Kvartmílan => Almennt Spjall => Topic started by: Svínahirðirinn on December 08, 2006, 13:22:05

Title: Index mál í OF
Post by: Svínahirðirinn on December 08, 2006, 13:22:05
Svínahirðirinn heyrði á tali tveggja manna að Index málin í OF væru nú algerlega út í hött, nú væri rétti tíminn til að breyta þessum reglum og banna, taka út, alla poweraddera og keyra þennan flokk á bensíni eingöngu. Jafna leikin eða þannig.

"EDIT"Það er alveg óhæft að það þurfi að keppa í svona óréttlátu umhverfi.  Núna þyrfti þessi stjórn að hysja upp um sig og laga til í reglugarðinum. Annars gæti hún bara hypjað sig.

Þvílíkt bull og þvaður

svínahirðirinn
Title: Index mál í OF
Post by: Dodge on December 08, 2006, 14:06:12
hehe maður lifandi :)

þannig að ef maður er med blower eða túrbó þá bara fær maður ekkert að
keppa í kvartmílu á íslandi
enda eiga svoleiðis druslur bara að vera á götum bæjarins þar sem þeir eiga heima :D

ég held það væri nær að svera upp GF heldur en að þrengja OF
sem heitir btw opinn flokkur :)
Title: Index mál í OF
Post by: 1966 Charger on December 08, 2006, 15:59:41
Jamm....

Fyrir nokkru startaði Ari þessum þræði  
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=17499
 með mjög málefnalegri umræðu sem því miður virðist vera að renna út í sandinn.

Er ekki rétt að halda henni áfram í stað þess að vera með dylgjur um menn á þessum þræði?

Málefnaleg skrif eru því miður allt of sjaldgæf á þessum vef.  Fyrr eða síðar fer hún oft út í persónulegt skítkast sem engum gagnast, allra síst Kvartmíluklúbbnum.

Ragnar
Title: Index mál í OF
Post by: 1965 Chevy II on December 10, 2006, 14:40:39
Jæja búið að taka til hér,áfram með málefnalega index umræðu.
Title: Index mál í OF
Post by: firebird400 on December 10, 2006, 17:20:00
Ég hefði reyndar viljað sjá menn skrifa undir nafni ef þetta á að kallast málefnalegt  :roll:
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 13, 2006, 09:55:44
mér finst það bara í góðu lagi þó að þessir menn eða konur þora ekki að koma undir nafni  :roll: svo leingi sem þeir skrifa heiðarlega  :D ps veit ekki betur en að meira eða minna skrifi men ekki undir nafni :D  :D  :D  kveðja stjáni skjól
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 14, 2006, 13:18:19
Kæri Svínahirðir,
Vilt þú banna Nitro í OF-flokk?
kv.
GF.
Title: Index mál í OF
Post by: Svínahirðirinn on December 14, 2006, 14:19:56
Kæri GF

Það er búið að breyta textanum þarna örlítið í upphafi svo að það er auðvelt að misskilja hvað Svínahirðirinn átti við.

Svínahirðirinn misskildi þetta líka eitthvað örlítið í upphafi, málið er víst þannig vaxið að prinsessurnar með pro stock mótorana vilja fá betra index svo að þær þurfi nú ekki að nota nítrógas til að leggja Leif Rósenbergson að velli.

Skúbbið: stjórnin er nú þegar byrjuð á þessari vinnu.

Eins og þetta lítur út í dag er þetta bara aðför að ríkjandi íslandsmeistara af tilvonandi keppanda.

Svínahirðirinn er hneykslaður á svona framkomu og skorar á alla félaga í kk að taka ekki þátt í þessu og aldrei að samþykkja svona grundvallarbreytingar.

Svínahirðirinn
Title: Index mál í OF
Post by: Einar Birgisson on December 14, 2006, 16:30:48
Er ekki rétt að Hirðirinn skrifi undir nafni og kalli bara Spaða Spaða og hætti þessum dylgjum.

 " Eins og þetta lítur út í dag er þetta bara aðför að ríkjandi íslandsmeistara af tilvonandi keppanda. " skrifar Hirðirinn.....................


 " Prinsessurnar með pro stock mótorana vilja fá betra index svo að þær þurfi nú ekki að nota nítrógas til að leggja Leif Rósenbergson að velli. " skrifar Hirðirinn.....................
Title: Index mál í OF
Post by: firebird400 on December 14, 2006, 22:02:42
Svínahirðir, ef þú ert að gefa það í skyn að stjórnin sé að hagræða reglum til að hygla einhvern umfram annann þá ertu á hálum ís  :evil:

Skrifaðu bara undir nafni.

Segðu það sem þú meinar í stað þess að gefa einhvað í skyn sem má auðveldlega misskilja.

Ef þitt eina markmið er að valda usla og gremju meðal okkar þá skaltu bara vera úti !

Og þú veist að það er talið að þeir sem tala um sjálfa sig í þriðju persónu eigi við alvarleg geðræn vandamál að stríða, líkt og geðklofa og sjálfsímyndar brenglun  :roll:
Title: Index mál í OF
Post by: Racer on December 15, 2006, 12:14:40
menn verða nú að gera smá geðveikir til að keppa í kvartmílunni :D

Annars er ekki bara einn eða tveir aðilar sem eru með annað en bensín sem eldsneyti í ofurflokknum?
Title: Index mál í OF
Post by: Nóni on December 15, 2006, 17:53:39
Quote from: "Svínahirðirinn"
Kæri GF

Það er búið að breyta textanum þarna örlítið í upphafi svo að það er auðvelt að misskilja hvað Svínahirðirinn átti við.

Svínahirðirinn misskildi þetta líka eitthvað örlítið í upphafi, málið er víst þannig vaxið að prinsessurnar með pro stock mótorana vilja fá betra index svo að þær þurfi nú ekki að nota nítrógas til að leggja Leif Rósenbergson að velli.

Skúbbið: stjórnin er nú þegar byrjuð á þessari vinnu.

Eins og þetta lítur út í dag er þetta bara aðför að ríkjandi íslandsmeistara af tilvonandi keppanda.

Svínahirðirinn er hneykslaður á svona framkomu og skorar á alla félaga í kk að taka ekki þátt í þessu og aldrei að samþykkja svona grundvallarbreytingar.

Svínahirðirinn




Værir þú ekki frekar til í að gefa þig á tal við einhvern úr stjórninni sem ætlar að vera með þessi mál á sinni könnu, mig (Nóna) eða Kristján Finnbjörnsson? Ég sendi þér hér með símanúmer okkar beggja í ep þannig að þú hringir væntanlega í okkur innan nokkurra daga, eigum við að segja 5 daga? Það ætti að duga.

Kv. Nóni
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 15, 2006, 18:18:27
Sælir,
Hvað er þarna á ferðinni?  Er verið að vinna í reglubreytingum í OF-flokk?
Ef svo er af hvaða tilefni er það? Fyrir mér er það aðal málið, er eitthvað til í þessu hjá hinum málglaða Svínahirði.

Ég vil benda sérstaklega á það enn og aftur að það er mjög varhugavert að vera að hreyfa við reglum almennt, sérstaklega reglum sem hafa staðið lengi og ekki haft ókosti þannig keppendur hafi haft af því pata.

OF-flokkur hefur verið gróskumesti flokkurinn undanfarið og þeir sem hafa keppt í flokknum síðasta sumar eru alveg sáttir að ég best veit.(hef spurt keppendur sérstaklega að því).

Látum ríkjandi reglur í friði og látum það sem hugsanlega mætti lagfæra koma fram í keppni. Alls ekki að fara að reyna lagfæra eitthvað að óreyndu.

kv.
Gretar Franksson
Title: Index mál í OF
Post by: ElliOfur on December 16, 2006, 00:02:42
Er einhver að reyna að koma upp illindum meðal manna? Svínahirðir, svaraðu afhverju þú ert með svona órökstuddan rógburð.
Title: Index mál í OF
Post by: Bc3 on December 16, 2006, 01:47:33
Quote from: "ElliOfur"
Er einhver að reyna að koma upp illindum meðal manna? Svínahirðir, svaraðu afhverju þú ert með svona órökstuddan rógburð.


ég held að þetta sé nóni að reyna vera fyndinn  :lol:
Title: Index mál í OF
Post by: Kiddi on December 16, 2006, 03:16:08
Er ekki eitthvað meira að gerast á svínabúinu?

PS. legg til að svínahirðinum, shadowman og sjálfsagt fleirum nöfnum verði eytt og menn "blokkaðir" :idea:

PS. PS. Lélegt þegar menn þora ekki að sýna á sér andlitið og fela sig á bakvið léleg nöfn, á mínum bæ væru þeir kallaðir hugleysingjar :wink:
Title: Index mál í OF
Post by: stigurh on December 16, 2006, 10:18:56
Kæru félagar

Athugið hvað er verið að segja hérna og hættið að snúa málinu út í einhverja vitleysu um hver er huglaus eða hugrakkur, margir menn kjósa að vinna að réttlæti án þess að sýna andlit sitt út á við, vitandi það að hugrakkir menn gætu átt það til að sýna mátt sinn og megin.


Málið er að bræðurnir Jóhannsynir vilja fá forskot á aðra keppendur í OF því að umbun fyrir að keyra á bensíni eingöngu er bara það!  

Við og þá á ég við keppendur úr OF flokk höfum sett bílana okkar upp til að keyra á poweradder, nítró og blásara og hvaðeina sem að þýðir grænir í alls konar gismo og svo á bara að ýta því út af borðinu. Nei takk, við smíðum bíla flokkinn, ekki flokk fyrir bílinn.

Allir vita hverskonar vélar þeir bræður eru með, og það eru flottar vélar. Ef að við keyrum allir á bensíni, ja þá má segja að við hinir mættum með hnífa í byssubardaga, slíkur er munurinn.


Ég tek hérna smá bút úr þræði sem Ari Jóhannson byrjaði og kallar "Stóra index málið" .................

Tekið skal fram að þetta spjall er sett fram til að menn geti viðrað sínar skoðanir á þessu máli og velt fyrir sér kostum og göllum. Tillögur um annað fyrirkomulag eða úrbætur eru vel þegnar. Vinsamlegast reynið að ræða þetta málefnalega og takið því ekki sem gefnum hlut að ég sé að varpa þessu fram í einhverjum eiginhagsmunatilgangi, því svo er ekki. Ég veit fyrir víst að margir meðlimir KK hafa áhuga á þessu máli.

Ég leyfi mér að gera það rautt sem stingur mig í augun. Ég hef rætt í SÍMA við aðra keppendur í OF flokki og við höfum alls engan áhuga á þessu máli. Aðrir keppendur eru að setja stóra skammta af nítró inn á sýna mótora og það vinur minn, kostar marga græna $$$$ fyrir utan að leggja allt sitt á línuna og eiga von á því að sprengja mótorinn eins og svo margir hafa gert. Þessir menn kaupa hestöflin fullu verði. Ég keyrði án nítró í tvö ár og það hafði engin áhuga á þessu máli þá og það hefur engin áhuga á þessu máli núna, nema þessari umræðu.

Því segi ég við stjórn þessa íþróttafélags.
Gjörið svo vel að pakka þessu máli niður og setja í geymslu.

Virðingarfyllst
Stígur A Herlufsen hugrakkur keppandi í OF
Title: Index mál í OF
Post by: Kiddi on December 16, 2006, 12:53:41
Quote from: "stigurh"

Málið er að bræðurnir Jóhannsynir vilja fá forskot á aðra keppendur í OF því að umbun fyrir að keyra á bensíni eingöngu er bara það!  


Það hefur ekki verið talað um það, svínahirðirinn er enn að misskilja :roll:

PS. hvernig er annars að vera svínahirðir :?:
(http://www.redkettle.com/images/products/art-rural-south/jones-man-pigs.jpg)
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 16, 2006, 14:06:26
Sælir,
Opin spurning til Nóna, ert þú eða einhverjir í stjórn KK að vinna við reglubreytingar í OF-flokk? Ef svo er, af hvaða tilefni er það?
kv.GF.
Title: Index mál í OF
Post by: stigurh on December 16, 2006, 21:12:57
Kæri Kiddi

Ég þakka fyrir áhuga þinn á þessu máli kæri Kiddi. Þó sýnist mér á skrifum þínum vera heldur neikvæður tónn í minn garð og mína svínastíu. Það er gott að vera svínahirðir, þakka þér áhugan.

Ég verð að játa það, ég er Svínahirðirinn í fyrstu persónu. Ég heyrði af þessu máli og þar sem um slúður var að ræða langaði mig að hræra aðeins! Það var nú það. Vonandi getur þú fyrirgefið mér.

virðing
stigurh
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 17, 2006, 08:51:21
mér fynst að við þurfum að fara solítið varlega í þessi mál :roll:  það er nú bara þannig að of flokkurin er að verða með stærri flokkum sem keppa :!:  sem er ótrúleg breiting þar sem þessi flokkur er búinn að vera keirður á 1-3 keppendum  :evil:  en nú eru til minst 14-17 tæki sem eru til sem er gott mál :D  þannig að það er kanski ekki gott að fara að hræra mikið í reglum :evil:  :evil:  heldur smíða bila eftir reglum, auðvita verða alltaf bilar sem passa betur en aðrir  :cry: en þetta er nú einusinni okkar litla sker sem rúmar þessar 14-17 hræður :roll:  sem gætu verið með. Mér synist í fljótu bragði geta verið minst 10  :roll: sem seigast vera með næsta sumar :D þannig að það er þá betra að eiða kroftum í brautina ekki reglu vesen :D
Title: Svínahirðirinn
Post by: 69Camaro on December 17, 2006, 17:54:24
Svínahirðirinn

Afskaplega er nú dapurt að menn þurfi að grípa til þess ráðs að fela sig á bak við dulnefni. Átti nú ekki vona á að þessi einstaklingur gripi til slíkar óhæfuverka. En það er ljóst að Svínahirðirinn býr yfir skítugu epli. :evil:

kv.
Ari Jóhannsson
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 17, 2006, 21:32:25
Sælir,
Hvort skiptir meira máli fyrir Kvartmíluklúbbinn að verið sé að vinna í reglubreytingu í OF-flokk og fá umræðu um það hér á netinu
 eða
 hvaða einstaklingur srifar undir nafninu Svínahirðirinn.
Verum með fokusinn í lagi.
kv.GF.
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on December 17, 2006, 21:39:49
Til hvers að vinna í reglubreytingum, er eitthvað að flokknum eins og hann er ?

EKM
Title: Index mál í OF
Post by: fordfjarkinn on December 18, 2006, 00:06:59
Er ekki tilvalið að þeir keppendur sem hafa verið í keppnum og eiga tæki
 sem þeir ætli að brúka á næsta ári láti í sér heyra svo að einhverjir reglu pésar geti bara pakkað saman og hætt að hugsa um þetta.
Ég skora á menn að láta í sér heyra.
Enn og aftur bara keppendur í OF Tjái sig, undir nafni.
K.V. TEDDI.
P.S. Er ekki einhvað til sem heitir Compitition flokkur til fyrir nítro lausu mennina?
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on December 18, 2006, 01:12:50
Mér finnst persónulega tóm þvæla að vera að hræra í þessu núna, bara bölvað rugl. Það á að láta þennan flokk eiga sig eins og hann er. Ef menn vilja annað þá eiga þeir að keyra Heads-Up eins og ég reyndi með æði misjöfnum árangri að koma inná kortið hérna fyrir nokkru.

Ég lauslega reiknaði viktina á Oldsinum (2860lbs með öllu) og samkvæmt öllu ætti ég að fá Index tímann 7.93 (in my dreams).

Ég trúi því varla að einhverjum sé að detta það til hugar að heimta refsingu á okkur sem viljum nota NOS eða blásara. Það er ekki okkar mál ef einhverjir vilja keyra N/A, menn hefðu betur verslað öðruvísi vélar ef það er málið. Ég þekki ekki forsögu þessa máls, það er að segja afhverju ætti að refsa svona en trúi ekki öðru en að það finnis lausn á þessu.

Ég ætla allaveganna að mæta í sumar, með eða án NOS og keyra bílinn minn hvort sem ég vinn eða tapa.

Þetta snýst ekki bara um dollur uppá hillu félagar.

EKM
Title: Index mál í OF
Post by: stigurh on December 20, 2006, 12:25:36
Ari Jóhannson

Ég er sár.

Ég hef engu logið og engin óhæfuverk framið.

Taktu þessi ummæli aftur.

Ég er þekktur fyrir hjálpsemi og heiðarleika. Mín verk vitna um mig eins og þín verk vitna um þig.

Stígur Andri Herlufsen

Til spjallstjórnenda

Það eru reglur hér sem eiga að ganga yfir alla. Vinsamlega gerið viðeigandi ráðstafanir.
Title: Index mál í OF
Post by: Kiddi on December 20, 2006, 19:15:08
Smá pælingar....

Þú kemur með N/A 540 BBC og keppir á sama indexi og 540 alkahól turbo mótor þ.e.a.s. við sömu þyngd.

Það vita það allir að þetta er meingallað system (miklu meira vit í að keyra bracket sem OF í rauninni er.. nema já meingallað).

Sumir eru hagstæðir inn í línuritið hjá ykkur og sumir ekki, þannig er það bara og svoleiðis vilja menn greinilega hafa það...

Fynnst ykkur í lagi að menn (þá er ég að tala um menn sem eru í mótorhjólaflokkum, 14 sek flokk og RS flokk eða eru bara í KK og eru ekkert að keppa) sem mæta á aðalfund KK og greiða atkvæði um einhver mál í OF, GF og öfugt, að þeirra atkvæði gæti ráðið úrslitum í atkvæðatalningu?? Maður spyr sig :roll:

Það er ekkert endilega verið að tala um að breyta þessu núna en hvenær er þá rétti tíminn til að breyta þessu eða laga, eða vilja menn hafa þetta svona :roll:  :roll:

PS. Er OF met ekki bara "hversu nálegt indexi þú ferð"?? Hvað var það nú aftur?? Sekúnda eða hvað.. Leifur??

Vinsamlegast segið mér afhverju var hrært í indexinu fyrir ca. 2-3 árum eða hvað það nú var??

KR
Title: Index mál í OF
Post by: Kiddi on December 20, 2006, 19:24:22
Quote from: "stigurh"

Ég hef engu logið og engin óhæfuverk framið.

Taktu þessi ummæli aftur.


Væri ekki nær að þú myndir taka þitt svínarí til baka og sleppa því að fara með einhverjar yfirlýsingar um Jóhannssynina :idea:

Pæling :!:
Title: Index mál í OF
Post by: baldur on December 20, 2006, 19:59:59
Og hvað á þá bara að refsa þeim sem að kýs að nota blásara eða gas frekar en títaníumundirlyftur og tunnelram? Ef svo hvað á þá að refsa þeim mikið?
Það getur ekki verið sanngjarnt að sá sem er bara að blása 10psi fái sömu refsingu og sá sem er að blása 30psi. Hvað þá að sá sem er bara með 200hp af nítró fái sömu refsingu og sá sem er með 400hp af nítró. :roll:
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 20, 2006, 21:25:10
það eru reglur þarna sem passa betur fyrir suma  :D en þeir smiða bila eftir þeim reglum  :!:  og jú þú getur tekið metið með því að vera nær index tima  þó að það sé betri timi hjá anstæðingi sem sagt þú ert nær index tima :D  :D  ps látum reglur í friði takk 8)
Title: Index mál í OF
Post by: Racer on December 20, 2006, 21:38:00
leysum þetta mál í hvelli.. fund eða spjallþráð fyrir hvern flokk með keppendum og þeir búa til samkomulag um hvað má breyta og hvað má ekki breyta og þá er talað um þá sem keppa næsta sumar en ekki einhvern tímann á næstu árum/áratugum , stjórnendur spjalls verða svo að flokka óskylt efni frá.

svo kemur aðalfundur þá geta menn lagt samkomulagið fram og menn  kosið hvort sem þeir vita betur eða ei eins og Kiddi sagði.

P.s. ég veit að menn verða aldrei sammála en það hlýtur að vera skárra en menn í fýlu þar til næsta stjórn tekur við , mér finnst eins og menn mæta bara þegar þeim líkar við stjórnarmeðlimi og rífast þegar þeirra menn eru ekki og svo mæta þeir ekki þegar stjórnarmeðlimir sem þeir þola ekki eru við stjórn.
Title: Index mál í OF
Post by: Dodge on December 21, 2006, 10:01:48
Gengur þetta ekki þannig fyrir sig að stjórnin skoðar málið,
kemur með hugmyndir að reglubreytingum ef þurfa þykir.
Ber það upp á aðalfundi þar sem það er annaðhvort samþykkt
eða fellt.

Er ekki málið að þeir sem vilja hafa áhrif á þessi mál og kemur þau eitthvað við, fjölmenni bara á aðalfund og kjósi um þetta þar frekar en röfla um það vikum saman á netinu.
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 21, 2006, 12:05:14
það er bara mjög gott að svona hugleiðingar komi fram hér :roll:  þá gefst timi til að skoða 0g fara yfir :roll:
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 21, 2006, 22:40:27
Sælir,
Kiddi spyr af hverju reglum um linurit var breytt fyrir 3árum. 'Eg skal svara því í annað sinn. Á þessum tíma komum við saman nokkrir félagar
sem voru að keppa í OF-flokk og funduðum um hvað væri skynsamlegt að gera til að gera OF sem sanngjarnastan fyrir alla sem myndu keppa þar. Þeas. Alkahol-vélar,turbo-vélar og Bensin+Nitro-vélar.  Í sameiningu (Ingo-Gretar F-Agnar-ofl.) lögðum við fram tillögur sem miðuðu að því að jafna leikinn milli Alkohol-véla sérstaklega (takmarka boost ofl.) þessar tillögur voru felldar nema ein.

Það var tillaga um að miða línuritið eingöngu við Comp-Altered flokkana (áður var einnig miðað við Okonomy-dragster og Gas-dragster) Þessi tillaga var samþykkt af öllum sem kusu og engin kaus á móti. Þetta gerði það að verkum að body-bílar eiga nú þokkalega möguleika á að vinna dragster. Fer nú eftir hvað viðkomandi nær út úr sinni keppnisvél(hestöfl/cid)

'Aður var nánast ekki raunhæft að vinna dragster á body-bíl þeas. þeir sem voru með hátt þyngdarhlutfall pound/cid voru í vondri stöðu til að vinna léttu tækin.

Þetta er staðan í dag, ég legg til að við breytum engu nú,látum reyna betur á þessar reglur.

kv,
Gretar Franksson
Title: Index mál í OF
Post by: Ingó on December 21, 2006, 23:20:41
Quote from: "Vega 71"
Sælir,
Kiddi spyr af hverju reglum um linurit var breytt fyrir 3árum. 'Eg skal svara því í annað sinn. Á þessum tíma komum við saman nokkrir félagar
sem voru að keppa í OF-flokk og funduðum um hvað væri skynsamlegt að gera til að gera OF sem sanngjarnastan fyrir alla sem myndu keppa þar. Þeas. Alkahol-vélar,turbo-vélar og Bensin+Nitro-vélar.  Í sameiningu (Ingo-Gretar F-Agnar-ofl.) lögðum við fram tillögur sem miðuðu að því að jafna leikinn milli Alkohol-véla sérstaklega (takmarka boost ofl.) þessar tillögur voru felldar nema ein.

Það var tillaga um að miða línuritið eingöngu við Comp-Altered flokkana (áður var einnig miðað við Okonomy-dragster og Gas-dragster) Þessi tillaga var samþykkt af öllum sem kusu og engin kaus á móti. Þetta gerði það að verkum að body-bílar eiga nú þokkalega möguleika á að vinna dragster. Fer nú eftir hvað viðkomandi nær út úr sinni keppnisvél(hestöfl/cid)

'Aður var nánast ekki raunhæft að vinna dragster á body-bíl þeas. þeir sem voru með hátt þyngdarhlutfall pound/cid voru í vondri stöðu til að vinna léttu tækin.

Þetta er staðan í dag, ég legg til að við breytum engu nú,látum reyna betur á þessar reglur.

kv,
Gretar Franksson


Sæll Gretar.

Eru til gögn um þessa samþykkt.

Kv Ingó.
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 22, 2006, 12:39:36
Sæll Ingó,

Já það er allt til um þetta, bæði í fundarfgerðabókinni og svo var allur fundurinn tekin upp á myndband.
GF.
Title: Index mál í OF
Post by: Ingó on December 22, 2006, 12:48:12
Quote from: "Vega 71"
Sæll Ingó,

Já það er allt til um þetta, bæði í fundarfgerðabókinni og svo var allur fundurinn tekin upp á myndband.
GF.


Sæll Gretar

Er þú með þetta handbært? eða hvar er hægt að skoða þetta.

Kv Ingó.
Title: OF flokkur.
Post by: Valiant 69 on December 26, 2006, 17:58:31
Er nú ekki best að láta þessa bíla sem eru í smíðum koma og fara nokkrar ferðir áður en farið er að klæskera sauma nýjar reglur fyrir þá.
Þetta er sá flokkur sem hefur elst einna best af okkar flokkum, þetta er eini flokkurinn þar sem reynt er að jafna leikinn aðeins. Það er ekki bara rúmmal og peningar sem ráða ferðinni. Eins og í öðrum flokkum hér.

     Jóla kveðjur Friðbjörn.
Title: PS.
Post by: Valiant 69 on December 26, 2006, 18:03:10
Ps. ánægður með Svínahirðirinn, alltaf upplífgandi að fá svona innskot. :twisted: Margt til í þessu hjá honum,sannleikurinn alltaf sagna sárastur.

                                     
                          Kv  Friðbjörn.
Title: Valiant 69
Post by: 69Camaro on December 26, 2006, 20:15:20
Primadonnan !  :D

Valiant 69 greinilega fljótur að gleyma, ég man ekki betur en að hann hafi verið öskuvondur þegar að hann var skýrður PRIMADONNAN af einhverjum "nafnleysingja" hérna um árið. Skömmu síðar kom upp á yfirborðið það mál sem var hér á síðunum kallað " Huges vélaskandallinn ". Kúbiktölur skruppu saman í hafi á milli USA og Íslands.

Óþarfi að rifja þetta upp frekar svona á tímum ljóss og friðar.

Valiant 69 skrifar: "Það er ekki bara rúmmal og peningar sem ráða ferðinni"  Nú ég hélt að þetta væri flokkur opin öllum, líka þeim sem vilja nota mikið rúmmál og hafa metnað í að leggja einhverja peninga í sín tæki ?

Ég bað í upphafi um að menn væru málefnalegir í sínu lýðræðislega spjalli um OF flokkinn, en því miður þá hafa menn ekki áhuga heldur finnst miklu betra að fela sig á bak við eitthvað nafnleysi og snúa út úr því sem rætt hefur verið.

Gott og vel nenni ekki að standa í slíku.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár


kv.

Ari
Title: Heigarðshornið?
Post by: Valiant 69 on December 26, 2006, 21:02:15
Sæll Ari þú ert alltaf við sama heigsarðshornið, stöðugt skítkast.

                    Friðbjörn.
Title: Index mál í OF
Post by: JONNI on December 26, 2006, 21:05:02
voðalega eru menn viðkvæmir annars er ég tilbúinn að senda monster pakka af túrtöppum frá walmart fyrst að menn eru svona viðkvæmir.

Kv, Jonni
Title: Valiant 69
Post by: 69Camaro on December 26, 2006, 21:13:09
Friðbjörn

Þú skrifaðir  "sannleikurinn alltaf sagna sárastur " Mér sýnist þetta komment frá þér hitta þig sjálfan fyrir.  Þú verður að vera maður til að taka smá ágjöf ef þú stofnar til slíkst sjálfur og Svínahirðirinn líka. Ekki hóf ég þessa þvælu undir dulnefni með því að velt okkur bræðrum upp úr einhverri samsæriskenningu.

Takk Jonni sendu jumbo stærð, og vasaklúta líka, mikið grátið og skælt á þessari síðu um eitthverjar ímyndaðar breytingar á flokkum fyrir næsta sumar.

kv.

Ari
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2006, 21:15:31
Ari minn hvað er að :?:  :?:  :?:
Title: Sæll Stjáni
Post by: 69Camaro on December 26, 2006, 21:19:21
Kveðja Norður !

Allt í fínu hér, og til hamingju með nýja bílinn. Passaðu þig bara á kúbikunum settu einhvern dverg í vélasalinn  :D

kv.
Ari
Title: Index mál í OF
Post by: Valli Djöfull on December 26, 2006, 21:20:15
Já, nú held ég að menn þurfi að fara að setjast niður, fá sér einn öl og slappa af :)

Ég er búinn að vera mjöööög dulegur í bjórnum hér á spáni síðustu 2 vikur  8)

(http://www.leelefever.com/archives/lets-bee-friends.gif)
Title: Index mál í OF
Post by: JONNI on December 26, 2006, 21:25:34
kannski eru þeir búnir að fá sér öl, kannski of marga.............hummm, kannski eru menn bara með drykkjulæti...... :idea:  :idea:
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2006, 21:28:31
já takk ég þarf nú ekki að setja neina smá vél 454 er bara smá vél í dag :lol:  :lol: og ps sjáum við þig ekki í sumar á tækinu :wink:
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 26, 2006, 21:49:36
já og Fribbi hvað er að frétta af þér ertu bara að drukna í heddpakkningum sem ligja um allan skúr  :D  eða er turbó málið :?:
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 28, 2006, 13:15:26
Sæll Kristján,
Til hamingju með nýjan keppnisbíl, segðu okkur aðeins frá honum. Gaman að fá þig aftur í keppni.  'Eg verð klár með mína Vegu þannig við mætumst etv. manni hlakkar til.
kveðja
Gretar Franksson
Title: Index mál í OF
Post by: Big Fish on December 28, 2006, 21:06:43
Sælir félagar. Áramóta bomban í ár !
Er ekki komin tími til þess að hætta þessu bulli með index tíma í  OF og láta alla keppendur starta á jöfnu ?
Starta á Pro ?
Þá verður loksins komin alvöru keppni fyrir alvöru tæki  8) og kúl karla
:shock:

P.S. Nýárskveðja til ykkar allra , Þórður.
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on December 28, 2006, 22:04:38
Þarna er ég sammála Þórði, svo sem ekki ástæða til að þurrka út OF, en opna þó allaveganna fyrir t.d Super Pro Street, ég bað um álit í þræði hér áður, fékk nú hin ýmsustu viðbrögð...

Þráðurinn: http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=15206&highlight=heads

Þarna eru reglur sem refsa fyrir power adders, lenco o.sv.frv.
Title: Index mál í OF
Post by: Bc3 on December 28, 2006, 23:17:51
mér fynnst samt eins og þetta ætti að vera eins og í pinks þáttonum..  HEY þú tekur nitro kútinn úr og prón grindina og ég fæ að setja slikka á minn og 20 bílleingdir DEAL?  svo vinnur hann samt HEY þú ert pottþétt með falinn nitro kút einhverstaðar FUCKER!!  :lol:
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 28, 2006, 23:59:16
Quote from: "Willys 41."
Sælir félagar. Áramóta bomban í ár !
Er ekki komin tími til þess að hætta þessu bulli með index tíma í  OF og láta alla keppendur starta á jöfnu ?
Starta á Pro ?
Þá verður loksins komin alvöru keppni fyrir alvöru tæki  8) og kúl karla
:shock:

P.S. Nýárskveðja til ykkar allra , Þórður.
´sæll Þórður það verður þá að fara niður í 1/8 :D  til að hafa einhverja möguleika og svo er spurnig með pro tré þá er ekki séns að þjófstarta :D  nema þú farir bara af stað áður en það er startað :D
Title: Index mál í OF
Post by: ÁmK Racing on December 29, 2006, 18:22:54
Er ekki bara farið að vera spurning að keyra 1/8 á pro tree í öllum flokkum?Það gefur ýmsa möguleika mun áhorfanda vænna og örugglega bara gaman :D Kv Árni Kjartans
Title: Index mál í OF
Post by: Óli Ingi on December 29, 2006, 19:46:26
Ný spyr ég kannski eins og asni, en stendur eitthvað til að breyta reglum (indexmálum) í OF? og hvenær eða hvort á að gera það?eða semsagt það hlýtur þá að verða einhver fundur hjá stjórn kvartmíluklúbbsins um það????
Title: Index mál í OF
Post by: Racer on December 29, 2006, 19:48:39
fundurinn verður eflaust bara á aðalfundi ef þá.. menn verða að semja og svo er kosið um hvort breyting verður eða ei.

Ef menn vilja breytingu þá er eins gott að vera komið með plan og stutt er í aðalfund.. kannski mánuður eða tveir.

Verður kannski ekkert nefnt á aðalfundi nema menn hafa pottþétt plan um hvað þeir vilja
Title: Index mál í OF
Post by: Gretar Franksson. on December 31, 2006, 14:13:23
Sælir,
Takk fyrir góðar nýjársóskir. Þórður alltaf góður. Já já við skulum bara starta á jöfnum tíma óháð hvað viðkomandi er með, allt í lagi að prófa.
Það er samt ekki drengileg keppni.

Sjáumst á nýju ári!!
kv. Gretar Franksson
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on December 31, 2006, 15:04:45
Super Pro Street býður uppá það að allir geti unnið alla, mönnum er refsað fyrir power adders, lenco o.sv.frv... en svo aftur launað fyrir að vera með small block og sona.

Ég trúi því ekki Grétar að þú sért að hafa áhyggjur af þessu, þú puðraðist nú 8.60's á gasi og átt eitthvað inni, 540cid og Glide, Leifur fór 8.80's á 383cid og Glide... og hann má vera hundléttur plús að hann getur nú tjúnað meira, ertu að segja að þetta sé ósanngjarnt ? Bílarnir verða nú að húkka vel og fara beint, það geta allir unnið.

Það sem þarf að gera er að passa uppá að lágmarksvigtin sé sú sem hún á að vera per bíl.

Um að gera að prófa þetta áður en þetta er lagt af.

EKM
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on December 31, 2006, 15:39:34
ég hef nú sagt þetta áður  :D og þetta form er einfaldast  :D og það sparar tima og þras :?   það  er  að bæta við 7,50 8.50 9,50 startað á jöfnu  :D þú mátt gera það sem þér sýnist :D  bara ekki undir tima :D  þá þarf ekki einusini að vigta og ekkert vesen :D  þú skráir þig bara í þann flokk sem að þín tima taka kemur best út :D  og allir ánægðir ekki satt
Title: Index mál í OF
Post by: Krissi Haflida on December 31, 2006, 15:56:12
Quote from: "Einar K. Möller"
Super Pro Street býður uppá það að allir geti unnið alla, mönnum er refsað fyrir power adders, lenco o.sv.frv... en svo aftur launað fyrir að vera með small block og sona.

Ég trúi því ekki Grétar að þú sért að hafa áhyggjur af þessu, þú puðraðist nú 8.60's á gasi og átt eitthvað inni, 540cid og Glide, Leifur fór 8.80's á 383cid og Glide... og hann má vera hundléttur plús að hann getur nú tjúnað meira, ertu að segja að þetta sé ósanngjarnt ? Bílarnir verða nú að húkka vel og fara beint, það geta allir unnið.

Það sem þarf að gera er að passa uppá að lágmarksvigtin sé sú sem hún á að vera per bíl.

Um að gera að prófa þetta áður en þetta er lagt af.

EKM


Geturu nokkuð sett inn reglurnar af þessum flokk svo menn geti lesið þær yfir??
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on December 31, 2006, 16:19:16
Super Pro Street Reglur (íslenskaðar)

Allar almennar NHRA öryggisreglur gilda.
Allar þyngdir eru reiknaðar með ökumanni.
Engin takmörk á vélastærð.
Eingöngu fyrir bíla með eins upprunalegt útlit og hægt er.
Keyrt á .400 Pro Tree

Lágmarksþyngdir
Allar þyngdir miðast við Lenco, Liberty, Bruno o.sv.frv.

Big Block /m Blower eða Turbo 2800lbs
Big Block /m Nítró 2700lbs
Small Block /m Turbo Screw type Blower 2700lbs
Small Block /m Roots eða Centrifugal Blower 2600lbs
Big Block N/A 2400lbs
Small Block/m Nítró 2300
Dragið frá 200lbs ef keyrt er með converter

Allt bensín leyft þ.m.t Alcohol. Nítrómethan bannað.
Title: Index mál í OF
Post by: Óli Ingi on December 31, 2006, 17:21:05
Sammála Skjóldal
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on January 01, 2007, 17:45:17
en Einar þá eru ekki draggar með  :!: og þá þurfum við sér reglur fyrir þá  :roll:
Title: Index mál í OF
Post by: Nóni on January 01, 2007, 18:15:32
Quote from: "Einar K. Möller"
Super Pro Street Reglur (íslenskaðar)

Allar almennar NHRA öryggisreglur gilda.
Allar þyngdir eru reiknaðar með ökumanni.
Engin takmörk á vélastærð.
Eingöngu fyrir bíla með eins upprunalegt útlit og hægt er.
Keyrt á .400 Pro Tree

Lágmarksþyngdir
Allar þyngdir miðast við Lenco, Liberty, Bruno o.sv.frv.

Big Block /m Blower eða Turbo 2800lbs
Big Block /m Nítró 2700lbs
Small Block /m Turbo Screw type Blower 2700lbs
Small Block /m Roots eða Centrifugal Blower 2600lbs
Big Block N/A 2400lbs
Small Block/m Nítró 2300
Dragið frá 200lbs ef keyrt er með converter

Allt bensín leyft þ.m.t Alcohol. Nítrómethan bannað.




Hvernig er hægt að framfylgja þessu rauða? hver er dómari á það? Eins og hægt er? Ég myndi þá til dæmis dæma Veguna hans Grétars út, það er bara mín skoðun :roll:

Ég er líka sammála Stjána, þurfum við þá sér flokk fyrir dragga?




Nóni
Title: Index mál í OF
Post by: baldur on January 01, 2007, 18:23:05
Sammála þessu, reynum að halda okkur frá reglum sem eru túlkunaratriði hvers og eins.
Title: Index mál í OF
Post by: Valli Djöfull on January 01, 2007, 20:17:26
Quote from: "baldur"
Sammála þessu, reynum að halda okkur frá reglum sem eru túlkunaratriði hvers og eins.

sammála...  Ef það á að fara útí svona hluti þarf þetta að vera MJÖG SKÝRT! :)
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on January 01, 2007, 20:38:40
Svona er þetta í amerísku reglunum:

5. Stock style and general shape car bodies.

Það er enginn að tala um að þurfi orginal koppa  og dúsk í spegilinn...

Það er að vísu galli að draggar falla ekki inní þetta, viðurkenni það alveg, en afhverju ekki að prófa þetta ? Bara for kicks einhverntímann.[/b]
Title: Index mál í OF
Post by: Valli Djöfull on January 01, 2007, 21:02:04
Það má væntanlega prófa þetta..:)  Ekkert mál að taka einn laugardag í svona og fleiri prufur og hugmyndir eða hvað? :)
Title: Index mál í OF
Post by: shadowman on January 02, 2007, 16:53:53
það er til flokkur á Sumötru sem er allveg snild það eru engar reglur og startað eins og menn vilja  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :roll:  :roll: . ERuð þið ekki allveg í lagi hvernig væri aðnota þennann flokk sem til er og hefur verið notaður . Hann er í góðu lagi búið að vera mikil keppni þar . Nei þá er þessi flokkur allveg ómöglegur og þarf endilega að finna annan sem hægt er að beygja og sveigja og endar með allt er komið í rugl . Farið að smíða bíla eftir reglum en ekki smíða reglunar eftir bílum sem er verið að gera í skúrum einhverstaðar .Það er alltaf einhver sem vinnur og það er alltaf einhver sem tapar og segir að flokkurinn verði að breytast á móti þeim sem vann síðast og eftir hans faratæki svo hann geti unnið .Þetta er bara rugl .
Title: Index mál í OF
Post by: Valli Djöfull on January 02, 2007, 17:03:16
Quote from: "shadowman"
það er til flokkur á Sumötru sem er allveg snild það eru engar reglur og startað eins og menn vilja  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:  :roll:  :roll: . ERuð þið ekki allveg í lagi hvernig væri aðnota þennann flokk sem til er og hefur verið notaður . Hann er í góðu lagi búið að vera mikil keppni þar . Nei þá er þessi flokkur allveg ómöglegur og þarf endilega að finna annan sem hægt er að beygja og sveigja og endar með allt er komið í rugl . Farið að smíða bíla eftir reglum en ekki smíða reglunar eftir bílum sem er verið að gera í skúrum einhverstaðar .Það er alltaf einhver sem vinnur og það er alltaf einhver sem tapar og segir að flokkurinn verði að breytast á móti þeim sem vann síðast og eftir hans faratæki svo hann geti unnið .Þetta er bara rugl .


Ein skemmtileg frétt sem hæfir þér held ég :lol:

Quote
Vísir, 02. jan. 2007 10:20

Mótmæltu komu ársins 2007
Hópur Frakka ákvað að taka á móti nýja árinu með hinum hefbundna franska hætti - með mótmælum. Hópurinn mótmælti komu ársins 2007 og bar meðal annars mótmælaspjöld sem á stóð „Nei við 2007" og „Nútíminn er betri" á göngu sinni í gegnum miðborg Nantes á gamlárskvöld.

Mótmælendurnir létu ekki þar við sitja heldur kröfðust þeir þess að Sameinuðu þjóðirnar kæmu í veg fyrir þennan óðagang tímans og að þær frestuðu komu framtíðarinnar um óákveðinn tíma. Árið 2007 lét þó ekki bíða eftir sér en mótmælendurnir létu ekki deigan síga og byrjuðu samstundis að mótmæla komu ársins 2008.

Mótmælendur voru með þessu að reyna að gera grín að því hversu viljugir Frakkar eru til þess að mótmæla og þá sérstaklega nýjungum af hvaða tagi sem er.

Fréttavefurinn Ananova segir frá þessu
Title: Index mál í OF
Post by: Einar K. Möller on January 02, 2007, 19:43:51
Það er ekki verið að finna neinn annan flokk, heldur bara einn í viðbót til að prófa.

EKM
Title: Index mál í OF
Post by: shadowman on January 03, 2007, 13:48:32
Ekki verið að finna upp flokk ? Auðvitað ekki það er hægt að þvælast um allt og finna flokka hér og þar en við erum með allveg sómasamlegt kerfi hérna afhverju vera að breyta því ? Af því að það virkar ? Af því að einhver Gullkáfurinn vinnur ekki ? þetta kerfi virðist vera virka fyrir okkur þarna geta flestir unnið ef staðið er rétt að málum en eins og ég sagði áður að einhver vinnur og þá tapar annar það er bara þannig og þá verðu r einhver sár . það geta ekki allir unnið og það fer sjaldnast eftir því hversu mikið er búið að eyða í tækið en að sjálfsögðu er ekki vera að hafa nóg af miðum til að borga . Er ekki best að láta þetta kerfi vera og prufa að keyra það í nokkur ár í viðbót og svo LAGFÆRA hann eitthvað .
En Valli þessi frétt er snild  :lol:  :lol:  :lol:  :lol:


Shadowman
Title: Index mál í OF
Post by: Kristján Skjóldal on January 03, 2007, 17:40:10
það er nú bara verið að skoða hvað er sniðugt að gera í of flokk :wink:  ekkert verið að breyta reglum :D  enda eiga allar hugmundir að koma fam hér  :!: og væri ekki vera ef þær væru frá mönnum sem eru eða ætla að keppa í of 8)
Title: Index mál í OF
Post by: Óli Ingi on January 03, 2007, 17:53:17
Mér líst best á það sem stjáni hefur verið að koma með, semsagt þessa sekúndu flokka, en það er bara mín skoðun, ég verð með hvernig sem þetta verður það er pottþétt
Title: Index mál í OF
Post by: Racer on January 03, 2007, 18:03:07
meira meira dóp.. meiri fjörefni.

úps rangur gluggi ;)

Meira Meira af flokkum.. meiri skemmtun.

afhverju ekki áfram framhald af sec og gömlu flokkunum ef menn mæta í þá?