Kvartmílan => Aðstoð => Topic started by: jokull on October 13, 2006, 22:57:26

Title: DODGE 318
Post by: jokull on October 13, 2006, 22:57:26
:oops: Hvernig er best að hressa aðeins uppá 318  :oops:
Title: DODGE 318
Post by: Mustang´97 on October 14, 2006, 00:25:40
Með því að henda henni í sjóinn og setja ford í staðin
Title: DODGE 318
Post by: Belair on October 14, 2006, 01:57:23
humm meira gang bara skipta um oliu og kerti en að seta Ford .
Title: DODGE 318
Post by: jeppakall on October 30, 2006, 15:04:07
Henda í etta 4 hólfa klósetti og flækjur, opið púst, skipta um kveikju....þá kviknar aðeins í henni
Title: DODGE 318
Post by: 1966 Charger on November 04, 2006, 12:15:06
Sæll Jökull

Eins og þú sérð hér að ofan þá eru alltaf til kerlingar sem eru til í að hnýta aðeins í Moparinn.  Það er nú bara svona að menn öfunda þá sem hafa góðan smekk.

Ég veit ekki hvað þú átt við með að hressa "aðeins" upp á 318 en ætla að gera ráð fyrir að þú sért að tala um bíl sem færi kvartmíluna á 13 eitthvað sek.  Ef "aðeins" hjá þér er eitthvað minna en þetta þá skaltu byrja á tvennu:  Flækjum og lægra drifhlutfalli (t.d. 3.91:1) með driflæsingu ef þú ert að spá í spyrnu, annars skaltu hafa hlutfallið hátt (t.d. 3.23:1). Fá þér svo síðar 4 hólfa blöndung og gott millihedd með honum.

En fyrir 13 sek small block þarftu:

Vél:
-318 hedd P4529268
-Flækjur og tvöfalt púst
-Viftuspaða: P4120758
-Elektróníska kveikju
-Millihedd P4529116
-Knastás P4452757
-Ventlagorma P4286813
-Ventlasplitti P4452033
-Undirlyftur P3614321
-Undirlyftustangir P4529554
-4 hólfa blöndung
-K og N loftsíu
-Góða kveikjuþræði

Boddí:
-3.91:1 drifhlutfall
-Læst drif
-Stillanlegan pinjón púða (pinion snubber)
-Skiptikitt frá B og M ef þú ert með sjálfsk.
-Klemmur á fjaðrir P4120470

Öll númerin hér að ofan eru frá Mopar Performance, en ég ráðlegg þér að nota jafnvel frekar sambærilega hluti frá öðrum franleiðendum.

Ragnar
Title: DODGE 318
Post by: burgundy on November 04, 2006, 19:24:34
eða bara að fá þér 440 eða 426 :lol:
Title: DODGE 318
Post by: stigurh on November 04, 2006, 20:37:40
eyða jafnmiklum pening í að preppa 318 eins og að ná sér 360 !?
stigurh
Title: DODGE 318
Post by: 1966 Charger on November 05, 2006, 00:09:15
Strákar

Hann var að spyrja um 318 maðurinn. Það væri líka auðvelt að segja bara: Fáðu þér bara stroker kallinn minn,    en....spurningin hans snérist ekki um það.
Title: DODGE 318
Post by: Kiddi on November 05, 2006, 00:38:51
Quote from: "66 Charger"
-Viftuspaða: P4120758


 :lol:  :lol:
Title: DODGE 318
Post by: 1966 Charger on November 05, 2006, 11:12:26
Fyrir þá sem eru blautir á bakvið eyrun í Moparfræðunum:


Mopar Performance Viscous Fan PackagesCool your musclecar the Chrysler way.

Most late 1960s and early 1970s factory-built musclecars were equipped with viscous fans for cooling purposes. Engineers determined through dyno testing that you could gain up to 15 extra horsepower with typical high-performance V8s. These viscous fan packages from Mopar provide thermostatically controlled cooling. They feature a lightweight, balanced fan that uses the least amount of horsepower necessary to turn.
Title: DODGE 318
Post by: Dodge on November 05, 2006, 14:40:43
með öðrum orðum, more bang for the buck en td rúllu rockerarmar. :)
Title: DODGE 318
Post by: Dodge on November 05, 2006, 16:54:19
en ef þig langar í 360 þá er útsala á mancini racing.

http://chucker54.stores.yahoo.net/mo360ma90to1.html
Title: DODGE 318
Post by: stigurh on November 05, 2006, 20:43:59
Gulli emils á örugglega 360 og nammi í mopar á góðu verði.