Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: bluetrash on November 23, 2008, 18:05:23

Title: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 23, 2008, 18:05:23
Hvað geta menn sagt mér um þennan bíl? Gaman væri að vita sögu hans, hvar hann hefur verið á landinu og hverjir hafa átt hann og hver gerði hvað. Bæði hvort það sé tjónasaga af honum og hvernig sprautusaga hann er, það er svoldið spes svona  :-k ehemm paintjob á bílnum núna...

Já alveg rétt hver missti sig með slípirokkinn eða hvað sem var notað og gerði gat í húddið? Af hverju voru púðarnir ekki lækkaðir frekar eða keypt plain húdd og það skemmt? Svoldið sad að sjá þetta húdd skemmt svona :-( En það er nú samt nokkurn veginn búið að redda því þökk sé Halla B..

Svo skildist mér að menn hafa átt erfitt með að láta vélarnar endast sem hafa veið settar í þennan bíl...

Ég veit ekki númer bílsins en hérna eru myndir af honum:

(http://i34.tinypic.com/2aaeuxz.jpg)

(http://i34.tinypic.com/rj0e2s.jpg)
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Camaro-Girl on November 23, 2008, 18:14:57
þessi var með númerið MB-142 og var grár annars geturu séð einn þráð um hann hér

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=34791.0
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 23, 2008, 18:45:44
Takk kærlega fyrir þetta  :D

en það eru nú samt litlar upplýsingar um hann þarna nema ástæðan fyrir litnum.  :???:

En endilega þeir sem vita eitthvað segja frá því
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: edsel on November 23, 2008, 19:51:12
finnst þetta paintjob lúmst flott :oops:
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: trommarinn on November 23, 2008, 20:39:31
Ég fór að skoða hann og þetta er alveg fínt verkefni en hann var sprautaður fyrir eitthverjum 3 árum eða eitthvað þetta stendur allt í linknum hjá camaro girl..
en allavegana þetta var EKKI vel sprautað, illa teipað og hann er rauður og svartur að utan en hurðafölsin eru grá og allt það :wink: hann var víst sprautaður í eitthverju flippi :roll: og þegar maður stríkur lakkið þá er það eins og að strjúka sandpappír :eek:af því að svarti var sprautaður eftir á og það hafa sest svona korn á hann og hann er mjög grófur og það voru komnar eitthverjar ryðbólur á þakið og í gluggastykkið :???: .......vélin var fín held ég bara að undirlyftan var farin sagði hann svo vantaði alla pústgreinina alveg við motorinn, svo vantaði stífuna undir sem kemur í skiftinguna svo hún snúi ekki uppá sig.....innrétting nokkuð heil, hann var eitthvað byrjaður að rífa teppið upp til að ryðhreinsa og sjóða í 2 smá göt í gólfinu þannig að þstólarnir voru lausir og teppið bara svona smáræði.. :)  hurða lamirnar voru búnar þær voru mjög slitnar...undir húddinu er alveg fínt gatið var allveg jafnt og allt, hann reif allt rafkerfið úr sagði hann en vélin var víst bara gróflega tekin í sundur, sagði að það væri ekkert mál að setja hana saman... hann sagði að þetta væri mjög fínt verkefni bara þetta þyrfti þolinmæði og tíma

þetta var bara svona smá um hann en er ekki eitthver sem getur redda eigendaferil? blue-trash vartu eitthvað að pæla í að kaupa hann eða?

kv. þórhallur
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Andrés G on November 23, 2008, 20:55:35
þetta var bara svona smá um hann en vartu eitthvað að pæla í að kaupa hann eða?

mér sýnist hann vera búinn að því :wink:

Quote from: blue-trash
Camaro Z28 1986 - project
Lancer station 1993 - Tíkin
GMC Sierra 38" 1987 - falur
Yamaha Big Wheel - uppgerð
Honda Civic 1993 - uppgerð - falt
Honda Civic 1993 - varahluti - falt

eða hef ég kannski rangt fyrir mér? :???: :)
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: trommarinn on November 23, 2008, 20:57:35
Tók ekki eftir þessu :oops: en þetta er mjög heillegur bíl var mikið að pæla í að kaupa hann en vildi bara eitthvað sem ég gæti keyrt!!!hvað á að gera hann upp eða? 8-)
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 23, 2008, 21:39:45
Ég á hann núna  og langar rosalega að vita eitthvað um sögu bílsins... Sérstaklega af hverju í ósköpunum menn skemmdu húddið frekar en að lækka mótorpúðanna. Ég er ekkert viss um að það sé auðvelt að redda sér þessari týpu af húddi. En samt þökk sé Halla B þá er það nokkurn veginn reddað.

Já ég er að vinna í að útvega mér annað hvort nýju innvolsi í mótorinn eða öðrum góðum..
Stefnan er tekin að hafa hann góðan sumardaginn fyrsta. En maður veit aldrei hvort maður finnur eitthvað fleira eftir því dýpra sem maður grefur, er það ekki alltaf þannig...

Ég vona bara það besta held samt að ég hafi fengið mjög gott eintak af 3gen...

Sem er aðalástæða þess ég er að forvitnast.. Hvort það viti einhver um einhver tjón sem hann hafi orðið fyrir eða álíka.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: jeepson on November 24, 2008, 21:51:11
hef heyrt að strákur sem heitir gulli á héraði átti þennan þá var han grár ef ég man þetta rétt.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: ArnarG on November 25, 2008, 23:27:40
Ég á hann núna  og langar rosalega að vita eitthvað um sögu bílsins... Sérstaklega af hverju í ósköpunum menn skemmdu húddið frekar en að lækka mótorpúðanna. Ég er ekkert viss um að það sé auðvelt að redda sér þessari týpu af húddi. En samt þökk sé Halla B þá er það nokkurn veginn reddað.

Já ég er að vinna í að útvega mér annað hvort nýju innvolsi í mótorinn eða öðrum góðum..
Stefnan er tekin að hafa hann góðan sumardaginn fyrsta. En maður veit aldrei hvort maður finnur eitthvað fleira eftir því dýpra sem maður grefur, er það ekki alltaf þannig...

Ég vona bara það besta held samt að ég hafi fengið mjög gott eintak af 3gen...

Sem er aðalástæða þess ég er að forvitnast.. Hvort það viti einhver um einhver tjón sem hann hafi orðið fyrir eða álíka.

hvað borgaðir þú fyrir hann ??
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 25, 2008, 23:38:36
Það var bara eftir samkomulagi milli mín og fyrri eiganda hann tjáir sig bara um það ef hann vill
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: MrManiac on November 26, 2008, 03:06:12
Vá Tel 28 eigendur !
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 26, 2008, 14:02:45
Já sæll er ég þá númer 29  :-k
Skiptir svo sem engu hann er ekkert að fara neitt héðan af  \:D/ HE'S MINE, ALL MINE  :twisted: my precius


Getur einhverflett upp eigendaferill hans og skellt hingað inn

MB-142

Ég er að pæla að láta smíða búr í bílinn.. Hvern er best að tala við í sambandi við það.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Toni Camaro on November 27, 2008, 00:23:53
Já sæll er ég þá númer 29  :-k
Skiptir svo sem engu hann er ekkert að fara neitt héðan af  \:D/ HE'S MINE, ALL MINE  :twisted: my precius


Getur einhverflett upp eigendaferill hans og skellt hingað inn

MB-142

Ég er að pæla að láta smíða búr í bílinn.. Hvern er best að tala við í sambandi við það.

Segir það núna, hver veit nema að þú eigir eftir að selja mér hann einhverntíman  :mrgreen:  :-"
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 27, 2008, 08:39:49
haha nei hann er ekki að fara neitt  :smt019  Mig hefur ALLTAF langað í 3 gen camaro og er loksins búinn að láta verða af þessu  :-"

Svo er nú spurning hvort þetta eigi ekki eftir að enda í samkeppni hjá okkur Anton  :wink:
En af hverju varstu að tæta þinn ef það er rétt skilið hjá mér? Á að taka hann almennilega í gegn yfir veturinn eða?

Var að redda mér 383 í hann sem er ekki einu sinni tilkeyrð eftir upptekningu og 700 skiptingu ásamt fleiru góðgæti. Ætla að fá mér bjór um helgina og setja mótorinn í... Allt að gerast í þessu.. Er einnig með hug á flækjum sem ég veit um en á eftir að semja um að eignast þær...

En svo er það spurning með hvernig maður á að láta að sprauta hann.. Ég er með litinn það er bara pæling hvort maður eigi að almála eða ekki þó hallast ég nú frekar að fyrri kostinum..
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Toni Camaro on November 27, 2008, 13:00:30
Stefnan er tekin á sprautun yfir veturinn og setja ýmislegt úr 4th gen í hann, vonandi að það verði tími í etta allt saman, er búinn að vera doldið latur síðustu daga  \:D/
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on November 27, 2008, 18:11:01
Lumar einhver á einhverju flottum felgum handa mér? Mig langar í alvöru flottar OLD SCHOOL felgur.. Endilega látið mig vita.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 02, 2008, 09:22:11
Sælir félagar
Nú er maður í smá veseni.
Það er eitthvað vesen að fá þennan mótor sem var búið að lofa mér. En ég er búinn að redda flækjum jeijjjj  ](*,) Lítið við þær að gera í augnablikinu :-s Þannig ég ætla að gera bílinn "nánast frá grunni"..
Ég er samt með 3 spurningar ef einhver gæti mögulega svarað þeim

1.
Ætla mér að smíða búr eða réttara fá einhvern til þess að smíða búr í bílinn og grindartengja hann, lítill fugl hvíslaði að mér að það væri sniðugt að tala við Krissa Hafliða. Eitthvað til í því eða veit einhver um einhvern annan?

2.
Einnig ef einhver gæti sagt mér hvert sé best að fara með blokkina til þess að láta bora hana í 383 og láta porta og plana hedd?

3.
Einnig hvert eða hvern er best að tala við um innvols í svona mótor? Ef hinn verður dæmdur off og ég þarf að smíða frá grunni
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Racer on December 02, 2008, 16:02:22
Leifur er maður mörgum kunnungur með suðuvél með að setja búr í.. hvort hann hefur tíma er önnur spurning.

Krissi er fínn með slíppurokkinn þó hvað einu sinni grindatengt camaro 3gen.

kistufell eða vélaland er duglegt með að bora út og strock-a þó mér finnst að þú ættir að fara frekar í 377 :) hehe þyrfti vísu aðra blokk en væri flottastur að eiga einu 377 vél í stað að vera einn af mörgum 383 mönnum.

Gull Emils er alltaf að auglýsa innvols svo spurning..

annars segji ég eins og Auðunn reynir alltaf að berja inní fáfróða hausinn á mér og ég játa alltaf :D Kaupa að utan.. miklu ódýrara.

svo hafa menn auglýst einhverjar vélar hérna uppgerðar/breyttar á fínum prís.. færð allanvega ekki mikið ódýrara að fara sjálfur í þetta

svo er auðvita til fullt af öðrum sem eiga eitthvað innvols eða eru flinkir í höndunum.. búr eða grindatengja eða flikka uppá vélarnar.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 02, 2008, 19:07:55
Þakka þér fyrir upplýsingarnar  :smt006
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Geiri 855 on December 05, 2008, 02:02:24
veit um chevy 350, nýuppgerð en hefur ekki verið notuð lengi, e-h volgir ásar og fl.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 05, 2008, 03:24:43
Takk fyrir þetta líst vel á það. Gefðu mér frekari upplýsingar um þetta, ég hef virkilegan áhuga á þessu.. Fínt að nota hann á meðan, ef ég læt "chewyllys" smíða nýjan mótor handa mér

Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Gilson on December 05, 2008, 10:33:34
ég líka mótor fyrir þig, 350 boraður 0.30 yfir.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 06, 2008, 23:44:52
Getur einhver gefið mér verðhugmynd um hvað kostar sirka að gera búr 4punkta í bílinn og smíða grindartengingu?

Er búinn að fá tilboð frá einum eða verðhugmynd og mig vantar frá fleirum.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Belair on December 06, 2008, 23:59:59
http://www.hawksthirdgenparts.com/rollcages.aspx
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: HK RACING2 on December 07, 2008, 17:57:47
Getur einhver gefið mér verðhugmynd um hvað kostar sirka að gera búr 4punkta í bílinn og smíða grindartengingu?

Er búinn að fá tilboð frá einum eða verðhugmynd og mig vantar frá fleirum.
Af hverju bara 4 punkta búr?
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 07, 2008, 22:00:19
að er bara svona til að fá viðmið á kostnað, ég vill annars setja 8 punkta í bílinn en ég bara veit ekki hvort að með 8 punkta þurfi ég að fórna aftursætunum eða þið vitið að bíllinn verði bara 2 manna og það er ekki það sem ég er að leita alveg eftir.

En hefur enginn verið að gera þetta grindartengja og setja búr í 3 gen bíla.. er þetta mikið mál og hver er kostnaður við þetta? mig vantar bara grófa tölu.
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: einarak on December 08, 2008, 14:25:33
Af hverju bara 4 punkta búr?

af því það er cool  8-)
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Kristján Ingvars on December 08, 2008, 19:54:46
Eitt veit ég í sambandi við gatið á húddinu.. að það er einhver sérfræðingur sem gerir í því að gata húddið á öllum bílum sem hann eignast, hann meira að segja hækkar mótorinn á púðunum og fær sér millilegg á milli blöndungs og millihedds ef hann þarf þess, hreinsarinn bara VERÐUR að vera uppúr. Ég veit ekki hver hann er en þetta er geðveiki. Ég veit meðal annars að hann gataði húdd á '70 Chevelle 2dr.. þetta finnst honum æðislegt, kannski hefur hann átt þennan bíl  ](*,)  :shock:
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 08, 2008, 22:39:50
Hehehehee, já búinn að fá að heyra þetta um mann að nafni Gústi. Var einmitt spurður hvort ég hafi fengið bílinn hjá honum  :roll:
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on December 11, 2008, 15:54:06
Á einhver flækjur handa mér sem passa á 350 mótor?
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on January 09, 2009, 07:38:37
jæja smá update, var að eignast varahlutabíl í þetta verkefni.. T-topp bíll sem ég sótti í Grindavík. Það er búið að rífa hann reyndar í spað þannig séð en fylgdi allt með honum samt sem áður.. Skelinn er ekkert alltof falleg en björgunarleg ef útí það er farið...
Er einnig kominn með mótor sem fer í bílinn ef allt annað gengur eftir um helgina...

Til að byrja með á að koma bílnum í gang og laga það sem vitað er um skemmt og þarf að laga.. Húddið verður tekið og mountað á það skóp og svo sprautað svart og eftir það airbrushað.. eitt og annað verður gert svona smátt og smátt en ég mun líklega ekki taka bílinn almennilega í gegn fyrr en næsta vetur, þá er ég að tala um lakk og svoleiðis dótarí..
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: einarak on January 09, 2009, 09:45:26
attu mynd af þessum varahlutabíl?
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on January 11, 2009, 01:58:00
Get reynt að gera það á morgun sunnudag en hún er nú ekki merkileg á að líta fyrir þá sem ekki áhugann hafa en svona fyrir okkur hina er alltaf gaman að sjá þetta og skoða..
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on January 12, 2009, 00:08:21
Hérna eru nokkrar myndir af mótornum sem fer í hann, verður settur í búkka á morgun líklegast. Ætla að opna hann og reyna ap komast að því hvað er nákvæmlega í þessu og hvort það sé ekki allt í góðu með innvolsið...

(http://i44.tinypic.com/2w2izqd.jpg)

(http://i41.tinypic.com/2dbuk93.jpg)

hérna er svo milliheddið og blöndungurinn sem verður notað. Þetta svarta var á mótornum en er sprungið svo ég nota hitt sem er líka nánast nýtt bara Milliheddin eru bæði edelbrock sem og blöndungurinn, ætla að setja old school krómuð ventlalok á mótorinn líka.. Svona gömlu kúptu eins og voru minnir mig á willisnum í den tíð.

(http://i43.tinypic.com/14o4mt1.jpg)

(http://i39.tinypic.com/s2txco.jpg)

svo eru hérna myndir, reyndar lékagar tek betri seinna af Cragar felgunum sem ég fékk undir hann

(http://i43.tinypic.com/25s24vs.jpg)

(http://i40.tinypic.com/28hl6w1.jpg)

(http://i42.tinypic.com/69p5dj.jpg)

Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Halli B on January 12, 2009, 00:55:12
Hvaða mótor er þetta Ástþór??
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on January 12, 2009, 01:06:50
Þetta er mótor sem ég fékk með varahlutabílnum úr grindarvík..  Lítur út fyrir að vera alveg hinn fínasti mótor en ágiskanir um hestaflatölu hafa verið um 220-270Hp. Finn betur úr því þegar búið er að opna hann og svona...
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on January 18, 2009, 09:34:37
ÚÚFFFF..... Alltaf kemur upp eitthvað nýtt  ](*,) ..
Ég reif mótorinn (það er 0.30bor mótorinn) í sundur frá A-Ö komst að því að sveifarásinn er úrbræddur  :smt076 , þannig ég reif líka hinn mótorinn í sundur frá A-Ö (það er 0.20bor mótorinn). Virðist vera í lagi með sveifarásinn í þeim mótor, fyrir utan að einhver asni hefur farið með rörtöng á hann  #-o + það var stálsveifarrás í þeirri blokk :wink: fékk reyndar heitan ás með þeirri blokk sem er samt í blokkir eftir 1986  :smt012 .. Er reyndar að pæla í að rífa 3 mótorinn í sundur líka (það er original 350 mótorinn) skoða sveifarásinn í þeirri blokk..

En mig vantar að fá smá álit frá mönnum hérna.
Nú á ég 3 blokkir  :smt112

1979 camaro 350 4bolt 0.30bor 2faldur tímagír
1968 camaro 350 2bolt 0.20bor 1faldur tímagír
???? ??????? 350 4bolt original 2faldur tímagír

Hvaða blokk af þessum 3 ætti maður að nota  :smt017
Það er búið að benda mér á af vönum manni að notast bara við 0.30bor blokkina.. Það er það sem ég hef hallast að. En með 0.20bor blokkinni næ ég upp hærri þjöppu :|
Þar sem að í augnablikinu á ég ekki pening til þess að setja saman einhvern hörku mótor því maður getur fast reiknað með 350þús.  :smt108 til þess að gera þetta almennilega og vel... Vil þess vegna gera þetta á smá tíma, kaupa smá og smá í einu, ég hef nú pælt í að gera það og þá nota 0.30bor blokkina í það..

En mig vantar að setja vél í bílinn til þess að geta keyrt hann og komið honum á milli staða. Til þess að hægt sé að setja búr í hann, grindartengt hann og svo framvegis, 0.20 blokkin er upplögð í það að mínu mati :)

Þannig hvaða blokk finnst mönnum að ég ætti að nota í þetta, með það í huga að ég vil svo setja eina blokk í stand eftir að ég er búinn að gera eina sem hægt er að setja í bílinn til að koma honum milli staða og vinna mig áfram smá og smá með þá blokk og gera eitthvað rosa apparat úr henni  :smt023

Ég hef reyndar pælt í að smíða mér góðan LT1 mótor í þetta þar sem ég kem puttunum í allt nema blokkina fyrir þannig mótor.. Ef einhver á LT1 blokk og vill láta hana þá hafa samband við mig í pm helst með upplýsingum um hana og verð
Einnig ef einhver á sveifarás, þá nýjan eða nýrendan með kvittun fyrir því, þá má sá hinn sami hafa samband, það er fyrir blokkir fyrir 1986....
Líka ef einhverjum langar í heitan ás í 350mótor eftir 1986, verður einhver smá breyting á þeim þarna þetta ár. Þá bara hafa samband við mig...

Já kanski setja það með að ég er búinn að gera pöntun hjá bílabúð benna um 2 ganga af dekkjum fyrir hann að aftan. Sem sagt 8 stykki þar sem þessa stærð af 14'' er ómögulegt að fá hér heima..

245/85/14, já 85 það er rétt.. ég vill hafa meira af gúmmí en ekki.. Ég hef bara aldrei skilið það að vera með gamlan flottann amerískan á LOW PROFILE.. Þessir gömlu voru liggur við hannaðir með það í huga að brenna gúmmí hvar og hvenar sem er...

4gen bílarnir púlla reyndar að vera með LOW PROFILE en ég fíla það ekkert rosalega.. Ég er bara svo old school að ég vill sjá mikið af gúmmí, svo það sé nóg til að brenna...

En ég er með aðra spurningu, setjum sem svo að þegar maður er kominn með góðan mótor í bílinn og langar að koma með hann uppá braut. vitiði hvaða dekk eru lögleg undir hann svo maður megi keppa? Þar sem ég þarf að sérpanta á þessar Cragar felgur...
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Racer on January 18, 2009, 13:31:31
veistu úr hvernig vél þessi heiti ás er.. trukka eða fólksbíla.

gætir hugsanlega notað þennan heita ás í blokk fyrir ´86
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: bluetrash on January 18, 2009, 19:08:41
Heyrðu ég veit ekkert um þennan ás, því miður. Ég fékk hann með 68 blokkinni og ekki passar hann þar í svo þessu hefur bara verið hent með í kassann sem allt draslið sem var með vélinni kom í..

En þetta er númerið sem ég fann á honum ef einhver skilur eitthvað í því:
BC-16-705-GMPI síðasti stafurinn held ég að sé I frekar en 1.. Annars er mönnum guðvelkomið að skoða hann eða koma með tip fyrir mig hvernig maður getur lesið úr hvað maður er með í höndunum...

Svo er ég með ás sem stendur á:
0288
fyrir neðan þessa tölu stendur
D4-C4
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Binni GTA on August 31, 2011, 22:10:50
Er þessi til sölu ??
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: 318 on September 01, 2011, 18:19:40
Er þessi til sölu ??
Þessi er held ég orðinn bleikur í dag, er til sölu í þessum pakka hérna(efast um að það séu margir bleikir 86 camaroar á landinu) http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=58417.0 (http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=58417.0)
Title: Re: Camaro Z 28 1986
Post by: Ásgeir Y. on September 02, 2011, 16:12:00
Hann er seldur..