Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Örn.I on July 24, 2004, 21:11:14

Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Örn.I on July 24, 2004, 21:11:14
það er alltaf  erið að tala um þetta hvernig væri að menn kæmu með staðsetningar á þeim sem þeir vita um svo að menni geti nú kanski litið við ef þeir eiga leið hjá!
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Hrollur on November 28, 2004, 18:22:45
Sæll, já það yrði nú gaman að vita um þesa kirkjugarða, svo maður gæti nú séð hvað er þar af bílum, ég vissi um einn kirkjugarð sem er í eigu einhvers mopars-náunga uppi í hreppum að,mig minnir.
Veit þó ekki hvort eitthvað sé til sölu af þeim, en já hrikalega væri gaman að fá að vita um staðsetningu þeirra, maður gæti alveg hugsað sér að kaupa eitthvað ef eitthvað væri falt.
Title: Náunginn!!
Post by: Junk-Yardinn on November 29, 2004, 16:56:49
Sælir
Ég er þessi náungi  :lol:
Hvað viljið þið vita??
Lítið til sölu hér nema varahlutir enda á ég ekki alla bílana sjálfur.
Náunginn.............. sem á kirkjugarðinn............ :wink:
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Gizmo on November 29, 2004, 17:22:07
einhver V8 Oldsmo eða sambærilegur á staðnum ? 1970-80 ?
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Junk-Yardinn on November 29, 2004, 20:43:43

Delta 88 og 98 árgerð 1978 og 1980 og 1983 4 dyra.
Cutlas 1980 4 dyra.
Varahluti úr 1965 Jet Star.
Vantar þig eitthvað sérstakt?
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Damage on November 30, 2004, 19:10:42
áttu camaro '67 eða mustang '67 eða sambærileigir  ?
kv.Haffi
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Junk-Yardinn on November 30, 2004, 19:26:11
nei. ekkert sambærilegt.
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Damage on November 30, 2004, 19:49:21
Ekki lummaru þá á supru eða einhverjum sport bíl frá 80-90 ?
kv.Haffi
Title: Sælir
Post by: Hrollur on December 01, 2004, 00:15:43
Ég frétti að Dusterinn minn gamli hefði endað hjá þér fyrir nokkrum árum, en hann var nánar tiltekið Duster sedan, árg 73, með orginial topplúgu,sá var upprunalega með 340 minnir mig. En ég seldi þeim sem lét þig fá hann (held að sá hafi eftirlátið þér hann ), var hann með mjög nýlega sandblásið boddy, algerlega ryðlaus, en upprunalega vélin var ekki.Hvað var um þann gamla? Og svo er önnur spurning, hvort þú átt einhverja gripi til sölu sem vanta gegnumtekningar, þó það þyki mér frekar ólíklegt? Og svo náttúrulega er ég búinn að gleyma hvar þú ert með þennan garð, en svo var kunningi minn einn að spyrja hvar maður getur keypt húddskóp, þá væntanlega ný sem notuð, jæja mínu er komið á framfæri.
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Ramcharger on December 01, 2004, 08:03:12
Er þetta "Royal Delta" og hvernig er ástandið á krami og boddý?
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Junk-Yardinn on December 01, 2004, 21:45:55
Dusterinn þinn var hérna hjá mér. Fór héðan fyrir 7 árum en þá átti að nota hann í annan bíl í Reykjavík í annan 340 Duster sem ég eignaðist svo fyrir 6 árum. Það var mjög lítið notað úr honum og hann endaði í Vöku. þegar ég keyfti minn fyrir um 6 árum var búið að henda þínum en sami aðili átti þá báða á tímabili og annan 1973 Duster 340 sem er í kirkjugarðinum hjá mér. Hann er ónýtur.
Ég á 2 ný húddskóp fyri Dart eða Duster eða Súperbee sem ég vil gjarnan selja.
Hér eru aðalllega varahlutabílar og lítið hægt að gera upp af þeim.
Er staðsettur rétt hjá Flúðum.

Á Oldsmobile Delta Royal í fullri notkunn svartur að lit X-2111 og á 2 í niðurrif. Á einnig 1971 Duster 340 oragnerauðan nýuppgerðan og 1967 Plym. Satellite rauðan.
Jói.
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: ElliOfur on December 01, 2004, 22:24:18
ú, ég elska bílakirkjugarða, er séns á að fá að skoða hjá þér? :)
Title: sælir aftur..
Post by: Hrollur on December 02, 2004, 02:34:24
Takk fyrir að veit amér þessar upplýsingar með Dusterinn minn gamla, þá veit ég þetta, en með húddskópin, hversu mikið viltu fá fyrir þau, og er hægt að kíkja á bílagarðinn?.
kv. hrollur
Title: duster
Post by: duster on December 02, 2004, 15:01:50
Sæll    Junk-Yardinn
er hægt að komast í samband við þig í síma eða með e-mail ef svo er meilaðu mig    einaru@flug.is
Title: Bílakirkjugarðar
Post by: Junk-Yardinn on December 02, 2004, 16:20:52
það er sjálfsagt að fá að koma og skoða. Svara ykkur á einkapósti.
Jói