Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: bluetrash on July 09, 2010, 01:57:28

Title: steinolía á 6.2 GM??
Post by: bluetrash on July 09, 2010, 01:57:28
Hafa menn verið að nota steinolíu á svona mótora? Er að spá hvernig hún er að virka á svona mótor og hvernig er best að blanda hana?
Title: Re: steinolía á 6.2 GM??
Post by: jeepcj7 on July 09, 2010, 11:01:08
Það eru skiptar skoðanir á þessu eins og öðru en herinn í usa notar steinolíu eingöngu á sin tæki og það segir sína sögu.
Title: Re: steinolía á 6.2 GM??
Post by: Diesel Power on July 12, 2010, 01:53:05
Steinolía+5% smurolía eða sjálfskiftiolía virkar fínt á flestar díselvélar með mekkanískt innspítingar kerfi.
Title: Re: steinolía á 6.2 GM??
Post by: Jón Þór Bjarnason on July 12, 2010, 09:22:17
Mágur minn er með Ford 350 og notar eingöngu óblandaða steinolíu á bílinn.
Honum finnst ef eitthvað er gangurinn vera bara betri og hann er þægilegri í gang á veturna hjá honum.
Title: Re: steinolía á 6.2 GM??
Post by: Arni-Snær on July 12, 2010, 20:57:29
Ég keyri bmw 2003 dísel bíl alltaf á steinolíu, set 100ml af 2-gengisolíu fyrir hvern 5000kr sem ég set á bílinn. Ef ég sleppi 2gengisolíu verður gangurinn grófur. Hef gert þetta núna í 1 ár og hef notað þetta á fleiri bíla t.d. Ford Transit og M.Benz 300TD.
Title: Re: steinolía á 6.2 GM??
Post by: Lindemann on July 12, 2010, 21:56:52
menn verða samt að passa sig á þessu. Þó bílar séu gamlir þá er ekki sjálfgefið að þeir taki við öllu svona sulli, það eru dæmi þess að spíssar rífi sig og eyðileggist við það að keyra á steinolíu. Svo eru aðrir bílar sem finna ekkert fyrir þessu og það virðist einmitt vera málið með margar nýrri common rail vélar.
Title: Re: steinolía á 6.2 GM??
Post by: Benedikt Heiðdal Þorbjörn on August 08, 2010, 17:07:26
Nato notar steinolíu á öll tæki