Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: Anton Ólafsson on October 13, 2007, 17:24:10

Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Anton Ólafsson on October 13, 2007, 17:24:10
Jæja þá er það Hemi Challinn.
Eru til einhverjar fleiri skemmtilegar myndir af honum?
Hvað voru margir litir á honum?
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: motors on October 13, 2007, 22:47:25
Hvað gerði þessi á mílunni? hlýtur að hafa gert það gott,ekki var þetta á númerum?,hvaða ár er þessi bíll svona uppsettur? 8)
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Dodge on October 14, 2007, 17:42:32
Spurning um að breyta fyrirsögninni.. 2007 HEMI kannski heillar ekki marga :)
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Anton Ólafsson on January 15, 2008, 16:18:11
Aðeins meira,
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: eva racing on January 15, 2008, 17:57:24
Hæ.
   Þetta var nú svona kappakstursbílalookalæk.....
Þetta var venjulegur street hemi með 10,25 :1 þjappa og vökva ás.
  Enda malaði hann 850 rpm hægagang..... Ekki man ég tímana.
En var ekki slæmur miðað við búnað....  Það var bara tunnelið og veltisamstæðan sem gerði hann að keppnisbíl.
     En einsog margt annað barn síns tíma, og rosalegur í minningunni.
Ég var þarna í hinni akreininni í sandinum á vondum gúmmíum, en vann challann samt...
Kv.
Valur...
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: íbbiM on January 15, 2008, 18:18:49
lúkkar flott.. finnst samt alltaf synd að sjá þessa/sona bíla többaða
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: maggifinn on January 15, 2008, 18:22:02
Quote from: "íbbiM"
lúkkar flott.. finnst samt alltaf synd að sjá þessa/sona bíla többaða


 Það er nú eeeeeeeeeeeeekkert varið í neitt nema það sé vel többað.
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: m-code on January 15, 2008, 23:28:57
Á engin myndir af honum áður en hann var eyðilagður.
Hvernig challi var þetta upphaflega.?
Er þetta enþá til.
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Moli on January 16, 2008, 00:09:54
Quote from: "m-code"
Á engin myndir af honum áður en hann var eyðilagður.
Hvernig challi var þetta upphaflega.?
Er þetta enþá til.


Var að mér skilst með 340 + 4gíra og með pistol grip

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/challenger_70_74/normal_20060430203152_2.jpg)
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/challenger_70_74/scan10071.jpg)


Húddið og Shakerinn er á þessum bíl í dag.

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/challenger_70_74/normal_DCP_2077.JPG)
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: íbbiM on January 16, 2008, 00:10:04
Quote from: "maggifinn"
Quote from: "íbbiM"
lúkkar flott.. finnst samt alltaf synd að sjá þessa/sona bíla többaða


 Það er nú eeeeeeeeeeeeekkert varið í neitt nema það sé vel többað.


þar getum við verið sammála um að vera ósammála..

fyrir mér er többun ekkert annað en skemmdarverk..   þegar um sona bifreiðir ræðir allavega..
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: edsel on January 16, 2008, 00:38:35
hvað er þetta pistol grip? er það bara gírstöngin eða er það eitthvað í skiftinguni?
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Ramcharger on January 16, 2008, 07:33:13
Handfangið á gírstönginni var kallað pistolgrip 8)
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: edsel on January 16, 2008, 12:14:17
svoleiðis, var búinn að heira þetta sodið oft með pistol grip
Title: Hemi.
Post by: 429Cobra on January 16, 2008, 23:31:44
Sælir félagar. :)

Hér koma tvær frá 1981:
Title: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: GÖG on January 17, 2008, 11:52:00
Blessaðir

Þennan bíl átti ég og keppti á ´80 og ´81.  Besti tíminn á honum var 11,73 ef ég man þetta rétt.  Þar sem ég á fáar myndir af honum  þá væri gaman að fá á síðuna fleiri ef einhverjir eiga.

Kveðja
Guðmundur Örn Guðmundsson
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: GTS on November 27, 2008, 00:24:13
Það var orginal Hemi Challi á Keflavíkurflugvelli upp úr '70.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Anton Ólafsson on November 27, 2008, 00:57:57
(http://farm4.static.flickr.com/3034/3062624188_db164192b4.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: jeepcj7 on November 27, 2008, 01:41:37
Og hvað er hann til ennþá eða ekki ?
Glæsilegur bíll en többið er svona lala sýnist mér.
Gott tubb er bara gott alltaf.
Er þetta vélin sem er núna í road runnernum eða er þetta hin vélin?
Voru annars ekki bara 2 hemi vélar hér á landi? Svona alvöru 426 HEMI.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Moli on November 27, 2008, 01:49:19
Og hvað er hann til ennþá eða ekki ?
Glæsilegur bíll en többið er svona lala sýnist mér.
Gott tubb er bara gott alltaf.
Er þetta vélin sem er núna í road runnernum eða er þetta hin vélin?
Voru annars ekki bara 2 hemi vélar hér á landi? Svona alvöru 426 HEMI.

Ekki lengur til, hann varð urðaður í Eyjum.
Vélin sem var í þessum er í '68 RoadRunner-num í dag.
Það voru lengi vel til 2 426 HEMI vélar, önnur í GTX hjá Óla "Hemi" hin í þessum.
Svo var keypt hingað 70 'Cuda árið 2006 líka með 426 HEMI, þannig að þær eru 3 til.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: jeepcj7 on November 27, 2008, 01:58:44
 Rauða Cudan hjá rafvirkjanum eða hvað ?
Alveg svakalega fallegur bíll þar á ferðinni.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Moli on November 27, 2008, 02:25:15
Rauða Cudan hjá rafvirkjanum eða hvað ?
Alveg svakalega fallegur bíll þar á ferðinni.

nei, ekki bíllinn hans Gumma, hann er með 440.

Ég er að tala um pro-street bílinn hans Hjartar.  8-)

(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/syningar/biladella_2007/normal_IMG_2110.JPG)
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Skúri on November 27, 2008, 08:09:32
En bleika Cudan sem Jón Geir á er hún ekki líka með 426 Hemi ?
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Ramcharger on November 27, 2008, 08:23:13
Er hún ekki með 528 crade :???:
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Skúri on November 27, 2008, 08:35:54
Jú það gæti verið rétt hjá þér Andrés.

Ps. Andrés kíktu á mig eftir 15:00 þegar ég mæti í vinnuna, er kominn með myndirnar frá Ameríku.

Smá tíser, þarna erum við að tala um rarerties



Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Ramcharger on November 27, 2008, 08:41:02
Já sæll, þarf að ræða þetta eitthvað :shock:
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Anton Ólafsson on December 02, 2008, 00:50:49
Jæja aftur að Heminum sem þráðurinn er um.
Hér er ein heit úr skannanum
(http://farm4.static.flickr.com/3145/3076106432_40ac5a66d2.jpg)
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Dodge on December 02, 2008, 17:37:19
Veit einhver hvaða tíma hann átti í sandi og mílu hér í den?

eða voru menn ekkert byrjaðir að taka tímann þá? :D
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Charger R/T 440 on December 02, 2008, 20:20:08
Sæll Stebbi Strippari.

Sá þessa sandspyrnukeppni Challangerinn fór á 4,95 að mig minnir.
Bílstjórinn að mig minnir heitir Snorri,bræddi úr vélini í næst síðustu spyrnuni,
en kláraði að sjálsögðu síðustu spyrnuna.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Moli on December 02, 2008, 21:14:57
Sæll Stebbi Strippari....

:smt043 :smt005
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: edsel on December 02, 2008, 22:24:06
Sæll Stebbi Strippari....

:smt043 :smt005
eitthvað sem ég veit ekki? tildæmis frá einhverju fylleríi eða einhverju :D
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Dodge on December 03, 2008, 22:16:48
Ég geri aldrei neitt af mér á fyllerýum... ásakanir eru þetta? :D













verum ekkert að fræða mannskapinn.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Anton Ólafsson on December 04, 2008, 01:24:06
Sæll Stebbi

Sá þessa sandspyrnukeppni Challangerinn fór á 4,95 að mig minnir.
Bílstjórinn að mig minnir heitir Snorri,bræddi úr vélini í næst síðustu spyrnuni,
en kláraði að sjálsögðu síðustu spyrnuna.


Var þetta þá síðasta brúkunin á heminum þanngað til hún fór í Runnerinn-inn eða var hún löguð eftir þessa spyrnu?

Kv

Anton
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Kiddi J on December 05, 2008, 23:08:04
Það var orginal Hemi Challi á Keflavíkurflugvelli upp úr '70.

Hver urðu örlög hans ?
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Moli on December 05, 2008, 23:19:24
Það var orginal Hemi Challi á Keflavíkurflugvelli upp úr '70.

Hver urðu örlög hans ?

Hann fór aftur út, heyrði að kaninn hefði verið með stelpu sem bjó á Grettisgötunni og bíllinn hafi stundum staðið þar. Var ekki líka hérna '69 429 BOSS hérna um svipað leyti sem fór svo aftur út.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Kiddi on December 05, 2008, 23:21:10
Þetta var plum crazy 426 Hemi Challenger.
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Kiddi J on December 05, 2008, 23:55:12
Eitthvað væri hægt að fá fyrir hann í dag  :wink:

http://www.showyourauto.com/am/listings/l0238.html
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: #1989 on December 06, 2008, 00:26:45
Eitthvað væri hægt að fá fyrir hann í dag  :wink:

http://www.showyourauto.com/am/listings/l0238.html
Jáá, það gerir liturinn :D
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Kiddi J on December 06, 2008, 13:34:02
Það má deila um það.....
Title: Re: Bíll Dagsins 13.10. 2007 HEMI Challinn
Post by: Anton Ólafsson on December 06, 2008, 15:00:27
Quote
Við Gunnar Härzler stilltum upp vel læstum '68 HO 350 Firebird og '69 428 Cobra-Jet, Firebirdinn fór framúr Cobrunni í startinu, þó aldrei nema 1/2 bíllengd, frambretti Cobrunnar nam við hurð Firebirds, síðan þegar nálgaðist 60 mílurnar, þá fór Cobran framúr, með þó nokkrum mun. Firebirdinn tapaði ekki nema 2 spyrnum í minni eigu árið 1971, hinn bíllinn var 1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö. Eins og Gunnar Härzler sagði: "ég hefði aldrei getað selt þér Cobruna, ef ég hefði ekki tekið þig"428 HO-Cobran tapaði ekki spyrnu í minni eigu, og var bestur eftir að 60 mílunum var náð, og átti það til að strika 4m+ á báðum þegar 3-þrepa C6 torque-converter skiptingin tók 2. gír á 60 mílum.

http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=27065.0 (http://www.kvartmila.is/smf/index.php?topic=27065.0)