Kvartmílan => Evrópskt => Topic started by: Benz on July 15, 2011, 00:39:34

Title: Kvartmílukvöld Benzklúbbsins 15. júlí 2011
Post by: Benz on July 15, 2011, 00:39:34
Mercedes-Benz klúbbur Íslands (MBKÍ) verður með kvartmílukvöld föstudaginn 15. júlí frá kl. 19:00.

(http://dl.dropbox.com/u/1260886/Efni%20til%20birtingar%20%C3%A1%20stjarna.is/Mauro-Calo-breaks-the-World-Record-for-the-longest-car-drift-C63-AMG.jpg%20%28Small%29.jpg)

Allir MERCEDES-BENZ bílar eru velkomnir í boði MBKÍ, það kostar ekkert inn á svæðið og brautin er ekin án gjalds. Það verða bara Benzar leyfðir á brautina þetta kvöld, fjölmennum og tökum góða spretti á brautinni.

Kvartmílukvöldið er haldið í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn.
Það er skilyrði að þeir sem keyra brautina verða að vera með hjálm!
Kvartmíluklúbburinn setur ekki skilyrði af sinni hálfu varðandi tryggingarviðauka en MBKÍ mælir með því við félagsmenn, og aðra sem áhuga hafa að taka þátt, að þeir athugi það hjá sínum tryggingarfélögum hvort viðauka sé krafist.

Sjá einnig á spjallþræði klúbbsins undir:
http://www.stjarna.is/spja​ll/viewtopic.php?f=22&t=18​812 (http://www.stjarna.is/spja​ll/viewtopic.php?f=22&t=18​812)
sem og Facebook síðu:
http://www.facebook.com/event.php?eid=223971780969210 (http://www.facebook.com/event.php?eid=223971780969210)
Title: Re: Kvartmílukvöld Benzklúbbsins 15. júlí 2011
Post by: 1965 Chevy II on July 15, 2011, 09:14:48
http://www.kvartmila.is/is/frett/2011/07/15/kvartmilukvold_benzklubbsins_15._juli_2011 (http://www.kvartmila.is/is/frett/2011/07/15/kvartmilukvold_benzklubbsins_15._juli_2011)
Title: Re: Kvartmílukvöld Benzklúbbsins 15. júlí 2011
Post by: Benz on July 15, 2011, 10:47:43
http://www.kvartmila.is/is/frett/2011/07/15/kvartmilukvold_benzklubbsins_15._juli_2011 (http://www.kvartmila.is/is/frett/2011/07/15/kvartmilukvold_benzklubbsins_15._juli_2011)

Glæsilegt að vanda hjá ykkur í Kvartmíluklúbbnum  =D>
Title: Re: Kvartmílukvöld Benzklúbbsins 15. júlí 2011
Post by: Benz on July 17, 2011, 12:08:20
Mercedes-Benz klúbbur Íslands þakkar Kvartmíluklúbbnum fyrir frábært kvöld og veðrið... pöntum pottþétt svona veður aftur 8-)