Kvartmílan => Keppnishald / Úrslit og Reglur => Topic started by: 429Cobra on September 03, 2006, 19:25:07

Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 429Cobra on September 03, 2006, 19:25:07
Sælir félagar. :)

Þá er komið að því þó að seint sé að fara að minnast á dekkja málin í MC/Flokki.
Hér hef ég sett inn tilvitnun í þá reglu sem var breytt í vor af stjórninni (ekki á aðalfundi!) og er tekin af spjallinu.
Ég set hér inn slóðin líka:

http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=14588

Tilvitnun:

“Hér á eftir kemur klausan um dekk úr reglunum um MC flokk eins og hún var. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er ekki hægt að fá 6 strigalaga diagonal dekk þannig að þetta ákvæði er fellt úr reglum.


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Öll diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga. Ofangreint gildir líka um framdekk.


Rauðu stafirnir er það sem er tekið út, svona lítur þá kaflinn um dekk út:


Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk.”

Tilvitnun líkur.

Þeir sem lesa þetta sjá strax mistökin í þessu.
Fæst dekk eru merkt “Soft Compound”, og eru það þar á meðal: “American Racer” (gömlu McReary) sem reyndar eru DOT merkt dekk fyrir hringakstur (oval track) á leir braut (dirt track).
Mickey Thompson Indy Profile SS eru heldur ekki merkt þannig, þó svo að þau komist kannski næst því sem að kallaðir eru “götuslikkar” eða “DOT Drag” af þeim dekkjum sem eru með mikla mynstur dýpt.
Samkvæmt þessu eru bæði þessi dekk lögleg, þar sem ekki stendur á þeim “Soft Compound” eða “race only/drag race only” eða “DOT Drag”.
Þetta snýst um að lesa reglurnar og að skoða þá hluti sem maður er með í höndunum eða er að fara að kaupa.

Við verðum líka að skoða það að ekki má vera að hringla með reglur of mikið, þær þarf jú að uppfæra eins og er gert allstaðar í heiminum en þeim má ekki umturna á hverju ári.
 
Þegar MC reglunar voru samdar fyrir um 8 árum, þá var til að mynda engin sem framleiddi radial götuslikka (drag radial), einu fjöldaframleiddu stroker kittin sem til voru fyrir small block Chevy og voru 383cid (þar kemur inn 100cid strok reglan).
Það sama mátti segja um ál hedd, þau voru til á small og big block Chevy frá einum framleiðanda og þess vegna var sú regla sett að ekki mátti porta álhedd (sem nú er búið að taka út).
Og svona getum við haldið áfram með það sem ekki var til fyrir átta árum þegar þessar reglur voru fyrst samdar.

Í dag er allt annað upp á teningnum.
Nú er hægt að fá bæði venjulega götuslikka og radial götuslikka á mjög góðu verði frá allt að fimm framleiðendum!
Ál hedd er hægt að fá á allar USA framleiddar vélar á hagstæðum verðum, svo og stroker kit í að ég held flest öllum þeim stærðum sem menn geta hugsað sér.
Þetta kallar fram á uppfærslu á reglum, þannig að sú framþróun sem verður sé ekki stöðvuð, og við stöðnum miðað við aðra.
Það má samt ekki umturna reglum, heldur verður að uppfæra þær með ekki of miklum breytingum, þannig að allir geti aðlagað sig á sem bestan hátt.
Þeir sem eru settir í að uppfæra reglur verða að hafa yfirsýn yfir það sem er að gerast, og hvað er að gerast erlendis bæði á keppnum og á eftirmarkaðnum.
Þeir verða líka að vera meðvitaðir um hvað keppendur og væntanlegir keppendur í viðkomandi flokki vilja og eru reiðubúnir til að gera.
Þetta krefst þess að menn hafi samband við mjög breiðan hóp en ekki einhverja litla “klíku”.

Jæja þetta er nóg í bili, ég ætla að fara að taka nokkrar myndir af dekkum og athuga hvort á þeim stendur “Soft Compound”  eins og segir í reglunum að verði að standa til að viðkomandi dekk séu ólögleg því að þá eru þau að sjálfsögðu bönnuð. :idea:
Allt annað  er jú leyfilegt samkvæmt reglunum sem má jú ekki breyta nema á aðalfundi. :wink:

Sem sagt dekk í MC/Flokki mega ekki vera:  
Hærri en 28”, Án merkinga, Og með letri sem stendur á “Soft Compound”. :!:

ATH ég LES bara reglurnar og fer EFTIR ÞVÍ sem þar stendur!!!!!!!!!. :twisted:
Title: MC dekk
Post by: Harry þór on September 03, 2006, 22:00:16
Sæll Hálfdán , ég skil nú ekki afhverju það þarf að vera hræra í dekkja málum núna fyrir síðustu keppni.Við skulum bara setja fram tillögur fyrir aðalfund samþykkja þetta löglega. Það vita það allir sem vita vilja að MC dekk í sumar eru bara radíal dekk. Þess vegna á ég núna Micky Thompson Indy profile SS og ég á Micky Thompson ET street og ég á Cooper radíal eða hvað þau heita þessi síðast nefndu dekk.

Micky Thompson Indy Profile SS eru special rubber - það eru líka til dekk sem þar sem stendur bara R 2 og eru DOT og alles en málið er bara MC er eins og stendur bara radíal dekk og ekkert annað.

Þeir sem sætta sig ekki við það fari bara í SE og fá sér slikka og hendast af stað.

Læt hér fylgja með lesningu um þessi dekk sem allt í einu komu aftur á MC markað eftir að hafa verið bönnuð og menn hafa verið selja núna.

kv Harry
Title: lesning
Post by: Harry þór on September 03, 2006, 22:02:39
Ég get ekki sett inn attachment - sorry.Menn geta bara farið inná heimasíðu Micky Thompson og skoðað.


Almost as much traction as a drag race slick.
Mickey Thompson's Indy Profile S/S tires feature a special "Hot-n-Sticky" traction compound that gets almost as soft as a drag race slick when the tire heats up, giving you plenty of traction. That's what makes these tires a good choice for you guys that want fat-tire traction but don't want to tub your rear wheel wells. Other features include D.O.T. approval for use on the street, stylized raised white letters for improved looks, and bias-ply nylon cord construction.

kv Harry
Title: Dekk og aftur dekk!
Post by: 429Cobra on September 03, 2006, 22:54:18
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Ég get nú ekki sagt að ég sé að hræra upp í neinum reglum.
Ég er aðeins að sýna fram á hvað STENDUR í þeim reglum sem við erum að fara eftir núna. :!:
Enda eru ekki gerðar breytingar á reglum nema á aðalfundi.
Ég fór einmitt að skoða þessi mál eftir að við töluðum saman uppi á braut síðast, einmitt þar sem mig mynnti að það hefði verið tekið fyrir allt þetta.
En mér til furðu (og þó ekki) þá hafði reglan ekki verið þrengd heldur frekar víkkuð út. :!:
Þú mátt vera með dekk sem standa allt að 28" á hæð, dekkin verða að vera með öllum upplýsingum frá framleiðanda, og það má ekki standa á þeim "Soft Compound".
Það stendur hvergi að dekkin megi eða megi ekki vera með einhvern "mýktar coda" frá framleiðanda enda slíkt frekar erfitt þar sem enginn staðlaður "mýktar kódi" virðist vera til.
Eins og þú réttilega bendir á er Mickey Thompson með codann "R-2" á sínum mjúku götudekkjum.
M&H Racemaster nota HB-11 á nokkra af sínum götuslikkum.
BfGoodrich nota það sem þeir kalla "Traction B"
Hoosier er með það sem þeir kalla "compound code D-05"
Og Nitto Tires nota "Traction A" á sín Drag Radial.

Eins og hægt er að sjá á þessu er enginn með sömu merkingar á sínum dekkjum og það eina sem dekk frá öllum framleiðendum eiga sameiginlegt er DOT stimpillinn.
En eins og þú bendir réttilega á er þetta vandamál fyrir næsta ár.

Eins og reglurnar eru í dag er þetta mjög opið og ég sé til dæmis ekki hvernig hægt væri að dæma "American Racer" (gömlu McReary) dekkin og MT drag radial dekkin úr keppni.
Ég tek þessi dekk sem dæmi þar sem ég er ekki búinn að skoða ET Street eða önnur þannig dekk.
Ég tók myndir af hliðunum á "American Racer" dekkjunum til að sanna mitt mál og ég ætla að taka myndir af fleiri dekkjum áður en ég set þær  hér á netið.

En svona er þetta í dag og ég var einmitt inn á spjallsíðu í Englandi (fór í gegnum http://www.eurdragster.com) og þar voru menn með svipaða sögur og hér heima, sem sagt þurftu að eiga meira enn tvö pör af dekkjum fyrir brautirnar.
Í Svíþjóð hafa menn einfaldlega bannað vissar tegundir af dekkjum og nafngreina þær í reglum.

En eins og ég les reglurnar okkar í dag þá er þetta þó nokkuð opið, þó að sjálfsögðu séu grá svæði. :!:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Ingó on September 03, 2006, 23:53:34
þetta rétt hjá þér Hálfdán það er ekki hægt að banna McReary.

Kv Ingó.


p.s. Ég mæti næst og rústa Íslandsmetinu. Er búin að ná 12,12 á Mc Reary. :twisted:  :twisted:  :twisted:
Title: dekk
Post by: Harry þór on September 04, 2006, 18:50:19
Sæll Hálfdán. Með góðum vilja er hægt að sveigja og skáskjótast kringum allar reglur. Við munum nú eftir Ómari þegar hann sveigði sinn Camaro inn í MC.

Þetta er einfal , það vita það allir sem vita vilja hvernig dekk má nota í MC.

kv Harry þór
Title: Og fleiri dekk.
Post by: 429Cobra on September 04, 2006, 20:50:10
Sælir Félagar. :)

Sæll Harry.

Já þessi gráu svæði eru mörg og með breytingu á þessari reglu var verið að búa til eitt í viðbót, þó að það hafi örugglega ekki verið með vilja gert.

Með það hvaða dekk má nota í MC, já þá veit ég að það eru:

Dekk sem eru að 28" á hæð, með öllum áletrunum frá framleiðanda og það má ekki standa á þeim "Soft Compound".

Þetta stendur svar á hvítu í reglunum :!:

Það er hinns vegar annað mál hvort að þeir sem sömdu þessa reglu, eða eigum við að segja "gerðu hana svona úr garði" hafi áttað sig á hvað þeir voru að gera. :!:
Þó að þeir hafi eflaust meint vel.

Við verðum að athuga að það er ekki hægt að dæma eitthvað eða einhvern út á því sem EKKI stendur í reglum. :idea:
Title: MC
Post by: Harry þór on September 04, 2006, 21:30:20
Sæll aftur og ný búinn Hálfdán.

Það hafa allir vitað það í sumar hvernig dekk má nota. Svo kemur einn sem fékk dekk á góðu verði vegna þess að seljandinn mátti ekki nota þau í MC um árið.Þá á að fara í einhvern orðaleik eða eitthvað annað. Klárum bara sumarið með sömu dekkjum og hafa verið og breytum reglum fyrir næsta sumar.
Ég studdi þessa breytingu síðasta vetur og reyndar allar hinar breytingarnar síðustu ár til að fá  rúntarana til að mæta.Það var sagt að þeir sem eyða öllu í bón kæmi ekki að keppa ef þeir yrðu að kaupa spes dekk.Þeir koma bara ekki uppá braut,það er malarvegur á leiðinni!

Ég sakna þess að Aggi hafi ekki blandað sér í þessa umræðu,hann hefur alltaf haft skoðun á MC dekkjareglum.

Það væri gaman vita á hvernig dekkjum Smári ætlar að vera?Frétti að hann ætli að keppa næst.

kv Harry
Title: Og enn og aftur.
Post by: 429Cobra on September 04, 2006, 22:08:45
Sælir félagar. :)

Já sæll Harry aftur.

Ég verð nú að segja að við verðum að viðurkenna á okkur þau mistök að hafa ekki lesið á milli línanna hvað þessar dekkjareglur varðar.
Ég varð sjálfur mjög hissa á því hversu þetta var opið þegar ég fór að lesa regluna.
Já Agnar Arnarson hefur mikið talað um dekkjareglur í MC, enda mikill keppnis maður þar í flokki (eins og ég hef sagt við hann).
Það hafa sennilega heyrst fleiri raddir frá keppendum í öðrum flokkum um að það ætti að SKYLDA alla til að vera á mjúkum dekkjum og helst slikkum, til að bæta gripið í brautinni þar sem að hörð radial dekk rífa upp gúmmí í startinu.

En er það ekki annars meiri orðaleikur að segja að það megi BARA nota radial dekk, þar sem það stendur hvergi. :!:

Og svo kemur þessi klassíka spurning, hvernig dekkjum hann Smári vinur minn ætli að vera á í næstu keppni, sem hann ætlar að keppa í.
Ég get frætt þig á því að hann Smári er eins og fleiri og á fleiri en eina tegund dekkja.
Ég var að koma frá honum þar sem ég var að mynda dekkin sem hann á, og bíllinn er á BfGoodrich T/A venjulegum götudekkjum, og hann er með Mickey Thompson Indy Profile SS á felgum.
Mér skyldist á honum að það væru dekkin sem að hann ætlar að keppa á.

Við skulum samt ekki gleyma því að hann á best 12,74 á venjulegum radial dekkjum. :idea:

Jæja nóg í bili. ég ætla að fara að minnka myndirnar svo að ég geti sýnt þær upplýsingar sem eru á:
Mickey Thompson Indy Profile SS, American Racer Dirt og Mickey Thompson ET Street.

Ég held að sennilega yrði skársta lendingin Sænska leiðin, þar sem einfaldlega eru þau dekk sem eru bönnuð (tegundir/gerðir) skráð í reglurnar. :idea:
Engin grá svæði í svoleiðis ekki satt :!:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dr.aggi on September 04, 2006, 23:40:05
Passenger Performance


All of our DOT racing tires are for racing purposes only. The DOT standards require a certain amount of strength for deflection, bead unseating, and endurance


NOTE: American Racer Tires are specifically designed and compounded for racing only. They are illegal for street or highway use

http://www.americanraceronline.com/racing-tires/passenger.html




Late Model Dirt Track Racing Tires

NOTE: American Racer Tires are specifically designed and compounded for racing only. They are illegal for street or highway use.
http://www.americanraceronline.com/Dirt-track/dirt-late-model.html

Hobby Stock Racing Tires
NOTE: American Racer Tires are specifically designed and compounded for racing only. They are illegal for street or highway use.
http://www.americanraceronline.com/Dirt-track/hobbystock.html


Kv.
Aggi
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2006, 00:25:30
Smá innlegg:
Það stendur hvergi í reglunum að það þurfi að standa á dekkjunum soft compound til að þau séu bönnuð heldur stendur öll dekk sem eru merkt soft compound bönnuð.
Þá er alveg eins hægt að túlka það þannig að ef það stendur soft compound í umögn um dekkin á síðu framleiðanda að þá séu þau bönnuð.

Það er endalaust hægt að vera með vesen ef áhuginn er fyrir hendi.

Rúntararnir komu ekki,inn með slikkana á næsta fundi!.......og ladda í leiðinni þá kem ég yfir :D :roll:  8)
Title: Dekk dekk og aftur..........
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 00:28:14
Sælir félagar. :)

Sæll Aggi.

Já ég var búinn að lesa þetta, og veistu annað að þetta sendur líka við drag radial dekkin hjá öllum framleiðendum nema Nitto Tires. :?  :!:

Það breytir hinns vegar ekki þeirri staðreynd að þetta stendur EKKI á dekkjunum sjálfum.
Og það stendur heldur ekki í reglunum að það sé skylda að fara inn á heimasíður framleiðandans til að lesa sig til um dekkin.

Reglurnar taka það einungs fram það sem að ofan er ritað verði eða verði ekki að vera á (nú kemur það) hjólbörðunum SJÁLFUM.

Þegar 6.strigalaga málsgreinin var sett inn, þá var það einmitt til að loka þessari smugu.
Greinin var bjánaleg og úr öllu samhengi, en hún gerði sitt gagn.

Reglurnar verða að lesast eins og þær eru fram settar, og viðbætur eins og þarna er bent á verða að vera í reglunum sjálfum og ekki má einu sinni benda á hluta af heimasíðu, bæklingi eða öðru sem aðrir en reglugerðaraðilar fyrir akstursíþróttir gefa út.

Reglur er búið að gefa út og þessi hluti af heimasíðu American Racer eða annara framleiðanda var ekki í þeim og er ekki hluti af þeim. :!:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2006, 00:34:52
Það stendur ekki að það þurfi að standa á hjólbörðunum sjálfum,bara þetta:
Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð.

Þetta getur alveg eins þýtt merkt í leibeiningum hjólbarðanns eins og hitt ef menn vilja vera með útursnúning.

Það vita allir sem vilja að dekkin sem eru leyfð í ár eru radial dekk eins og BFgoodrich ofl.......twist and turn all u like :P
Title: Dekk........
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 00:44:46
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Ef hlutur er merktur þá stendur það á honum, en þarf ekki að fara í "næstu sýlu" til að ná í upplýsingar.

Enda stendur í reglunum:  

Tilvitnun

"Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð."

Tilvitnun líkur .

Enda eru ekki allir með heimasíður og hvar á það að fá uppýsingar. :?:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dr.aggi on September 05, 2006, 00:53:06
Sæll Háldán.
Þú hefur kanski séð það líka að framleiðandinn mælir eindreigið gegn því að dekk séu notuð til annars en þau eru frammleid fyrir og ábyrgist þau ekki ef svo er gert.
Þar að leiðandi hljótum við að þurfa með þá vitneskju að óheimila dekk sem ætluð eru af framleiðanada til dirt aksturs eingöngu af öryggis ástæðum.

Kv.
Aggi
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2006, 01:00:46
on we go....hverjir eru ekki með heimasíður og hvar færðu þá þau dekk.
Þetta:
Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð.
er hægt að "túlka" eins og hverjum hentar það er málið.

Sjáðu þessa,bannað að reykja en þeir reykja samt :



(http://www.cybersalt.org/cl_images/1zzzzza/c/camelstubborn.jpg)
Title: D..................
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 01:15:26
Sælir félagar. :)

Sæll aftur Frikki.

Jú það eru fyrirtæki sem eru ekki á netinu, undarlegt en satt :!:

Svo að ég vitni nú í þig:

Tivitnun:

"Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð.
er hægt að "túlka" eins og hverjum hentar það er málið. "

Tilvitnun líkur.

Þetta er einmitt það sem ég hef verið að reyna að koma að.

Þess vegna vildi ég koma af stað þessari umræðu, og vonandi endar hún á þann hátt að eitthvað vitrænt fæst út úr þessu fyrir næsta ár.

En það breytir því ekki að hlutir sem eru merktir, þá standa viðkomandi upplýsingar á þeim.

Ég ætla ekki að fara mikið út í myndina hjá þér, það gæti orðið.... já við skulum ekki fara þangað. :P
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2006, 01:20:52
Ef menn vilja þá er bara að fá sér Hoosier quick time pro eins og ég ek um á,það er DOT merktur slikki og það stendur hvergi á honum soft compound,drag race only eða annað,bara dekkja stærð og og DOT....fæst fyrir skid og ingenting í Summit :P
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Kiddi on September 05, 2006, 01:47:48
Setja götuslikkana inn aftur, langskemmtilegast þannig.. reynslan hefur sýnt það og það er eiginlega common sense líka :idea:

Þessi flokkur hefur ekki verið eins dauður og núna í einhvern óra tíma... Þökk sé Agga, Grétar F. og fleiri slíkum mönnum sem hafa alltaf undarlega mikinn áhuga á að halda götuslikkunum úti og halda alltaf jafn mikið aftur af framförum þessa klúbbs.. Aggi varst þú ekki rekinn úr stjórninni um daginn, af hverju ætli það sé :?:  

Kiddi kjaftur :wink:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2006, 01:58:17
Quote from: "Kiddi"
Setja götuslikkana inn aftur, langskemmtilegast þannig.. reynslan hefur sýnt það og það er eiginlega common sense líka :idea:

Þessi flokkur hefur ekki verið eins dauður og núna í einhvern óra tíma... Þökk sé Agga, Grétar F. og fleiri slíkum mönnum sem hafa alltaf undarlega mikinn áhuga á að halda götuslikkunum úti og halda alltaf jafn mikið aftur af framförum þessa klúbbs.. Aggi varst þú ekki rekinn úr stjórninni um daginn, af hverju ætli það sé :?:  

Kiddi kjaftur :wink:

(http://img.photobucket.com/albums/v628/461poncho/Ymislegt/bush_loudmouth.jpg)
 :P  :lol:
Title: Slikkar!
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 02:42:14
Sælir félagar. :)

Frikki!
Þetta er einmitt það sem ég hef verið að tala um.
Það stendur ekkert á dekkjunum. :!:
Og hvernig eiga menn þá að geta staðið á svona opinni reglu?

MT-Hoosier-Nitto-BfGoodrich-M&H, engin er með þessar merkingar.
Og þaðan af síður American Racer sem framleiðir ekki einu sinni dekk fyrir spyrnu. :!:
Öll þeirra dekk eru DOT og framleidd fyrir hringakstur, og þessi dekk frá þeim sem við höfum verið að nota eru dekk fyrir leir braut (dirt track).

Kiddi.
Ég er sammála þér að það þarf að gera breytingar, hver svo sem gerir þær.
Ég hef heyrt menn jafnvel vera að tala um slikka, sem mér finnst nú kannski fulllangt gengið, en alla vega að setja eitthvað niður og í guðana bænum hætta að rugla í þessu.
Við verðum líka að spá í hvað er best fyrir brautina upp á grip að gera.

Ég startaði þessum þræði til að fá viðbrögð við því sem mér fannst opin og óskýr regla, og mér finnst að ég hafi fengið ágæt viðbrögð og umræður.
Þó finnst mér að fleiri hefðu mátt taka þátt í þeim.
Það verða jú sem flestar skoðanir að koma í ljós, því allar eiga þær rétt á sér.
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 05, 2006, 02:54:16
Hjólbarðar:
Skulu vera D.O.T merktir.

All we need.
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dodge on September 05, 2006, 09:47:58
afhverju vilja menn alltaf slikka í mc.. þora þeir ekki í se?

ekkert að því að hafa einn slikkalausann flokk fyrir götubílana svo menn geti spyrnt eitthvað á fínu uppgerðu bílunum sínum án þess að vaða niður í tíma og þurfa að setja búr í djásnið, sem náttúrulega gerir djúnkann afleitann til ölaksturs.
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Kiddi on September 05, 2006, 10:10:07
Quote from: "Dodge"
afhverju vilja menn alltaf slikka í mc.. þora þeir ekki í se?

ekkert að því að hafa einn slikkalausann flokk fyrir götubílana svo menn geti spyrnt eitthvað á fínu uppgerðu bílunum sínum án þess að vaða niður í tíma og þurfa að setja búr í djásnið, sem náttúrulega gerir djúnkann afleitann til ölaksturs.


Af því að svoleiðis menn hafa ekki sýnt sig upp á braut :!:
Efast um að þeir vaði niður í 11.50 við að setja slikka undir bílinn.... Radial götuslikkar eru ekki afleitir í ölakstur :roll:

Ps. komin tími til að menn horfi aðeins framá við og taki sig saman í andlitinu.

Þessir framleiðendur eru t.d. með radial götuslikka... Dekk sem hafa komið fram á markaðinn síðastliðin 3-5 ár
Goodyear, M/T, M&H, Hoosier, Nitto, Toyo, Yokohama, Bfgoodrich og öruglega fleiri...

PS PS... Það er fullt fullt af bílum sem keyra á radial götuslikkum á götunni í dag!!! Svo ef þeir mæta í MC flokk, þá verða þeir að leita af gömlum Maxima 60 dekkjum, 14" felgum og teningum í spegilinn :roll:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dr.aggi on September 05, 2006, 10:37:09
Sæll Kiddi.
Það var hvorki ég né Grétar F sem séttum götuslikka bann í MC flokk heldur lýðræðið aðalfundur og aðallög Kvartmíluklúbbsins.
Tillagan kom ekki frá okkur né öðrum í þáverandi stjórn KK heldur Háldáni Sigurjónssyni og síðan lagði aðalfundur blessun sína yfir tillöguna eins og lög KK segja til um.

Varðandi það að Stjórn KK breyti keppnisreglum í flokkum einhliða þá er ég alfarið mótfallinn því en hinnsvegar tel ég það réttmætanlegt og nauðsinlegt að stjórn lagfæri reglur til að loka leka og mistúlkunar vegna galla í orðalagi reglna til að tryggja upphaflegrar hugmyndafræði og meiningu reglunnar.
Eins ef orðalagsgalli er það mikill að reglan standist einganveginn.

Er það ekki bara málið að hætta með þessi Íslandsmet ef að það þarf alltaf að vera að búa til nýja flokka þegar íslandmetin eru orðin lá og þau eru farin að hamla flokkunum?

Að það sé skemtilegra að leyfa slikka í MC er afstætt því hvað einum fynnst skemtilegt fynnst öðrum annað, það fannst ansi mörgum ekkert skemtilegt þegar Ómar Nordal keyrði í MC á sínum SE bíl.

Þessi flokkur Var ekki hugsaður í upphafi til þess að fara undir 12sek.


Kv.
Aggi
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dr.aggi on September 05, 2006, 10:40:15
Sæll Kiddi þú vildir kanski skýra þetta örlítið betur, þá staðhæfingu þína að mér hafi verið vikið úr stjórn KK ??

KV.
Aggi
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: shadowman on September 05, 2006, 11:57:52
Góðan Dag
Hingað til hafa þessar dekkja reglur fallið eftri duttlungum einhverja undarlegra mann og hafa menn þurft að koma með allar gerðir af dekkjum með sér til að geta keppt og samnt ekki fengið að keppa vegna munstur og jafn vel í sandspyrnu hafa menn verið kærðir fyrir að vera á nagla dekkjum.Eina leiðinn í þessu máli er að láta allar dekkjareglur lönd og leið og taka á málunum í vetur með skynsamlegum hætti . Reglur eru til að fara eftir þeim og það þarf skoðunar menn í þetta mál sem þola eitt það mesta skýtkast sem til er og bak nag og óþverra sem sést hefur .Breyting á reglum er nauðsinn og þá ekki sýst sú að keppendur eiga ekki að þurfa að kæra félaga sýna og koma á stað leiðindum og móral í svona litlum hóp . Það er heimska að hafa þetta svona .
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1966 Charger on September 05, 2006, 12:06:32
Það má sjá þá skoðun í sumum skrifum hér ofar að það sé eitthvað ómerkilegt, gamaldags eða 3. flokks að keppa á radial dekkjum sem ekki eru götuslikkar og að slík rök hljóti að vera gild til þess að leyfa götuslikka í MC.  
Þessi rök halda ekki.

Westur í hreppum hefur í mörg ár verið keppt í svokölluðum f.a.s.t.  (factory appearing stock tire) flokkum þar sem keppendur böðlast um á nælon dekkjum sem eru með stock specs.   Í þessum flokki eru keppendur að keyra háar til miðjar 11 sek. á tryllitækjum á eins brettaskífum og bílarnir komu á frá verksmiðjunni.  
Það er nú nefnilega svo að traction er mjög skemmtileg breyta í kvartmílunni, en hún skiptir keppandann minna máli eftir því sem dekkin eru betri.  Mér finnst miklu merkilegra að sjá bíl fara á lágum 12 eða háum 11 sek á plain radial svo ekki sé talað um stock spec. nylon dekkjum en bíl á sama tíma á slikkum eða götuslikkum. Það liggur miklu meiri pæling á bakvið slíka spyrnu en væri samskomar bíll á götuslikkum.

Önnur rök sem hafa verið nefnd eru að plain radial dekk spóli upp gúmmí sem sest á brautina.  Ég veit ekki hvort þetta er rétt eða rangt en bið þá sem halda að svo sé að sýna einhver mæligögn sem rökstyðja þetta.  Það er ekki nóg að segjast bara vita þetta eða að segja að Don Garlits hafi sagt þetta.

Að öllu framansögðu má ljóst vera að ég er ekki hrifinn af götuslikkum í MC en ég lýsi líka yfir verulegum vonbrigðum mínum að ENGINN eigandi þeirra fjölmörgu tryllitækja sem flutt hafa verið inn s.l. ár skuli hafa mætt í MC.  Ætli nýjasti innflutti bíllinn sem keppt hefur nýlega þar sé ekki Camaro Harrys?  Stjórnarmaður í KK hefur sagt mér að þar á bæ hafi menn reynt talsvert að fá menn til að mæta en árangurslaust.  Ég veit ekki ástæðuna en held því þó fram að hún komi dekkjamálum ekkert við.

Ragnar
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dodge on September 05, 2006, 12:32:16
kiddi, ég var nú að tala um að búrið gerði kaggann afleitann til ölaksturs.

eitt dæmi í fersku minni er þegar Gaggi datt niðrí 11 sec og þurfti umsvifalaust að fara að leita að öðrum bíl því ekki færi búr í þann djúnka.

correct me if I'm wrong  Ragnar.
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Kiddi on September 05, 2006, 12:36:20
Quote from: "Dr.aggi"
Sæll Kiddi þú vildir kanski skýra þetta örlítið betur, þá staðhæfingu þína að mér hafi verið vikið úr stjórn KK ??

KV.
Aggi


Já sæll, þú verður að fyrirgefa.. Ég ruglaði þér og félaga þínum saman (Didda), hélt að þú værir hættur þ.s. maður sér þig aldrei hjálpa stjórnarfélögum þínum á æfingum og síðastliðinum keppnum (sá þig kanski tvisvar í neyðarbílnum, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál).
Persónuleg, finnst mér að þú ættir að segja af þér.. Það er til skammar að sjá að öll vinnan lendi alltaf á sömu mönnunum.


Aggi, þú hefur alltaf verið á móti þessari umræðu, þú getur ekki neitað því. Eins og ég sagði, það eru menn eins og þú sem lifa í fortíðinni og eru logandi hræddir við breytingar (breyting sem var til góðs, þ.e.a.s. eina árið sem var góð þáttaka í þessum flokk).


Við getum ekki borið okkur saman við brautir eins og eru í Bandaríkjunum, varðandi traction. Hafið þið skoðað yfirborð brautarinnar sem við erum að keppa á??? Hafið þið skoðað yfirborð á brautunum úti??
Venjuleg Radial dekk eru miklu harðari en götuslikkar/slikkar.. Venjuleg radial dekk eru grófmunstruð og virka eins og raspur á brautina og slikkagúmmíið sem alvöru bílarnir leggja niður, tætist upp.

Hélt að menn vissu betur....
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Ingó on September 05, 2006, 12:40:39
Kiddi  skrifaði.


Ps. komin tími til að menn horfi aðeins framá við og taki sig saman í andlitinu.

Þessir framleiðendur eru t.d. með radial götuslikka... Dekk sem hafa komið fram á markaðinn síðastliðin 3-5 ár
Goodyear, M/T, M&H, Hoosier, Nitto, Toyo, Yokohama, Bfgoodrich og öruglega fleiri...

PS PS... Það er fullt fullt af bílum sem keyra á radial götuslikkum á götunni í dag!!! Svo ef þeir mæta í MC flokk, þá verða þeir að leita af gömlum Maxima 60 dekkjum, 14" felgum og teningum í spegilinn :roll:[/quote]


Vel mælt Kiddi. Það virðis erfitt að fá menn til að horfa til framtíðar. Og það er með ólíkindum að það sé enn verði að hjakka í sama farinu. Það er rétt hjá Hálfdáni  að það er ekkert sem bannar sum af þessum dekkjum. Það er að mínu mati óskinsamlegt að aka um á hörðum radial dekkjum á bílum sem ná yfir 105 MPH á 400metrum.


Mér finnst að það ætti að vera kappsmál stjórnar að taka á málinu en eins og menn vita þá eru það virðis aðeins hluti af stjórninni vera virk og þeir sem eru virkir hafa staðið sig með prýði.

Ingó.   :)
Title: ......................
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 12:49:17
Sælir félagr. :)

Jæja þá er það byrjað og gott mál.

Agnar:
Ég hef samið mikið af reglum en þessari dekkjareglu er ég saklaus af.
Þó ekki alsaklaus, þar sem reglan með 6 strigalaga dekkjunum var samin á almennum fundi um reglur sem ég sat ásamt öðrum þar á meðal þér.
Og ekki átti ég neinn þátt í breytingunni í vor. :!:

Ragnar, gaman að heyra í þér, og það er gaman að heyra að einhver er ennþá að hugsa um grip á venjulegum tækjum.
Varðandi það að radial dekk spóli upp gúmmí í starti á brautum er það staðreynd.
Þetta sá ég sjáfur á bæði Orlando Speedworld og Gainsville Raceway.
Ég talaði líka við brautarstarfsmenn sem sjá um viðhald á brautum þar og þeir staðfestu þetta.
Þar er þetta hinns vegar ekki vandamál vegna þess mikla fjölda tækja sem er á mjúkum dekkjum og slikkum.
Það er meira vandmál með laust gúmmí sem liggur á brautinni og er kalt.
Það virkar eins og smásteinar og eyðileggur meira en öll radial dekk og önnur hörð dekk til samans.
Enda geta menn séð á myndum að menn eru alltaf að sópa startið og úða yfir það "trac bite" stundum jafnvel á milli ferða, og þá er það laust gúmmí sem þeir eru að sópa í burtu.

Hvað varðar hvaða dekk á að leyfa eða ekki, þá held ég að ég sé orðinn mikill talsmaður Sænsku leiðarinnar, það er að banna vissar tegundir/gerðir einfaldlega með því að setja þær í reglurnar.

Hvað varðar grip í bílum, þá er það bara að vinna í gripi og sjá hvað út úr því kemur.
Til þess eru æfingarnar :!:  :idea:

Jæja nóg í bili.
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Kiddi on September 05, 2006, 12:54:44
Quote from: "Dodge"
kiddi, ég var nú að tala um að búrið gerði kaggann afleitann til ölaksturs.

eitt dæmi í fersku minni er þegar Gaggi datt niðrí 11 sec og þurfti umsvifalaust að fara að leita að öðrum bíl því ekki færi búr í þann djúnka.

correct me if I'm wrong  Ragnar.


Ég held að ég fari með rétt mál að sá bíll hafi aldrei farið undir 11.50..... Hvers vegna þarf hann veltiboga ef hann fer ekki nema 11.80??

Hann væri kanski komin niður í 11.50 ef hann væri alltaf á götuslikkum/slikkum og hætti að lesa Hot Rod blöð síðan 1966 :lol:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dr.aggi on September 05, 2006, 13:10:32
Sæll Kiddi.
1.
Diddi var ekki rekinn úr stjórn KK enda þarf mög góð rök til þess að reka stjórnarmann úr stjórn félags sem hefur kosið hann til stjórnarstarfa þetta er kosning ekki ráðning.

Ég vil ekki vera hér að gera upp vinnu stjónar manna en hún er að sjálfsögðu misjöfn eins og gengur og gerist. En ég vil leyðrétta þig samt að ég hef starfað við fjórar keppnir í sumar ekki tvær eins og þú fullyrðir.
Keppnir hafa hitt ýlla á mína vaktatöflu í slökkviliðinu á keflavíkurflugvelli í sumar og því miður get ég ekki verið upp á braut á laugardaginn vegnar vaktar því ég er ekki í vinnu hjá pabba og mætt eftir hentugleik og eigin geðþótta.

En svo þú vitir það Kiddi minn þar sem þú ert nú að þroskast þá eru mörg önnur störf sem þarf að vinna í svona félagi en þau sem þú heldur.
En það er rétt hjá þér að æfingar og keppnir hafa mætt of mikið á fáum höndum og þar er mín skoðun sú að sökin liggi hjá félagsmönnum og þeim sem nota aðstöðuna frekar enn þessara fáu stjórnarmanna.
Stjórnarmenn eiga helst ekki að bera þungann af kepnishaldinu.

En nú undanfarið stendur fyrir smíði á palli fyrir utan húsnæðið okkar upp á braut svo ég kvet þig og aðra félagsmenn til að koma með hamar og rétta hjálparhönd.

Kv.
Aggi
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1966 Charger on September 05, 2006, 14:09:31
Kiddi, ég dreg skyggnigáfu þína í efa.  Þú klúðraðir þessu með Agga rækilega og núna fullyrðirðu um Hot Rod blaðalestur minn.  Ég skal segja þér að á mínu heimili er bara einn maður sem les þessi gömlu Hot Rod blöð mikið í heimsóknum sínum og hann stendur þér og mér langtum framar í kvartmílunni.  Hann heitir Einar Birgisson og virðist lesturinn ekkert há honum e.t. lega séð :)  

Best að ég útskýri þetta með Chargerinn:  Það rétt hjá Stebba að inn í hann mun aldrei fara velti…eitthvað.  Maður hefur nú standarda.  Hann á best 12,10.  Höfuðvandinn við að keppa á honum er einfalt skálabremsukerfi sem dugar stundum ekki til að stöðva 4040 punda flekann áður en út í mölina er komið.

En, eigum við ekki að halda áfram að tala um dekkjareglur í stað meintrar skyggnigáfu og gæðablaðalesturs á heimilum úti í sveit?


Raggi, radial radical!!
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dodge on September 05, 2006, 14:22:56
afsakið, mig minnti að þú hefðir verið kominn í boga tíma.
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Kiddi on September 05, 2006, 15:18:24
Þið gömlu skápar eru æðislegir :wink:

"ég er ekki í vinnu hjá pabba og mætt eftir hentugleik og eigin geðþótta".... er ekki allt í lagi hjá þér, vill bara benda þér á það að ég er í 100% vinnu og er ekki að vinna hjá Pabba mínum (er í vaktavinnu meira segja) :roll: Sé ekki allveg hvað það kemur málinu við... en jæja.

Reynið svo að taka einhverjum húmor :!:
Title: dekk
Post by: Harry þór on September 05, 2006, 19:38:59
Sælir allir , það er alltaf sama ruglið sem fer  í gang þegar menn tjá sig um MC. Það eina rétta er að Mc verði klárað á radíal dekkjum eins og notuð hafa verið í sumar.

Hálfdán hættu þessum  lögfræði stappi og reyndu að skilja það að Mc átti að keyrast á radíal sem allir skildu þar til núna fyrir síðustu keppni.

Svo í vetur semjum við nýjar reglur og kjósum um þær á aðalfundi.

Kiddi vertu málefnalegur.

kv Harry
Title: Reglur og dekk
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 21:03:46
Sælir félagar. :)

Er þessi umræða ekki komin aðeins út fyrir efnið.

Spurningarnar eru reyndar orðnar tvær.

Hvað lesum við út úr reglum um dekk sem eru til staðar í dag. :?:

Og hvernig viljum við hafa þetta í framtíðinni. :?:

Já og Harry ef þú eða einhver annar getur sýnt mér það svart á hvítu að það eigi að keyra á radial dekkum núna, ok allir á radial. :!:
Title: MC
Post by: Harry þór on September 05, 2006, 21:21:45
Sæll aftur, af hverju heldur þú Hálfdán að allir sé búnir að vera hnoðast á radíal í sumar. Heldur þú að það sé af því að þú varst ekki búinn að lesa reglurnar?

Það var ákveðið að vera á radiíal og við skulum klára sumarið á radíal.

kv Harry
Title: Það að lesa.............
Post by: 429Cobra on September 05, 2006, 22:12:24
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Þú hittir naglann á höfuðið þarna :!:
Það hefur enginn lesið reglurnar nógu vel til að skilja þær :!:

Ég spyr bara alla, hvar stendur það í eftirfarandi klausu að það megi BARA nota radial dekk :?:

Tilvitnun:

"Dekk:
Allir hjólbarðar verða að vera "DOT" merktir. Hámarks hæð hjólbarða má ekki vera meiri en 28". Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð. Slikkar bannaðir. Öll dekk sem merkt eru "Soft Compund" (götuslikkar) hvort sem það eru Radial eða Diagonal bönnuð. Ofangreint gildir líka um framdekk."

Tilvitnun líkur.
Title: þetta með naglan
Post by: Harry þór on September 05, 2006, 23:39:51
Hæ Hálfdán. Við vitum það alveg að allir sem vilja geta farið í kringum allar reglur eða teigt allt út og suður. Það  vita allir  að það var talað um radíal og ekkert annað í MC í sumar.

Ef menn ætla að mæta á Micky Thompson Indy profile SS þá geta menn alveg mætt á American racing frá Benna og þá fer að styttast í  Micky Thompson ET street - þess vegna var sagt í vetur bara radíal og ekkert smá letur - ekkert R 2 eða SC eða TRC eða HTR eða veit ekki hvað.

Þess vegna fyrir þá sem ekki eru ánægðir með radíal farið bara í SE og notið slikkana sem þið eigið.

Ég ætla að mæta í SE að ári.

Kveðja Harry
Title: Sagt eða skrifað!
Post by: 429Cobra on September 06, 2006, 00:28:59
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Það er eitt sem er sagt og annað það sem er skrifað. :!:

Ég veit alveg hvað var talað um í vetur með MC og radíal dekk.
En því miður var það aldrei sett sinn í reglurnar. :!:

Það geta allir bent á að þetta eða hitt hafi verið sagt eða talað um á einhverjum tíma punkti.
En það breytir ekki þeirri staðreynd að hvað sem talað var um var aldrei samþykkt, sett niður á blað og gefið út opinberlega.

Það þurfa ALLIR að fylgja sömu reglum :!:  og þess vegna eru samþykktar reglur settar niður á blað og gefnar út opinberlega. :!:

Ef það hefur einhvern veginn misfarist, þá verður að bæta úr því samkvæmt viðkomandi lögum hjá viðkomandi félagi.
Hjá KK er það aðeins aðalfundur félagsins sem getur breytt reglum.

Bíðum aðeins. :o

Var þessari grein í reglum um MC flokk breytt á aðalfundi. :?:

Ef svo er ekki er breytingin þá lögleg :?:
Og stöndum við þá ekki uppi með gömlu regluna þar sem diagonal dekk verða að vera minnst 6 strigalaga.  :shock:  :!:

Stjórnin er jú líka bundin af lögum félagsins ekki satt. :!:  :idea:  :!:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 06, 2006, 02:09:09
(http://img.photobucket.com/albums/v628/461poncho/Ymislegt/grater.jpg)
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: Dart 68 on September 06, 2006, 13:24:53
TILVITNUN:::::::::
Að öllu framansögðu má ljóst vera að ég er ekki hrifinn af götuslikkum í MC en ég lýsi líka yfir verulegum vonbrigðum mínum að ENGINN eigandi þeirra fjölmörgu tryllitækja sem flutt hafa verið inn s.l. ár skuli hafa mætt í MC. Ætli nýjasti innflutti bíllinn sem keppt hefur nýlega þar sé ekki Camaro Harrys? Stjórnarmaður í KK hefur sagt mér að þar á bæ hafi menn reynt talsvert að fá menn til að mæta en árangurslaust. Ég veit ekki ástæðuna en held því þó fram að hún komi dekkjamálum ekkert við.

Ragnar
_________________
Just passin´...........................gas

:::::::::::::::::::LÍKUR

Er það ekki bara málið að þeir "þora" ekki.  Það er fátt jafn neyðarlegt og að mæta á nýja (samt gamla) innflutta bílnum sínum og tapa svo  :wink:
Bara mínar vangaveltur  :roll:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1966 Charger on September 06, 2006, 17:53:36
Enginn veit af hverju þeir koma ekki í MC en þó mundi ég ekki vilja brigsla þeim um að þora ekki.  Við höfum ekki einu sinni hugmynd um hvort núverandi dekkjareglur skipta þar máli.  Málið er þetta:  Eins og staðan er núna ætti það að vera höfuðmarmið KK að fjölga keppendum í öllum flokkum.  Varðandi MC þá væri skynsamlegast að spyrja núverandi keppendur og þá sem hafa áhuga á að prófa flokkinn hvaða leið þeir vilja fara. Þá á ég ekki við að gerð sé nafnlaus skoðanakönnun hér á vefnum sem allir geta svarað, heldur að sest sé að líklegum keppendum og þeir spurðir spjörunum úr þar til sést í strigalögin á þeim.
Það er ekki mikið mál að útbúa slíka skoðanakönnun sem tæki 2-3 mínútur að svara.  Svo þarf að fara með hana á staði þar sem tryllitækjaeigendur safnast saman á (kvartmílukeppnir, krúserkvöld).  Niðurstöðurnar má svo leggja fyrir aðalfund sem hefur auðvitað endanlegt ákvörðunarvald.
Semsagt; það skiptir mestu máli hvað er líklegast til að fjölga keppendum í MC, en ekki hvað amatörreiserum eins og mér eða alvörureiserum eins og..... finnst um annara manna dekk.

Raggi
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1965 Chevy II on September 06, 2006, 18:37:35
Það var haldinn svona fundur í gamla félagsheimilinu,ekki vantaði mætinguna þar og áhugann svo kom sumarið og ekkert gerðist.

Ég held að ástæðurnar séu þessar í þessari röð:

1.Malarvegurinn er óþverri.

(fáránlegt að eini malarvegurinn á klakanum skuli liggja að kvartmílubrautinni)

2.Vesen með tryggingarviðauka og forbílatryggingu.

Ég lenti sjálfur í því hjá TM það virðist ekki vera sama hver er eða við hvern er talað,sumir fá ekki viðauka á forbílatryggingu aðrir ekkert mál,sumir fá viðauka fyrir heilt ár aðrir eingöngu fyrir 2 daga í senn,enn aðrir þurfa svo að borga fyrir herlegheitin.

ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA HÆGT FYRIR KK AÐ KOMA ÞVÍ Í KRING AÐ ALLIR SEM KEPPA Á VEGUM KK Á BRAUTINNI FÁI SJÁLKRAFA ÞENNANN VIÐAUKA ÞAR SEM KLÚBBURINN STENDUR NÚ FYRIR HRAÐAKSTRI AF GÖTUM BORGARINNAR OG TM OFL ÆTTU AÐ SJÁ AÐ SÉR MEÐ ÞETTA.
ÞAÐ VEIT ÞAÐ HVER HEILVITA MAÐUR AÐ ÞAÐ ER MIKLU MEIRI HÆTTA Á SLYSI Á GÖTUM BORGARINNAR Í VENJULEGUM AKSTRI HELDUR EN UPPÁ BRAUT Í KEPPNI.HELVÍTIS VIÐAUKINN ÆTTI AÐ VERA FYRIR GÖTUAKSTUR.

3.Ég á hvort eð er ekki séns á að vinna
Segja það fáir en hugsa það margir.

Dekkin eru aukaatriði.
Title: dekk
Post by: Harry þór on September 06, 2006, 22:11:04
Sæll Hálfdán. Þetta er ekkert mál ,við lærum bara af þessu. Það tók við ný stjórn í vetur og margir nýjir menn komu inn og þetta var kanski gert í fljótræði að skrifa þessa breytingu svona. Allir sem keppt hafa í MC í sumar virðast hafa skilið það á þann hátt að einungis mætti nota radíal.

Hálfdán afhverju sérð þú ekki um að hafa þessar reglur og allt sem þær snerta á þinni könnu? Það þarf að vera maður sem sér um að uppfæra reglur og breyta orðalagi í takt við breytingar.
 
Allir að mæta í síðustu keppni ársins, sumir á radíal
aðrir á slikkum eða soft slicks,bara vera í réttum flokk.

kv Harry
Title: Reglur og fleiri reglur.
Post by: 429Cobra on September 06, 2006, 22:34:02
Sælir félagar. :)

Sæll Harry.

Auðvitað er um vankunnáttu þarna að ræða í breytingu á þessari reglu, en það er alveg eðlilegt þegar nýtt fólk kemur inn.
Á sínum tíma þá fékk ég til að mynda þær upplýsingar að Mickey Thompson Indy Profile SS dekkin væri 6 strigalög, sem síðan reyndist rangt.
En ég sá svo seinna að þetta var kannski eitthvað sem gæti gengið.
Og ég vona að allir muni að þessi klausa var samþykkt á reglufundi.
En við skulum líka muna það að vegna þess að ekki var hægt að ná lendingu í reglumálum MC, þá voru hinir svokölluðu "sekúndu flokkar" settir upp.

Margir segjast ekki nenna að lesa reglur af því að þær eru svo mikil lesning.
En málið er að það verður að vera svona mikil lesning til að fyrirbyggja einmitt svona lagað eins og við erum að sjá í þessu í dag.

Hvað varðar sjálfan mig þá tók ég mér frí þetta ár að minnsta kosti, en þó ekki meira en það að við Sigurjón Andersen vorum fengnir til að endurvekja "Muscle Car Deildina" sem hugmyndin er að gera í vetur.
Ég er búinn að bjóða mína aðstoð oftar en einu sinni við reglur, regluskrif og öryggismál.
En hef litlar undirtektir fengið.
Þannig að mér finnst bara best að þeir sem þarna ráða fá að læra af sýnum mistökum, ég veit að ég gerði það. :!:

En málið í dag í MC flokki er það að öll DOT dekk virðast vera leyfileg í flokknum, ef hæðarmörkum er fylgt.

Við getum síðan litið á síðuna hérna hjá okkur og séð til dæmis að ef menn fara inn á reglur á forsíðunni þá hafa þær ekki verið uppfærðar í nokkur ár, og í raun eru þær þá hinar opinberu reglur sem fara á eftir.
Svo er líka spurning um lögmæti breytinga á reglum í MC sem EKKI voru gerðar á aðalfundi. :!:  :?:
Title: Dekk
Post by: Kristján F on September 07, 2006, 00:44:18
Sæll Hálfdán í þessari hártogun þinni á orðalagi um dekkjareglu get ég ekki verið sammála vegna þess að það er alveg eins hægt að túlka þetta á tvo vegu í hina áttina, í reglunni stendur að dekk sem eru merkt sérstaklega soft compound eru bönnuð svo kemur hitt að inn í sviga kemu götuslikkar og þeir eru bannaðir. Ég á sjálfur nýtt par af mickey thompson et street radial  sem  eru hvergi merkt sem soft compound utan á en þau eru seld sem drag radial dekk og eru soft compound r2 samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Og eru þar af leiðandi ekki löglegir í MC. Það er náttúrulega þannig að það er ekkert sem bannar skoðunarmönnum klúbbsins að fara inn á heimasíður dekkjaframleiðanda og kynna sér þeirra framleiðslu.Ábending þín um að reglur þurfi að vera skýrar er góð og þörf ábending. Við vitum það vel sem að í þessu stöndum að reglurnar eru ekki nógu góðar margt er gamaldags og eins er ósamræmi víða í því hvað er leyft og hvað er bannað.En í sumar eru það radial dekk sem gilda í MC.
Kv Stjáni
Title: Meira um dekk.
Post by: 429Cobra on September 07, 2006, 02:57:37
Sælir félagar. :)

Sæll Kristján.

Já hártogun, það er rétta orðið en þetta var sett þarna inn og til hvers?
Skoðunarmenn mega að sjálfsögðu fara inn á heimasíður framleiðanda og kynna sé þeirra vörur.
Það gerði ég sjálfur þegar ég var að skoða fyrir klúbbinn.
En skoðunar menn mega EKKI nota það sem þeir finna á heimasíðum og er ekki að finna skriflegt í reglum sem gefnar eru út til almennings.
Það hafa ekki allir aðgang að tölvum sumir af þeir vilja það ekki og aðrir hreinlega eru ekki það sem er kallað læsir á tölvur, síðan geta verið mýmargar ástæður fyrir því að fólk fer ekki á netið.
Það er hvergi í neinum lögum eða reglum vitnað í "internetið" sem reglu eða lagaheimild.
Allt slíkt verður að koma á skriflegu formi, prentað og á íslensku.
Þess vegna höfum við verið að hafa fyrir því að þýða reglur þar sem ekki tala eða lesa allir ensku eða önnur mál.

Svo er það málið með orðið "slikkar", það er okkar þýðing á ensku orðunum "drag slicks" og ég er viss um að það stendur ekki á dekkjunum þínum frekar en "soft compound". :!:

Mér fannst gott að þú komst með þetta innlegg Kristján, því það vantaði einmitt "togun" í hina áttina, sem er byggð á reglunni sjálfri.

Ég setti þetta hér inn í upphafi til að sýna fram á hversu opin þessi regla er, og þá þörf fyrir að reglur séu settar fram með það fyrir augum að tilvonandi keppendur og keppendur geti reitt sig á að þær séu sem nákvæmastar.
Auðvitað er ekki hægt að gera þetta fullkomið, enda væri það sennilega bara leiðinlegt, en svona umræða er oft það sem þarf til að hreyfa við hlutunum og leiða fólki fyrir sjónir hvað sumt getur verið teygjanlegt sem allir héldu að væri þó nokkuð pottþétt.

En hvað um það, þá er reglan ennþá jafn opin þó ekki sé nema út af því að orðið "slikki/götuslikki-ar finnst ekki í orðabók, og ef ég man rétt þá stendur einhverstaðar í reglunum að ef komi upp ágreiningur um íslensku þýðinguna, þá skuli enska frumútgáfan gilda.
Þetta gildir líka fyrir tökuorð sem sett eru inn í reglurnar.
Þetta þurfti ég að láta inn í reglurnar þegar ég þýddi þær út af lagamálum ef til áfrýjunar kæmi. :!:

Þú getur alveg óhræddur notað þín "Drag Radial" dekk, og teygt gúmmíið alveg þó nokkuð langt, enda er þessi grein eins og vel holóttur ostur.

Já og svona til að hafa það alveg á hreinu, að ég var einn af þeim sem hugsuðu ekki öðruvísi en flest allir aðrir og stóð í þeirri meiningu að öll mjúk dekk væru bönnuð en eftir að ég átti samtal við Harry þá fór ég og las regluna og jæja afgangin vita þeir sem þetta lesa.
Það var hinns vegar aldrei ætlunin að banna dekk eins og "Mickey Thompson Indy Profile", "Pro Trac" eða önnur gömul og góð dekk sem menn voru að "skreyta" sína bíla með.
Enda eru þau laus við allt sem heitir grip.

Já og þetta með mýktarstaðlana, þar sem þeir eru mismunandi milli framleiðanda þá verður að setja þá alla inn í reglurnar til að þeir taki gildi.
Já og með að í sumar gildi sú regla að aðeins séu leyfð radial dekk í MC, hvar stendur það. :?:
Það er einmitt þetta sem ég er að tala um :!:
Ég er svosem ekkert á móti því að "götu radial" dekk séu þau einu sem eru leyfð í MC,En það verður að vera einhverstaðar svart á hvítu. :!:

Smá hugmynd sem verður MJÖG óvinsæl.
Segið öllum eins og er að stjórn klúbbsins hafi ekki haft heimild til að breyta þessari grein í reglunum utan aðalfundar eins og lög klúbbsins taka fram, og þá kemur aftur inn þessi regla með sex strigalög, og þá eru allir á radial.
Reyndar ekki hægt að útiloka drag radial, en enginn er fullkominn. :!:
Ekki satt :?:

Hér eru myndir af "Mickey Thompson ET Street" Ný dekk.
Getur einhver séð hvar stendur á þeim R2. :?:
Title: Re: Meira um dekk.
Post by: Valli Djöfull on September 07, 2006, 12:49:09
Quote from: "429Cobra"

Hér eru myndir af "Mickey Thompson ET Street" Ný dekk.
Getur einhver séð hvar stendur á þeim R2. :?:

 :lol:
Title: Húmor!!!!
Post by: 429Cobra on September 07, 2006, 12:53:39
Sælir félagar. :)

Sæll Valli, góður þessi. :lol:
Mér var nú ekki búið að detta það í hug að breyta þessu letri á dekkjunum í krossgátu. :!:  

En ekki rétt. :!:
Title: Dekkjareglur í MC/flokki, fá umræðu!
Post by: 1966 Charger on September 07, 2006, 15:06:45
Ég hef mikið velt fyrir mér ljósbleiku klessunni sem er á sumum myndunum.  Svei mér þá ef þarna birtast ekki útlínur manneskju.  Ég geri mér bara ekki grein fyrir hvort þetta er Fossi björn, María mey eða Tommy Lee (reyndar þunnur).

Skipti ekki máli:  Á Ebay með þennan barða!

$$$$$$$$

Raggi