Kvartmílan => Alls konar röfl => Topic started by: Garðar S on March 24, 2013, 22:49:20

Title: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Garðar S on March 24, 2013, 22:49:20
Sælir
Er eitthver vefsíða þar sem maður getur séð hvaða gömlu númer eru laus? og hvernig snýr maður sér í að panta plötur osfv?
Kv Garðar
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Chevelle on March 24, 2013, 23:06:22
Sælir
Er eitthver vefsíða þar sem maður getur séð hvaða gömlu númer eru laus? og hvernig snýr maður sér í að panta plötur osfv?
Kv Garðar

http://www.fornbill.is/numer.html (http://www.fornbill.is/numer.html)
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Þórður Ó Traustason on March 25, 2013, 20:04:57
Það er nú ekki alltaf að marka þennann lista.Þarna er t.d. tvö númer sem eru skráð á bíla hjá mér en liggja inni.
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Dodge on March 26, 2013, 12:38:18
Ef maður fer inná umferðarstofu að checka hvort númer sé laust þarf að passa að hafa bil í því.

Ég til dæmis fletti upp A440, það var sagt laust, en ef ég fletti A 440 þá er það í notkun
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Dart 68 on March 26, 2013, 12:39:21
us.is

Ef númerið sem þú slærð inn kemur ekki upp þá er það laust (á bíl sem búið er að skrá ónýtan)
Ef númerið hinsvegar kemur upp þá getur þú séð á hvaða bíl það er
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Moli on March 26, 2013, 17:11:59
Númer getur verið frátekið á bíl þó það komi ekki fram á us.is, burt séð frá því hvort það sé bíl í því eða ekki. Fornnúmer eru skráð með bili á us.is, t.d. það sem Stebbi bendir á. Það er hægt að taka frá fornnúmer á bíl þó það sé ekki komið á hann, það þarf bara að tengja það fastanúmerinu. Ég á númer frátekið sem er sagt laust á us.is. Eina leiðin er að hringja í Umferðarstofu og fá það á hreint.
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Þórður Ó Traustason on March 27, 2013, 00:51:05
Ég gerði bæði bil og ekki bil og það kom sama upp.Reyndar er annað nr. 5 stafa og ef ég set bil þá kemur upp að nr.sé of langt.Hvorugur bíllinn er afskráður en nr. liggja inni.US segir að þetta geti komið upp ef nr.hafi legið lengi inni.
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: 70 Le Mans on March 27, 2013, 22:49:51
Sælir, hvað kostar að láta smíða fyrir sig 2 plötur?
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: SMJ on March 27, 2013, 23:44:12
Best er að hafa beint samband við umferðarstofu, eins og áður er skrifað er listinn á vefnum ekki nákvæmur.
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: ltd70 on March 28, 2013, 00:05:38
Sælir, hvað kostar að láta smíða fyrir sig 2 plötur?

http://www.fornbill.is/numer.html (http://www.fornbill.is/numer.html)
Title: Re: Gömlu númeraplöturnar.
Post by: Garðar S on May 03, 2013, 19:22:30
Sælir þið sem eruð með gömlu plöturnar vitið þið hvað málið a hæðina er á þeim í cm ?
kv Garðar