Kvartmílan => Bílarnir og Græjurnar => Topic started by: Addi on May 07, 2004, 12:11:22

Title: P-440
Post by: Addi on May 07, 2004, 12:11:22
Í morgun uppi á Höfða við hliðina á Bílasprautunar og réttingaverkstæði Sævars. Sá ég í afturendann á bíl sem mér sýndist vera Plymmi og þykir það sennilegt útaf númerinu sem er P-440, getur einhver sagt mér e-ð um þetta kvikindi??
Title: P-440
Post by: Moli on May 07, 2004, 21:12:31
ég held ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að þetta sé ´70 árg. af Plymouth Satellite, ég tók þessa mynd af honum á Ak-Inn í fyrra, eldri maður var á honum, bíllinn var þá frekar illa farinn af ryði þannig að mér kemur svosem ekkert á óvart að hann hafi verið í sprautun sem er auðvitað bara gott mál, annars geta eflaust einhverjir fleiri svarað þér betur en ég!

(http://www.internet.is/bilavefur/ak_inn/10_07_03/DSC00095.JPG)
Title: ókei
Post by: Addi on May 08, 2004, 02:54:39
Svoleiðis, helv... laglegur bíll, takk fyrir upplýsingarnar, sá að hann var frekar þreyttur.
Title: P-440
Post by: Geir-H on May 08, 2004, 20:05:03
Mætti þessum bíl hérna í Hfj í gær.. Nákvæmlega svona útlítandi..
Title: P-440
Post by: firebird400 on May 08, 2004, 20:07:56
hann er nú ekki að sjá þreyttur á þessari mynd.
Title: P-440
Post by: Moli on May 09, 2004, 00:28:42
þetta er nú enginn haugur, langt frá því, tók bara eftir því þegar ég skoðaði bílinn hvar það voru komnar ryðbólur í hann og lakkið var ekkert glæsilegt á að sjá, ekkert stórmál svosem að lagfæra það, annars er þetta hinn laglegasti bíll!
Title: P-440
Post by: Kiddi J on May 13, 2004, 09:18:07
Quote from: "Moli"
þetta er nú enginn haugur, langt frá því, tók bara eftir því þegar ég skoðaði bílinn hvar það voru komnar ryðbólur í hann og lakkið var ekkert glæsilegt á að sjá, ekkert stórmál svosem að lagfæra það, annars er þetta hinn laglegasti bíll!


Enda rúm 20 ár frá því að hann var málaður
Title: P-440
Post by: Ranger_V6 on May 13, 2004, 15:13:18
Ég sá þennan bíl standa í iðnaðarhúsi niðrá höfn í hafnarfirði seinnipartinn seinasta sumar og mig mynnir að hann hafi verið smá dældaður á aftan.