Kvartmílan => Muscle Car deildin og rúnturinn. => Topic started by: 10,98 Nova on March 22, 2007, 21:16:21

Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: 10,98 Nova on March 22, 2007, 21:16:21
Sumarið 1990-91 var  farinn rúntur í gegnum miðbæ Rvk á nokkrum keppnistækjum,hugmyndin var að auglísa kvartmílukeppni sem fór fram daginn eftir. Það var ekki leiðinlegt að rúnta um miðbæinn á slikkum og með opið púst, einhver þjófavarnarkerfi fóru í gang og sjálfsagt allt hrist í verslunum. Er ekki einhver sem á myndir af þessum viðburði T.d Hálfdán.      Með kv Benni
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: Moli on March 22, 2007, 22:28:18
usss... það væri gaman að fá að sjá myndir frá þessu! 8)
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: Einar K. Möller on March 23, 2007, 01:51:20
Hvernig væri að reyna að gera þetta aftur !
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 23, 2007, 11:14:14
Ekki vitlaus hugmynd. Það er mjög stutt í næstu sýningu.
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: íbbiM on March 23, 2007, 12:10:28
ég væri game í þetta með nýja pústið :twisted:   það hefur allavega farið illa í margar þjófavarnir hingað til
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: firebird400 on March 23, 2007, 17:49:35
Ég ætla að auglýsaklúbbinn grimmt á rúntinum í sumar

Spurning hvort að ég setji ekki bara stórann límmiða í afturrúðuna hjá mér  8)

Og er að sjálfsögðu maður í svona rúnt þó svo að bíllinn minn sé ekki beint keppnistæki

Fjölmenna bara nógu oft á rúnthæfu græjunum til að vekja athygli á okkur  :D
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: Moli on March 23, 2007, 20:31:35
Ég held að þetta sé ekki spurning! Um að gera að reyna að skipuleggja góðan hóprúnt fyrir sýninguna, séu menn til í það og fá í leið umfjöllun og auglýsingu í fjölmiðla um sýninguna.

Það væri gaman að sjá t.d. Gísla á ´70 Challenger, Smára á ´67 Mustang, Jenna á Monzunni, Þórð á ´69 Camaro, Rúdolf á ´65 Tempest, ekki slæmur hópur það! 8)
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: Olli on March 23, 2007, 20:33:48
Og við skulum ekki gleyma hvað væri geggjað að sjá Þórð á Willys-num slást í hópinn :D
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: Elmar Þór on March 24, 2007, 12:05:50
ég fór rúnt síðasta sumar á mínum bíl niður í bæ með keppnis pústin mín, og það vakt ekki mikla lukku meðal vegfaranda, hvort sem þeir voru á gangi á gangstétt, á bílum eða inni í búðum.  Hahahahahaha
Title: Keppnisbílar á rúntinum!
Post by: 10,98 Nova on March 25, 2007, 00:00:42
Á ekki að koma með neinar myndir eru allir sem þarna voru komnir undir græna ,það eru nú ekki svo mjög langt síðan þetta var. Þó þetta hafi verið fyrir tíma digital myndavéla þa hlítur einhver að eiga skanna.           með kv Benni sófareiser. Sem fylgist með úr hæfilegri fjarlægð.
Title: Race-rúntur.
Post by: 429Cobra on March 30, 2007, 17:59:53
Sælir félagar. :)

Sæll Benni.

Jú ég man eftir þessum rúnti, og man hversu erfitt það var að fá leyfi fyrir honum hjá Lögregluni.
Við urðum að hafa hann um miðjann dag :!:
Þannig að það tóku færri eftir honum en annars hefði verið.
Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hvort ég var með myndavélina, en alla vega hef ég ekki fundið neinar myndir ennþá.
 
Það ætti kanski að reyna að endurtaka þetta. \:D/

Þetta er mun skemmtilegra en að spóla fyrir horn. [-X