:
Call our VHT Technical Support line at (480)991-3137 x5000.
http://72.10.43.141/trackbite.htm
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: PéturSig on June 26, 2007, 15:06:16
Trans Am flott mynd sem þú ert með  :wink:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: 1965 Chevy II on June 26, 2007, 20:02:55
HEHE já takk fyrir hana,hún er mjög flott og glæsilegar myndir hjá þér =D>
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: PéturSig on June 26, 2007, 20:06:32
Takk fyrir það  :wink:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Marteinn on June 27, 2007, 04:40:22
Quote from: "Kristján Skjóldal"
ég vil bara þakka fyrir mig það var mjög gaman að fá loksins að prufa bilinn :wink:  þó að maður hafi ekki verið sáttur með tíman 9,09 - 153 :(  en það voru svona smá vandamál sem að við verðum bara að laga og reina svo bara aftur :wink:



já þetta er ömurlegur tími,  :lol:

plöggum þessu bara, hva annað  :wink:


 :idea:
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Camaro-Girl on June 27, 2007, 11:51:43
Takk fyrir mig þetta var bara gaman :smt061
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Ziggi on June 27, 2007, 19:25:53
Quote from: "Trans Am"
Sæll Nonni,
Það þarf að láta slétta yfirborð brautarinnar eins og Jens Herlufsen lét/sá um að yrði gert hérna um árið.
Hann getur gefið upplýsingar um það.


Einnig ættirðu að hringja í VHT og þeir geta gefið nánari upplýsingar:
How to use VHT:
Call our VHT Technical Support line at (480)991-3137 x5000.
http://72.10.43.141/trackbite.htm


Frændi minn er með fyrirtækið Malbikunarviðgerðir ehf og gerði þetta á sínum tíma frá burn-out til 60ft ef ég man rétt.

Get rætt við hann ef áhugi er fyrir.


Kv. Siggi
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: firebird400 on June 28, 2007, 20:53:48
Ég talaði við P.J Harvey en hann er forstjóri fyrirtækisins sem framleiðir trackbite.

Eftir því sem hann sagði mér þá er bara um að gera að nota sem mest af þessu, og sem oftast.

Það þarf ekki að vera nein ákveðið skilyrði til þess að trackbite virki,

Bara úða því á og draga það út.

Hann talaði einnig um það að trackbite-a fyrir veturinn til að vernda brautir sem eru orðnar gamlar, verndar malbikið fyrir froski með því að koma í veg fyrir það að vatn liggji í sprungum og þess háttar
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: Dodge on June 28, 2007, 20:59:51
Þetta reindar frá manninum sem er að selja efnið :)
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: BB429 on June 28, 2007, 22:41:57
Er mikið um þessa froska hérna  :shock:


Hann talaði einnig um það að trackbite-a fyrir veturinn til að vernda brautir sem eru orðnar gamlar, verndar malbikið fyrir froski með því að koma í veg fyrir það að vatn liggji í sprungum og þess háttar
Title: Kvartmílukeppni 23. Júní - skráning!
Post by: firebird400 on June 28, 2007, 23:32:13
:lol:

Hei, innsláttar villur sleppa  :lol:    :wink:

Þetta átti auðvitað að vera "frosti"  :wink: