Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on March 29, 2008, 15:20:30

Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Anton Ólafsson on March 29, 2008, 15:20:30
Jæja bíll dagsins er að þessu sinni þessi 70 Duster.

(http://farm4.static.flickr.com/3153/2371235318_edf515fa56.jpg)

Síðan var hann málaður orange, þótti heldur einlitur, þannig að það var skellt á hann þessum eðal strípum,
(http://farm4.static.flickr.com/3019/2371231714_472ee3c65f.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2171/2371230074_9678999848.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2246/2371229650_6689c2fb16.jpg)

Svo fór hann suður,
(http://farm3.static.flickr.com/2180/2371236274_ee83abe897.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3168/2371235758_56059a6f2b.jpg)
Síðan verður hann svona
(http://farm3.static.flickr.com/2032/2370403463_8785b7d22a.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2160/2371238422_3208aa8a20.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2390/2371237742_a951c365e0.jpg)
(http://farm3.static.flickr.com/2052/2370401669_67af161159.jpg)
(http://farm4.static.flickr.com/3197/2370401171_89d3cebe60.jpg)

Ferillinn
26.10.1987   Hörður Markús Sigurðsson   Jakasel 44
10.10.1983   Eiður Eiríkur Baldvinsson   Gauksás 17
31.08.1982   Bjarni Ólafur Guðmundsson   Tjarnarból 4
23.04.1982   Einar Grétar Jóhannsson   Eyrarland 1
18.08.1978   Skjöldur Vatnar Árnason   Heimalind 20
18.08.1978   Jón Ingi Jónsson   Oddagata 11
11.02.1977   Daggeir Pálsson   Bjarmastígur 3

26.10.1987   R7472   Gamlar plötur
16.08.1984   R66998   Gamlar plötur
23.02.1984   X4497   Gamlar plötur
05.10.1982   R40318   Gamlar plötur
23.04.1982   A2430   Gamlar plötur
12.10.1981   Ö7731   Gamlar plötur
18.08.1978   A4279   Gamlar plötur
11.02.1977   A2347   Gamlar plötur

06.04.1973   Nýskráð - Almenn
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Kristján Skjóldal on March 29, 2008, 15:25:55
já hann er nú bara flottastur á mynd 1 :wink:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Belair on March 29, 2008, 15:43:02
sammála EN vildi hafa hann með framstuðarann og grill af mynd 3 bara stuðarann ekki þetta ljóta sem er neðan á honum
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Dart 68 on March 29, 2008, 16:05:44
Bíllinn á efstu myndinni er ekki ´70 Duster. Hann er annaðhvort ´73 eða ´75  :wink:
Það sést á því að húdd og grill er ekki það sama og svo eru parkljósin á hliðunum ekki eins stór milli þessara árgerða.

Bílnúmerið á efstu myndinni er líka A-234x og það kemur ekki fyrir í númeralistanum hér a neðan  :wink:
Title: Re: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Belair on March 29, 2008, 16:16:17
Quote from: "Anton Ólafsson"
Jæja bíll dagsins er að þessu sinni þessi 70 Duster.

(http://farm4.static.flickr.com/3153/2371235318_edf515fa56.jpg)

Ferillinn
26.10.1987   Hörður Markús Sigurðsson   Jakasel 44
10.10.1983   Eiður Eiríkur Baldvinsson   Gauksás 17
31.08.1982   Bjarni Ólafur Guðmundsson   Tjarnarból 4
23.04.1982   Einar Grétar Jóhannsson   Eyrarland 1
18.08.1978   Skjöldur Vatnar Árnason   Heimalind 20
18.08.1978   Jón Ingi Jónsson   Oddagata 11
11.02.1977   Daggeir Pálsson   Bjarmastígur 3

26.10.1987   R7472   Gamlar plötur
16.08.1984   R66998   Gamlar plötur
23.02.1984   X4497   Gamlar plötur
05.10.1982   R40318   Gamlar plötur
23.04.1982   A2430   Gamlar plötur
12.10.1981   Ö7731   Gamlar plötur
18.08.1978   A4279   Gamlar plötur
11.02.1977   A2347   Gamlar plötur

06.04.1973   Nýskráð - Almenn


Quote from: "Dart 68"
Bíllinn á efstu myndinni er ekki ´70 Duster. Hann er annaðhvort ´73 eða ´75  :wink:
Það sést á því að húdd og grill er ekki það sama og svo eru parkljósin á hliðunum ekki eins stór milli þessara árgerða.

Bílnúmerið á efstu myndinni er líka A-234x og það kemur ekki fyrir í númeralistanum hér a neðan  :wink:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Kristján Skjóldal on March 29, 2008, 16:24:18
þetta er allt sami billinn strákar minir :lol:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Belair on March 29, 2008, 16:26:01
var að segja það stjani  :D
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Dart 68 on March 29, 2008, 19:22:27
Þá verð ég bara að viðurkenna mistök mín  :oops:  En afhverju ætli það hafi þá verið skipt um stuðara, grill og húdd?????????
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Belair on March 29, 2008, 19:37:39
hummm ljót grill ,ljótur stuðari og aukið loftflæði til blöndungs :D
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Moli on March 29, 2008, 19:39:23
Var ekki Hörður (RadíóRaf) búinn að farga þessum?
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Belair on March 29, 2008, 19:41:32
sog var mer sagt þegar eg spurði um hann
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Gummari on March 29, 2008, 20:03:49
ekki sami bíll látið ekki svona ég er ekki mopar maður en sé það samt :wink:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Einar K. Möller on March 29, 2008, 20:15:18
Quote from: "Moli"
Var ekki Hörður (RadíóRaf) búinn að farga þessum?


Ég veit ekki betur en að Hörður eigi þennan ennþá, hann fargaði hinsvegar öðrum Duster sem var betur þekktur sem EVA.
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Jón Þór Bjarnason on March 29, 2008, 21:54:59
Hvaða BJALLA er þetta fyrir aftan hann á efstu mynd  :?:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Sigtryggur on March 29, 2008, 23:25:59
Þá hefur líka verið skift um gafl á honum,nema hann hafi verið"ósammála"á efstu myndinni.
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: 1966 Charger on March 30, 2008, 01:29:42
Strákar þetta er svona:

Brúni bíllinn sem er á efstu myndinni ER EKKI SAMI BÍLLINN og Indíánatjaldið.  Ruglingurinn stafar af því að Daggeir átti báða þessa bíla um tíma og því báru þeir sama númer (á ólíkum tíma). Mig minnir að sá brúni hafi verið 1973 árgerðin.
Örlög brúna bílsins (sem var 318 og líka beinskiptur) og Daggi átti á eftir þeim rauða voru að honum var stolið og þjófurinn krassaði honum á ljósastaur í Lundahverfinu.
Indíánatjaldið var upphaflega allur orange litaður og 318 og beinskiptur.  Daggi keypti hann í bæinn og seldi síðar Jóni Inga sem gerir hann að Indánatjaldinu með ágætlega tjúnnaðri 340 rellu.  Þetta strípulag á bílnum var hermt eftir samskonar bíl sem birtist á síðum Car Craft c.a.1976-77.  Við skulum bara kenna slæmri raflýsingu á Moparstöðum um að litasamsetningin fokkaðist svona glæsilega upp (i.e. ekki eins og á bílnum í Car Craft).  Indíánatjaldið var reyndar nokkuð sprækur vagn og lágu nokkrir fyrir því í götuspyrnum. Minnisstæðast er að AMC foringi nokkur hét því að éta hattinn sinn ef að AMC 401 Javelin bifreið sem hann hafði átt mundi ekki hafa Tjaldið í spyrnu.  Raunin varð sú að Tjaldið varð svo langt á undan Spjótinu að Jón Ingi sat fyrir utan Tjaldið og var búinn að fíra upp í friðarpípunni þegar AEmmSjéinn skreið yfir 402,33 metrana.  Hatturinn hefur ekki enn verið snæddur.

Góðar stundir

Err
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Anton Ólafsson on March 30, 2008, 02:37:38
Já já Ragar minn,

Er það vitlausar sögusagnir að renndurnar hafi skollið á innbænum, (600 Akureyri, sem er póstnúmmerið)?

Átt þú þá mynd af þessum Duster sem var síðar Indjánatjaldið?
Er þetta sem sagt dæmi um að ég eigi ekki að taka mark á Einsa Béé og hans líkum um að þetta sé sami bíllinn???


Ekki talið er,
einn sé sami fákur.
Duster talinn dylja menn
duginn engan hafði.

Góðar stundir

 Anton (Continental) Ólafsson
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Kristján Skjóldal on March 30, 2008, 08:21:18
:^o
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Halldór Ragnarsson on March 30, 2008, 11:03:51
Það er fleira bogið við þessa limru,R7472  er  Plymouth TRAILDUSTER aka Dodge Ramcharger ekki satt  :lol:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Dodge on March 30, 2008, 12:24:06
Vaða menn bara tómann reik hérna :)

En þessi skrautlegi með brettakantana sem megin umræðan er sennilegast um, er það bíllinn sem var verið að "customiza" í skúr drekans?
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: 1966 Charger on March 30, 2008, 13:49:39
Sæll Stebbi

Já Indíánatjaldið og Dusterinn hans Harðar, sem lék eitt aðalhlutverkið í hinni epísku stórmynd "Í skúr drekans"  munu vera sami bíllinn.
Dusternum þeim hefur ekki verið fargað.

Sir Continental og fleiri vantrúarmenn:

Á neðstu myndinni hér að neðan sést glitta í Indánatjaldið hægra megin við Javelin-inn sem ég nefndi síðast í sambandi við höfuðfataát. Þessi mynd er tekin á bílasýningu B.A. 1977 og eins og sjá má er Dusterinn þarna ekki kominn með stríðsmálninguna og er bara saklaus 318 og beinaður. Þarna á Daggi bílinn.

Á mið-myndinni (sem tekin er á fyrstu sandspyrnu B.A. sem haldin var að Hrafnagili 77 eða 78, sést umræddur Duster aftur. Þarna er hann í eigu Jóns Inga og er enþá 318. Aðrir bílar á myndinni eru frá vinstri: Willys (Benni eða Reynir), Challenger 383 (sm Gísli Sveins á núna og var þarna í eigu Badda K.) Svo margumræddur Duster(sem skömmu seinna var málað eins og Indíánatjald), Willys 350 Chevy (eig. Árni Freyr), Willys (líklega Siggi Bald 283 eða 327) svo hvítur Willys (304 minnir mig kannski þarna í eigu Sidda Þórss) og svo aðaldjásnið Dart GT 1967 með HP útgáfuna af 273 vélinni sem gaf 275 hö. Ég á aðra ljósmynd af Dusternum frá þessari keppni þar sem hann er að spyrna við 351 Mach I Mustang en af tillitssemi við ykkur Fordkallana þá birti ég hana ekki hér.

Á efstu myndinni er svo brúni Dusterinn sem Daggi keypti eftir að hann seldi Jóni Inga þann orange litaða. Sá brúni var 318 og líka beinaður og lauk æfinni á ljósastaur í boði einhvers bílþjófs sem örugglega var utanbæjarmaður. Þessi mynd er tekin á Bílasýningu B.A (líklega 1979).

Ef þið eruð enþá að væflast með þetta eftir þessi jarteikn þá legg ég til að þið heimsækið Moparafa (einhverntíma eftir hádegið) og fáið hann til að segja ykkur sögur.  Hann grefur þá kannski líka upp myndina af sjálfum sér þar sem hann er að prjóna í Hafnarstræti Reykjavíkur árið 1967.

Góðar stundir

Ragnar
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Dodge on March 30, 2008, 14:09:03
Quote
Sá brúni var 318 og líka beinaður og lauk æfinni á ljósastaur í boði einhvers bílþjófs sem örugglega var utanbæjarmaður.
 

 :lol:
Title: Jæja kallar
Post by: SPIKE_THE_FREAK on March 30, 2008, 21:23:17
ok þessi brúni er önnur árgerð en þessi orange er 70 árg þessi orange svo varð sá rauður alls ekki sama bíllinn og að mínu mati er Orange sigurvegarinn í lookinu ekki vegna þess pabbi átti hann bara finnst hann fallegur og kraftur öss og já sem sagt bara að skjóta því inn að þetta er svona og þið sjáið munin á tildæmis því a það kemur meiri hæð á húddið á þeim brúna og grillið er allt öðruvísi og ljósinn ;) er ekkert að skamma einn né neinn bara að láta vita
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Dart 68 on March 30, 2008, 21:56:09
Einmitt það sem ég var að skrifa hér fyrr á þræðinum  :wink:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Anton Ólafsson on March 31, 2008, 12:37:55
Sæll Ragnar.


Er ekki fyrsta sandspyrnu keppni B.A dalvíkurkeppnin sem haldin var 27/8 1978.
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: 1966 Charger on March 31, 2008, 19:42:37
Jú og þessvegna stendur "sem haldin var að Hrafnagili" annars hefði  staðið "fyrstu sandspyrnukeppni B.A."  
Ég tek þessari athugasemd svo að saga þessara tveggja bíla sé hér með á hreinu. :)

Þetta hefur verið mögnuð helgi hjá þér Sir Anton

Góðar stundir

Err
Title: ????
Post by: Gabbi on March 31, 2008, 20:10:10
Efsty bíllin er ekki sami :roll: ....númerið er annað en á bílonum á neðri myndonum alls ekki sami bíllin
Title: Re: ????
Post by: Belair on March 31, 2008, 20:23:17
Quote from: "#1car-lover"
Efsty bíllin er ekki sami :roll: ....númerið er annað en á bílonum á neðri myndonum alls ekki sami bíllin


þú veist að þú gast fært numerið þitt á milli bila þessum timum  :roll:
Title: Re: ????
Post by: Moli on March 31, 2008, 22:28:18
Quote from: "#1car-lover"
Efsty bíllin er ekki sami :roll: ....númerið er annað en á bílonum á neðri myndonum alls ekki sami bíllin


:lol:
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Gabbi on April 01, 2008, 01:47:35
jsmms ég vissi það en það er samt ekki sami bíllin á efstu myndini hann er nýri en 60
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: johann sæmundsson on April 01, 2008, 02:11:10
Velkominn á spjallið #1 car  lover, í gegnum tengla á forsíðu
er aðgangur á Myndasíðu Mola, þar er nóg að skoða.

joi
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: 1966 Charger on April 01, 2008, 12:40:06
Quote from: "#1car-lover"
jsmms ég vissi það en það er samt ekki sami bíllin á efstu myndini hann er nýri en 60



Bílaelskhugi nr. 1,

Þú komst með óvænt útspil í þessa umræðu vegna þess að ég skil ekkert um hvað þú ert að tala.  Bíð spenntur eftir framhaldinu.

Góðar stundir


Err
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: SPIKE_THE_FREAK on April 01, 2008, 18:22:16
Já pabbi = Jón Ingi segjir hann keyfti Dusterinn 70 árg Orange og sprautaði hann Orange og hann hafi aldrey verið brúnn.
Ps hann segjir HLUSTIÐI á Ragnar hann hefur rétt fyrir sér hann var með pabba í þessu
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Contarinn on April 02, 2008, 00:06:33
Quote from: "SPIKE_THE_FREAK"
Já pabbi = Jón Ingi segjir hann keyfti Dusterinn 70 árg Orange og sprautaði hann Orange og hann hafi aldrey verið brúnn.
Ps hann segjir HLUSTIÐI á Ragnar hann hefur rétt fyrir sér hann var með pabba í þessu


Heyr Heyr, Það var mikið að það kom einhver inn í umræðuna sem hafði eitthvað fyrir sér í þessu máli :)
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: SPIKE_THE_FREAK on April 02, 2008, 17:42:01
hehe Já meina í alvöru það er mikill munur ef maður spáir í hlutum aðeins   :smt101
Title: Bíll dagsins 29.mars 2008 Duster
Post by: Kristján Skjóldal on April 02, 2008, 18:15:23
strákar verðið ekki svona vitlausir það er ekkert óeðlilegt að það hafi verið skift um framstæður stuðara og fullt af hlutum á 30 ára ferli á bíl en eins og er búið að koma í ljós þá er þetta ekki sami bill sem var einfallega misskilnigur þar sem bæði mér og Anton var tjáð að þetta væri sami bill en er það ekki. það þarf ekkert að ræða þetta meira. :?