Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: Valli Djöfull on August 27, 2007, 22:27:48

Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on August 27, 2007, 22:27:48
SKRÁNINGARFRESTUR RENNUR ÚT Á FIMMTUDAGSKVÖLD!

Keppnin verður haldin laugardaginn 1. September (2. Sept varadagsetning)

Þetta er síðasta keppni sumarsins, nú vil ég sjá METÞÁTTÖKU!!!!! 8)

Svæðið opnar kl. 9:00
Mæting í síðasta lagi kl. 10:30
Skoðun hefst kl. 10:00 og er lokið kl. 11:00
Æfingaferðir hefjast kl. 11:00
Tímatökur hefjast kl. 11:30
Uppröðun kl. 12:30
Keppni hefst kl. 13:00
Verðlaunaafhending verður auglýst síðar í vikunni

Hægt er að skrá sig til keppni á netfang vallifudd@msn.com , einkapósti á kvartmila.is spjallinu eða síma 899-7110.  
Það sem þarf að koma skýrt fram er nafn, kennitala, heimilisfang, ökutæki, símanúmer og flokkur sem á að keppa í.

Skráningu lýkur á FIMMTUDAGSKVÖLD kl. 00:00 !

Bílar sem ekki eru á skrá verða að framvísa öryggisskoðunarvottorði frá Aðalskoðun þar sem Kvartmíluklúbburinn er með samning um að prófað verði bremsur og stýrisgangur. Þeir sem búa í sveitinni geta samið við viðkomandi skoðunarstöðvar um bremsu og stýristest.

Þeir sem eru með bíla sína á númerum og tryggða skulu koma með tryggingaviðauka sem gildir á kvartmílubrautinni.

Þeir sem eru yngri en 18 ára þurfa að framvísa leyfi frá foreldrum eða forráðamönnum.


Smá útskýring á flokkum fyrir þá sem ekki vita :)

Quote

OF: Flokkur fyrir sérsmíðaða spyrnubíla sem að gefur þeim forskot sem hafa litlar vélar eða þunga bíla. meira

GT: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 og með samskonar vél og upprunalega en nánast allar tjúningar leyfðar, þó aðeins einn aflauki (túrbó, blásari, nítró) meira

GF: Flokkur fyrir götubíla, ótakmarkaðar tjúningar og vélarstærðir leyfðar meira

MC: Flokkur fyrir ameríska götubíla smíðaða fyrir 1985. Enginn aflauki leyfður og eingöngu venjuleg götudekk (engir götuslikkar) meira

RS: Flokkur fyrir götubíla smíðaða eftir 1980 með 6 cylendra eða færri og má nota aflauka á vélum minni en 2350cc. meira

SE: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á götuslikkum. Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 515 kúbiktommur. meira

MS: Flokkur fyrir götubíla með 8 cylendra vélar og á litlum slikkum (28x9" hámark). Allar tjúningar leyfðar en enginn aflauki og hámarks vélastærð 560 kúbiktommur. meira

Sekúnduflokkar: Flokkar fyrir götubíla sem keyra á svipuðum tíma, menn mega ekki fara undir þann tíma sem að flokkurinn er gerður fyrir.
14,90 - 13,90 - 12,90 - 11,90 - 10,90


(http://myndasafn.bmwkraftur.is/d/41650-1/IMG_8832.jpg)

(http://myndasafn.bmwkraftur.is/d/41688-1/IMG_8865.jpg)

(http://myndasafn.bmwkraftur.is/d/41716-1/IMG_8891.jpg)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 3000gtvr4 on August 27, 2007, 22:37:39
Búinn að skrá mig á Hondu Integru Turbo
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on August 28, 2007, 10:36:39
Ég er skráð, en verð víst bustuð þar sem Barnavagninn fór í dóta búðina í útlandinu   :smt019
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Jón Þór Bjarnason on August 28, 2007, 15:43:20
Ég vil minna á að það vantar alltaf fleira staff á æfingar og keppnir.
Vonandi fáum við nógu marga í staff svo það þurfi ekki að hætta við.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Heddportun on August 28, 2007, 21:12:22
www.vedur.is

www.belgingur.is

Veðurspáin er ekki hagstæð
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Gilson on August 28, 2007, 21:17:55
samkvæmt belginur.is á ekki að vera nein úrkoma á laugardaginn  :)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on August 29, 2007, 08:53:09
Jaja eru margir bjartsýnir á veður  8)  og búnir að skrá sig :?:  :?:  :?:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on August 29, 2007, 09:54:48
Quote from: "Hera"
Jaja eru margir bjartsýnir á veður  8)  og búnir að skrá sig :?:  :?:  :?:

27 manns

Quote

1 x 50 hjól
1 x 600 hjól
5 x 1000 hjól
1 x 1300 hjól
1 x GF
5 x GT
4 x OF
2 x SE
5 x RS
1 x MC
1 x 14,90


Koma svo!  Ég vil sjá miiiklu fleiri skráningar!
allavega 2 í hverjum flokk, það er nauðsyn!  8)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on August 30, 2007, 13:14:29
Jæja.. skráning gengur ágætlega!  8)

Hjól:
1 x 50cc
6 x 1000cc
2 x 1300cc

Bílar:
9 x GT
6 x OF
2 x SE
5 x RS

Vantar fleiri í þessa flokka!!!
1 x GF
1 x 14,90
1 x MC
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on August 30, 2007, 13:21:22
ATH!  MJÖG ALVARLEGT MÁL AÐ KOMA UPP!

Grunur leikur á að menn séu að svindla í sumum flokkum og gerðar verða prufur á bensíni á bílum í keppninni..  Og ef upp kemur að menn séu á ólöglegu bensíni þýðir það brottvísun úr keppni!


GT
Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Eingöngu má nota bensín sem eldsneyti.
Bensínbætiefni bönnuð.

MC
Eldsneyti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.

RS
Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Nítro (N2O) leyft á vélum uppreiknað sem túrbó.
Bensínbætiefni bönnuð.

MS
Eldsneyti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on August 30, 2007, 16:26:23
:lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: ilsig on August 30, 2007, 16:44:37
:D   :D

Gisli Sveinsson

10 eitthvað á dekkjum
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: bjoggi87 on August 30, 2007, 18:13:15
er einhver að norðan að fara suður?? mér vantar far í staðarskála
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Nóni on August 30, 2007, 19:36:40
Veðurspáin í sjónvarpinu er góð fyrir sunnudaginn og munum við taka ákvörðun um hvenær keppnin verður haldin núna eftir kl. 22:00 þegar belgingur.is hefur verið uppfærður.


Kv. Nóni
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Einar Birgisson on August 30, 2007, 19:40:08
GOOOOOOOOOOOOOOTTT.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Nóni on August 30, 2007, 21:59:34
Ekki verður keppt á laugardag vegna slæmrar veðurspár.

Spáin fyrir sunnudaginn var góð seinnipartinn í dag en hefur breyst í rigningu seinnipart sunnudagsins þannig að við bíðum til hádegis á morgun föstudag með að ákveða keppni á sunnudag.


Fylgist með hér á netinu því belgingur.is er uppfærður 4 sinnum á sólarhring á 3ja daga spánni og ég skoða þetta reglulega.



Nóni, veðurfræðingur  :lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on August 30, 2007, 23:05:12
Þar sem keppni hefur verið frestað um einn dag allavega, heldur skráning áfram fram á föstudagskvöld núna  8)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Árný Eva on August 30, 2007, 23:56:41
Ætlar enginn að keppa í 14:90 flokki ?
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on August 31, 2007, 08:46:59
Quote from: "Nóni"
Ekki verður keppt á laugardag vegna slæmrar veðurspár.

Spáin fyrir sunnudaginn var góð seinnipartinn í dag en hefur breyst í rigningu seinnipart sunnudagsins þannig að við bíðum til hádegis á morgun föstudag með að ákveða keppni á sunnudag.


Fylgist með hér á netinu því belgingur.is er uppfærður 4 sinnum á sólarhring á 3ja daga spánni og ég skoða þetta reglulega.



Nóni, veðurfræðingur  :lol:


Flott þá veit maður það allavega þá get ég unnið á laugardaginn og mæti ferskur á sunnudeginum í keppni  :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on August 31, 2007, 09:22:48
Skráningar ganga bara ágætlega...

Hjól
1 x Opinn fl.
2 x 600 hjól
6 x 1000 hjól
2 x 1300 hjól

11 x GT
7 x RS
6 x OF
4 x SE
2 x GF
2 x MC

Hér vantar keppendur!!!!!!!
1 x 14,90
1 x MS
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on August 31, 2007, 12:42:08
og Belgingur og félagar spá þessu fína veðri á Sunnudag :)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Nóni on August 31, 2007, 12:44:13
Enda reynum við að halda keppni, júhú............



Keppnin er sett á sunnudag.




Nóni
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on August 31, 2007, 23:07:27
Valli hvenær kemur skráningar listinn ?  :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Árný Eva on August 31, 2007, 23:08:29
skráningu er ekki ennþá lokið  :lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on August 31, 2007, 23:20:59
Quote from: "Árný Eva"
skráningu er ekki ennþá lokið  :lol:


Lýkur 00:00 ???  :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Árný Eva on August 31, 2007, 23:25:58
Quote from: "Daníel Már"
Quote from: "Árný Eva"
skráningu er ekki ennþá lokið  :lol:


Lýkur 00:00 ???  :wink:


jebb og allt lítur út fyrir það að ég fá ekki að keppa  :smt022  :smt022  :smt022  :smt022  :smt022  :smt022  :smt022  :smt022  :smt022
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on September 01, 2007, 15:12:38
HELD að ég sé með flest allar skráningar á þessum lista..  Endilega leiðréttið mig ef einhvern vantar og leiðréttið tæki og nöfn þar sem þau vantar að fullu :)


Quote
   Mílan 2. Sept   
hjól/Opinn   Magnús Finnbjörnsson   2001 Arctic Cat 40/711-blackmagic
hjól/Opinn   Steingrímur Ásgrímsson   Geitungurinn.Kawasaki 750 H2 árg. 1973
      
hjól/50   Axel Thorarensen Hraundal   Rieju RS2 Matrix 50cc
      
hjól/600   Árni Páll Haraldsson   225yamaha r6 600
hjól/600   Edda Þórey Guðnadóttir   Honda CBR 600RR
hjól/600   Óli   ??
      
hjól/1000   Jóhannes Sigurðsson   Suzuki 1000
hjól/1000   Sigurður Árni Tryggvason   Yamaha
hjól/1000   Björn Sigurbjörnsson   2005 Suzuki GSXR 1000
hjól/1000   Axel Thorarensen Hraundal   207 Kawasaki zx10r
hjól/1000   Ólafur F Harðarson   Yamaha YZF 1000 R1
hjól/1000   Davíð S. Ólafsson   ??
hjól/1000   Oddur Björnsson   ??
      
hjól/1300   Davíð S. Ólafsson   ??
hjól/1300   Sveinn B. Magnússon   Suzuki Hayabusa 1300
hjól/1300   Trausti Guðmundsson   Suzuki GSXR 1300
hjól/1300   Ingólfur Jónsson   Suzuki GSXR 1300 Hayabusa
hjól/1300   Gunnar Grétars   Suzuki GSXR 1300 Hayabusa
      
GF   Finnbjörn Kristjánsson   Volvo kryppa 350 Chevy
GF   Þórður Tómasson   1969 Chevrolet Camaro 632 CID
      
MS   Einar Ágúst Magnússon   1992 Chevrolet Camaro
MS   Garðar Þór Garðarsson   1981 Pontiac Trans Am
      
GT   Ari G Gíslason   1993 Chevy Camaro M6 350 CID
GT   Jón Sverrisson   1997 Pontiac Trans Am Ram Air
GT   Marteinn Jóhannsson   2007 Subaru Impreza STi
GT   Grétar Óli Ingþórsson   Mustang GT
GT   Guðmundur Þór Jóhannsson   Mitsubishi Lancer Evolution
GT   Hrannar Sigursteinsson   Ford Mustang
GT   Sigursteinn sigursteinsson   Ford Mustang
GT   Guðmundur Hjalti Sigurðsson   1995 Mitsubishi 3000GT VR4 3.0 V6 Twin Turbo
GT   Steindór Björn Sigurgeirsson   Mitsubishi Lancer Evolution VIII
GT   Bjarki Hreinsson   1993 Chevrolet Camaro
GT   Andri Páll Sigurðsson   2006 Subaru Impreza STi
GT   Ragnar Á Einarsson   Toyota Supra
GT   Þorsteinn Óli Brynjarsson   Dodge Neon SRT 4
GT   Bæring   BMW M5
      
OF   Stefán Þ. Þórsson   23T Altered
OF   Kristján Hafliðason   1983 Chevrolet Camaro 350 CID
OF   Leifur Rósinbergsson   Ford Pinto
OF   Kristján Skjóldal   Camaro
OF   Ólafur Ingi Þorgrímsson   Dragster Altered
OF   Gretar Franksson   Vega 71 Station vél 540 cid
      
SE   Friðrik Daníelsson   1976 Pontiac Trans Am
SE   Harry Herlufsen   1979 Chevrolet Camaro
SE   Gísli Sveinsson   Dodge Challanger
SE   Rúdolf Jóhannsson   Pontiac Tempest
      
RS   Daníel Már Alfreðsson   Mitsubishi Lancer Evolution
RS   Haraldur Ragnarsson   Mitsubishi Lancer Evolution VIII
RS   Birgir Kristjánsson   Honda Integra Type-R Turbo
RS   Birgir Örn Birgisson   Subaru Impreza GT
RS   Ellert Hlíðberg   Nissan 200SX
RS   Þór Þormar Pálsson   VW Golf GTI
      
14,9   Árný Eva Sigurvinsdóttir   2000 BMW 330i Touring
14,9   Ívar   Honda Civic
14,9   Róbert Erlingsson   BMW 318is með 325 vél
      
13,9   Alfreð Fannar Björnsson   Honda Civic Type-R
      
MC   Ragnar S. Ragnarsson   1966 Dodge Charger 451cid
MC   Smári Helgason   1970 Ford Mustang
MC   Sigurjón Andersen   ??
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on September 01, 2007, 15:18:33
60 keppendur  :shock:

NÚ ÞURFUM VIÐ KLÁRLEGA MEIRA STAFF!!!!!!!  :excited:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 01, 2007, 15:39:11
VÁ þetta er meira enn ég bjóst við  :shock:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Gilson on September 01, 2007, 16:06:57
VÓÓ
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 01, 2007, 16:15:31
svo er bara að mæta :lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on September 01, 2007, 16:19:04
FRÁBÆRT :smt038  Valli þú baðst um met þáttöku lítur út fyrir að ósk þín sé að rætast  :lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Jón Þór on September 01, 2007, 17:02:33
Það vantar mig í 13,90 flokk!!!!  :x
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Árný Eva on September 01, 2007, 18:37:12
Quote from: "Jón Þór"
Það vantar mig í 13,90 flokk!!!!  :x


Sendu þá valla e-mail á vallifudd@msn.com með öllum upplýsingum eða pm og hann bætir þér inn á listann
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: stingray on September 01, 2007, 19:54:27
Er ekki Marteinn Jóhannsson á Subaru í banni eða hvað???????????????
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: stigurh on September 01, 2007, 22:56:41
Stígur Andri Herlufsen er ekki á listanum !!!

Ég mæti auðvitað.
stigurh
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on September 01, 2007, 23:55:22
össss... my bad...  svona gerist þegar maður drekkur ekki nóg af bjór við undirbúininginn  :shock:  :lol:

En ég er kominn með bjór í hönd núna og það gengur vel...  Bæti við svona 5-10 skráningum á eftir  :bjor:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kimii on September 02, 2007, 00:01:14
Quote

OF Stefán Þ. Þórsson 23T Altered
OF Kristján Hafliðason 1983 Chevrolet Camaro 350 CID
OF Leifur Rósinbergsson Ford Pinto
OF Kristján Skjóldal Camaro
OF Ólafur Ingi Þorgrímsson Dragster Altered
OF Gretar Franksson Vega 71 Station vél 540 cid


verður Einar ekki með?
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: motors on September 02, 2007, 00:15:08
Er hann ekki að græja skiptingu í hann?
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Bæring on September 02, 2007, 05:04:04
Quote from: "motors"
Er hann ekki að græja skiptingu í hann?


heppnin alltaf með mér var að koma að utan rétt í þessu, hélt að ég myndi missa af seinustu keppnini til íslandsmeistara..... :smt041


best að leggja sig kominn sólarhringur í vöku.....
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Gilson on September 02, 2007, 09:30:32
Vá það er rugl veður, þetta verður geðveikt   :D  :D
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 02, 2007, 16:53:12
Quote from: "Gilson"
Vá það er rugl veður, þetta verður geðveikt   :D  :D


já óvíst að segja að þetta hafi verið rugl veður... leiðinlegt með þessa rigningu þar sem við vorum í úrslit í RS enn ég gerði nýtt persónulegt met á lancer á tímanum 12.588@108.43mph þannig ég er MJÖG sáttur við daginn  :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: motors on September 02, 2007, 21:16:12
Verður restin keyrð um næstu helgi með hjólunum eða verður sér keppni?Vantar ekki úrslit í GT,og OF flokkum,flott keppni fullt af fólki og keppendum. 8)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Óli Ingi on September 02, 2007, 21:44:45
á ekki að skjóta upp eitthvað af tímum hjá þessu öndvegis fólki sem var að keppa í dag þó keppnin hafi ekki klárast
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Jói ÖK on September 02, 2007, 22:16:27
ætla skjóta inn smá hérna :)  ég ætla bara þakka fyrir mig, þetta var eeeeeerfitt :o  Ég orðinn nett pirraður á eithverju rugli en Ingsie bjargaði því nú með smá fíflaskap :lol: takk fyrir geggjaða mætingu og góða keppni :)
Kv.Jói ÖK í Uppröðun 2007
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: chewyllys on September 02, 2007, 22:37:40
Jói er "the man"  :smt038. Fín keppni,en ég heyrði enga tíma,illa staðsettur,sorry.Takk fyrir daginn.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1966 Charger on September 02, 2007, 22:38:16
Jói
Þú og trakkgengið stóðuð ykkur vel!
Þakka ykkur öllum fyrir að standa í þessu fyrir okkur keppendur.

Ragnar
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on September 02, 2007, 22:44:28
Mjög góður dagur, klúðraði smá uppröðun á mótorhjólum þarna fyrst, biðst innilega afsökunar á því.. stressið náði tökum á manni  :?

En annars vil ég þakka keppendum og sérstaklega starfsfólki fyrir frábæran dag!  8)   Vorum vel mönnuð í dag og þetta gekk bara ágætlega..  Hefðum þurft svona hálftíma í viðbót án rigningar til að ná að klára  :evil:

DV hringdi í mig í dag og var að spyrja útí daginn, svo það kemur væntanlega eitthvað um keppnina í DV á morgun  :wink:

Næst á dagskrá:
8. September = Hjólamíla
15. September = Sandspyrna hjá BA á Akureyri

takk fyrir mig í bili
Valli
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on September 02, 2007, 23:08:06
Þakka fyrir mig,flott keppni og gaman í dag. :)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 02, 2007, 23:15:29
Quote from: "Trans Am"
Þakka fyrir mig,flott keppni og gaman í dag. :)


til hamingju með tíman! þetta var ótrúlega flott að sjá skrímslið þitt prjóna nánast af stað!!  :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on September 02, 2007, 23:17:46
Takk Danni og sömuleiðis til lukku með þinn personal best. :D
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Óli Ingi on September 02, 2007, 23:18:14
Til hamingju með glæsilegan tíma Frikki, get nu bara rétt ímyndað mér að challlinn hafi þurft að hafa verulega fyrir þessu núna.

Einnig óska ég Kristjáni Skjóldal til hamingju með sinn tíma og væntanlega titillinn í OF
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on September 02, 2007, 23:21:55
Já takk,ég vann.....aftur :twisted:  :lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Óli Ingi on September 02, 2007, 23:23:07
Quote from: "Trans Am"
Já takk,ég vann.....aftur :twisted:  :lol:


Góður Frikki, til hamingju með það, ánægður með þig
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: SupraTT on September 03, 2007, 05:35:17
Já flottur tími Frikki  :wink:  

kem vonandi næsta sumar með allt ready, og þá getur maður loksins skrúfað uppí 32 psi  :) og séð hvað gerist
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Bæring on September 03, 2007, 07:13:40
Þetta er alltaf jafn gaman..... :D

náði ekki að bæta tíman minn á M5 fór svipað....

12.078@117,49
60ft@1,955 (þarf að bæta trackið, í launchinu)
1/8 7,858@92,02

En ánægður engu að síður.....

takk fyrir daginn

kv bæzi
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 03, 2007, 08:15:07
já takk fyrir mig þetta var frábær dagur :Dhef  ekki séð svona marga keppendur sem áhorfendur  :shock:  greinilegt að það borgar sig að auglýsa þetta =D> og svo var toppurinn að geta náð 8.29 @ 164 og 1,23 60f á 2900 punda bíl sem er það besta sem þessi bill hefur gert á þessu landi :shock:  og nýtt met sem er 8,47 þar sem það fór að rigna :evil:  og ég náði ekki að bakka upp 8,29 sem er 0.004 frá indexi en bara gaman ég þakka bara fyrir þetta sumar og sjáumst bara á næsta sandi á Ak 15/9 :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on September 03, 2007, 08:38:45
FRÁBÆR DAGUR  :lol:  Rigningin hefði mátt hinkra aðeins...

ÉG vil þakka staffinu kærlega fyrir frábært starf  :smt023
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on September 03, 2007, 09:35:38
Quote from: "SupraTT"
Já flottur tími Frikki  :wink:  

kem vonandi næsta sumar með allt ready, og þá getur maður loksins skrúfað uppí 32 psi  :) og séð hvað gerist

Takk :wink: ,greinilega nóg power í Suprunni :shock:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 1965 Chevy II on September 03, 2007, 09:37:17
Quote from: "Kristján Skjóldal"
já takk fyrir mig þetta var frábær dagur :Dhef  ekki séð svona marga keppendur sem áhorfendur  :shock:  greinilegt að það borgar sig að auglýsa þetta =D> og svo var toppurinn að geta náð 8.29 @ 164 og 1,23 60f á 2900 punda bíl sem er það besta sem þessi bill hefur gert á þessu landi :shock:  og nýtt met sem er 8,47 þar sem það fór að rigna :evil:  og ég náði ekki að bakka upp 8,29 sem er 0.004 frá indexi en bara gaman ég þakka bara fyrir þetta sumar og sjáumst bara á næsta sandi á Ak 15/9 :wink:

Til hamingju með tímann Stjáni,það sást vel neðan úr pitt að það var eitthvað mikið í gangi í þessari 8.29 ferð 8)  andskoti gott á svo gott sem stock 454 :shock:  :P
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: gardar on September 03, 2007, 09:41:33
ég þakka fyrir mig. nýtt personal best 12.639@108.9 ennþá á venjulegum radial dekkjum
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Björgvin Ólafsson on September 03, 2007, 11:26:56
Já, það mega allir starfsmenn og keppendur fá húrra fyrir þennan dag!

Við blússuðum suður yfir heiðar nokkrir félagarnir og viti menn, það var bara biðröð í miðasölunni, brakandi blíða og fullt af keppendum!!

Það var alls ekki laust við að maður fengi smá fiðring til að standa upp úr sófanum og fá að prófa þennan malbiksrenning hjá ykkur 8)

Mjög góður dagur og til hamingju með metin Stjáni og Garðar

kv
Björgvin 8)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Ingó on September 03, 2007, 11:49:56
Quote from: "Kristján Skjóldal"
já takk fyrir mig þetta var frábær dagur :Dhef  ekki séð svona marga keppendur sem áhorfendur  :shock:  greinilegt að það borgar sig að auglýsa þetta =D> og svo var toppurinn að geta náð 8.29 @ 164 og 1,23 60f á 2900 punda bíl sem er það besta sem þessi bill hefur gert á þessu landi :shock:  og nýtt met sem er 8,47 þar sem það fór að rigna :evil:  og ég náði ekki að bakka upp 8,29 sem er 0.004 frá indexi en bara gaman ég þakka bara fyrir þetta sumar og sjáumst bara á næsta sandi á Ak 15/9 :wink:



Til lukku.

Kv Ingó.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: stefth on September 03, 2007, 12:21:55
Til hamingju með þetta Stjáni !!

Kv, Stebbi Kjalnesingur
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 03, 2007, 20:12:02
já takk strákar :wink:  það hlaut að koma að því að þetta færi að gera eitthvað :lol:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: fordfjarkinn on September 04, 2007, 10:00:28
Til hamingju Stjáni nú ertu orðinn lang bestur.
Kv TEDDI og GUNNI hjá racebensín.is
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: killuminati on September 04, 2007, 10:15:15
Leifur átt "Góðan dag" líka  :roll: náði einni ferð
1.23 60ft

bræddi nokkra stimpla

enda tími 8.84 @ 134mph.

Hefði verið massa gaman að keppa við skjóldalinn ef vélin hefði haldið  :lol:
Því þetta eru sömu 60ft og hann náði.

Flott keppni og mjög gott skipulag sérstaklega miðað við svona marga keppendur.

takk fyrir okkur
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Gilson on September 04, 2007, 10:16:33
til hamingju með flotta tíma  :D
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 04, 2007, 13:10:38
Hérna hvernig verður þetta með framhaldið af síðustu keppni. Hvernig verður þetta fyrir þá flokka sem náðu ekki að klára..
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 16, 2007, 21:58:16
Jæja hvað segið þið um þessa siðustu keppni á að klára hana :?: eða :roll:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: 3000gtvr4 on September 16, 2007, 23:21:26
Væri allvega flott að vita þetta svona bara hvort maður ætti að fara klára græja bílinn eða bara bíða rólegur eftir næsta sumari :cry:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on September 17, 2007, 09:04:11
Það hefur ekki beinlínis verið veður til að keppa  :evil: en sammála mætti koma með dagsettningar til að miða við.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 17, 2007, 22:07:44
en  er stemnt á næstu helgi :?:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Gilson on September 18, 2007, 18:51:52
Quote from: "Kristján Skjóldal"
en  er stemnt á næstu helgi :?:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: baldur on September 18, 2007, 18:58:24
Það fer bara eftir veðurspá.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on September 18, 2007, 20:16:43
Veður.is segir rigning á miðvikudag og þurt frá og með fimmtudegi fram á mánudag...
Belgingur.is segir það sama ......
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 18, 2007, 20:58:54
verðum við ekki að reina þá :?:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 19, 2007, 12:06:41
Jæja allir sem áttu eftir að klára í sínum flokkum geri sig klára. Keppni á laugardaginn.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 19, 2007, 12:55:57
Flott enn ég var að skoða veðurspánna á MBL.is og klikkaði á laug og sunnudag og þar er spáð rigningu.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on September 19, 2007, 13:31:39
En við verðum að vona..  Sumarið er svo þetta eru síðustu helgar..  VONANDI verður hægt að gera þetta á laugardag... 8)

Það er allavega stefnan  :D
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 19, 2007, 13:42:36
jamm flott vonum það allra besta!! :):)
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 19, 2007, 18:53:07
ok flott hvenar á að mæta og hvenar verum við kerðir þessir sem eftir eru  :?: og verður ekki örglega vigtað okkur í Of aftur :?:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Hera on September 20, 2007, 12:05:26
Verður sunnudagurinn til vara :?:  :?:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Valli Djöfull on September 20, 2007, 14:19:01
Sunnudagur er til vara og ég veit ekki meir með vigtun en það hlítur að þurfa að vigta upp á met og fl..  Er það ekki nauðsyn?
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Kristján Skjóldal on September 20, 2007, 17:48:48
jú annars er lítið að marka hvað við gerum :idea:  en það er bara ég og Gretar sem þarf að skoða :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Nóni on September 21, 2007, 01:54:11
Við tökum ákvörðun á föstudag, veðurspáin er tvísýn og þeim ber ekki saman belgingi og veður.is



Kv. Nóni
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 21, 2007, 10:21:40
vonum að það verði eins veður á morgun einsog í dag!

er búnað redda viðauka og reynum að klára þetta :smt023  :wink:
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Jón Þór Bjarnason on September 21, 2007, 12:52:46
ATH KÍKIÐ Á FORSÍÐU.

MÆTINGARFRESTUR ER TIL KL 10:00
FYRIR ÞÁ FLOKKA SEM EKKI NÁÐIST AÐ KLÁRA.
Title: Kvartmíla, síðasta keppni sumarsins 1. September
Post by: Daníel Már on September 21, 2007, 13:04:21
Quote from: "Nonni_Bjarna"
ATH KÍKIÐ Á FORSÍÐU.

MÆTINGARFRESTUR ER TIL KL 10:00
FYRIR ÞÁ FLOKKA SEM EKKI NÁÐIST AÐ KLÁRA.


er spáð gott veður á morgun??