Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: 70 Le Mans on January 05, 2013, 03:58:51

Title: Hljómkerfi
Post by: 70 Le Mans on January 05, 2013, 03:58:51
Sælir, er í vanda með hljómkerfið hjá mér. Ég er með hátalara frammí og afturí tengda í sama magnarann en ég fæ aðeins framhátalarana inn. Svoleiðis að hátalararnir afturí koma ekki inn, ég er búinn að prufa faderinn og allt í spilaranum ásamt því að kíkja á öryggin á magnaranum og hef ekki fundið neina lausn á þessu. Annars hef ég lítið reynt að kíkja á þetta. Hvað gæti hugsanlega verið að hjá mér eða hvað ætti ég að kíkja á næst? :)
Title: Re: Hljómkerfi
Post by: Hr.Cummins on January 05, 2013, 13:28:35
Ég myndi halda að faderinn á spilaranum hafi EKKERT að gera með magnarann...

Ertu með tvo RCA kapla (4 channel) út úr spilaranum yfir á magnarann ?

Ef að þú ert bara með einn (2 channel) gæti verið að þú þurfir að setja tvö Y stykki á kapalinn við magnarann og brúa þannig yfir á báðar rásirnar í magnaranum, eða stilla magnarann þannig að hann lesi bara úr 2 input rásum ef að það er möguleiki..

kv,
Viktor Agnar Guðmundsson

p.s. þér er velkomið að hringja í mig 7784080 ef að þér vantar frekari aðstoð ;)
Title: Re: Hljómkerfi
Post by: 70 Le Mans on January 07, 2013, 17:21:20
ok takk fyrir það ég kíki á þetta. Annars eru tvær RCA snúrur tengdar í magnarann og allt er tengt ég þarf bara að kíkja aftan á spilarann við tækifæri. En í bílnum eru tveir magnarar.  Annars vegar hátalara magnari og hins vegar magnari fyrir bassakeilur. Allt er þetta tengt en aðeins framhátalararnir og bassakeilurnar koma inn.
Title: Re: Hljómkerfi
Post by: 70 Le Mans on February 09, 2013, 01:45:58
Já, er með tvo RCA kapla úr spilaranum yfir á magnarann ég tók spilarann úr í kvöld og þar prufaði ég að skipta á RCA köplunum sem eru tengdir í spilarann þar sem það eru tvö RCA tengi á spilaranum og bæði tengd. þá heyrðist bara í hátölurunum afturí. Semsagt annað tengið eða rásin á spilaranum er í ólagi. Hvað get ég þá gert? http://www.ebay.in/itm/1-RCA-Male-2-RCA-Female-Splitter-2RCA-Qty-1pc-/160765124595#ht_2811wt_906 (http://www.ebay.in/itm/1-RCA-Male-2-RCA-Female-Splitter-2RCA-Qty-1pc-/160765124595#ht_2811wt_906)  get ég þá sett svona Y tengi á tengið sem er í lagi? og brúað magnarann yfir á tvær rásir í stað fjögurra?
Title: Re: Hljómkerfi
Post by: Hr.Cummins on February 09, 2013, 06:12:07
já, gerðu það, en þá verðuru að "tjúna" faderinn á magnaranum sjálfum... s.s. stilla inn fram vs afturhátalarana...

Gæti kíkt á þetta á Mánudag fyrir þig ef að þú finnur ekki út úr þessu, verð í rvk þá..