Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: eva racing on May 24, 2005, 12:50:54

Title: Hvar eru Kappakstursbílarnir....
Post by: eva racing on May 24, 2005, 12:50:54
Hæ.

    Hér fyrir nokkrum árum var flutt svokölluð "nefborunaræða" af þáverandi formanni Svavari Svavarssyni.   Þar sem hann hélt smá tölu yfir okkur "keppendum"  Og sakaði þá um að sitja heima og bora í nefið , í stað þess að mæta á keppni (þetta var í sjónvarpi allra landsmanna eftir fyrstu keppni það sumarið)

        Og nú spyr ég líka,  HVAR eru allir kappakstursbílarnir.????

Einar Birgis,   Valur heitinn aumingi,  Grétar Franks, Grétar Jóns, Aggi reglulegi, Þórður fiskikall, Teddi tommustokkur,(smá svona) og þetta eru bara nokkrir af þeim  sem ættu að vera í OF.

   Ég skal byrja. (á blaðsíðu 24 í afsökunarbókinni.)  Sko ég átti tíma í permó og kippingu og svo þurfti ég að henda tyggjóinu mínu og og og ...   Auðvitað hef ég enga afsökun og hefði átt að vera í pyttinum með þessum hetjum sl. laugardag          
   
     En vafalaust hafa allir hinir góðar ástæður fyrir sinni fjarveru.....
  Ekki getur verið að menn séu bara í fýlu útí eitthvað eða einhvern...???   Er það nokkuð.??

      Ég biðst auðmjúkrar afsökunar á þessu kæruleysi og LETI að vera ekki með.   þar hafiði það...
Title: Hvar eru Kappakstursbílarnir....
Post by: Einar Birgisson on May 24, 2005, 14:04:08
Mín ástæða er sú að vegna anna í vinnu (tvADSL) þá sé ég mér ekki fært að keppa þetta árið, þó svo að maður sé búinn að sanka að sér græum og goods þá er bara ekki tími aflögu til uppfærslu og uppherslu.
En eins og kellingin( ef það má segja kelling á þessu spjalli Frikki) sagði þá mun minn tími koma og hann verður GÓÐUR.
Title: Hvar eru Kappakstursbílarnir....
Post by: 1965 Chevy II on May 24, 2005, 15:52:22
jamm það má, það er Talfrelsi hérna.
Title: Hvar eru Kappakstursbílarnir....
Post by: Preza túrbó on May 24, 2005, 20:25:25
Heyr Heyr... Fín ræða Valur eins og þér er einum lagið að skrifa góðar ræður. En þú mættir að minnsta kosti, en ekki á kappakstursbíl. en það kemur  :D  en það væri gaman að sjá alla þessa OF bíla eða sem flesta á næstu keppni. Ég reyni að mæta og leggja Klúbbnum lið við að vinna við næstu keppni

Kær kveðja:
Dóri G.  :twisted:  :twisted: