Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Harry þór on July 11, 2009, 22:52:16

Title: Keppnin 11.07
Post by: Harry þór on July 11, 2009, 22:52:16
Halló. Takk öll - fyrir hjálpina í dag. Staffið stóð sig með sóma og hafi það þökk fyrir. Veðrið lék við okkur. Unga fólkið sem keppti í dag er framtíð klúbbsins og það er gaman að sjá áhugan hjá þeim.

Svo gömlu skáparnir - Leifur - Kjarri og Ragnar - Harry Herlufs - flottir.

Og kommóðurnar - Frikki og Elmar líka flottir.

Kata komin í staff aftur og stjórnaði pitt með stæl enda með gott staff í stjórnstöð með sér.

Legg til að byrja keppnir seinna næst , td. tímataka kl 13.

fk keppnisstjórnar
mbk Harry Þór
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Björgvin Ólafsson on July 11, 2009, 22:55:20
Gott að heyra að Kata sé búinn með öll fæðingarorlofin - það er enginn alvöru keppni nema hún fái aðeins að stjórnast í þessu!!

Til hamingju annars öll með góðan dag - skilst að þetta hafi bara verið frábær dagur!!

kv
Björgvin
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Elmar Þór on July 11, 2009, 23:03:57
Þetta var frábært í alla staði og allt eins og best var á kostið. vantaði bara nokkra hausa í viðbót til þess að keyra. Ég þakka bara öllum kærlega fyrir daginn bæði starfsfólki og keppendum. þetta var gaman og góður dagur
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: 1965 Chevy II on July 11, 2009, 23:16:25
Takk fyrir daginn,frábært starfsfólk þarna.
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Bc3 on July 12, 2009, 13:55:07
þakka fyrir mig  :D
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Moli on July 12, 2009, 15:25:45
Sammála, ég þakka fyrir mig!  :wink:
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: AnnaOpel on July 12, 2009, 20:41:33
ég þakka fyrir mig :) Starfsfólkið var til sóma =D> en hvar getur maður séð hvað maður er komin með mörg stig ?
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Jón Bjarni on July 12, 2009, 20:55:10
ég þakka fyrir mig :) Starfsfólkið var til sóma =D> en hvar getur maður séð hvað maður er komin með mörg stig ?

Ég er ekki allveg að standa mig í því  :oops:
ég ætla að reyna vera með þetta allt reddý og setja á netið í þessari viku
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: AnnaOpel on July 12, 2009, 21:16:22
ég þakka fyrir mig :) Starfsfólkið var til sóma =D> en hvar getur maður séð hvað maður er komin með mörg stig ?

Ég er ekki allveg að standa mig í því  :oops:
ég ætla að reyna vera með þetta allt reddý og setja á netið í þessari viku

ok frábært :) bara þæginlegra að vita hvað maður er komin með mörg stig :)
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Geitungur on July 13, 2009, 08:33:58
Takk fyrir frábærann dag á míluni staffið stóð sig með príði og keppnin gekk hratt og vel fyrir sig, takk fyrir mig. \:D/
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Kristján Skjóldal on July 13, 2009, 13:19:52
já við félagar Óli húski og ég létum okkur hafa það að fara á fætur kl 5 til að fara og keyra suður,og JÁ bara til að sjá kvartmílu, borða og aftur heim ](*,)svona er maður nú skemdur af áhuga af þessu sporti :Den Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þátttöku í þessari keppni eins og þeim fyrri, þetta er bara skömm fyrir fólk sem hefur gaman að koma og sjá þetta sport, ég gaf þá allvega út að ég kæmi ekki í sumar og er ég samt kominn með smá samviskubit yfir því að vera ekki þarna með tæki en hvað þá þið sem hreinlega búið þarna á svæðinu og eigið tæki í lagi og jafnvel fleiri en 1 hvað er málið með ykkur :!: er þá ekki rétt að þið látið vita að það standi ekki til að vera með eða hvað :?: við höfum skyldum a' gegna fyrir áhorfendur og bara KK að mæta með þessi tæki og svo er eitt sem ég er ekki sáttur með það eru þessi verðlaunaafhending af hverju að refsa þeim sem eru einir í flokk fá ekki sín verðlaun og hafa ekkert í höndum eftir að hafa tekið þátt, mætt og látið allt vaða eins og td Leifur og svo bara já flott hjá þér hér færðu ekkert að því að það kom ekki sá sem hann átti að keppa við [-Xps svona bikar kostar skit og kanel og það á lika að standa á honum í hvað flokk og fyrir hvað þú fékkst þessa dollu, ekki eins og í kvenna hlaupi og það á að standa við þessar hetjur sem koma =D> kveðja einn mjög hissa á þessu
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Lincoln ls on July 13, 2009, 16:06:33
Alveg sammála Stjána í þessu
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: AnnaOpel on July 13, 2009, 16:32:12
sammála kristjáni að hluta til, en ég skil nú alveg mjöög vel að fólk sé að minnka þáttöku í keppnum miðað við hvernig ástandið er orðið...keppnisgjaldið er búið að hækka um helming siðan í fyrra og ekki má gleyma bensinverðinu, það er nú búið að hækka einsog ég veit ekki hvað  :shock:


En mér finnst þetta keppnissumar ganga muun betur heldur en í fyrra :) Mun meira skipulag og starfsfólk til fyrirmyndar :) =D>
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: gstuning on July 13, 2009, 19:10:51
þakka fyrir mig  :D

Ættir líka að gera það.

 [-X
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: 1965 Chevy II on July 13, 2009, 19:14:08
Að sjálfsögðu átti Leifur að fá dollu,hann var látinn keyra tímatökur,ræstur í ferð,látinn staðfesta og svo beðinn að fara show ferðir sem hann og gerði og svo sendur tómhentur heim.Í það minnsta á að endurgreiða manninum hluta af keppnisgjöldum og rukka fyrir æfingu.
Hann Á  að fá fullt hús stiga og dollu samkvæmt NHRA reglum.
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Jón Þór Bjarnason on July 13, 2009, 19:51:13
Að sjálfsögðu átti Leifur að fá dollu,hann var látinn keyra tímatökur,ræstur í ferð,látinn staðfesta og svo beðinn að fara show ferðir sem hann og gerði og svo sendur tómhentur heim.Í það minnsta á að endurgreiða manninum hluta af keppnisgjöldum og rukka fyrir æfingu.
Hann Á  að fá fullt hús stiga og dollu samkvæmt NHRA reglum.
Er ekki alveg að skilja þessa setningu hjá þér. Eigum við að endurgreiða honum hluta af keppnisgjöldum og rukka hann fyrir æfingagjöldum  :?:
Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að menn fái bikar fyrir að vera einn í flokk.

Ástæðan fyrir hærri keppnisgjöldum er sú að KK þarf að borga kr 1.000.- til ÍSÍ/LÍA vegna lokahófs eða eitthvað álíka.
Nýtt rándýrt malbik er komið á helming brautar og þarf KK að borga þann brúsa að fullu sjálfur með öllum kostnaði. Yfir tug milljóna.
Track-Bite kostar orðið handlegg og hálfan fótlegg.
KK er aðeins að fá kr 1.500.- af þessari aukahækkun til sín.
Æfingagjöld voru líka hækkuð úr kr 1.000.- í kr 2.000.-
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: killuminati on July 13, 2009, 19:55:58
Leifur hlýtur nú að fá fullt hús stiga fyrir þessa keppni hvort sem hann fær dollu eður ei. En fínt að fá dollu því til staðfestingar :-({|=
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Bc3 on July 13, 2009, 22:35:05
þakka fyrir mig  :D

Ættir líka að gera það.

 [-X


 =D>
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Harry þór on July 13, 2009, 22:50:32
Hæ. Ég held að Leifur hafi ekki viljað bikar núna,hann á svo marga,og þess vegna dugði bara sigur og stig. Leifur er flottur Keppandi og sá sem er mest professional sem við eigum í dag. Frikki er líka flottur og svo , maður getur lengi talið. Ekki meigum við gleyma fólkinu frá Akureyri , koma suður og keyra svo heim. Ég tek undir orð Kristjáns Skjóldal kvað varðar keppendaleysi.

Harry Þór
ps bætti inn Harry Herlufsen í skápadeildina í fyrstu færslu.
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: X-RAY on July 13, 2009, 23:36:14
ég vil þakka fyrir mig þetta er allt farið að ganga hraðar og betur fyrir sig  =D>

en svo er eitt sem ég hef verið að spá í að stig hjá keppendum skuli ekki liggja frammi fyrir þá sem koma og horfa á þeir vita ekkert um hver er að vinna eða tapa 

svona svipað og fyrir fólk sem fylgist með boltanum og fengi ekki að vita markastöðu  :D
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: 1965 Chevy II on July 13, 2009, 23:46:11
Jú Leifur vildi að sjálfsögðu fá dollu,allavega sagði hann það við mig að honum þætti þetta skítt.
Nonni ég átti bara við ef hann fær ekki dollu né fullt hús stiga þá var þetta bara eins og æfing fyrir Leif og
ætti því bara að borga æfingargjald að mínu mati.
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Gretar Franksson. on July 14, 2009, 01:43:51
Já það stóð til að mæta í OF og keppa. Ég taldi mig vera undirbúin og var svona að klára að gera við bensínkerfi þar sem bensíndæla hafði gefið sig og svarf-rusl komist í blöndunginn. Á Fimtudeginum var svo prófað en bilanir voru ekki leystar. Síðar kom í ljós að Converterinn var einnig að gefast upp og ónothæfur miðnætti Föstudags- Laugardags, fallin á tíma og mætti ekki. Sorry það. Það þarf víst að gera hlutina tímanlega......
Gretar Franksson.
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: lobo on July 14, 2009, 11:16:43
Takk fyrir frábæran dag mjög gott skipulag á keppnini !!! og frábært að Kata sé komin til baka til starfa  =D> =D> =D>
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Valli Djöfull on July 14, 2009, 11:19:11
Að sjálfsögðu fær maðurinn fullt hús stiga eins og allir sem mæta einir og færa sig ekki í annan flokk.  Ef menn færa sig hins vegar í annan flokk fara öll stigin í þann flokk.  Það var eitthvað um svoleiðis reyndar í síðustu keppni.

En jú ég er reyndar sammála.  Alltaf verðlaun, sama hve margir keppendur.  Það er mín persónulega skoðun.
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Hera on July 14, 2009, 12:28:11
Hver sér um kæru mál varðandi stigagjöf??



Ég þarf að leggja fram kæru vegna stigagjafar og rangra upplýsinga á keppnisdag þar sem ég mun tapa tittlinum miðað við nýjar upplýsingar um stigagjöf.



Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: Elmar Þór on July 17, 2009, 18:17:15
Halló, ekki hef ég fengið nein verðlaun í þessi tvö skipti sem ég hef mætta og verið ein í flokk! Mætti upp á pall í fyrra skiptið og var mér tjáð að maður fengi enginn verðlaun ef maður væri ein í flokk, þannig að ég hafði lítinn áhgua á að mæta upp á pall í seinna skiptið.

kveðja Elmar
Title: Re: Keppnin 11.07
Post by: stigurh on July 18, 2009, 09:52:15
Hei Elmar
Pungin út   :lol:

stigurh