Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 1966 Charger on February 28, 2009, 23:03:37

Title: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: 1966 Charger on February 28, 2009, 23:03:37
Sæl veriði

Hér fyrir neðan eru opinber úrslit út 1. "kvartmílukeppninni sem haldin var hérlendis. Þessi keppni fór fram sunnudaginn 6. febrúar 1966 á Reykjavíkurflugvelli.  Ósagt skal látið hvort rétt er haft eftir með vegalengdina (350 m.). Málið er að mér finnst þetta mjög merkilegt framtak. Ef einhver er málkunnugur ökuþórunum eða stjórnarmönnum BKR sem nefndir eru þá væri væri nú rétt að fá punkta frá þessum frumkvöðlum og koma þeim á framfæri við okkur sem höfum gaman af sagnfræði íslensks kappaksturs.

Góðar stundir

Err

PS: Látið ykkur ekki detta í hug að hæðast að tímunum.

-------------------

Á sunnudaginn ráku vegfarendur á Hringbraut upp stór augu, því bílar þutu á ofsahraða fram og aftur um flugbrautina sem liggur í átt til Miklatorgs. Þarna hafði safnazt saman stór hópur manna, sem horfði á kappakstur hjá „Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur."  Þarna fór fram svokallað „Dragrace",eða keppni í að koma bílunum á mikla ferð á stuttri vega lengd, aðeins 350 metrum. í Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur eru aðallega ungir menn, sem vilja efla bifreiðasport á landinu og draga jafnframt úr óleyfilegum kappakstri á götum úti: Þeir fengu lánaða ónotaða flugbraut með leyfi flugvallarstjóra og stigu þar benzínið í botn, án neinnar áhættu fyrir umhverfið eða sjálfan sig. Þeir áætla að halda slíka keppni oftar á þessu ári.

Úrslit í keppninni í gær urðu þessi:

1. Kári Guðmundsson, Ford '56

v-8 vél, 300 hestafla: 3 ferðir, 15

sek, 14.7 sek. og 14.5 sek.

2. Ásgeir Þorvaldsson, Ford '59,

v-8. vél, 300 hestafla: 3 ferðir, 15.1

sek ,15 sek. og 14.7 sek.

• 4 •Óli Asgeirsson, Ford '56 v-8

vél 202 hestafla: 3 ferðir, 15.4 sek.

15 sek. og 15 sek.

4. Snorri Loftsson, Ford Cortina

GT, 4 cyL v-8 vél, 83 hestafla: 3

ferðir 15.5 sek., 15 sek. og 15.6 sek.

5. Sverrir Þóroddsson, Mercedes

Benz 220 SE: 1 ferð 15 sek.



Veg og vanda af keppni þessari hafði Sverrir Þóroddsson, eini kappakstursmaður landsins, ásamt stjórn B.K.R., en hana skipa m.a.Kristján Helgason formaður, Páll Gunnarsson gjaldkeri og Ásgeir Þorvaldsson ritari.
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Kimii on February 28, 2009, 23:20:18
haha gaman að þessu   8-)
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Brynjar Nova on March 01, 2009, 00:01:49
Flott  8-)
takk fyrir þetta  =D>
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Heddportun on March 01, 2009, 00:48:24
 =D>

Það er mjög mikilvægt að þetta gleymist ekki!

1966,Vá er eiginlega orðlaus,segir mikið til um lítinn áhuga á íslensku mótorsporti og uppbyggingu þess af stjórnvöldum!
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Racer on March 01, 2009, 09:01:14
finnst fínn tími þó þetta eru bara 350 metrar
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Bannaður on March 01, 2009, 12:36:44
=D>

Það er mjög mikilvægt að þetta gleymist ekki!

1966,Vá er eiginlega orðlaus,segir mikið til um lítinn áhuga á íslensku mótorsporti og uppbyggingu þess af stjórnvöldum!

 :lol:
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: baldur on March 01, 2009, 20:03:51
Þetta hefur verið spennandi keppni, allir á mjög svipuðum tímum.
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Ztebbsterinn on December 29, 2009, 17:29:35
Ætli að það leynist ekki myndir af þessum atburði í einhverri skúffu?

Gaman væri að sjá þær  :)
Title: Re: Úrslit í 1. "kvartmílukeppninni" á Íslandi
Post by: Lolli DSM on December 30, 2009, 01:57:57
Magnað! Þetta hefur verið rosa keppni