Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Moli on October 31, 2008, 14:31:44

Title: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on October 31, 2008, 14:31:44
Er ekki málið að fara að scanna eitthvað...? Mig vantar myndir...!! Amerískir bílar milli 1970-1990 óskast!  8-)

Hérna eru nokkrar nýjar...  :wink:

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on October 31, 2008, 14:32:39
meira...

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on October 31, 2008, 14:33:39
Hvaða ´67 Chevelle er þetta??

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: -Eysi- on October 31, 2008, 16:07:10
Ég á nú nokkrar í myndaalbúmi frá pabba.. reyni að skanna um helgina og senda þér eða henda hérna inn
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: edsel on October 31, 2008, 16:09:25
hvað varð um '66-7 GTO converible bílinn?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on October 31, 2008, 16:23:46
hvað varð um '66-7 GTO converible bílinn?

Þetta var ´65 GTO, Rúdolf reif hann í restina.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Damage on October 31, 2008, 16:27:04
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=35732.0;attach=30339;image
er þetta nomad ?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Guðmundur Björnsson on October 31, 2008, 16:49:13
Flottur Moli.. alltaf gaman að skoða gamlar myndir..

Ætli þessi 76 T/A sé X1114 í dag,geturðu gáð með ferilinn fastanúmerð er FJ-242.

KV
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on October 31, 2008, 17:34:58
http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=35732.0;attach=30339;image
er þetta nomad ?

nei, þetta er ´55 Delivery Van, Nomadinn er aðeins öðruvísi. Þessi bíll er víst á Ystafelli í dag.

Flottur Moli.. alltaf gaman að skoða gamlar myndir..

Ætli þessi 76 T/A sé X1114 í dag,geturðu gáð með ferilinn fastanúmerð er FJ-242.

KV

Já, þetta er hann, þetta er bíllinn hans Frikka eins og hann var, veit að kallinn verður glaður að sjá þessa mynd! 8)
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Steinn on October 31, 2008, 18:05:51
Meira af þessu Moli, bara gaman  \:D/
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: johann sæmundsson on October 31, 2008, 19:32:15
meira...


Einhverjar sögur af þessum 58 letta?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on October 31, 2008, 19:58:53
meira...


Einhverjar sögur af þessum 58 letta?

Stóð í skúr í Grundarfirði í ein 14 ár fyrir fleiri- fleiri árum, fór svo út á land og var þar þangað til hann kom í bæinn, endaði í Keflavík þar sem einhver keypti hann og lét sandblása, þá var víst ekki mikið eftir af boddyinu, skoðaði hann fyrir um ári síðan, og stendur hann held ég ennþá í Njarðvík. Ef eitthvað er "challenge" í að gera upp, þá er þetta gott dæmi, allir varahlutir í þetta eru líka FOK dýrir.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Gunnar M Ólafsson on October 31, 2008, 20:02:32
 ´65 blæju GTO. Rifinn
 ´67 GTO "Brekkulatur" Rifinn
 ´69 GTO í eigu Gísla Skúla á Selfossi, og er í mjög hægri uppgerð
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Kiddi on October 31, 2008, 20:15:00
´65 blæju GTO. Rifinn
 ´67 GTO "Brekkulatur" Rifinn
 ´69 GTO í eigu Gísla Skúla á Selfossi, og er í mjög hægri uppgerð

Gunni, þetta er 66 lemans s.s. ekki brekkulatur...

PS. Veistu eitthvað um '68 lemans'inn?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Gunnar M Ólafsson on October 31, 2008, 20:57:07
´65 blæju GTO. Rifinn
 ´67 GTO "Brekkulatur" Rifinn
 ´69 GTO í eigu Gísla Skúla á Selfossi, og er í mjög hægri uppgerð

Gunni, þetta er 66 lemans s.s. ekki brekkulatur...

PS. Veistu eitthvað um '68 lemans'inn?

Sé það núna Kiddi þegar ég fatta að stækka myndirnar :oops:
Veit því miður ekkert um þennan ´68 lemans :-(
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: 57Chevy on October 31, 2008, 21:44:36
meira...


Einhverjar sögur af þessum 58 letta?

Þessi mjög svo flotta ´58 Impala kom úr sölunefndinni, var þá græn. Það var eitthver flugmaður sem lét sprauta hana svarta. Kom á Akranes ´64 og var fram yfir ´70 ?? . Bar lengstaf númerið E505, eigandi var þá Valur Jónsson kendur við Guðnabæ. Fer héðan vestur á nes ?????.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Robbi on October 31, 2008, 23:27:37
Hvaða ´67 Chevelle er þetta??



Þessi mynd var tekin við  bæinn Þorgeirsstaði í lóni .
Þessi Cevelle var beinskipt með 289  og var hún orðin mjög ryðguð síðast þegar ég sá hana ca 1994 :cry:
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Einar Birgisson on October 31, 2008, 23:34:32
Hvað var þessi Vella að gera með Ford motor ?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: ljotikall on November 01, 2008, 00:01:29
er til mynd af flame-uðu bjölluni við hliðina a chevelle
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: hebbi on November 01, 2008, 00:21:35
Hvaða ´67 Chevelle er þetta??



Þessi mynd var tekin við  bæinn Þorgeirsstaði í lóni .
Þessi Cevelle var beinskipt með 289  og var hún orðin mjög ryðguð síðast þegar ég sá hana ca 1994 :cry:
283 3 gíra
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: kcomet on November 01, 2008, 13:10:43
 Gaman að þessum myndum Moli.. Rosalega hefur chevy. 58 verið flottur á þessum árum. 2ja dyra hardtop með montrassgati, það allra flottasta. Skoðaði skelina einmitt hjá Magga í fyrra..
                       

                                                                         kv. k.sig.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Robbi on November 01, 2008, 21:27:12
Hvaða ´67 Chevelle er þetta??



Þessi mynd var tekin við  bæinn Þorgeirsstaði í lóni .
Þessi Cevelle var beinskipt með 289  og var hún orðin mjög ryðguð síðast þegar ég sá hana ca 1994 :cry:
283 3 gíra

Það er rétt hjá þér bróðir ég meinti 283.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: CAM71 on November 02, 2008, 00:35:05
Hver átti þennan R5926 á þessum tíma? Sýnist myndin vera tekin í suðurenda á Skýli #1 á Reykjavíkurflugvelli.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Svenni Devil Racing on November 02, 2008, 13:47:51
Hvaða ´67 Chevelle er þetta??



Þessi mynd var tekin við  bæinn Þorgeirsstaði í lóni .
Þessi Cevelle var beinskipt með 289  og var hún orðin mjög ryðguð síðast þegar ég sá hana ca 1994 :cry:
283 3 gíra

Það er rétt hjá þér bróðir ég meinti 283.


en chevellan er komin í bæin fór þangað um 2001-2003 var einhver sem keyfti hana og ættlaði að gera hana upp
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Steinn on November 02, 2008, 14:20:09
58 Impala sama og hvíti bíllinn í American Graffiti. Sá var ekki með varadekkið aftaná og myndir af þessum bílum sýna þetta sitt og kvað. Var þetta valmöguleiki eða breyttu menn bílunum
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Dart 68 on November 02, 2008, 19:47:14
Þetta var valmöguleiki (aukahlutur)
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: BLÁR on December 20, 2008, 19:47:13
meira...


Einhverjar sögur af þessum 58 letta?

Þessi mjög svo flotta ´58 Impala kom úr sölunefndinni, var þá græn. Það var eitthver flugmaður sem lét sprauta hana svarta. Kom á Akranes ´64 og var fram yfir ´70 ?? . Bar lengstaf númerið E505, eigandi var þá Valur Jónsson kendur við Guðnabæ. Fer héðan vestur á nes ?????.
Meira um ´58 Lettann, ég fann þessar myndir hjá mági mínum á Skaganum, en þeir félagar voru á suðurleið held ég um Hvalfjörð í gleðskap, eins og
sést á myndunum, þetta lýsir kannski best hvernig sumir bílar voru notaðir  8-)
ég held að þessar myndir séu teknar sumarið ´72
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Anton Ólafsson on December 20, 2008, 20:19:35

þetta lýsir kannski best hvernig sumir bílar voru notaðir  8-)
ég held að þessar myndir séu teknar sumarið ´72

Ölvagnarnir eru alltaf ljúfir, þessi er nú ekki úr skannanum en er glóðvolg engu að síðu :D

(http://farm4.static.flickr.com/3224/3123526278_9d304432a5.jpg)
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Gretar Óli Ingþórsson on December 20, 2008, 20:57:07
vonandi náið þið upp áhrifum við erum ornir gódir á pikkanum í borg dauðans
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on December 21, 2008, 22:34:56
Flottar myndir af '58 Lettanum!  8-)

Nokkrar nýjar frá Hálfdáni sem ég var að scanna, meira til sem kemur á næstu vikum.  :wink:

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on December 21, 2008, 22:35:29
1981 Lamborghini Countach 8-)

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: ljotikall on December 21, 2008, 23:57:38
flottur moli.. hvada challenger er þetta?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on December 22, 2008, 00:08:11
flottur moli.. hvada challenger er þetta?

Það mun vera '70 bíll sem tvíburarnir áttu hér um árið, bíllinn er enn til í dag. Þeir eiga í dag og eru að gera upp '70/'71 bleiku Barracuduna ásamt '70 440 SixPack Challengernum, alvöru menn á ferð.  8-)

Þessi bíll (sem þú spurðir um) varð svona eftir að hann var lagaður.

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Spratz on December 23, 2008, 23:39:58
Er einhver sem getur flett upp eigendaferlinum á "58 lettanum.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: ljotikall on December 24, 2008, 01:04:31
thx jólamoli :lol:
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on January 05, 2009, 20:10:42
Jæja.. aðeins meira.  8-)

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on January 05, 2009, 20:11:55
ooog meira...

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: kiddi63 on January 05, 2009, 20:47:04

Þessi scanni hjá þér er sko tryllitæki ársins ! :smt041

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Kristján Ingvars on January 05, 2009, 20:59:29
Þessa 58 Impölu átti maður á Siglufirði fyrir ca 2-3 árum en skipti slétt á henni og stráheilli 63 impölu sem ég keypti svo af honum og á í dag. 58 bíllinn endaði hjá Kristni nokkrum Sigurðssyni en er núna að ég held í Keflavík/Njarðvík hjá Magga og ég stórefast um að hún verði nokkurn tíma gerð upp  :cry:
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Serious on January 06, 2009, 01:57:35
Rosalega hefur chevy. 58 verið flottur á þessum árum.
Snildar orðalag hjá kcomet og mundu að chevy 58 er alltaf fallegur ekki bara á þessum árum hehehe .En ok Moli ert þú að leita af myndum af bílum í öllu ástandi eða uppgerðum? það gæti nefnilega verið að ég findi eitthvað hjá mér af myndum fljótlega bæði gömlum og nýjum er að reyna að taka safnið saman í rólegheitum og já flottar myndir hjá þér.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on January 06, 2009, 02:02:06
Rosalega hefur chevy. 58 verið flottur á þessum árum.
Snildar orðalag hjá kcomet og mundu að chevy 58 er alltaf fallegur ekki bara á þessum árum hehehe .En ok Moli ert þú að leita af myndum af bílum í öllu ástandi eða uppgerðum? það gæti nefnilega verið að ég findi eitthvað hjá mér af myndum fljótlega bæði gömlum og nýjum er að reyna að taka safnið saman í rólegheitum og já flottar myndir hjá þér.

Já sælir,

Ég er aðallega að leita eftir myndum af amerískum bílum teknum hérlendis á árunum 1970-1995.
Skiptir engu máli í hvaða ástandi þeir eru.  8-) Allar gamlar myndir virkilega vel þegnar.

Ég gæti trúað að næsta uppfærsla á www.bilavefur.net verði um 3.000+ myndir.
Ég og Sir Anton erum búnir að vera duglegir að skanna.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Serious on January 06, 2009, 02:12:08
ok ég fer þá að gramsa í kössunum hjá mér , ég ætti að geta fengið Björgvin hjá Ólafsson racing til að skanna myndir inn fyrir mig.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Steinn on January 06, 2009, 15:42:37
Gaman af þessum myndum og margt smíðað í denn, en er það sem mér sýnist að þessi sé með driflokur að aftan :roll:
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Guðmundur Björnsson on January 06, 2009, 21:02:17
Þessi 84 trans am,er skelin af honum uppá holti í hafnarfirði(man ekki götunafnið)
Benni flutt hann inn og þótti flottur á þeim tíma,hvenar er þessi mynd tekinn?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: HK RACING2 on January 06, 2009, 22:44:32
Gaman af þessum myndum og margt smíðað í denn, en er það sem mér sýnist að þessi sé með driflokur að aftan :roll:
:lol: :lol: :mrgreen: :mrgreen: =D> =D>
Þetta er framhásingin á bílnum sem er á hinni brautinni semsagt nær #-o
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: ljotikall on January 06, 2009, 23:05:37
herna er hun i allri sinni dyrð :roll:
(http://img261.imageshack.us/img261/8506/vlcsnap3151524ee1.png)
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Gutti on January 06, 2009, 23:25:07
er þessi rauði ss 1gen  cammi enþá til ?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Geir-H on January 06, 2009, 23:34:23
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: GunniCamaro on January 07, 2009, 10:10:19
Gaman að sjá þessar myndir frá Mola frá bílasýningunni 1987 í Faxafeni, þarna var 67 SS minn fyrst sýndur á bílasýningu og Moli hrifinn af spjaldinu mínu hjá bílnum.
Hérna er mynd af bílnum eins og hann leit út þegar ég fór með hann í geymslu fyrir nokkrum árum.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: #1989 on January 07, 2009, 20:08:20
Og lítur hann eins út? er hann ennþá í geimslunni? er hann viðraður á góðum dögum?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: GunniCamaro on January 08, 2009, 08:58:06
Lítur eins út, er enn í geymslu, er ekki í ökuhæfu ástandi og hefur því ekki verið viðraður í mörg ár.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Geir-H on January 08, 2009, 17:08:27
Þarf það ekki að fara að breytast Gunni?
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Dodge on January 08, 2009, 22:47:41
Gaman af þessum myndum og margt smíðað í denn, en er það sem mér sýnist að þessi sé með driflokur að aftan :roll:

Þetta er svakalegur misskilningur... ég hefði nú fárast yfir skóflum að framan en ekki aftan áður en ég færi að fárast yfir driflokum :)

og að sjá driflokur en ekki 2 bíla :)
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Þórður Ó Traustason on January 10, 2009, 16:35:29
Veit einhver meira um þennann 84 Tran Am þarna á myndunum.Ég meina hvort þetta sé sá sem er talið að sé í Hafnarfirði eða einhver annar og þá hvort hann sé til ennþá.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on January 10, 2009, 17:12:17
Veit einhver meira um þennann 84 Tran Am þarna á myndunum.Ég meina hvort þetta sé sá sem er talið að sé í Hafnarfirði eða einhver annar og þá hvort hann sé til ennþá.

Þetta er örugglega þessi bíll (mynd), hann var í uppgerð í mörg ár og kom á göturnar sl. sumar. Virkilega flottur bíll! 8)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/kruser_2008/normal_IMG_2125.JPG)
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Guðmundur Björnsson on January 10, 2009, 20:50:18
Þessi skel sem ég er að tala um er á Melabrautini í hf,og passar við bílinn á myndinni. (síðan 87)
Það er, svartur með gull niðri, eins stólar og annað.

En hvort þetta sé sé skelin af þessu bíl á myndinni veit ég ekki um.

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: 10.39 on January 15, 2009, 09:45:28
Jæja.. aðeins meira.  8-)


Sælir félagar
Ég var að spá hvort að einhverjum af þessum snillingum hérna á spjallinu gætu frætt mig um fortíð og örlög
 68 camaronum sem ég átti og keppti á 1988-90( þessi guli og blái sem er þarna í sandinum). Ég kaupi hann í mjög döpru ástandi 1988 en hann var orðin mjög ryðgaður og illa farin .Var greynilega búið að nota hann sem jeppa þarna fyrir norðan miðað við hvernig botninn leit út á honum.
   
   Ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda átti eingöngu að nota hann til að spyrna á brautinni. Sá sem síðast var skráður eigandi
 heitir Kristófer að mér minnir og var hann frá Blönduósi og var H-??? síðasta númerið á honum. Bíllinn kemur beinskiptur og var
 með ljósgræna inntéttingu . Þegar ég kaupi þar sem hann stóð vélarlaus fyrir utan GOS byggingavöruverslunina
 (rétt hjá sem Tómstundahúsið er núna) var hann rauðbrúnn með gylltar mjóar skrautlínur á afturbretti sem ná upp að toppi. Ætlaði sá sem
  átti hann þá að fara með hann í rallý cross.

    Ég seldi svo bílinn vélar og skipingarlausum Brynjari Gylfasyni fyrir slikk og veit ég ekkert hvað varð af honum eftir það.
  Gaman væri ef einhver ætti mynd af honum bæði þegar ég á hann og fyrir.
 
  Kv.Stefán Björnsson Miraverde Tenerife.
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: Moli on January 15, 2009, 10:00:57
Jæja.. aðeins meira.  8-)


Sælir félagar
Ég var að spá hvort að einhverjum af þessum snillingum hérna á spjallinu gætu frætt mig um fortíð og örlög
 68 camaronum sem ég átti og keppti á 1988-90( þessi guli og blái sem er þarna í sandinum). Ég kaupi hann í mjög döpru ástandi 1988 en hann var orðin mjög ryðgaður og illa farin .Var greynilega búið að nota hann sem jeppa þarna fyrir norðan miðað við hvernig botninn leit út á honum.
   
   Ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda átti eingöngu að nota hann til að spyrna á brautinni. Sá sem síðast var skráður eigandi
 heitir Kristófer að mér minnir og var hann frá Blönduósi og var H-??? síðasta númerið á honum. Bíllinn kemur beinskiptur og var
 með ljósgræna inntéttingu . Þegar ég kaupi þar sem hann stóð vélarlaus fyrir utan GOS byggingavöruverslunina
 (rétt hjá sem Tómstundahúsið er núna) var hann rauðbrúnn með gylltar mjóar skrautlínur á afturbretti sem ná upp að toppi. Ætlaði sá sem
  átti hann þá að fara með hann í rallý cross.

    Ég seldi svo bílinn vélar og skipingarlausum Brynjari Gylfasyni fyrir slikk og veit ég ekkert hvað varð af honum eftir það.
  Gaman væri ef einhver ætti mynd af honum bæði þegar ég á hann og fyrir.
 
  Kv.Stefán Björnsson Miraverde Tenerife.

Sæll Stefán,

Er þessi rauðbrúni þá ekki hann? Harry setti inn þessa mynd frá "búkkastöðum" á spjallið ekki alls fyrir löngu.
Svo koma nokkrar af honum ofan af braut!

Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: 10.39 on January 15, 2009, 12:52:16
Jæja.. aðeins meira.  8-)


Sælir félagar
Ég var að spá hvort að einhverjum af þessum snillingum hérna á spjallinu gætu frætt mig um fortíð og örlög
 68 camaronum sem ég átti og keppti á 1988-90( þessi guli og blái sem er þarna í sandinum). Ég kaupi hann í mjög döpru ástandi 1988 en hann var orðin mjög ryðgaður og illa farin .Var greynilega búið að nota hann sem jeppa þarna fyrir norðan miðað við hvernig botninn leit út á honum.
   
   Ég trebbaði upp í götin og rúllaði yfir hann enda átti eingöngu að nota hann til að spyrna á brautinni. Sá sem síðast var skráður eigandi
 heitir Kristófer að mér minnir og var hann frá Blönduósi og var H-??? síðasta númerið á honum. Bíllinn kemur beinskiptur og var
 með ljósgræna inntéttingu . Þegar ég kaupi þar sem hann stóð vélarlaus fyrir utan GOS byggingavöruverslunina
 (rétt hjá sem Tómstundahúsið er núna) var hann rauðbrúnn með gylltar mjóar skrautlínur á afturbretti sem ná upp að toppi. Ætlaði sá sem
  átti hann þá að fara með hann í rallý cross.

    Ég seldi svo bílinn vélar og skipingarlausum Brynjari Gylfasyni fyrir slikk og veit ég ekkert hvað varð af honum eftir það.
  Gaman væri ef einhver ætti mynd af honum bæði þegar ég á hann og fyrir.
 
  Kv.Stefán Björnsson Miraverde Tenerife.

Sæll Stefán,

Er þessi rauðbrúni þá ekki hann? Harry setti inn þessa mynd frá "búkkastöðum" á spjallið ekki alls fyrir löngu.
Svo koma nokkrar af honum ofan af braut!



 Sæll Moli
Það passar þetta er bíllinn. Gaman að sjá myndir frá því upp á braut því ég á engar myndir af honum
þaðan. Takk fyrir skjót viðbrögð .Væri gaman að sjá og heyra meira frá ykkur.

 Kv. Stebbi
Title: Re: Nokkrar glóðvolgar úr scannanum...
Post by: GunniCamaro on January 15, 2009, 13:42:30
Mig minnir að í kringum 1990 fór ég ásamt kunningja mínum að skoða þennan Camaro upp við hálfgert refabú rétt hjá flugmótelbrautinni sem er við Krísuvíkurveginn og þar var slatti af hálfrifnum bílum þ.á.m. þessi Camaro en mig minnir að það hafi bara verið skelin eftir af honum og grindin.
Við vorum eitthvað að velta því líka fyrir okkur að fara í rallykrossið en það var ekkert eftir af þessum Camaro og svo var búið að klippa eða skemma hvalbakinn á honum og hann var eiginlega bara ónýtur, hvað varð um hann eftir þetta veit ég ekki.

Ég man alltaf eftir því hvað hann vann ofboðslega en á þessum tíma þótti þetta svakalega öflugur bíll, t. d. í sandinum, ef ég man rétt, stillti þessi Camaro upp við grindina hans Óla P. og Óli sat bara eftir í spyrnunni.