Kvartmílan => Leit að bílum og eigendum þeirra. => Topic started by: bel air 59 on November 19, 2008, 23:07:29

Title: Monte Carlo
Post by: bel air 59 on November 19, 2008, 23:07:29
Kvöldið

Mig langar að forvitnast hvort eitthvað sé eftir af Monte Carlo '70-'72 á skerinu. Eitthvað hefur nú verið spurt um þetta áður miðað við það sem ég fann í leitinni, en ekki mikið um svör.

Kv. Beggi

Title: Re: Monte Carlo
Post by: zerbinn on November 22, 2008, 21:28:53
það er einn í mývatnsveit sem er alls ekki til sölu. sá er blár og stendur inni.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: ÓE on November 22, 2008, 22:17:27
Held að sá sé ekki 70-72  :roll:
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Guðmundur Björnsson on November 25, 2008, 00:20:37
Humm...... man bara eftir þessum svarta á Y-númerinu í kringum 80,held að hann hafi verið 70 bíll með 350.
Veit einhver hvað varð um hann?

Man hinsvegar eftir nokkrum 73 til og með 77 bílum.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Anton Ólafsson on November 25, 2008, 00:32:19
Humm...... man bara eftir þessum svarta á Y-númerinu í kringum 80,held að hann hafi verið 70 bíll með 350.
Veit einhver hvað varð um hann?

Man hinsvegar eftir nokkrum 73 til og með 77 bílum.

Er þetta nokkuð hann?
(http://farm3.static.flickr.com/2063/2997081847_b185875d0b.jpg)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Guðmundur Björnsson on November 25, 2008, 00:57:00
Jú þetta er trúlega hann  :shock:

Eru menn ekki hættir þessari vitleysu????
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Andrés G on November 25, 2008, 00:58:48
(http://farm3.static.flickr.com/2063/2997081847_b185875d0b.jpg)

vó! :shock: :lol:
í hvað var þessi notaður, jeppaferðir? :shock: :lol:
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Anton Ólafsson on November 25, 2008, 01:00:52
Jú þetta er trúlega hann  :shock:

Eru menn ekki hættir þessari vitleysu????

Þetta er nú allavegana 20ára göul mynd sem ég skannaði, ætli menn séu ekki búnir að gefast upp á þessu þegar myndin er tekinn.

Kv

 Anton
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on November 25, 2008, 18:17:49
ég á einn 1979-1980 í uppgerð buið að sprauta og verið að raða saman
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Contarinn on November 25, 2008, 18:59:48
Anton, var þessi mynd nokkuð tekin á Egilsstöðum?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: bluetrash on November 25, 2008, 20:24:13
Mér var nú boðið 72 Monte carlo sem á að vera í kössum ásamt 2 partabílum.. Var víst eitthvað uppgerðardót sem var hætt við vegna annars og á nú að fást fyrir lítið skilst mér.. En ég gef það ekki dýrara en ég stal því
Title: Re: Monte Carlo
Post by: kawi on November 25, 2008, 20:45:29
Anton, var þessi mynd nokkuð tekin á Egilsstöðum?

sé ekki betur en að þessi mynd sé tekin í hveragerði
Title: Re: Monte Carlo
Post by: bel air 59 on November 25, 2008, 22:52:44
Það var einmitt '79 módelið sem upphaflega kveikti áhugan hjá mér fyrir Monte Carlo. Þann bíl átti Jósef Gunnlaugsson og eftir að hafa ekið honum í nokkur ár hófst uppgerð, en eins og með svo margar slíkar þá lenti hann í veseni með húsnæði undir bílinn og seldi hann árið 1997.
Aðspurður um kaupandann var svarað, "það var einhver strákur í Hafnarfyrði" og þar með var það útrætt.
Seinna heyrði ég að sá bíll hefði verið málaður vínrauður og gott ef ekki handmálaður.

Sá í Mývatnssveitinni er samkvæmt mínum heimildum bíll sem Þorgils Jóhannesson Byggingaverktaki á Svalbarðsströnd fær nýjan. Um árgerðina er ég ekki viss þar sem ég hef aldrei séð bílinn þó ég búi nú ekki allfjarri.
Þessi bíll var að mig mynnir hvítur og með stólum og stokk og beinskiptur. Þetta þótti fallegur bíll á sínum tíma.
Bíllinn er seldur í Mývatnssveit og fer þar í einhverja yfirhalningu. í Eyjafjörðinn liggur svo leiðin í sprautun, en þar stóð hann fyrir utan hjá sprautaranum mjög lengi áður en eitthvað var gert. Enn á bílinn fór lakk fyrir rest og í sveitina fór hann en ekki hefur hann ratað á götuna aftur, nú sjálfsagt einum 15 árum seinna+-

Það er greynilegt að ekki eru neinir staflar af Monte Carlo til á landinu og þess vegna væri gaman af því að heyra eitthvað meira af þessum í pappakassanum

Þakka þeim sem hlýddu, góðar stundir

Title: Re: Monte Carlo
Post by: stebbiola on November 26, 2008, 22:31:25
Jú, ég er búinn að eiga minn hvíta í 12 ár(1977 árg). Alltaf hef ég séð eftir Litle trip Monte Carloinum.
Hann fór bara í pressuna eftir að tökum lauk. :cry:
kv, Stebbi.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Andrés G on November 26, 2008, 22:43:10
Jú, ég er búinn að eiga minn hvíta í 12 ár(1977 árg). Alltaf hef ég séð eftir Litle trip Monte Carloinum.
Hann fór bara í pressuna eftir að tökum lauk. :cry:
kv, Stebbi.

áttu einhverjar myndir af honum, litle trip Monte Corlo-inum?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: HK RACING2 on November 26, 2008, 22:46:15
Jú, ég er búinn að eiga minn hvíta í 12 ár(1977 árg). Alltaf hef ég séð eftir Litle trip Monte Carloinum.
Hann fór bara í pressuna eftir að tökum lauk. :cry:
kv, Stebbi.
Bara klessti bíllinn fór í pressuna,hinn er til.....
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Axel_V8? on November 26, 2008, 22:59:56
Það var nú einn blár hérna í eyjum Monte Carlo 79 held ég, hann var með 350 og pústlaus, HalliB keypti hann held ég.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Ásgeir Y. on November 27, 2008, 00:41:13
Það var einmitt '79 módelið sem upphaflega kveikti áhugan hjá mér fyrir Monte Carlo. Þann bíl átti Jósef Gunnlaugsson og eftir að hafa ekið honum í nokkur ár hófst uppgerð, en eins og með svo margar slíkar þá lenti hann í veseni með húsnæði undir bílinn og seldi hann árið 1997.
Aðspurður um kaupandann var svarað, "það var einhver strákur í Hafnarfyrði" og þar með var það útrætt.
Seinna heyrði ég að sá bíll hefði verið málaður vínrauður og gott ef ekki handmálaður.

kunningi minn tók þennann í gegn og sprautaði hann vínrauðann en þar sem hann gerði þetta bara í skúrnum heima og pressan var alltaf að slá út rafmagninu þá var þetta ekki besta málun sem völ er á en þessi bíll er enn til og er víst alls ekki svo slæmur að mér skilst.. í febrúar var þessum myndum póstað inn af spjallmeðlim sem var þá nýbúinn að selja hann..
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=28690.0;attach=10692;image)
(http://www.kvartmila.is/smf/index.php?action=dlattach;topic=28690.0;attach=10693;image)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on November 27, 2008, 10:10:29
en vitiði um einhverja varahluti í 78-80 boddyið? væri voðalega hamingjusamur ef einhver lumaði t.d a hurðahúnum:)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: -Eysi- on November 27, 2008, 11:47:10
ég á ennþá varahlutabílinn heima í sveit og á hurðahúna handa þér vinur ;) een já ég átti sem sagt þennan hérna fyrir ofan 1979 árgerð var með og er öruglega með 350 einhvað tjúnaða.. seldi vini mínum hann fyrir ári síðan minnir mig.. hafði ekki tíma, aðstöðu né peninga til að geran fínan  :???: sem var súrt.. enda fyrsti bíllinn sem ég kaupi  :eek:
Title: Re: Monte Carlo
Post by: -Eysi- on November 27, 2008, 12:09:29
þarna sérðu húnana !
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on November 27, 2008, 13:29:23
já er það glæslilegt en hvernig get eg nálgast hunana hja þér eyþór? gætiru sent simanumerið þitt a hjalmarj@visir.is ef þu villt ekki gefa það upp herna.svo eg geti hringt í þig
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Ásgeir Y. on November 27, 2008, 17:17:44
vélin í þessum vínrauða var úr torfærubílnum flugunni hjá honum pétri bakara og átti að vera eitthvað heitari en orginal.. man samt ekki nákvæmlega hvað var í henni en þetta mokaðist alveg áfram..
Title: Re: Monte Carlo
Post by: íbbiM on November 28, 2008, 03:51:15
þettaer helflott boddý, einn sona hvítur í mosó
Title: Re: Monte Carlo
Post by: johann sæmundsson on November 28, 2008, 05:26:29
Þetta body er flottast.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: stebbiola on November 28, 2008, 09:44:41
Monte Carloarnir hafa margir átt vond örlög hér á landi. Þessi jeppacarlo var víst stráheill þegar honum var breitt.
Einn tapaði afturhásingunni á fullri ferð við Rauðavatn. Einn svartur með 400 cid bombaði á ofsahraða framaná Fiat Uno milli Hveragerðis og Selfoss. Ég seldi einn ljósbláan 74 árg, honum var víst stolið og klestur og svo hent.
Sá bíll bar fastanúmerið FI 016 og var frá Flúðum. Já og einn gerði garðinn frægan í teppaflokknum.

Með von um að hafa ekki farið með rangt mál. Kv Stebbi.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Mtt on November 28, 2008, 10:41:08
ég átti á sýnum tíma rallycross carloinn minnir að hann hafi verið árg 77
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on November 28, 2008, 10:53:59
78-80 er boddyið einsog denzel wachington gerði frægt í myndinni training day og fekk óskarinn fyrir hlutverkið.sá bíll var helvíti flottur
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Belair on November 28, 2008, 11:17:42
þennan var maður hrifinn af ,
1995 Chevrolet Monte Carlo v8
(http://images.hotrod.com/featuredvehicles/536large+chevrolet_v8_monte_carlo+front_right_view.jpg)
P275/40ZR17 front and P335/35ZR17 rear
(http://imgs5.images.hotrod.com/featuredvehicles/534large+chevrolet_v8_monte_carlo+rear_corner_view.jpg)
(http://images.hotrod.com/featuredvehicles/540large+chevrolet_v8_monte_carlo+rear_under_view.jpg)
406 sbc 466 horsepower and almost 460 lbs-ft of torque
(http://images.hotrod.com/featuredvehicles/535large+chevrolet_v8_monte_carlo+engine_view.jpg)
1977
(http://www.chooseyouritem.com/classics/photos/956500/956912.1977.Chevrolet.Monte.Carlo.Landau.2-Door.Coupe.jpg)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Jón Þór Bjarnason on November 28, 2008, 13:26:28
Monte Carloarnir hafa margir átt vond örlög hér á landi. Þessi jeppacarlo var víst stráheill þegar honum var breitt.
Einn tapaði afturhásingunni á fullri ferð við Rauðavatn. Einn svartur með 400 cid bombaði á ofsahraða framaná Fiat Uno milli Hveragerðis og Selfoss. Ég seldi einn ljósbláan 74 árg, honum var víst stolið og klestur og svo hent.
Sá bíll bar fastanúmerið FI 016 og var frá Flúðum. Já og einn gerði garðinn frægan í teppaflokknum.

Með von um að hafa ekki farið með rangt mál. Kv Stebbi.
Megi Kristín og Óskar hvíla í friði en þau voru úr Hafnarfirði og keyrðu þau hvítan Fiat Uno. Þetta var fyrir 13 árum.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: #1989 on November 28, 2008, 14:29:10
Verð nú að segja að þetta græna minnir nú ekki mikið á Carlo, línu laust og flatt eins og flest frá þessum árum (ljóturtími).
Kv.Siggi
Title: Re: Monte Carlo
Post by: -Eysi- on November 28, 2008, 14:41:19
er til myndir af þessum hvíta í mosó ?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Belair on November 28, 2008, 16:43:17
Verð nú að segja að þetta græna minnir nú ekki mikið á Carlo, línu laust og flatt eins og flest frá þessum árum (ljóturtími).
Kv.Siggi
hann fékk ekki nógu mikinn stuðning og endaði sem svona fwd

(http://i212.photobucket.com/albums/cc175/Trabant601/Monte%20Carlo/jonasmyndir153.jpg)

(http://images.hotrod.com/featuredvehicles/536large+chevrolet_v8_monte_carlo+front_right_view.jpg)

Title: Re: Monte Carlo
Post by: Moli on November 28, 2008, 17:09:34
Einn góður til sölu...

http://bilasolur.is/CarDetails.aspx?bid=12&cid=503451&sid=21731&schid=1668c64d-f62e-43dd-9d2e-c1838e8a0f04&schpage=1
Title: Re: Monte Carlo
Post by: ÓE on November 28, 2008, 19:22:09
Monte Carloarnir hafa margir átt vond örlög hér á landi. Þessi jeppacarlo var víst stráheill þegar honum var breitt.
Einn tapaði afturhásingunni á fullri ferð við Rauðavatn. Einn svartur með 400 cid bombaði á ofsahraða framaná Fiat Uno milli Hveragerðis og Selfoss. Ég seldi einn ljósbláan 74 árg, honum var víst stolið og klestur og svo hent.
Sá bíll bar fastanúmerið FI 016 og var frá Flúðum. Já og einn gerði garðinn frægan í teppaflokknum.

Með von um að hafa ekki farið með rangt mál. Kv Stebbi.
Þeir voru 3 sem enduðu í Rallycross útgerð. Blár 74 notaður í varahluti fyrir rauðan 77 sem var svartur á Rallycross árum 90-92 og einn hvítur 77 sem endaði upp á geymslusvæði. Og einn í viðbót 77 svartur sem er enn til..hann var of góður í Crossið \:D/ Helv..hafa verið til margir..
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Sigtryggur on November 29, 2008, 01:41:13
Það var einn lengi í Kópavogi,sennilega 74 árg.svartur á rally felgum.Var á lágu Y-númeri,sennilega Y-54 eða Y-454,skuggalega flottur bíll.
Eins og þessi:
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/Cars-Trucks___1974-CHEVY-MONTE-CARLO-IN-GREAT-SHAPE_W0QQitemZ170282180713QQddnZCarsQ20Q26Q20TrucksQQddiZ2282QQcmdZViewItemQQptZUS_Cars_Trucks?hash=item170282180713&_trksid=p4506.c0.m245&_trkparms=72%3A1187%7C65%3A12%7C39%3A1%7C240%3A1318
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Kiddi on November 29, 2008, 01:54:03
Það var einn lengi í Kópavogi,sennilega 74 árg.svartur á rally felgum.Var á lágu Y-númeri,sennilega Y-54 eða Y-454,skuggalega flottur bíll.

Er það ekki þessi bíll? Ég tók þessa mynd upp á höfða fyrir nokkrum árum... Ég held að Guðjón í Glit eigi hann eða sonur hans Danni sem er reyndar gamall skólafélagi minn.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Sigtryggur on November 29, 2008, 02:22:34
Þetta er bíllinn Kiddi.Vona að hans bíði góð framtíð
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Anton Ólafsson on November 29, 2008, 02:48:18
Hvaða bíll ætli þetta sé?
(http://farm4.static.flickr.com/3208/3066513323_1514ebbc97.jpg)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Zaper on November 29, 2008, 13:23:34
skilst að það hafi þurft að skipta um kúplingsdisk nánast mánaðarlega í þessum á sínum tíma.
var pantaður beinskiptur. er í huggulegheitum inni í skúr í mývatnsveit og er ekki á leið þaðan, skildist mér á eigandanum, skoðaði hann um daginn.

það er einn í mývatnsveit sem er alls ekki til sölu. sá er blár og stendur inni.

(http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/Scan10042.jpg?t=1227965062)

(http://i234.photobucket.com/albums/ee161/datty_2007/Scan10041.jpg?t=1227965109)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: HK RACING2 on November 29, 2008, 14:33:36
Hvaða bíll ætli þetta sé?
(http://farm4.static.flickr.com/3208/3066513323_1514ebbc97.jpg)
Ég myndi skjóta á að þessi sé rauður og var til uppá skaga fyrir skömmu síðan sundurrifinn ásamt t topp bílnum.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: #1989 on November 29, 2008, 15:09:55
Það var einn lengi í Kópavogi,sennilega 74 árg.svartur á rally felgum.Var á lágu Y-númeri,sennilega Y-54 eða Y-454,skuggalega flottur bíll.

Er það ekki þessi bíll? Ég tók þessa mynd upp á höfða fyrir nokkrum árum... Ég held að Guðjón í Glit eigi hann eða sonur hans Danni sem er reyndar gamall skólafélagi minn.
Getur verið að þessi hafi verið ljós gulur upphaflega 350 m/svartanvínil og svartur innan, vinur minn var á svoleiðins sem var seldur ´77-´78 og sprautaður svartur síðar, ég hélt nú reindar að hann hafi verið ´73 árg. Siggi
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Anton Ólafsson on November 30, 2008, 17:00:52
Humm...... man bara eftir þessum svarta á Y-númerinu í kringum 80,held að hann hafi verið 70 bíll með 350.
Veit einhver hvað varð um hann?

Man hinsvegar eftir nokkrum 73 til og með 77 bílum.

Er þetta nokkuð hann?
(http://farm3.static.flickr.com/2063/2997081847_b185875d0b.jpg)

Er þetta ekki hann líka,
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/gm/normal_1484.jpg)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on December 04, 2008, 16:54:27
en  vitiði hvort það séu einhverjir 78-80 á götunni?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Gutti on December 04, 2008, 18:26:51
þjöfulli er bíllinn hjá þér flottur monte áttu fleiri myndir .
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Sumbeam 350 on December 04, 2008, 21:20:02
Ég get staðfest fyrstu þrjá eigendur að svarta Monte Carlo Y 3571 sem myndirnar eru af hér.
Fyrsti eigandinn var Vilhjálmur Jónsson forstjóri ESSO, Sigurður Jónsson eignast bílinn 1973 og Jón Þór Sigurðsson 1977. Þetta er 1970 módel með 350 og Powerglide skiptingu. Sorglegt að sjá hvernig farið var með hann. Veit nokkur hvort hann er til ennþá?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Guðmundur Björnsson on December 04, 2008, 23:40:36
Vinnufélagi minn í denn, ca 81-2, átti MC árg80 með v6 231ci Turbo.

Sá bíll var dökkbrúnn með ljósbrúnum vinil-top,brúnn flauel innrétting og síðast en ekki síst T-Topp.

Hann var á þessum tíma sáralítið keyrður og leit út eins og nýr og var bara helv.. töff!!!



Þessi græni á myndini að ofan,er hann ekki Turbo upphaflega,allavega er hann með Turbo húddið.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Packard on December 06, 2008, 07:33:25
Jú, þessi græni var upphaflega turbo.Innfluttur nýr af umboði
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on December 06, 2008, 14:16:38
hérna eru einhverjar myndir af honum
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on December 06, 2008, 14:18:56
set inn fleiri fljótlega
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on December 06, 2008, 18:47:23
.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on December 06, 2008, 18:48:59
.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: HK RACING2 on December 06, 2008, 20:42:36
Jú, þessi græni var upphaflega turbo.Innfluttur nýr af umboði
Hann var líka upprunalega Turbo hvíti bíllinn sem félagi minn fór með í rallýcrossið,hann og þessi græni sem ég átti áttu báðir það sameiginlegt að vera aðeins skemmdir í húddinu eftir eld,en það var víst ekkert óalgengt að það kviknaði í þeim þegar vélarnar í þeim sprungu =D>
Title: Re: Monte Carlo
Post by: JONG on December 13, 2008, 08:57:21
(http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2062.jpg) (http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2061.jpg) Sa þennan a Husavik i sumar . Er hann org. SS eða?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: bel air 59 on December 13, 2008, 10:10:37
Nei ekki er þetta nú á Húsavík
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Dart 68 on December 14, 2008, 14:48:36
Sæll Beggi, þessi blái er ennþá hér í Mývatnssveitinni og er búinn að standa óhreyfður síðan ca ´83. Jón Reynir Sigurjónsson keypti hann á sínum tíma en seldi Axel Stefánsyni bílinn (báðir búsettir í Mýv)

Bíllinn (sem er að einhverju leiti kenndur við Hafralæk) er ´74 og var sérpanntaður með grænni innréttingu og 350 ci m/3 gíra beinskiptingu í stýri og mér skilst að það hafi þurft að sipta reglulega um ökumenn á rúntinum sökum kúplingsfótarstífleika og þreytu  :lol:

Bíllinn fór í sprautun e-ntímann uppúr ´80 og alllir krómlistarnir voru pantaðir nýir á hann í leiðinni, en þeir hafa aldrei skilað sér og þessvegna hefur bíllinn aldrei verið kláraður. Síðan er brotið í honum eitt kerti og sénslaust að ná því úr. Vonandi nýtist þetta þér eitthvað en þetta er allavegana sagan sem mér hefur verið sögð.

Mývatnssveitarkveðja
Ottó P
Title: Re: Monte Carlo
Post by: bluetrash on December 14, 2008, 20:45:59
sælir,
með bílinn sem er í kössum þá veit ég að það eru með honum þrír mismunandii frammendar og eitthvað slátur úr semsagt 2 bílum í þann 3 sagði hann mér.. Hann sagði líka að það færi að líða að því að hann muni henda þessu á hauganna ef enginn kaupandi finnst á þetta honum vantar víst eitthvað voða að losna við þetta... hmmm.... þannig ef einhver hefur áhuga fyrir þessu þá er ég með númerið.. ég ætla ekkert að pósta því hérna, veit ekkert hvort hann vilji það, en örugglega í lagi að láta einn og einn hafa það.

ég sagði honum að auglýsa þetta hér en hann hefur ekki gert það svo ég geri það bara.. þetta má eiginlega ekki fara á hauganna.

Já ég á líka original 305 úr SS Monte Carlo 1986 ef einhver hefur á huga á því
Title: Re: Monte Carlo
Post by: íbbiM on December 14, 2008, 21:15:53
það var alltaf hvítur svona bíll með turbo mótor fyrir vestan þegar ég var lítilll(minni) hann hefur ekki verið svo gamall þá, var í eigu mann sem keypti hann nýjan að ég held, og var í hans eigu þangað til ég var kominn nálægt bílprófsaldrinum, ég veit ekki hvað varð um hann samt,

svo man ég líka reyndar alltaf eftir sérlega fallegri rivieru sem var á sama tíma rúllandi um bæinn, með varadekkið aftan á, hvít eflaust í kringum 80árg, held að monte carlo bíllinn hafi verið 80+
Title: Re: Monte Carlo
Post by: HK RACING2 on December 14, 2008, 22:02:43
það var alltaf hvítur svona bíll með turbo mótor fyrir vestan þegar ég var lítilll(minni) hann hefur ekki verið svo gamall þá, var í eigu mann sem keypti hann nýjan að ég held, og var í hans eigu þangað til ég var kominn nálægt bílprófsaldrinum, ég veit ekki hvað varð um hann samt,

svo man ég líka reyndar alltaf eftir sérlega fallegri rivieru sem var á sama tíma rúllandi um bæinn, með varadekkið aftan á, hvít eflaust í kringum 80árg, held að monte carlo bíllinn hafi verið 80+
Sennilega bíllinn sem við fórum með í rallycross,hann var original Turbo hvítur 79-82 árgerð
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Svenni Devil Racing on December 15, 2008, 12:36:51
(http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2062.jpg) (http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2061.jpg) Sa þennan a Husavik i sumar . Er hann org. SS eða?
Hvað varstu á sýru þegar þú tókst þessa mynd   :roll: síðast þegar ég vissi er þetta á höfn nema að ég búi á húsavík,  ég er eitthvað ábyrgur fyrir þessum og jam þetta er orginal SS
Title: Re: Monte Carlo
Post by: JONG on December 15, 2008, 18:15:02
Já ég er að koma niður af trippinu og já ég tók þettað á höfn enn ekki húsavík,  #-o sind að sjá ástandið ef þettað er orginal SS...
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Tiundin on December 15, 2008, 20:21:20
(http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2062.jpg) (http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2061.jpg) Sa þennan a Husavik i sumar . Er hann org. SS eða?
Hvað varstu á sýru þegar þú tókst þessa mynd   :roll: síðast þegar ég vissi er þetta á höfn nema að ég búi á húsavík,  ég er eitthvað ábyrgur fyrir þessum og jam þetta er orginal SS

Er þetta ekki bíllinn sem Óli og Óskar keyptu af sölu varnarliðseigna ca vorið 2000?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Kiddi on December 15, 2008, 20:38:01
Norðanmenn segja að þessi hafi endað á staur á Akureyri... Ég tók þessa mynd um 2000, þá var þessi bíll mjög heill og góður. Orginal turbo bíll. Man ekki hvort ég tók þessa mynd fyrir norðan eða á vestfjörðum  #-o

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/gamalt_017.jpg)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: HK RACING2 on December 15, 2008, 21:09:22
Norðanmenn segja að þessi hafi endað á staur á Akureyri... Ég tók þessa mynd um 2000, þá var þessi bíll mjög heill og góður. Orginal turbo bíll. Man ekki hvort ég tók þessa mynd fyrir norðan eða á vestfjörðum  #-o

(http://www.kvartmila.is/spjall/files/gamalt_017.jpg)
Þá hafa þeir verið til 2 Hvítir Turbo....
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Kristján Skjóldal on December 15, 2008, 21:16:26
hann fór á hús og kanski eitt umferðamerki  :Dog hann hefur þá verið málaður svartur, þessi sem kom norður hann var allavega svoleiðis þegar ég dró hann frá húsinu sem hann lenti á og stendur hann á beit í sveit ónýtur ó já :D
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Halldór H. on December 15, 2008, 21:56:36
Það er ekki sami bílinn, sá var orginal með v6 og orginal svartur með gráan vínil.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Björgvin Ólafsson on December 15, 2008, 22:07:05
Norðanmenn segja að þessi hafi endað á staur á Akureyri... Ég tók þessa mynd um 2000, þá var þessi bíll mjög heill og góður. Orginal turbo bíll. Man ekki hvort ég tók þessa mynd fyrir norðan eða á vestfjörðum  #-o

Hann var enn turbo þegar hann lenti í tjóninu.

kv
Björgvin
Title: Re: Monte Carlo
Post by: -Eysi- on December 16, 2008, 01:16:36
það var alltaf hvítur svona bíll með turbo mótor fyrir vestan þegar ég var lítilll(minni) hann hefur ekki verið svo gamall þá, var í eigu mann sem keypti hann nýjan að ég held, og var í hans eigu þangað til ég var kominn nálægt bílprófsaldrinum, ég veit ekki hvað varð um hann samt,

svo man ég líka reyndar alltaf eftir sérlega fallegri rivieru sem var á sama tíma rúllandi um bæinn, með varadekkið aftan á, hvít eflaust í kringum 80árg, held að monte carlo bíllinn hafi verið 80+

Þessi riviera.. er sennilega 1984 árgerð og já hvít með varadekkið aftan á.. sá bíll kom í bæinn fyrir rúmum 7 árum síðan á bílasölu og var svona dáldið sjúskaður af riði hér og þar en endaði síðan á bæ rétt hjá hvolsvelli með nýjan eiganda og er mjög flottur í dag og stendur hérna fyrir utan hjá mér  :wink:
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Svenni Devil Racing on December 16, 2008, 12:32:57
(http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2062.jpg) (http://i289.photobucket.com/albums/ll211/jonarnig/Chevrolet2061.jpg) Sa þennan a Husavik i sumar . Er hann org. SS eða?
Hvað varstu á sýru þegar þú tókst þessa mynd   :roll: síðast þegar ég vissi er þetta á höfn nema að ég búi á húsavík,  ég er eitthvað ábyrgur fyrir þessum og jam þetta er orginal SS

Er þetta ekki bíllinn sem Óli og Óskar keyptu af sölu varnarliðseigna ca vorið 2000?
jú það passar við óskar keyrðum hann austur á höfn , en málið var að hann var alltof riðgaður til að fara að standa í því að reyna að gera eitthvað úr þessu
Title: Re: Monte Carlo
Post by: íbbiM on December 28, 2008, 17:36:49
bíllinn að vestan sem ég talaði um leit nákvæmlega svona út, nema á teina koppum einhverjum, rauður að innan
(http://www.kvartmila.is/spjall/files/gamalt_017.jpg)


gaman að heyra að rivieran sé heil, hún var falleg
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Anton Ólafsson on January 16, 2009, 22:57:37
Skoðaði þennan um síðustu helgi,. minnir að þetta sé SS
(http://farm4.static.flickr.com/3111/3201738433_eedf7afdb3.jpg)
Hvaða ljóska ætli þetta sé á myndinni?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Damage on January 17, 2009, 17:20:01
þetta er María frænka, hún á svartan camaro 4th gen
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Flexy on January 17, 2009, 17:24:55
Skoðaði þennan um síðustu helgi,. minnir að þetta sé SS
(http://farm4.static.flickr.com/3111/3201738433_eedf7afdb3.jpg)
Hvaða ljóska ætli þetta sé á myndinni?


 =D> HAHA, jubb thats me  :-"
Title: Re: Monte Carlo
Post by: monte on March 08, 2009, 20:44:55
er einhver sem lumar á þéttikantasetti í monte 78-80 með t topp?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Serious on March 08, 2009, 23:04:11
Þetta eru flott bílar þessir Monte Carlo og ekki skemmir ljóskan fyrir heldur. 8-)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Moli on March 27, 2009, 23:43:43
Veit einhver hvað er að frétta af þessum?

Eigendaferill

26.06.2008    Hreiðar Örn Svansson    Garðsstaðir 62    
09.08.2007    Davíð Bragi Gígja    Óstaðsettir í hús    
22.06.2007    Björn Magnússon    Efstasund 34    
25.05.2007    Brynjar Gylfason    Gil    
19.04.2007    Abraham Adamsson    Barónsstígur 29    
03.04.2007    Brynjar Gylfason    Gil    
14.12.2005    Linda Hrönn Steindórsdóttir    Jörfagrund 22    
30.12.2004    Björn Þórður Jónsson    Bólstaðarhlíð 12    
07.09.2004    Jón Kristinn Þorsteinsson    Smárarimi 52    
12.09.2003    Þorbergur Gíslason    Furubyggð 34    
29.08.2003    Brimborg ehf    Bíldshöfða 6    
30.01.1991    Guðmundur Gunnlaugsson    Grundarsmári 3    
30.01.1991    Guðmundur Gunnlaugsson    Grundarsmári 3    
17.01.1991    Ingimar Baldvinsson    Furugrund 34    
13.07.1989    Benedikt Eyjólfsson    Funafold 62

Skráningarferill

06.09.2002    Endurskráð - Almenn
21.02.1992    Afskráð -
13.07.1989    Nýskráð - Almenn   
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Camaro-Girl on March 28, 2009, 00:04:25
moli þessi bíll er svartur í dag og vart til sölu síðasta sumar á sínunguni hjá kruser ég var á honum þarna þegar að þessi mynd var tekin stuttu áður en hann var sprautaður og settur á 17 bmw felgur gæti verið að eg eigi einhverstaðar myndir ag honum
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Moli on March 28, 2009, 04:29:18
moli þessi bíll er svartur í dag og vart til sölu síðasta sumar á sínunguni hjá kruser ég var á honum þarna þegar að þessi mynd var tekin stuttu áður en hann var sprautaður og settur á 17 bmw felgur gæti verið að eg eigi einhverstaðar myndir ag honum

what? varst þú á honum þarna? átti ekki Beggi hann þarna (sá sem seinna lést í bílsysi við Öxnadalsheiði?) Eignaðist ekki Jón Kristinn örugglega bílinn á eftir honum?
Title: Re: Monte Carlo
Post by: stebbiola on March 30, 2009, 16:10:10
Sælt veri fólkið.
Veit einhver hvar (Stikkfrí) Montecarloinn er? # R 891.
Bara svona að spekúlera :mrgreen:
Kv Stebbi.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Þórður Ó Traustason on March 30, 2009, 22:39:30
Svarti Carloinn sem var í Stikkfrí var hent.Mótor og skipting fóru í einhvern gulan þriðjukynslóðar Firebird eða Trans Am og restin fór í Furu.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Hrollur on May 13, 2009, 22:38:40
Monte Carloinn á grindinni ...hræðilegt. Þessi mynd er tekin í Hveragerði fyrir aftan bílaverkstæðið bíl-x. Hann var í Hveragerði í einhvern tíma. Þessi var með 350. var virkilega fallegur þegar hann kom í Hveró fyrst, ég var oft á honum sjálfur. Ég man ekki hvernær þessi mynd var tekin, en held að það hafi verið stuttu eftir Tívolí ævintýrið.Það var ekki mikið að honum þegar þessi gjörningur var gerður.
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Anton Ólafsson on December 27, 2009, 17:28:31
Humm...... man bara eftir þessum svarta á Y-númerinu í kringum 80,held að hann hafi verið 70 bíll með 350.
Veit einhver hvað varð um hann?

Man hinsvegar eftir nokkrum 73 til og með 77 bílum.

Er þetta nokkuð hann?
(http://farm3.static.flickr.com/2063/2997081847_b185875d0b.jpg)




Er þetta ekki hann líka,
(http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/myndaalbum/gm/normal_1484.jpg)



Ein í viðbót,

(http://farm3.static.flickr.com/2670/4219505548_346c3f4c6d.jpg)
Title: Re: Monte Carlo
Post by: ÓE on December 27, 2009, 23:16:10
Þessi er til..1977 kom úr Sölunefnd 1991. Mjög gott eintak..eða var það síðast þegar ég vissi.

Kv ÓE
Title: Re: Monte Carlo
Post by: Big Al on December 28, 2009, 13:53:40
Svo er einn gyltur c.a 80 módel minnir að hann sé G 700 sést reglulega á ferðinni á sumrin í Hafnarfirði.
Ég sá hann í hálfyfirbyggðu bílageymslunni við De Code fyrir 2 vikum síðan.
Allveg gríðarlega orginal bíll í meira lagi.
Þessi svarti sem er á breiðu túttunum (myndin sem er sennilega tekin í Bökkunum í Breiðholti) er sami bíll og endaði á jeppagrindinni.
Egill x 1977 átti þennan svarta um 1980 og að hanns sögn allveg gríðalega heill og flottur á þeim árum með 350.
Skipti á sléttu á 74 Mustang 4 cyl og beinskiptum.
HEPPINN. \:D/

kv Aðalsteinn Már
Title: Re: Monte Carlo
Post by: AlexanderH on December 29, 2009, 01:27:52
Pabbi á einn 1978 sem er bara spakur í geymslu, bíður uppgerðar og svo átti hann einn 79 en afi henti honum því hann var ásamt öðrum bílum sem átti að henda en það átti auðvitað ekki að henda þessum, hann var grænn í fínu standi.. ég átti einmitt að fá hann þegar ég fékk prófið  :cry:
Title: Re: Monte Carlo
Post by: KiddiÓlafs on January 25, 2010, 16:04:26
Getur einhver sagt mér hver á þenna gráa sem er á höfn...gæti hirt slatta af góðu ill fáanlegu dóti
Title: Re: Monte Carlo
Post by: bluetrash on January 25, 2010, 16:55:53
Hann er engan veginn falur, ég var beðinn um að spyrja eigandann að því og hann sagði bara stórt NEI.