Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: motors on December 22, 2012, 10:44:07

Title: Raki í bremsuvökva.
Post by: motors on December 22, 2012, 10:44:07
Hvar get ég látið mæla hvort raki sé í bremsuvökva á bíl :?:,er þetta ekki bara einföld aðgerð með einföldu tæki :?:.Kanski óþarfi að skipta út vökvanum ef engin er rakinn :?:
Title: Re: Raki í bremsuvökva.
Post by: Lindemann on December 22, 2012, 23:14:53
Jú það eru mörg verkstæði með svona mæli og þetta tekur enga stund.
Það getur reyndar fleira en raki orsakað ónýtan bremsuvökva, hann getur skemmt gúmmí í dælum ef hann er orðinn mjög gamall þó það sé ekki endilega raki í honum.
Title: Re: Raki í bremsuvökva.
Post by: Walter on December 23, 2012, 00:43:06
Test the quality of your brake fluid! (http://www.youtube.com/watch?v=ZY3hZSp1wI4#ws)

Hef spáð í hvort það sé eitthvað gagn að mæla rakan í vökva í forðabúrinu.

Vökvinn er ekki á neinni hreyfingu og raki er líklega helst í bremsudælunum þar sem er verst að hann sé vegna tæringar og lægra suðumarks.
Title: Re: Raki í bremsuvökva.
Post by: motors on December 23, 2012, 16:31:10
Ok takk fyrir svörin strákar,þetta er klárlega mjög mikilvægt að þetta sé í lagi,og þetta er pottþétt ekki það fyrsta sem fólk lætur ath eða skipta um þegar það fer með bílinn í tékk,en málið er bara að skipta vökvanum út ef maður veit ekki hvað hann er gamall eða hvort raki sé á ferðinni.  :D